Dagur - 29.10.1982, Síða 5

Dagur - 29.10.1982, Síða 5
TONLIST Sverrir Páll * - A valdi sveiflu Það er ekki á hverjum degi sem djassfíknir Norðlendingar fá sprautuna sína. Að vísu birti talsvert yfir dölum norðan fjalla í fyrravetur þegar Paul Weeden hélt hér djassnámskeið og hald- in var löng og ströng hátíð sem endaði á því að Ingimar Eydal stofnaði Samband sultugerðar- manna á djammsessjóninni. Annars eru djasshljómleikar og hátíðir þeim skyldar afskaplega fátíð fyrirbæri hér nyrðra en bjartsýnustu menn lifa í von um að úr rætist. Það er gleðilegt þegar fréttist að sveiflan sé vænt- anleg. Og sunnudagskvöldið 24. október er sólskinsbjart í hugum þeirra sem ösluðu krapið í ökkla niður í Sjalla. Þar voru komnir „strákarnir í Mezzoforte“, eins og þeir segja í útvarpinu, til þess að flytja okkur tónleika í tilefni 5 ára afmælis flokksins. Nú eru þeir til sem vilja ekki telja tónlist Mezzoforte al- mennilegan djass og þeir hafa ef til vill nokkuð til síns máls. Engu að síður standa verk strákanna föstum fótum í hefðbundinni sveiflu þó að hún sé tilreidd á nýstárlegan hátt með ýmsum nútímalegum rafmagnshljóð- færum og stundum tilreidd sem eins konar hræringur úr því gamla og seinni tíma rokki. Sumir kalla þetta fönk eða fjúsjón, en það skiptir ekki máli. Þetta er Mezzofortemússík, al- varleg, einlæg, kraftmikil og taktföst. Fræðilegar skilgrein- ingar eru aukaatriði. í Mezzoforte hafa frá upphafi verið Eyþór Gunnarsson hljómborðsleikari, Friðrik Karlsson gítarleikari, Jóhann Ásmundsson, sem leikur á bassa og Gunnlaugur Briem tromm- ari. Nýverið hefur Kristinn Sva- vársson bæst í hópinn með sax- ófónana sína en Björn Thorar- ensen er burtgenginn með hljómborðin sín. í hans stað var til bráðabirgða á tónleikunum Hjörtur Howser. Á hljómleikunum lék Mezzo- forte lög sem eru á nýrri plötu, MEZZOFORTE 4 og einnig nokkur sem komið hafa út á eldri plötum flokksins. Flest eru þau eftir þá Friðrik og Eyþór, en nú hefur nýr tónsmiður bæst í hópinn þar sem Kristinn er. Lag hans, Spáð í skýin, var í fyrstu svolítið utan við hinn gamla Mezzofortestíl en er á leið small allt saman og sýnt var að inn- tökupróf Kristins lofar góðu. Af nýjum lögum virðist Frið- rik eiga þau ljóðrænustu, Ijúfar og rómantískar laglínur sem hefjast upp í föstum takti með viðamiklum undirleik og vönd- uðum einleiksþáttum. Góð dæmi um það eru Tilhugalíf í Vesturbænum og Undur vorsins. Eyþór, sem var kynnir, „gleymdi" iðulega að geta um höfund lags en auðheyrt var að þá var hann oftast sjálfur höf- undurinn. Verk hans eru kraft- mikil og full af púðri en ekki síður smellnar laglínur. Þar má nefna Fjörkálf, feiknarlega hressilegan ópus þar sem Eyþór hentist á milli ekki færri en fjög- urra hljómborða og sannaríega vissi hægri höndin hvað sú vinstri gerði þótt þær léku ólíka hljóma í ólíkum takti. Og trú- lega á Eyþór sitt í Fyrsta para- grafi A, sem var tvítekið með feiknarskemmtilegum sólóþátt- um, ekki síst trommuleik sem jaðraði við kraftaverk. Hafi Gunnlaugur nálgast kraftaverk í þessu lagi var það fullkomnað í gömlum kunn- ingja, Miðnæturhraðlestinni hans Friðriks, sem strákarnir hafa áður leikið af alefli hér. Upphafið er ósköp sakleysislegt en fljótt leysist allt upp í eitt slagverksævintýri sem endar í þvílíku trommustórvirki að orð fá ekki lýst. í heild voru • tónleikarnir geysileg upplyftin'g svo menn gátu ekki orða bundist heldur fluttu strákunum lofræður. Að vísu kom fyrir að dálítið vantaði í hljómfyllinguna, til dæmis í Fyrirkomulaginu, og má þar sjálfsagt kenna brotthvarfi Björns. Annars var dagskráin þrautæfð og leikandi lipur, ekki neitt fúsk. Það hefur verið gaman að fylgjast með Mezzoforte þessi 5 ár. Þegar þeir spiluðu í Sam- komuhúsinu fyrir þremur eða fjórum árum var maður hálfgert á nálum yfir því að þeir réðu varla við það sem þeir ætluðu að gera. Trommuleikurinn jaðraði við að fara úr böndum og bass- inn var veikur hlekkur. En nú er ekkert a,ð óttast. Strákarnir hafa lært og þroskast og spila hver um sig eins og sá sem valdið hefur - og hafa það svo fyllilega að úr verður órofa heild. Þeir hafa metnaðarfulla hugsjón, eru trúir henni og þess vegna eru þeir svona góðir. Við erum mörg far- in að bíða eftir næstu heimsókn. ÞorkellBjörnsson Helvítls Mývetnlngamir Það var sunnudaginn 24. októ- ber s.l., að fjölskyldan átti leið fram í Ljósavatnsskarð. Á Húsavík hafði ringt heil ósköp í heila viku, nokkuð sem menn bölva gjarnan hressilega, en þar sem þessi árstími er nú einu sinni kominn og allra veðra von, þykir það ekki tilhlýðilegt. Þvert á móti eru menn skaparan- um þakklátir, hann snjóar þó ekki á meðan. En nú hafði hann hætt að rigna og veðrið var hið fegursta. Því varð það okkur mikið undrunarefni er við ókum inn í slyddu og alhvíta jörð í miðri Kinn. Eftir að hafa dvalið á Stóru-Tjörnum í nokkra klukkutíma var lagt af stað aftur og ferðinni heitið á Aðaldals- flugvöll, konan þurfti þangað, var að fara í höfuðborgina. All- mikill snjór var þá kominn á veg- inn en sæmilega greiðfært, þótt bíllinn væri enn á sumar- dekkjum. Þegar út á flugvöll var komið var vélin komin fyrir nokkru, búið að afferma hana og langt komið með að lesta hana aftur. Farþegarnir sátu inn í „flug- stöðvarbyggingu", það er að segja þeir sem höfðu heppnina með sér, en eins og þeir sem á Aðaldalsflugvöll hafa komið vita, eru það sérstök forréttindi að ná þar sætum. Allt virtist nú tilbúið til brottfarar en ekkert bólaði á að farþegum væri sagt að gjöra svo vel að ganga um borð. Eftir skamma stund kom skýring á því. Bíllinn úr Mý- vatnssveit sem flytur farþega í flug var ekki kominn, enda mikið dimmviðri og færðin að verða í daprara lagi á þeirra leið. Flestir tóku þessu með jafnaðar- geði, enda erfitt að fara í fýlu við almættið, jafnvel þótt Mývetn- ingar ættu þarna í hlut. Þó mátti heyra nöldurtón í manni einum, úlpuklæddum. Hann tuldraði eitthvað ofan í barm sér um það að alltaf væru þessir andskotans Mývetningar samir við sig alltaf þyrftu þeir að vera öðruvísi en annað fólk. En hvað um það: Það var ekki annað að gera en bíða eftir varg- inum. Forréttindafólkið sem náð hafði sætum sat sem fastast, hinir sem engin sæti höfðu nýttu þessa örfáu fermetra sem hægt var að hreyfa sig á, og gengu fram og aftur um „flugstöðvar- bygginguna“ án teljandi skakka- falla og sluppu furðu vel við að labba mikið á tánum á þeim sem sátu. Einn stóð í dyrunum með hendur á baki og horfði út í nátt- myrkrið og bleytuhríðina, sem færst hafði í aukana. „Ekki lýst mér á veðrið“ sagði hann spek- ingslega. „Það mætti segja mér að ekkert verði flogið í kvöld.“ Gömul kona er sat innarlega í „byggingunni" bað hann bless- aðan að tala ekki svona ógæti- lega. Hún sagðist VERÐA að komast suður í kvöid og neitaði að trúa öðru en það tækist. En brátt voru þessar umræður stöðvaðar, því nú rann Mývatns- sveitarbíllinn í hlað. Með snörum , handtökum starfsmanna vallarins var far- angri Mývetninganna komið fyrir í vélinni og tilkynnt var um brottför til Reykjavíkur. Far- þegarnir létu ekki segja sér það tvisvar og gengu hvatlega út í flugvélina. Við feðgar og lítill vinur okkar sem með okkur var settumst út í bílinn og biðum þess að vélin færi í loftið. Við horfðum á þegar flugstjórinn keyrði mótorana „upp“ og eld- tungurnar sem stóðu út úr hreyflunum meðan á því stóð. Allt sýndist í besta lagi og flug- vélin hlaut að aka eftir brautinni eftir skamma stund og hefja sig til flugs. En sú varð ekki raunin. Þarna stóð vélin ljósum prýdd með organdi hreyflana í gangi og ekkert gerðist. Nú komu flugvallarstarfs- menn hlaupandi út úr „bygging- unni með stóra gólfkústa og olíufötur með einhverju í, þeir klifruðu upp á flugvélina og tóku til við að sópa krapinu af henni. Drengirnir voru farnir að ókyrr- ast svo við fórum út úr bílnum og inn í „bygginguna" til að grennslast um hvað væri eigin- lega á seyði. Við fengum þau svör að svo mikið krap væri komið á vélina að óvíst væri að hún kæmist í loftið. En áfram var haldið með sópana og föturnar og þarna var meira að segja flugstjórinn kom- inn hálfur upp á vænginn til að gefa þeim sópurum fyrirskipan- ir. Eftir drykklanga stund og mikið sóperí var farþegum hleypt út úr vélinni og inn í „bygginguna“. Sigurður, Björn og Ævar flugvallarstarfsmenn klöngruðust niður af vélinni, holdvotir og skunduðu í skjól. Farþegarnir voru ekkert alltof hressir á svipinn og sögðu fátt fyrst í stað. Björn bað menn að halda rósemi sinni og sagði að tilskipun um framhaldið kæmi eftir stutta stund. Að því mæltu skundaði hann inn í „herbergi“ það sem starfsmönnum Aðal- dalsflugvallar er boðið upp á, ásamt hinum tveimur. Oft hef ég dáðst að þrautseigju þessara manna og geðprýði. Því þótt ekki sé beinlínis vistlegt það pláss sem farþegum er ætlað, þá er það aldeilis hátíð hjá því sem starfsmenn vallarins mega sætta Jg við. Smátt og smátt fór þó að losna um málbein farþeganna. Einn fór að bölva aðstöðunni og því að ekki væri hægt að fá „svo mikið sem kaffisopa í þessum bölvaða skúr“. Annar, sem ekki virtist vera að fljúga í fyrsta sinni, sagði að þetta væri nú bara ekki svo slæmt það væri þó kom- ið klósett á staðinn. Hann bætti við að fyrir fáum árum hefði ástandið í salernismálum verið þannig að menn hefðu þurft að notast við kamar og fötur. Einn sagði að þetta væri allt Mývetn- ingum að kenna, hefðu þeir komið á réttum tíma væri vélin trúlega komin til Reykjavíkur. Eftir smástund kom Björn fram og tilkynnti farþegum að Flugleiðir byðu öllum í kaffi til Húsavíkur og þar yrði framhald- ið ákveðið. Hákon rútubílstjóri var nú kominn til að flytja hóp- inn í kaffi á Hótel Húsavík. Það síðasta sem ég sá og heyrði til farþeganna um kvöldið (fluginu var frestað til næsta morguns eftir kaffidrykkjuna) var í gamla manninum, úlpuklædda, hann varð síðastur inn í rútuna. Þegar hann stóð í dyrum rútunnar snéri hann sér við, spýtti mó- rauðu og sagði geðvonskulega: „HELVITIS MÝVETNING- ARNIR“. 29. október 1982 - DAGUR - 5

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.