Dagur - 11.11.1982, Side 7

Dagur - 11.11.1982, Side 7
„Með kveðju frá Kölska“ Bókaútgáfan Salt gefur út Bókaútgáfan Salt hefur gefið út bókina „Með kveðju frá Kölska“, en hún er eftir enska rithöfundinn C.S. Lewis og heitir á frummálinu Screwtape letters. Þýðandi er sr. Gunnar Björnsson. Formála ritar dr. Sigurbjörn Einarsson biskup og gríski listamaðurinn Papas myndskreytti bókina. Clive S. Lewis var prófessor í enskum bókmenntum við há- skólann í Oxford og var framan af ævi fráhverfur kristinni trú, en sannfærðist síðar um sanngildi hennar og varð ljóst að Guð teflir ekki til úrslita á skákborði heilans heldur hjartans, ritar dr. Sigur- björn Einarsson m.a. í formála sínum. „Með glettnum glampa í augum flytur hann hinn alvarleg- asta boðskap. í hjúpi hrjúflegs skáldskapar boðar hann fagnað- arerindið", segir ennfremur í for- mála dr. Sigurbjörns. Bréf þessi birtust fyrst almenn- ingi í Bretlandi árið 1941 og voru þau oft gefin út á ný á næstu árum. Pá hefur þessi metsölubók verið þýdd á fjölmörg tungumál. Bókin er að öllu leyti unnin hjá Prentsmiðju Hafnarfjarðar hf. Spennum beltin | ALLTAF - ekki stundum | lar*" Videoleiga CESAR Höfum úrval af mynd- um með íslenskum, dönskum og sænskum texta. Mikið af nýju efni. CEgfiR Nýkomið: Rautt og hvítt flónel Filtbútar í öllum litum Vatt og rósótt bómullarefni í bútasaum Nú er rétti tíminn til að huga að jólafötunum. Efni, snið og tillegg í all- an fatnað. Opið á laugardögum. Is ____11 allttilsauma FNR. 8164-5760 vemman SKIPAGATA 14 B - SlMI 96-23504 PÓSTHÓLF 84 - 602 AKUREYRI Allar tryggingar! umboðið hf. Rádhústorgi 1 (2. hæð), simi 21844, Akureyri. AKUREYRARBÆR Hundaeigendur Akureyri Hundahreinsun fer fram á Akureyri föstudaginn 12. nóvember kl. 13.00-16.00 og laugardaginn 13. nóvember kl. 10.00-12.00 í áhaldahúsi Gróör- arstöðvarinnar. Hundaeigendum ber aö færa hunda sína til hreinsunar annan hvorn þessara daga og greiða jafnframt leyfisgjald fyrir 1982, kr. 600,00 og sýna kvittun fyrir greiðslu iðgjalds af ábyrgðartryggingu. Athugið að hafa hundana fastandi svo lyfið virki betur. Heilbrigðisfulltrúinn Akureyri. Plötukynning Föstudaginn 12. nóv. ’82 verður Bergþóra Ámadóttir í Vöruhúsi KEA - Hljómdeild og áritar plötu sína Bergmái milli kl. 11.00 og 17.00. Hljómdeild KEA. Kökubasar Geðverndarfélag Akureyrar verður með kökubas- ar í Færeyingasalnum í Kaupangi laugardaginn 13. nóv. Húsið opnað kl. 2. e.h. Félagar vinsamlegast gefið kökur á basarinn. Brauðum veitt móttaka frá kl. 11 f.h. sama dag. Nefndin. Námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði á vinnustöðum á Eyjafjarðarsvæðinu verður haldið að Hótel KEA dagana 17., 18. og 19. nóvember nk. og hefst kl. 9.00 miðvikudaginn 17. nóvember. Námskeið þetta er haldið skv. lögum um vinnu- vernd sem tóku gildi 1. janúar 1981. öryggistrúnaðarmenn og öryggisverðir halda launum á meðan námskeiðið stendur yfir. Öryggistrúnaðarmenn og öryggisverðir eru hvattir til að mæta og eru vinsamlega beðnir að tilkynna þátttöku sína til Alþýðusambands Norðurlands í síma 21881, milli kl. 14.00 og 17.00 fyrir 16. nóv- ember. nk. Alþýðusamband Norðurlands. Vinnueftirlit ríkisins. Aukinn afsláttur til félagsmanna Ákveðið hefur verið að gefa félags- mönnum KEA kost á að fá afslátt af staðgreiddri vöruúttekt sinni í öllum deildum Vöruhúss KEA, í Vöruhús- inu Hrísalundi 5, neðri hæð, í Raf- lagnadeild og af sérstaklega til- greindum vörum í Byggingavöru- deild og Véladeild dagana 12.-26. nóvember nk., gegn afhendingu af- sláttarkorta. Veittur verður 10% afsláttur af öllum vörum deildanna nema hús- gögnum, stærri rafmagnstækjum til heimilisnota og gólfteppum. Á þeim vörum verður afslátturinn 5%. í Byggingavörudeild verður veittur 10% afsláttur á veggdúk allskonar og 5% afsláttur af Gustavsberg hrein- lætistækjum. Þessi kjör gilda einnig á sömu vöruflokkum í öllum verslun- um KEA utan Akureyrar. Afhending afsláttarkortanna hefst fimmtudaginn 11. nóvember á aðal- skrifstofu KEA, Hafnarstræti 91, Akureyri, og verður hverjum félags- manni afhent fjögur kort. Félags- menn í deildum á Dalvík og Svarfað- ardal fá afsláttarkortin afhent á skrif- stofu útibús KEA, Dalvík, en félags- menn í deildum í Siglufirði, Ólafs- firði, Árskógshreppi, Hrísey, Höfðahreppi og Grímsey fá afslátt- arkortin afhent í verslunum félagsins á þessum stöðum. Gerist félagsmenn Afsláttarkortin gilda einnig fyrir nýja félagsmenn í Kaupfélagi Eyfirðinga. Þeir sem ekki eru félagsmenn eru hvattir til að ganga í félagið. Eyðublöð fyrir inngöngu- beiðnir í félagið liggja frammi á aðalskrifstofunni Hafnarstræti 91, Akureyri, og í öllum verslun- um KEA utan Akureyrar. Félagsmenn Kaupfélags Eyfirð- inga, nýtið ykkur þetta einstaka tækifæri til hagstæðra innkaupa á góðum og tjölbreyttum vörum. 11. nóvember 1982 -DAGUR-7

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.