Dagur - 23.11.1982, Síða 12
Rúmt ár liðið frá
síðasta Kröflugosi
S.l. fímmtudag var eitt ár liðið
frá því eldgos varð síðast við
Kröflu, og hljótt hefur verið
um jarðhræringar þar síðustu
mánuði. Við slógum á þráðinn
til Eysteins Tryggvasonar jarð-
fræðings sem fylgst hefur náið
með ástandinu við Kröflu og
spurðum hann hvað væri að
frétta frá Kröflusvæðinu.
„Ég vildi gjarnan vita sjálfur
hver þróunin verður. Annars
virðist ekkert teljandi vera að ger-
ast um þessar mundir. Landið rís
að öllum líkindum aðeins, en risið
hætti alveg í sumar, byrjaði síðan
í haust aftur og er örlítið núna.
Annars eru hitabreytingar farnar
að hafa truflandi áhrif á mælingar
eins og ávallt er þegar fer að
frjósa, og gerir það að verkum að
okkar mælingar eru ekki alveg
jafn nákvæmar.“
-Ert þú þá nokkuð að búast við
gosi á næstunni?
„Ekkert frekar. Pað kom dálítil
skjálftavirkni í haust um tíma en
svo dró úr því. Þó eru nokkrir
smáskjálftar á dag núna. Við
erum að gæla við þá hugmynd að
ekki sé allt búið enn og að við eig-
um eftir að fá gos. Hins vegar er
ég hræddur um að það standist ef
til vill ekki.“
-Langar þig til þess að fá gos?
„Að sjálfsögðu, það er miklu
skemmtilegra heldur en illviðri á
veturna. Hvers vegna ættu menn
ekki að vilja fá gos? Sumum finnst
þetta sjálfsagt óguðleg hugsun en
ég get ekki séð neitt á móti því að
hafa skemmtileg gos öðru
hverju."
-Já ef þau valda ekki hættu.
-Við erum alltaf að stofna einu
og öðru í hættu?
-En hvað er þá skemmtilegt við
það að fá gos?
„Þau eru falleg og það er spenn-
andi að vita hvað verður af þeim
og svo framvegis. Pau setja lit á
tilveruna og ef maður væri aldrei í
hættu með nokkurn skapaðan
hlut þá held ég að lífið væri ekki
þess virði að lifa því.“
-Þegar síðast gaus við Kröflu
18. nóvember 1981 voru 9 mánuð-
ir liðnir frá því þar hafði gosið síð-
ast og nú er liðið ár síðan. Og eins
og Eysteinn sagði bendir ekkert
til goss nú þótt auðvitað geti það
skollið á með stuttum fyrirvara.
Kröflueldar.
Enn eitt bana-
— ■' —ferðinni
hún lenti framan á annarri bifreið
sem kom á móti og skullu bílarnir
saman af miklu afli. Unga stúlkan
sem lést var 10 ára gömul og sat í
framsæti en annað barn og öku-
maður sluppu með minniháttar
meiðsli. Ökumaður hinnar bif-
reiðarinnar slapp án meiðsla.'
Stúlkan hét Þórunn Lilja Krist-
jánsdóttir, Stapasíðu 20.
Banaslys í umferðinni hér á
landi það sem af er þessu ári eru
nú orðin 24 talsins, og tvö þeirra
hafa orðið á Akureyri. Að sögn
Ólafs Ásgeirssonar aðstoðaryfir-
lögregluþjóns á Akureyri varð
eitt banaslys í bænum á sl. ári, í
september. Þá upplýsti Ólafur
einnig að fyrstu 9 mánuði ársins
hafi orðið 31 árekstur á Akureyri
að meðaltali í mánuði. Hinsvegar
urðu þeir 40 í október og nóvem-
bermánuður ætlar einnig að verða
slæmur. „Þetta er því miður allt á
niðurleið hjá okkur, en vonandi
tekst að spyrna við fótum,“ sagði
Ólafur.
Hörmulegt banaslys varð á
Hörgárbraut á laugardags-
kvöld er þar skullu saman tveir
fólksbflar. Stúlka sem var far-
þegi í öðrum bflnum lést er
áreksturinn átti sér stað, en það
var sem fyrr sagði á Hörgár-
braut, á hæðinni við Skúta.
Lada fólksbifreið var ekið í
suðurátt. Skyndilega missti öku-
maðurinn vald á bifreiðinni vegna
hálku og skipti engum togum að
Áreksturinn var mjög harður eins og sjá má á myndinni.
Ljósmynd: KGA.
Fjölbýlishúsið við Keilusíðu.
12 íbúðir af-
hentar á næstunni
„íbúðirnar eru ekki alveg til-
búnar ennþá, það er verið að
ganga frá hlutum í þeim sem
gerðar voru athugasemdir
við,“ sagði Helgi Bergs bæjar-
stjóri á Akureyri er Dagur
spurði hann um ástæðu þess að
ekki hafí verið flutt inn í íbúðir
þær sem leiguíbúðanefnd
bæjarins lét byggja í fjölbýlis-
húsi við Keilusíðu.
„Híbýli hf. átti eftir að ganga
frá örfáum atriðum og síðast þeg-
ar ég vissi voru þeir ekki tilbúnir.
Auk þess erum við ekki alveg
búnir að ganga frá því að gera upp
verkið við þá. Það eru ýmis
áhorfsmál í því sambandi."
- Hefur komið til tals að beita
Híbýli dagsektum?
„Það er auðvitað eitt af því sem
rætt hefur verið um en á móti því
koma ýmis aukaverk sem þurft
hefur að vinna í húsinu. Það er
ekki búið að ganga frá þessu en
það er búið að auglýsa íbúðirnar
og við gerum ráð fyrir því að 12
þeirra fari í útleigu hjá Félags-
málaráði alveg á næstunni."
- Er það þá rangt sem við höf-
um heyrt að íbúðirnar hafi verið
tilbúnar fyrir nokkrum vikum?
„Það fer auðvitað eftir því við
hvað menn eiga þegar þeir segja
að þær hafi verið tilbúnar. Loka-
úttekt fór fram fyrir nokkru
síðan, ég skal ekki segja hvort það
eru þrjár eða fjórar vikur og þá
voru gerðar athugasemdir við
nokkra hluti. Þeir áttu eftir að
setja upp hillur og ganga frá póst-
kössum og þvíumlíku. Þeir hafa
verið að ganga frá því og við höf-
um verið að reyna að ganga frá
uppgjöri á þessu.“
# Músinvarðað
rottufaraldri
Sú saga lagði af stað, Ijósum
logum, um bæinn að á sjúkra-
húsinu ættu menn í harðvít-
ugrí baráttu við litlar svartar
rottur sem ofan á allt annað
hefðu sogskálar á fótunum og
væru hlaupandi upp um alla
veggi. Óneitanlega setti óhug
að mörgum, því alltaf var jú
hætt við að faraldurinn
breiddist út um bæinn. Ein-
hverjum datt í hug að athuga
málið nánar, og hafði sam-
band við framkvæmdastjóra
sjúkrahússins. Hann vildi lítt
kannast við rottur með sog-
skálar, en viðurkenndi hins-
vegar að þar á bæ hef ðu menn
verið að eltast við músargrey
sem hefði laumast inn í ný-
bygginguna í fyrstu frostum.
Og samkvæmt áreiðanlegum
heimildum lét músin sér gólf-
íð nægja og lagði ekki af stað
upp veggi.
# Dreymdifyrir
falli ríkis-
stjórnarinnar
Umræður verða á Alþingi í
kvöld um vantrauststillögu
Alþýðuflokksins á ríkisstjórn-
ina. Útvarpað verður og sjón-
varpað frá umræðunum og er
mikið við haft. Einhvernveg-
inn finnst mönnum nú að ann-
ar ríkisfjölmiðiilinn hefði dug-
að til að flytja landsmönnum
þessar umræður-og þó. Þeir
eru nefnilega til sem telja að
þetta verði söguleg stund eða
með öðrum orðum, ríkis-
stjórnin verði felld í atkvæða-
greiðslu um tillöguna. Hvern-
ig má það vera? Jú, draum-
spakur maður hefur séð fyrir
að einn þingmanna Alþýðu-
bandalagsins muni hlaupast
undan merkjum og greiða
vantrauststillögunni atkvæði
sitt. Segir sagan að þessi um-
ræddi þingmaður sítji á þingi
fyrir Norðurlandskjördæmi
eystra og heiti Stefán
Jónsson. Nú er að sjá hversu
draumspakur maðurinn reyn-
ist.
# Bærinnokkar
Akureyri
Ný hljómplata er að sjá dags-
ins Ijós. Þetta er tveggja laga
plata með lögunum „Bærinn
okkar Akureyri" sem er mars
eftir Karl Jónatansson og
„Bóndavalsinum“. Sumir
ætla að lagið um Akureyri eigi
eftir að verða eins konar
þjóðsöngur (búanna við
Pollinn.