Dagur - 30.11.1982, Blaðsíða 1
HRINGARNIR
KOMNIR
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
65.árgangur
Akureyri, þriðjudagur 30. nóvember 1982
133. tölublað
Kostnaður við snjómokstur á Akureyri:
Fjórðungur miðað
við í fyrrahaust
Skýrsla Náttúrugripasafnsins
til staðarvalsnefndar
Gegn stóriðju
Fær félag
aldraðra
Alþýðu-
að gjöf?
Af níu verkalýðsfélögum sem
eiga Alþýðuhúsið munu átta
hafa samþykkt að gefa það Fé-
lagi aldraðra á Akureyri. Eftir
er að halda fund um málið í
verkalýðsfélaginu Einingu, en
ef sá fundur samþykkir að Ein-
ing gefi eftir sinn hlut í Alþýðu-
húsinu er líklegt að það verði
afhent eftir áramótin.
Hákon Hákonarson, formaður
Félags járniðnaðarmanna, sem
einkum hefur beitt sér fyrir því að
eigendur Alþýðuhússins gæfu
það, sagði að hann hefði velt því
mikið fyrir sér hvernig verkalýðs-
félögin gætu stutt við bakið á Fé-
lagi aldraðra. „Ég var m.a. að
velta fyrir mér fjárhagsstuðningi
til húsnæðiskaupa. Síðar var
ákveðið að verkalýðsfélögin
byggðu við núverandi húseign við
Skipagötuna og um leið sá ég að
nú væri komið tækifæri til að láta
Alþýðuhúsið af hendi. Hugmynd-
in þróaðist og ég taldi að það væri
ekki rétt að gefa félaginu peninga
sem það notaði til að kaupa sér
hlut í húsi, sem tæki langan tíma
að greiða.“
Fyrir skömmu var kallaður
saman fundur fulltrúa húseigenda
og málið rætt. Hákon sagði að
hann hefði gert það sem áhuga-
maður um málefni aldraðra, en
hann benti jafnframt á að innan
Félags aldraðra mætti finna
marga núverandi og fyrrverandi
félaga í verkalýðsfélögum á Ak-
ureyri. Það mætti því með sanni
segja að húseigendurnir væru að
vinna fyrir sitt fólk með því að
gefa félaginu húsið. Á umræddum
fundi var vel tekið í hugmyndina
og var hún samþykkt á hverjum
félagsfundinum á fætur öðrum.
Væntanlega verður haldinn fund-
ur í Einingu fyrir jól en þar til
hann hefur átt sér stað er ekki
hægt að slá því föstu að Félag
aldraðra eignist húsið.
Snjómokstur hófst ekki á Ak-
ureyri að ráði fyrr en um miðj-
an nóvember að þessu sinni og
20. nóvember var búið að eyða
150 þúsund krónum í snjó-
mokstur í bænum. A sama tíma
í fyrra var hins vegar búið að
ryðja snjó af götum bæjarins
fyrir 370 þúsund krónur miðað
við þágildandi verðlag, sem
samsvarar um 585 þúsund
krónum á verðlagi í dag. Því
lætur nærri að kostnaður við
snjómokstur það sem af er sé
aðeins fjórðungur þess sem
hann var á sama tíma í fyrra.
Dagur fékk þessar upplýsingar
hjá Guðmundi Guðlaugssyni,
verkfræðingi hjá Akureyrarbæ.
„Ætli við séum ekki búnir að
drepa um 160 dýr á þessu ári
saman við Vilhjálmur á Sfla-
læk, en auk þess hefur Vil-
hjálmur unnið fleiri dýr einn,“
sagði Arnkell Þórólfsson
minkabani í Hraunkoti í Aðal-
dal er við spjölluðum við hann
fyrir helgina, en þeir félagar
hafa verið drjúgir við minka-
drápið undanfarin ár.
Hann sagði jafnframt að þegar öll
tiltæk tæki bæjarins væru við
snjómokstur næmi kostnaðurinn
hvorki meira né minna en 8 þús-
und krónum á tímann. Við sér-
staklega erfið skilyrði eru auk
þess tekin tæki á leigu til snjó-
mokstursins.
Á síðasta ári kostaði snjó-
mokstur bæinn um 2 milljónir
króna og fór þrefalt fram úr áætl-
un. Þá var haustið einstaklega
erfitt, enda byrjaði að snjóa um
mánaðamótin september-októ-
ber. Frá áramótum er kostnaður-
inn við snjómokstur kominn í
1.270 þúsund krónur en á áætlun
fyrir þetta ár var gert ráð fyrir að
1.350 þúsund færu í snjómokstur.
Við höfum ekkert átt við þetta
síðan í september og ætli við gef-
um þessu ekki alveg frí fram á
vorið. Við munum þó fara af stað
ef menn verða varir við mink,
hann fer í hænsnabú eða þess
háttar. En það er allt of kostnað-
arsamt að eiga við þetta á veturna
og árangur lítill.
Við höfum nú drepið álíka
mörg dýr og allt árið í fyrra.
Á blaðamannafundi með full-
trúum staðarvalsnefndar um
iðnrekstur og starfsmönnum
Náttúrugripasafnsins á Akur-
eyri í gær var kynnt skýrsla
safnsins um náttúrufar við
Eyjafjörð, sem gerð var fyrir
staðarvalsnefnd. Á fundinum
kom fram að þessi skýrsla er
einn liður í þremur við um-
hverfisrannsóknir við Eyja-
fjörð vegna hugsanlegrar stór-
iðju. Vindmælingar og mæling-
ar á hitahvörfum eru þegar
hafnar og unnið er að undir-
búningi svokalláðrar dreifing-
arspár vegna úrgangsefna frá
hugsanlegri stóriðju. Þriðji
þátturinn er svo mat á þeim
upplýsingum sem safnað hefur
verið, m.a. á skýrslu Náttúru-
gripasafnsins.
I skýrslu starfsmanna safnsins
kemur m.a. fram að verndargildi
lands og sjávar í Eyjafirði sé
meira en almennt gerist hér á
landi og að óvíða sé meira í húfi ef
illa tekst til varðandi landnýtingu
eða val nýrra atvinnugreina.
Fram kemur að Eyjafjörður sé
sérstaklega veðursæll og náttúru-
skilyrði séu hagstæð lífi, svæðið sé
auðugt af náttúruminjum og þar
séu margar merkar sögulegar
minjar. Þá sé sjólíf í Eyjafirði
óvenju mikið og fjölþætt, könn-
unarsvæðið njóti þeirrar sérstöðu
að verða betur rannsakað nátt-
úrufræðilega en flest svæði af
samsvarandi stærð hérlendis og
hafi ómetanlegt gildi fyrir rann-
sóknir og kennslu í náttúrufræði.
Þá kemur einnig fram að búskap-
ur standi yfirleitt með miklum
blóma og til staðar séu miklir
ónýttir ræktunarmöguleikar.
Nánar er greint frá niðurstöð-
um skýrslunnar á bls. 4, en þeir
sem unnu hana voru Helgi Hall-
grímsson, Þóroddur F. Þórodds-
son, Þórir Haraldsson, Kristín
Aðalsteinsdóttir og Hálfdán
Björnsson.
í þessari viku mun Karlakórinn Geysir halda upp á 60 ára afmæli sitt. Dagur
leit inn á æfingu hjá kórnum í síðustu viku og tók þá þessa mynd af Árna Ingi-
mundarsyni, sem var að stjóma kórnum. Nánar um Geysi í miðopnu.
Drápu 160 minka
Bílasímar á markaðinn um
næstu áramót 'ssffssrslns
Um eða upp úr næstu áramót-
um geta bifreiðaeigendur á ís-
landi fengið síma í bifreiðar
sínar og hringt úr þeim hvert á
land sem er. - Þetta kom fram
er Dagur spjallaði við Gylfa Má
Jónsson umdæmistæknifræð-
ing Pósts og síma á Akureyri
fyrir helgina.
„Um síðustu áramót var tal-
stöðvareigendum hér á landi
bannað að nota lengur svokölluð
tvöföld hliðarbönd og urðu að
færa sig yfir á einnar hliðarbanda
stöðvar,“ sagði Gylfi. „Þessar
nýju stöðvar taka helmingi minna
pláss á tíðnisviðinu en hinar
gömlu, og þegar þessi breyting
var ákveðin um síðustu áramót
var jafnframt ákveðið að setja í
gang svokallað bílasímakerfi.
Þetta bílasímakerfi er þegar
komið í uppbyggingu og verður til
að byrja með miðað við þjóðvega-
kerfi landsins. Við erum að von-
ast til þess að á þessu ári verðum
við komnir með þjónustu fyrir
bílasíma fyrir svæðið frá Reykja-
vík og austur fyrir Akureyri. Það
verður sett upp stöð vegna þessa á
Vaðlaheiði innan hálfs mánaðar.
Þetta kerfi virkar eins og hand-
virkur sími. Úr bílasímanum er
hringt í þjónustumiðstöð sem af-
greiðir samtöl við aðra bíla og
einnig út á símakerfi landsins og
það er ekkert því til fyrirstöðu að
hringja úr bílnum hvert á land
sem er.“
- Hvað kemur þessi útbúnaður
í bílana til með að kosta?
„Það vitum við ekki nákvæm-
lega í dag. Póstur og sími mun
ekki flytja inn þessar stöðvar og
hinir ýmsu umboðsaðilar sem
koma til með að flytja þær inn fara
væntanlega að reyna að ná sem
hagkvæmustum samningum þar
um. En ég geri ráð fyrir því að
kostnaðurinn muni liggja á bilinu
30-50 þúsund krónur."
Gylfi sagðist eiga von á því að
hægt yrði að hefja þjónustu á
þessu símakerfi öðru hvoru megin
við áramót. Hinsvegar sagðist
hann ekki reikna með að um al-
menna sölu á bílasímatækjum
yrði að ræða fyrr en á næsta ári.
Talið er líklegt að til að byrja með
verði ein þjónustumiðstöð fyrir
allt landið. Sem dæmi um þá
möguleika sem opnast við þetta
má nefna að Akureyringur sem er
á bíl sínum í miðbæ Reykjavíkur
og þarf skyndilega að ná sam-
bandi heim til sín, setur sig í sam-
band við þjónustumiðstöðina og
beint símasamband er komið á úr
bílnum í Reykjavík við síma-
númerið á Akureyri á svipstundu.