Dagur - 23.11.1982, Síða 7
Tækin geymd á
háaloftinu
En hvað varð þess valdandi að
þessir menn og fleiri höfðu for-
göngu um að stofnuð yrði björg-
urnarsveit á Akureyri? Ástæð-
una má rekja til Geysisslyssins
árið 1950. Pað var Kristinn Jóns-
son sem undirbjó förina frá Akur-
eyri upp á Vatnajökul fyrir hönd
Flugmálastjórnarinnar, en farar-
stjóri og foringi leiðangursmanna
var Þorsteinn Þorsteinsson, en
Tryggvi sonur hans var leiðsögu-
maður eftir að kom á jökulinn.
„Stofnfundurinn var haldinn í
sal Barnaskóla Akureyrar og
lengi vel voru tæki sveitarinnar,
eða öllu heldur það litla sem hún
átti, geymt á háaloftinuí skól-
anum. Það var árið 1960 sem
sveitin eignaðist fyrstu bílana,
sem voru Dodge Wipon frá Varn-
arliðinu á Keflavíkurvelli sem
seldi sveitinni einnig snjóbíl um
svipað leyti,“ sagði Gísli Kr. Lór-
enzson, formaður sveitarinnar
þegar hann rifjaði upp fyrstu spor
hennar í samtali við Dag.
Flugbjörgunarsveitin fékk leigt
húsnæði hjá Kristjáni Kristjáns-
syni á BSÁ á svipuðum tíma og
umræddir bílar komu til Akureyr-
ar. Árið 1964 festi sveitin kaup á
því sem var nr. 55 b við Strand-
götu. Gísli sagði að Kristján hefði
verið sveitinni ákafléga hliðhollur
og hann leigði henni húsnæðið
fyrir lítinn pening allt fram að
þeim tíma að Flugbjörgunarsveit-
in keypti af honum eignina.
„Þarna hefst í rauninni nýr kafli í
sögu sveitarinnar," segir Gísli,
„en nú fóru félagarnir að gera upp
bílana. Þar voru fremstir Bragi
heitinn Svanlaugsson, frændi
hans Svanlaugur Ólafsson og
Gunnar Jóhannsson. Þeir unnu
þá allir á BSA. Þeir tóku annan
bílinn, sem er enn í eigu sveitar-
innar og er af mörgum talinn besti
bíllinn enda fer hann mest, og
byggðu yfir hann og gerðu upp.
Þetta er ákaflega góður bíll.“
Endurnýjun
fj arskiptabúnaðar
Auðvitað hefur Flugbjörgunar-
sveitin alltaf öðru hvoru átt í fjár-
hagsvanda en þrátt fyrir það festi
hún t.d. kaup á nýjum Rússajeppa
árið 1970 og félagar í sveitinni
innréttuðu bílinn. En þeir létu
ekki staðar numið - fjórum árum
síðar bættist nýr snjóbíll við í
flota sveitarinnar og sex ár liðu
þar til enn fullkomnari og
betri snjóbíll stóð á hlaðinu
í Galtalæk. Sömuleiðis var
keyptur nýr fjallabíll með
drifi á öllum hjólum.
Um þessarmundirer
unnið við að innrétta
hann. Af þessari
upptalningu - þó
ófullkomin sé - má sjá
að Flugbjörgunar
sveitin á Akurevri
er vel búin tækjum
enda er þeim vel viöhaldið
af hæfum mönnum.
Gísli sagði að núverandi fjar-
skiptabúnaður væri fremur léleg-
ur. „En við erum þessa dagana að
leysa það mál. Innan skamms
mun sveitin fá ný tæki sem kosta
tvö til þrjú hundruð þúsund. Það
koma nýjar stöðvar í bílana og ný
móðurstöð, en auk þess fáum við
stöðvar fyrir ieitarflokka. Við
stefnum að því að endurnýjun
fjarskiptabúnaðar verði lokið á
næsta ári,“ sagði Gísli og bætti því
við að forráðamenn félagsins
hefðu dregið að endurnýja bún-
aðinn þar til nú af tveimur ástæð-
um. Sú fyrri er fjárhagslegs eðlis
„Við áttum ekki til næga pen-
inga,“ sagði Gísli, „hins vegar
hefur mönnum ekki borið saman
um hvað væri best að kaupa og
hvaða leið björgunarsveitirnar
ættu að fara þegar þær endurnýj-
uðu sín tæki. Ég tel að við höfum
hagnast á því að bíða því þau hafa
lækkað mikið frá því að við fórum
fyrst að hugleiða nýjan búnað af
alvöru.“
Fjós varð að
björgunar- og
félagsmiðstöð
Það var brotið blað í sögu sveitar-
innar þegar hún eignaðist Galta-
læk, sem eitt sinn þjónaði sem
fjós. Galtalækur stendur upp í
brekku gegnt flugvellinum og
r kttftsr aScins kr. 10.00
til óranÁ'la.
Akw«yr», 2L wjptRmber 1850
99
GEYSIS” AF VATNAJ0KLI
Sameiglnlegur leiðangur Akureyringa og Reykvíkinga gekk lengri
skíðadagleið á jöklin-
um en áður hefur ver-
ið farin á jöklum á
íslandi
LeiSaagxur sWpulagður á 2 ktst,
Fréttin uiji aft tleyjtii varri fundinn ng áiiöfníti
•'t h'U, ft'w eir.s ag lojji yfir akur uin Ur »1.
ntifnmliij' V;u Ju'ui sömt, var ht'ui ósrjðfrst
{JugtlfrejÓ!? SvatiA v:ir skj<dfcji»íð. Akurryj.n-
t:t/li»>, afí jcthwAi luífot ia)w«tUm<J vkV l!ug*
vclar jj.r'í ,<‘r hingað vxkju, yuuMmli íiöttiua {»<■*{■
at. I' jiildi uiauna safua6i.*,t sjrtiati við *knfM«ítu
J'iugféUg ÍsjiMás, til }>r« :tð Jeitá fFu }«.»r
vat liiill imú ril aft svara sputuínguit) ímviiinn.i
fvt'jarnunft.i. l»ut v;u }icgar hytjaö að skíj>til<*ggj.t
Ícii'ÁuguT {i.inft, scrti hjargaðí iUuitn Orytis ;«[
jokiítnifn tvrímui dogimt ii&n. kotn :í
>kritVlofn fki^fcjagsiit.y uiu scx fcytið ú ift.ituí-
(Jygskvöldið, var skjpuutgrtifig Id&mgtmíftS þt'g-
,iy Jiatíft <% þrcmur ttluntium tUMtt voru JofV.utg
uruuctm áJetð iil jöknisim ;S bifrriðutn. m«*ð a!f-
a» nauffcynJegan útbihiað mcftifciðís. Vat ctigtuu
ífnta evu tiJ únýtís cftíi að ukvcðið v:«r ;«15 fr< i«,i
{>cí,s j<V í»kit :«Á jökúlrbtidimii fivAin gnng.i Á
iökulínti.
i’úð var Krhíinn fúmsott, triimkvirutdastjóri
MuiífclagJÍnv hér;i st iðnum, se»»i undirbjú föriua
tirðan tyrir höftd ilugift.'»i.istjutuartntur, ert iar>
amjúri og foiingt fi'ifiangwi'Mnaníia var |.*út
;«kvt'ði n n Þoratcín n Þo txteiMsan, fs;»m i, v.ctft<í;i*
sijörí Feiðafci.igv Akutfymt, ktuinur li'nVut;i.«öur
og {wulkuftftugur í tVbyggrtftnt, t'cg..r cg kftin &
) u-'bHagxskriístntuna su'ú j .íðsiclna K.ti.u
jrs «»g Kusu'im v«.»u fi.rsi. t'urstrinu var þcss tús
að veíui h:i<5angritiun« tnr*t<3ðu Itann lagðt og
;í ráfVjn uro |>aA, hvctvu fjolmcnmtr J>anti jvkvldi
verftí og tíi hvcna skykli lcitað'. Jtman fítiiiar
Hundar vat tisti yfír leiðangunjtienrt tilbúinn.
jeppábtíteiðar ráftnar itl íciðariamtr <^> faiat túni
('Framlftikl á 2. $íftu>.
Millilandaílugvélm Geysir, á íeið frá lwctmthaw fil £eykjavikur, týndist fimmtudags-
kvöldið 14. septsmber s. L, við suðausturströnd íslands, eða á suðcmsturhálendi landsins,
að þvi er talið var. Var vélarinnar leitað úr lofti, á sjó og lcradi, fösiudag, laugardag, sunnu-
dag og mánudag, en síðdegis þann dag fannst flakið á norðvesturhluta Vatnajökuls, og var
áhöfnin á líii. Hafði henni iekizt að senda neyðarskeyti, sem leiddí til þess, að flakið fannst.
Sama dag var gerður út björgunarfeiðangur héðan frá Akureyri, og ráðstafanír til þess að
koma flugvéf á jöIaUinn tii þess aS Bjarga .áhöfninaL - Bítstjóri Dags var raeð hjáfparleíð-
angri þoi’n, r~?v, héðan lagði upp. Verður hér á eftjr sögð saga þessa lelðangurs, - saga
tvoggjc*. daga á öræfum íslands, sem seint raunu líða úr minni þeirra, sem þá lifðu.
Myndina tók Kdvard SiqutgekAzon viS íktidð aí CJeySÍ s. J. mlö'nkuáaq.
Kcnledófté' flugberaa. GuSmundur Sivemen loffcd ^Haaafraeðln-attr. BoUi
<>g bagtínaur Sletónmton %■ ÖugmoSur.
fxct viiwtri! lasflqcitStxt
Gísli Kr. Lórenzson.
■ «*•
þaðan sést vel yfir næsta nágrenni
og út fjörðinn. Um áramótin
1975-76 fóru fram skipti á Strand-
götu 55b og Galtalæk. Galtalæk-
ur var í eigu Akureyrarbæjar.
„Fjósið hafði staðið autt í eitt ár
þegar einn félaginn fékk þá flugu í
höfuðið að réttast væri að við
reyndum að komast yfir það.
Okkur tókst það og um leið hófst
endurbygging fjóssins sem stend-
ur reyndar enn. Við höfum varið
háum fjárupphæðum til endur-
bóta og félagsmenn hafa unnið
þúsundir og aftur þúsundir vinnu-
stunda til að koma því í endanlegt
horf. Að sjálfsögðu hafa þeir unn-
ið endurgjaldslaust við Galtalæk.
Og við höfum uppskorið árangur
erfiðsins. í dag eigum við mjög
fuilkomna björgunar- og félags-
miðstöð sem hvaða björgunar-
sveit sem er gæti verið fullsæmd
af. Auðvitað er mikið eftir óunn-
ið. Nú er unnið við að ljúka við
bifreiðageymsluna og jafnhliða
erum við að vinna við geymslu
fyrir vélsleða. í þessar* geymslu
munu félagsmenn geta geymt og
gert við sleðana sína, en sveitin
mun líka hafa möguleika á að fá
þá lánaða ef mikið Iiggur við.“
Gísli svaraði því játandi þegar
spurt var hvort öll fjósalykt væri
horfin úr Galtalæk en hún var
römm í kjallaranum eins og vera
ber í haughúsi. „í þessu húsi fer
fram öll sú starfsemi sem er á okk-
ar vegum. Þarna eru t.d. fræðslu-
kvöld og fundir og við getum unn-
ið þarna að viðhaldi tækja.“
Gífurlegur kostnaður
mikil útgjöld
Flugbjörgunarsveitin hefur farið í
marga og stranga leiðangra um
hálendi íslands. Gísli sagði að ef
Geysisslysið væri undanskilið
mætti segja að tveir atburðir væru
e.t.v. minnisstæðastir. í fyrsta lagi
væri það leitin að flugvélinni sem
fórst í Norðfjarðarflóa, en það
mun vera einhver sú erfiðasta og
lengsta leit sem félagar í Flug-
björgunarsveitinni hafa nokkru
sinni lent í. Hinn atburðurinn sem
Gísli minntist á gerðist á s.l. ári.
Það var leitin að flugvélinni sem
fórst á Holtavörðuheiði.
Leit að flugvél eða rjúpna-
skyttu, svo dæmi séu tekin, getur
kostað stórfé. Nægir þar að nefna
bensínkostnað og slit á tækjum.
Flugbjörgunarsveitin á Akureyri varð þrítug þann 22.
nóvember. Eflaust finnst mörgum þetta vera síður en
svo hár aldur en tilfellið er að hún hefur komið ótrú-
lega mörgu í verk á þessum tíma. Margir jafnaldrar
hennar gætu verið hreyknir efþeir ættu jafn sögulega
braut að baki. Það er með öllu ómögulegt að segja hve
mörgum tímum félagar sveitarinnar hafa varið til þess
að aðstoða aðra, eða hve mörgum stundum þeir hafa
eytt tii þess að byggja upp Galtaiæk, en svo heitirfé-
lagsheimiiið og tækjageymslan gegnt flugvellinum.
Félagar í Flugbjörgunarsveitinni hafa aldrei lagt
það í vana sinn að tíunda unnin afrek - þvert á móti
hafa þeir unnið sín störf í hljóði og er það vel.
Fyrstu stjórn félagsins skipuðu þeir Kristinn
Jónsson, starfsmaður Flugféiags íslands, SigurðurJón-
asson, fulitrúi, Þorsteinn Þorsteinsson, gjaldkerí,
Guðmundur Karí Pétursson, yfiriæknir og Karl Magn-
ússon, járnsmiður. Tryggvi Þorsteinsson var ráðinn
sveitarstjóri.
Hvernig í ósköpunum fara fjárlítil
samtök að greiða slík útgjöld?
Gísli sagði að t.d. ríkið og Ákur-
eyrarbær hefðu stutt við bakið á
sveitinni og þó sérstaklega síðar-
nefndi aðilinn. „Ég hygg að Akur-
eyrarbær hafi aðstoðað okkur
mun meir en mörg önnur bæjar-
félög hafa gert við sínar sveitif.“
Einnig hafa bæjarbúar, fyrirtæki
og íbúar í Eyjafjarðarsýslu verið
mjög hliðhollir sveitinni og styrkt
hana með ráðum og dáð. Þeir
hafa t.d. keypt hluti af félögunum
á jólasölum og einnig hefur geng-
ið vel að selja happdrættismiða.
Gísli sagði að það skiptust á skin
og skúrir í fjármálum sveitarinn-
ar en svo mikið væri víst að það
væri alltaf hægt að koma pening-
unum í lóg.
Það hefur komið í Ijós að við
hverja leit eflist skilningur ráða-
manna í bæjar- og sveitarfélögum
á þýðingu þess, að innan héraðs
starfi sterk björgunarsveit. Gísli
sagði að það væri tiltölulega auð-
velt að leita til hins opinbera þeg-
ar leit væri afstaðin og á þann hátt
væri hægt að brúa það gil sem
myndaðist í peningakassa gjaid-
kerans.
Harður kjarni
ungra manna
Um þessar mundir eru félagar í
Flugbjörgunarsveitinni um 170 að
tölu. Það taka ekki ailir virkan
þátt í störfum félagsins, en Gísli
sagði að tala félagsmanna hækk-
aði jafnt og þétt. Hann bætti því
við að það skipti e.t.v. ekki höf-
uðmáli hvort viðkomandi væri
„virkur“ ef ráðamenn sveitarinn-
ar vissu að þeir mættu leita til hans
ef mikið væri að gera. Þannig þarf
t.d. menn til stjórnunarstarfa í
Galtalæk ef leit stendur yfir auk
annarra starfa sem teljast tæplega
til erfiðisverka.
í dag er í sveitinni harður kjarni
ungra og vaskra manna sem Gísli
sagði að myndi án efa taka við
stjórnartaumunum innan tíðar,
en Gísli hefur verið formaður síð-
an 1966. “Við reynum að þjálfa
mannskapinn eins og hægt er en
það verður þó að viðurkennast að
þau ár sem við stóðum í hvað
mestum byggingarframkvæmdum
lágu æfingar mikið niðri. Það var
einfaldlega ekki tími til að sinna
þeim. Nú hefur þetta breyst og við
erum farnir að snúa okkur meir að
sjálfu félagsstarfinu - þjálfuninni
svo dæmi sé tekið. Aðstaðan til
þess arna er mjög góð, með því
besta sem þekkist hér á Iandi.“
Aðspurður sagði Gísli að sam-
starfið milli Hjálparsveitar skáta
og Flugbjörgunarsveitarinnar væri
mjög gott, enda gerðu forráða-
menn beggja sveitanna sér mæta
vel grein fyrir því að báðar
stefndu þær að sama marki, þ.e.
björgun mannslífa og aðstoð við
almenning og það væri út í hött að
hafa ekki náið samstarf. Hins veg-
ar er ekki sömu sögu hægt að
segja um allar björgunarsveitir
landsins - víða ríkir mikill rígur á
milli en hér er hvorki stund né
staður til að velta þeim málum
öllu nánar fyrir sér. „Ef við vær-
um ekki með náið samstarf okkar
á milli væri t.d. mun erfiðara að
leita til almennings með fjárfram-
lög svo eitthvað sé nefnt,“ sagði
Gísli.
Leggja ber
QhPfdll Q
sjálfboðaliðastarfið
„En auðvitað má deila um hvort
sé skynsamlegt að vera með tvær
eða þrjár björgunarsveitir á sama
staðnum. Það væri t.d. skynsam-
legra að kaupa einn bíl í stað þess
að kaupa einn fyrir hverja sveit,
segja sumir en dæmið er ekki
svona einfalt. Hins vegar held ég
að sú verði framtíðin að allar
björgunarsveitir landsins verði
sameinaðar, en hvernig og hve-
nær það gerist, get ég ekkert sagt
um. Ég er líka sannfærður um það
að við munum aldrei sjá þann dag
að þessar sveitir verið sameinaðar
og látnar í ríkisforsjá. Ég hef
mikið unnið í sjálfboðastarfi,
fyrst í skátafélagi og síðar í Flug-
björgunarsveitinni, og ég hef
komist að þeirri niðurstöðu að
það væri spor aftur á bak ef ætti að
fara að launa forráðamenn sveit-
anna. Ég er sannfærður um að ef
við værum launaðir myndum við
ekki skila eins góðu starfi fyrir al-
menning og við þó gerum eins og
málum er háttað í dag.“
Gísli sagði að það mætti e.t.v.
segja að ríkið ætti að koma betur
til móts við björgunarsveitir
landsins enda væri það ljóst að
þær spöruðu hinu opinbera ótrú-
lega háar upphæðir. „íslenska
ríkið hefur sýnt þessu starfi of lít-
inn skilning. Björgunarsveitir
þurfa t.d. að standa í skilum með
fasteignaskatt, símagjöld, raf-
magn og upphitun og fleira mætti
eflaust nefna. Að mínu mati
mætti taka liði eins og þessa til
endurskoðunar, en hið opinbera
hefur oft gengið hart eftir að
björgunarsveitirnar greiddu þessi
og fleiri gjöld. Það hefur komið
fyrir að síma björgunarsveitar
hefur verið lokað vegna vangold-
inna símareikninga. En það verð-
ur líka að geta þess sem vel er
gert. Fyrir aðeins einu og hálfu ári
felldi ríkið niðurgjöld af þeim tal-
stöðvum sem björgunarsveitirnar
nota.
Annars virðist mér að þeir sem
eru vel að sér í tollalögum geti
gert einna bestu kaupin á búnaði
til björgunarsveita, en sá frum-
skógur sem tollalögin eru geta
gert hvern mann vitlausan. Björg-
unarsveitirnar verða líka að hafa
á sínum snærum mjög bókhalds-
fróða menn ef þeim á eitthvað að
verða ágengt í skattamálum. Af-
staða hins opinbera gagnvart
björgunarsveitunum er svo sann-
arlega oft einkennileg. Eitt sinn
gaf Lionsklúbbur hér í bæ okkur
súrefnistæki og starfsmenn hins
opinbera voru lengi að ræða það
hvort við gætum hugsanlega mis-
notað okkur þetta tæki. Hvernig
það átti að geta gerst gátum við
aldrei skilið, en svona spurningar
koma upp og sýna mæta vel skiln-
ingsleysi hins opinbera á okkar
högum, en sú staða kemur of oft
upp.“
Gísli var að lokum spurður
hver væri framtíð Flugbjörgunar-
sveitarinnar. “Hún er björt. Við
erum ákveðnir í að gera okkar
besta og meira er ekki hægt að
krefjast af okkur. í sveitinni, sem
er vel búin tækjum, er góður
kjarni ungra og hraustra stráka
sem eru tilbúnir til að vinna og
taka við af hinum eldri.“ á.þ.
Frá æfingu í bjargsigi.
Fyrsti snjóbíli Flugbjörgunarsveitarinnar á Akureyri. Myndin er tekin á
æfingu.
Sveitin eignaðist nýja bifreið á síðasta ári og þessa dagana er innrétt ing hennar
á lokastigi. Hér sést er bifreiðinni er skipað á land á Akureyri.
Frá æfingu. Þama er verið að hífa upp mann í körfu.
FLUGBJORGUNARSVEITIN
6 - DAGUR - 23. nóvember 1982
23. nóvember 1982 - DAGUR - 7