Dagur - 29.10.1982, Page 8

Dagur - 29.10.1982, Page 8
BARNA VA GNINN Heiðdís Norðfjörð Hvolpurinn Pési mikið til? spurði Bolli. „Jú,“ sagði Pési kjökrandi. „Ég skal kenna Kola al- mennilega hundasiði“ sagði Bolli og gekk reiðilega burtu. „Jaha, nú fær Koli aldeilis „Þá bítur hann mig ekki oftar. Hefur hann oft bitið þig?“ spurði Bolli. Já, hann hefur bitið mig 6 sinnum“ sagði Pési. spurði Bolli Pésa. , já,“ sagði Pési. „Það er gott,“ sagði Bolli. „Farðu nú bara heim til þín og láttu mig vita, ef þeir koma aftur.“ Svo fór Pési hinn ánægðasti heim. Einu sinni, þegar hann Pési hvolpur var í hundakofanum sínum, kom hann Bolli. Bolli var bolabítur sterkur og stór. Allir voru hræddir við Bolla. „Góðan daginn“ sagði Pési. „Góðan daginn“ sagði Bolli. „Hvernig líður þér?“ „Mjög illa“ sagði Pési. „Hvað kom fyrir þig?“ spurði Bolli. „Koli beit mig í eina löpp- ina“ og Pési sýndi Bolla sárið. „Æ, æ, og finnurðu ekki Ganill maðuriim að kenna á því“ sagði Pési við sjálfan sig. Nokkru seinna kom Bolli aftur. „Nú er ég búinn að kenna Kola hundasiði“ sagði hann. „Það var gott,“ sagði Pési og var voða feginn. „Bolli, Bolli, heyrðist nú kallað. Bolli kvaddi nú Pésa og hljóp heim til sín. Skömmu eftir að hann var farinn komu Koli og vinir hans og urruðu á Pésa. Pési varð óskaplega hrædd- ur og hljóp eins og fætur tog- uðu heim til Bolla. Þar krafs- aði hann í hurðina. Bolli kom til dyra og sá hvað var á seiði. Hann gelti og urraði. Koli og vinir hans urðu hræddir og hlupu í burtu. „Er allt í iagi með þig?“ Vigfús Sveinbjörnsson heitir strákur sem á heima í Lerki- lundi 9, Akureyri. Hann sendi þessa sögu, sem heitir: Gamli maðurinn. Það var vetur. Þegar hann Tryggvi gamli var að koma úr búðinni mætti hann hóp af krökkum. „Góðan daginn,“ sagði Tryggvi gamli. „Góðan dag,“ hrópuðu krakkarnir og tóku upp snjó- kúlur og hentu í hann. Svo hlupu þau burtu. En Tryggvi gamli datt og missti pokann sinn og mjólk- Þessa fínu mynd teiknaði Helga Magnea Jóhannsdóttir, Eikar- lundi 8, Akureyri, 5 ára. Þetta er mynd af henni sjálfri og sýnir hvað hún varð glöð um daginn, þegar hún eignaðist lítinn bróður. urflaskan brotnaði. Mjólkin flæddi út um allt. Tryggvi gat varla staðið upp, því að hann var svo slæmur í bakinu. Loksins tókst honum það og svo rölti hann heim í gamla húsið sitt. Allt í einu heyrði hann brothljóð. Það virtist koma úr stofunni hans. Hann flýtti sér þangað. Hann leit út um brotnu rúð- una og sá þá sömu krakkana og höfðu hent snjókúlunum í hann. „Krakkaóféti,“ kallaði hann, en krakkarnir hlupu burtu flissandi. Daginn eftir komu foreldr- ar barnanna og borguðu rúð- una. Eftir það voru krakkarn- ir og Tryggvi bestu vinir. Tryggv' gamli við brotnu rúðuna! Bamaskop - Hvaðertþúaðgerauppifperutrénu mínu, drengur? - Ein at perunum yðar datt niður, herra prestur, og ég er bara að hengja hana upp aftur fyrir þig ... ☆ ☆☆ [ stórversluninni kom lítill drengur að upplýsingaborðinu og sagði: - Afsakið, ekki hefur þú séð unga konu, sem hefurtýnt litlum dreng, sem líktist mér...? ☆ ☆☆ „Pabbi. Hvemig stafar maður visk(?“ „Maður stafar það ekki vinur minn. Maður drekkur það!“ UREINUIANNAÐ Snjólaug Bragadóttir Lengi lifí Músavinafélagið og Andrés önd! Ég ætla ekki að skrifa um Tomma og Jenna-málið, þó til- efnið sé nægilegt, þvíóralangt er síðan ég og raunar öll þjóðin höfum orðið vitni að annarri eins þröngsýni og forpokuðum hugs- unarhætti. Ég skammast mín samt ekki fyrir að vera í Katta- vinafélaginu, þar sem Ijóst er orðið, að samþykktin fræga var ekki borin undir félagsmenn. Þá hefði hún heldur aldrei séð dags- ins ljós. Hins vegar ætla ég að minnast á nokkuð, sem rifjaðist upp fyrir mér í framhaldi af þessu og sýnir, að fleiri eru þröngsýnir og með ruglaða dómgreind en fólk á íslandi. Það er kannske ljótt af mér að halla orði um Finna eftir nýafstaðna forsetaheimsókn, en þar í landi var fyrir nokkrum árum samþykkt að banna And- rés Önd! Að sjálfsögðu voru ástæðurn- ar þær, að Andrés og félagar þóttu hafa óæskileg áhrif á börn. Þarna hafa þau það sem sagt fyrir sér, að enginn nennir helst að vinna, en allir vilja verða ríkir. Hvergi er til kjarnafjöl- skylda, heldur alast andarung- arnir og músastrákarnir upp hjá frændum sínum. Hvar eru eigin- lega pabbinn og mamman? Uppeldið er líka af mjög skorn- um skammti, því blessuð börnin komast upp með næstum hvað sem er. Látin er í ljós samúð með seinheppnu glæpamönnun- um í Bjarna-bófafélaginu og all- ir eru sífellt að beita náungann andstyggilegustu brögðum til að koma sínu fram. Á þessa lund voru rök þeirra í Finnlandi, sem álitu sálum barna sinna best borgið með því að banna þeim slíkar bókmennt- ir. Ég, sem hef haldið tryggð við Andrés og félaga í 24 ár og gæti ekki hugsað mér lífið án þeirra, spyr bara eins og barnið um daginn, þegar styrinn stóð um Tomma og Jenna: - Getur full- orðna fólkið ekki skilið, að þetta eru bara teiknimyndir? Lína langsokkur var líka bönnuð fyrir nokkrum árum í einhverju landi, ég man ekki hvar, en minnir þó, að það hafi verið Ungverjaland. Þar þótti aldeilis óverjandi að níu ára telpukrakki byggi einn. Börn gætu tekið sér hana til fyrir- myndar og farið að heiman! Að ekki sé nú minnst á, að hún mis- þyrmdi lögregluþjónum og gerði þá hlægilega í augum lesandans. Hver hafði líka nokkurn tíma heyrt, að svona telpukorn gæti lyft heilum hesti? Lesendur á svipuðum aldri gætu farið sér að voða við að reyna að leika það eftir! Ýmislegt fleira var í báðum þessum tilvikum tínt til, sumt svo óheyrilega langsótt og kjánalegt, að maður efaðist um, að mönnum gæti verið alvara. En þeim var alvara og það var því ágæta fólki í Bandarkjunum Iíka, sem bannaði Löður og sitt- hvað fleira, sem allur almenn- ingur telur saklausa skemmtun. Hitt er svo önnur saga, að sið- ferðið hjá þessum „Siðsama meirihluta" eins og hann kallar sig, er í hæsta máta tvöfalt. Hvaða siðsemi er það, að raka saman milljónum dollara í krafti þröngsýni, til þess að fáeinar valdasjúkar manneskjur geti lif- að í vellystingum praktuglega? Sú saga er allt of algeng í Banda- ríkjunum, þar sem almenningur virðist af einhverjum ástæðum áhrifagjarnari en annars staðar. En nú er ég víst komin út í aðra sálma. Eigum við ekki bara að þakka fyrir að fá að halda Rauðhettu, Hans og Grétu og Shakespeare, Dallas, Derrick, Paddington og. . . . 8 - DAGUfl - 29. október1982

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.