Dagur - 30.11.1982, Blaðsíða 9
Heppnisstig
KA-manna
Á föstudagskvöldið lék KA
við Breiðablik í annarri deild í
handbolta. Þetta var afspyrn-
ulélegur leikur hjá KA en
með hundaheppni tókst þeim
að krækja sér í annað stigið á
síðustu sekúndu leiksins.
Lokatölur urðu 19 gegn 19 en
það var Jakob Jónsson sem
skoraði síðasta markið fyrir
KA úr víti og tryggði þar með
annað stigið.
Eins og leikurinn spilaðist
voru það gestirnir sem voru mun
betri og höfðu yfir allan leikinn
oftast tvö til fjögur mörk. Þrátt
fyrir það virkar lið Breiðabliks
ekki sterkt en þar eru miklir
hnoðarar sem þó spila árangurs-
ríkan handbolta. Enginn yfir-
burða maður er í liðinu en flestir
svipaðir að getu.
Þetta var tvímælalaust léleg-
sti leikur KA hér í skemmunni á
þessu keppnistímabili en það
var eins og leikmenn fyndu sig
ekki. Mikið var um ótímabær
skot, rangar sendingar og oft á
tíðum var boltanum glatað á
ótrúlega klaufalegan hátt. Aðal-
steinn stóð mikið í markinu hjá
KA og varði oft ágætlega. Það
gerði Gauti einnig á síðustu
Meistara- og
flokkamót
í badminton
haldið
■ Gleárskóla
Um síðustu helgi var meist-
ara- og flokkamót í badmin-
ton í íþróttahúsi Glerárskóla.
Það var Tennis- og badmin-
tonfélag Akureyrar sem sá um
framkvæmd mótsins. Kepp-
endur voru alls 42 frá fimm
íþróttafélögum. Mótið var
svokallað punktamót og gaf
stig til landsliðsins. Enginn
Akureyringur komst á verð-
launapall.
í meistaraflokki urðu úrslit
sem hér segir: Einliðaleikur
karla: Broddi Kristjánsson
TBR, Guðmundur Adolfsson
TBR 18:13 4:15 15:4. Einliða-
leikur kvenna: Kristín Magn-
úsdóttir og Kristín Berglind
TBR, Lovísa Sigurðardóttir
og Hanna Lára Pálsdóttir
TBR 15:9 15:6. Tvíliðaleikur
karla: Broddi Kristjánsson og
Guðmundur Adolfsson TBR,
Víðir Bragason ÍA og Sigfús
Ægir Árnason BBR 18:13
4:17 15:13. Tvenndarkeppni:
Broddi Kristjánsson TBR og
Kristín Magnúsdóttir TBR,
Víðir Bragason ÍA og Sif
Friðleifsdóttir KR 15:10 15:9.
A-flokkur: Einliðaleikur
karla: Haraldur Gylfason ÍA
og Snorri Ingvarsson TBR
15:9 15:8. Tvíliðaleikur karla:
Jón Sigurjónsson og Óskar
Óskarsson TBR, Haraldur
Gylfason ÍA og Erlingur
Bergþórsson ÍA 15:7 15:10.
„Það voru ■ þessar gömlu
kempur sem unnu til verð-
launa,“ sagði Teitur Jónsson,
formaður Tennis- og bad-
mintonfélags Akureyrar í
samtali við Íþróttasíðuna.
„Mótið, sem er það lang
stærsta semn hefur verið hald-
ið hér á Akureyri, gekk ljóm-
andi vel. Glerárskóli hentar
vel, en að vísu er betra að geta
haft fleiri velli í gangi í einu. í
íþróttahúsi Glerárskóla er
hægt að hafa fjóra velli en þeir
verða helmingi fleiri í nýju
íþróttahöllinni.“
Akureyringar náðu ekki
neinum umtalsverðum ár-
angri í mótinu - besti maður-
inn var með fótinn í gipsi og
gat því ekki tekið þátt í því.
Tvö pör komust þó í undan-
úrslit, en þar voru annarsveg-
ar á ferð Kári Árnason og
Gísli Bjarnason og hinsvegar
Fjölnir Guðmundsson og
Þórður Pálmason.
Næsta stórmót í badminton
á Akureyri verður haldið í
febrúar. Þar er um að ræða
unglingameistaramót íslands.
-áþ.
Kissing
ráðinn
mínútu leiksins þegar allt var
lagt undir að jafna og leikið
maður á mann, en þá varði hann
m.a. vítaskot og annað skot af
línu frá leikmanni í dauðafæri.
Þegar um það bil fimm mínút-
ur voru til leiksloka var staðan
19 gegn 16 fyrir Breiðabliks. Þá
fóru KA-menn að leika maður á
mann og gaf það þann árangur
að jafntefli náðist. Þrátt fyrir
það fékk Breiðablik tvö vítaskot
og a.m.k. eitt dauðafæri. Dauð-
afærið og annað vítið varði
Gauti en hinu vítaskotinu vipp-
uðu þeir yfir. Þegar 15 sekúndur
voru til leiksloka voru Blikarnir
með boltann en töpuðu honum
klaufalega og Friðjón sendi
langan bolta á litla bróður sinn,
Jakob, sem kominn var í dauð-
afæri en þá var brotið á honum
og dæmt vítakast. Hann tók
sjálfur vítið og skoraði og tryggði
KA annað stigið. Flemming
gerði flest mörk hjá KA, eða 6,
Guðmundur og Friðjón 3, Krist-
j án og Kj eld 2 og Magnús, Jakob
og Þorleifur eitt hver.
Leikinn dæmdu Ólafur Har-
aldsson og Stefán Arnaldsson og
voru þeir röggsamir í dómum
sínum.
Erlendur
tilKA?
Erlendur Hermannsson sem lék
með KA fyrir tveimur árum í
handbolta hefur mætt á nokkrar
æfingar hjá félaginu en hann
hefur undanfarið verið við nám í
Danmörku. Hann lék áður með
Víkingi og m.a. í íslenska lands-
liðinu. Hann mun hafa leikið
handbolta í Danmörku en ekki
er vitað hvernig hefur verið hátt-
að félagaskiptum hans þar og
því óvíst hvort hann getur verið
löglegur með KA í vetur. Ef svo
verður kemur hann til með að
styrkja liðið mikið.
Þórs-
stúlkur
töpuðu
fyrir ÍR
Þór og ír léku í fyrstu deild
kvenna í handknattleik á föstu-
dagskvöldið. Ekki tókst Þórs-
stúlkunum að sigra í þessum leik
þrátt fyrir lítinn markamun.
Lokatölur urðu 28 gegn 24.
Guðrún Rebekka Kristjánsdótt-
ir var lang markahæst hjá Þór
þrátt fyrir það að hún væri tekin
úr umferð mest allan leikinn.
Skoraði hún helming marka
Þórs.
7
k
Stjórn knattspyrnudeildar
KA gekk uin helgina frá
ráðningu þjálfara fyrir
nieistaraflokk félagsins
næsta sumar. Sá heitir Frit/
Kissing <>g er Þjóðverji á
fertugsaldri. Hann er að
Ijúka náini í íþróttaháskóla
i Köln. Hann hefur áður
þjálfað í tvö sumur lið
Breiðahliks með ágætuni
árangri, þangað til seinni
partinn í sumar að honum
var uppalagt að taka poka
sinn og fara, þegar halla fór
undan fæti hjá félaginu.
Hann er væntanlegur til
Akureyrar þann 15. mars
og þá niunu æfingar hefjast
af Íullum kral'ti hjá félag-
Akureyrarmót í handknattleik:
Þórsarar
sterkari
Á sunnudaginn var ieikinn 5. fl. a: Þór-KA 9-3
fyrri umferð á Akureyrarmóti 5. fl. b: Þór-KA 3-3
yngri flokka í handknattleik. Alls voru leiknir 10 leikir og 5. fl.c: Þór- KA 4-3
sigraði Þór í sex, KA í þremur og einn fór jafntefli. 4. fl. a: Þór - KA 9-8
4. fl. b: Þór-KA 6-11
Annars urðu úrslit þessi:
3. fl. Þór-KA 6-11
6. fl. a: Þór-KA 11-12 6. fl. b: Þór-KA 2-5 6. fl. c: Þór-KA 6-3 3. fl. kvenna Þór - KA 11-3
Þróttur náði
í 8 stig
Fyrstu deildar lið Þróttar úr
Reykjavík í blaki karla og
kvenna, gerðu góða ferð
norður um helgina, en þeir
léku fjóra leiki og sigruðu í
þeim öllum og töpuðu aldrei
hrinu.
Á föstudagskvöldið léku þeir
við Bjarma í karlaflokki og sigr-
uðu með þemur hrinum gegn
engri. Sama kvöld lék kvenna-
liðið við KA og sigraði með
sama mun. Á laugardaginn léku
karlalið Þróttar og UMSE og
þar fór einnig þrjár hrinur gegn
engri. Eyfirðingar stóðu þó í Is-
landsmeisturunum í annarri
hrinunni en henni lauk 15 gegn
13. ...........
Þá léku einnig f annað sinn
kvennalið KA og Þróttar og
unnu Þróttarstúlkurnar auð-
veldlega.
Það fréttist að í vikunni hefðu
lið Bjarma og UMSE mæst í
fyrstu deildinni og leikið að
Hafralækjarskóla. Bjarmi gerði
sér lítið fyrir og sigraði með
þremur hrinum gegn engri.
Tap og sigur
hjá Þórsurum
Þór fór til Reykjavíkur um helg-
ina og lék þar tvo leiki í þriðju
deild í handbolta.
Á föstudagskvöldið léku þeir
við toppliðið í deildinni, Fylki.
Þór hafði yfirhöndina í þeim leik
nær allan tímann ef frá eru tald-
ar síðustu mínúturnar og þær
skiptu mestu máli því Fylkir
sigraði með 18 mörkum gegn 17.
Þór hafði tveggja marka forystu
rétt fyrir leikslok, en við töpuð-
um því klaufalega niður, eins og
einn leiksmanna orðaði það.
Síðari leikurinn var við Ögra en
það var leikur kattarins að mús-
inni því Þór sigraði með 33
mörkum gegn 9 en meiri getur
munurinn varla orðið í deildar-
keppni í handbolta.
30. nóvember 1982 - DAGUR - 9