Dagur - 30.11.1982, Blaðsíða 12
RAFGEYMAR
í BfLINN, BÁTINN, VINNUVÉUNA
VEUIÐ RÉTT
MERKI
Vinna
kola
fyrir
USA-
markað
Þórshöfn 26. nóv.
Næg atvinna er hér á Þórshöfn
en hér er nú verið að vinna kola
sem veiddur var í sumar. Hann
var veiddur í sumar og haus-
aður og heilfrystur, en frekari
vinna við hann fer fram þegar
eyður myndast í fiskvinnslunni
hér.
Búið er að vinna um 3000 kassa
af kolanum og ég reikna með að
annað eins sé eftir. Kolinn fer á
Bandaríkjamarkað og það er
mjög gott að geta unnið hann
svona eftir hendinni. í>að fæst
einnig ágætt verð fyrir þennan fisk
og afskipanir eru örar.
Togarinn Rauðinúpur er í slipp
á Akureyri og verður þar fram-
undir jól. Stakfellið hefur hins-
vegar aflað ágætlega að undan-
förnu. Afli línubáta hefur verið
lítill, um 4 tonn þegar best hefur
Iátið. JJ.
Svo getur farið að togarinn
Guðsteinn, sem legið hefur
bundinn við bryggju ■ nokkra
mánuði, verði keyptur norður
og gerður út frá verstöð við
Eyjafjörð - e.t.v. Akureyri.
Það eru Akureyringarnir Þor-
steinn Vilhelmsson, skipstjóri,
og Þorsteinn Baldvinsson,
skipaverkfræðingur, sem eru.
að athuga hvort þeir geti fengið
togarann keyptan. Að sögn
Þorsteins Baldvinssonar mun
það skýrast fyrir miðjan næsta
mánuð hvort af kaupunum
verður.
Guðsteinn er um 700 tonn að
stærð. Togarinn stöðvast þar sem
útgerð hans átti við umtalsverða
rekstrarerfiðleika að etja. Athug-
un hefur farið fram á því hvort
hægt sé að mæla skipið niður, en
Þorsteinn sagði að niðurstaðan
væri neikvæð. Eins og málum er
háttað í dag þarf 24 manna áhöfn
um borð í skip á stærð við Guð-
stein en 16 um borð í togara af
minni gerðinni. Þorsteinn sagði
að nú væri í gangi athugun á fjölda
skipsmanna um borð í togurun-
um, en hann sagði að eins og mál-
um væri háttað í dag væri útilokað
að greiða 24 mönnum nægjanlega
gott kaup. Afleiðingin væru sú að
bestu mennirnir færu um borð í þá
togara sem byðu upp á bátakjara-
samningana. Þetta atriði sagði
Þorsteinn að vægi mjög þungt
hvað varðar hugsanleg kaup
þeirra félaga á Guðsteini.
Vígsluathöfn hjá FSA
Á laugardag fór fram formleg
vígsla nýbyggingar Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri sem
tekin hefur verið í notkun að
hluta. Jafnframt var sjúkrahús-
inu afhent Systrasel en þar er
nú fullbúin hjúkrunardeild.
Gera má ráð fyrir að hún taki til
starfa á næstu mánuðum en
heimild er fengin til að ráða
starfsfólk. Þá verður fjölgun á
starfsfólki FSA sem nemur 57-
58 stöðugildum. Kom þetta
fram í ræðu Svavars Gests-
sonar, heilbrigðismálaráðhera,
við vígsluathöfnina.
Athöfnin hófst með því að blás-
arar frá tónlistarskólanum léku og
síðan flutti séra Birgir Snæbjörns-
son bæn og blessunarorð. Gunnar
Ragnars, stjórnarformaður
sjúkrahússins, ræddi málefni
stofnunarinnar almennt. í máli
hans kom fram að sótthreinsunar-.
deild, skurðdeild og svæfingar-
deild sem fluttar eru í nýbygging-
una hafa nú fimmfalt meira rými
en áður. Einnig eru gjörgæslu-
deild, augndeild og heyrnadeild
fluttar í nýbygginguna en slysa-
deild og bæklunarlækningadeild
verða í húsnæði sem losnar við
flutninga hinna deildanna, auk
kvensjúkdómadeildar. Þá tekur
til starfs rannsóknastofa í meina-
fræðum en tæki vantar ennþá til
þeirrar deildar.
Við þessar breyt-
ingar fjölgar legurýmum um sam-
tals 31, þar af 10 í ícvensjúkdóma-
deild. Auk þess bætast við með
Séra Birgir Snæbjömsson bað starfseminni í nýbyggingu FSA blessunar við vígsluathöfnina á laugardag. Mynd: H.Sv.
tilkomu hjúkrunardeildar í
Systraseli 20 legurými fyrir sjúkt
aldrað fólk.
Gunnar Ragnars sagði að
rekstu sjúkrahússins væri erfiður
og sjálfsagt mætti margt færa til
betri vegar. Hann gat þess að
sjúklingar sjúkrahússins yrðu um
5 þúsund í ár og heildarlegudaga-
fjöldi um 50 þúsund. Hver sjúk-
lingur er því að meðaltali 10 daga
á sjúkrahúsinu en um 70% þeirra
eru sjö daga eða skemur. Hann
sagði að afköstin á sjúkrahúsinu
væru hvað mest sem þekktust í
landinu og kostnaður á hvern
sjúkling með því lægsta sem
þekktist.
Svavar Gestsson fagnaði sér-
staklega tilkomu hjúkrunardeild-
ar og bæklunarlækningadeildar
sem hann sagði að myndi nýtast
öllum landsmönnum. Hann gat
þess að rekstur sjúkrahússins
kostaði um 120 milljónir á ári sem
væri jafnmikið og kostnaður við
að reisa nýbygginguna. Þá sagði
Svavar að rekstrarkostnaður
sjúkrahúss eins og FSA væri á við
kostnað af 10 heilbrigðisráðu-
neytum og að um 10% af þjóðar-
framleiðslu færu til heilbrigðis-
mála.
Einnig töluðu Stefán Stefáns-
son sem rakti byggingarsögu
hússins, Jón Kristinsson sem af-
henti Systrasel fyrir hönd fram-
kvæmdanefndar, Sigríður Haf-
stað afhenti sónartæki frá kven-
félögum við Eyjafjörð og Val-
gerður Bjarnadóttir, forseti
bæjarstjórnar, flutti ávarp.
Gagnfræoaskóli Akureyrar:
Kennarar
óánægðir
„Þú leggur fyrir mig mjög erf-
iða spurningu, vilt þú doka við
augnablik,“ sagði Ólafur Búi
Gunnlaugsson kennari við
Gagnfræðaskóla Akureyrar er
við spurðum hann fyrir helgina
hvort kennarar við þann skóla
væru í mótmælaaðgerðum. Að
vörmu spori kom Ólafur Búi
síðan í símann aftur og sagði:
„Svarið við spurningu þinni er
nei.“ Síðan gaf hann okkur
samband við Bernharð Har-
aldsson skólastjóra og við lögð-
um sömu spurningu fyrir hann.
„Því er ekki að leyna að við höf-
um verið óánægðir með afgreiðslu
Fjármálaráðuneytis og launa-
deildar á umsömdum launum
fyrir unna vinnu samkvæmt kjara-
samningum," sagði Bernharð.
„Það hefur orðið óeðlilegur drátt-
ur að okkar mati á því að fullar
greiðslur fyrir unna vinnu hafi
borist til okkar. Þetta á við um
Iaunaflokkamun, yfirvinnu og
þess háttar.“
Nokkuð hefur verið um það að
foreldrar barna í Gagnfræðaskóla
Akureyrar hafi kvartað undan því
að börn þeirra hafi verið send
heim þegar þau áttu að vera í
kennslu í skólanum. Við spurðum
Bernharð hvort kennarar við
skólann væru að þrýsta á launa-
deild Fjármálaráðuneytisins með
því að fella niður kennslu og
senda börnin heim.
„Nei, við þrýstum ekki á það
með þessum aðgerðum. Við höf-
um ótal sinnum haft samband við
Menntamálaráðuneytið og ekki
síður Iaunadeildina en það hefur
hvorki gengið né rekið. Við höfð-
um samband við fjármálaráð-
herra í síðustu viku og við vænt-
um bréfs frá honum og skýringa.“
- Nú er það staðreynd að þið
hafið sent krakkana heim úr
skólanum?
„Það er alveg rétt. Við gerðum
það á föstudaginn 19. þ.m. enda
tókum við mikinn hluta þess dags
til að undirbúa foreldradag sem
hafði löngu verið ákveðinn á
mánudag í síðustu viku. Síðan er
mönnum heimilt að túlka það eins
og þeir vilja. Hitt er annað mál að
skólar hafa heimild samkvæmt
reglugerð nr. 79 frá 1976 um starf-
semi grunnskóla til að eyða
ákveðnum dagafjölda á vetrinum
í annað en kennslu og próf og það
eru taldir upp í reglugerðinni
nokkrir liðir og þar á meðal eru
foreldradagar og annað þvíum-
líkt. Þetta er því allt saman sam-
kvæmt reglugerð um rekstur
grunnskóla."
- Þú neitar því sem sagt að hér
sé um þrýstiaðgerðir kennara að
ræða?
„Þetta er allt saman samkvæmt
reglum um grunnskóla. Við erum
að nýta okkur heimildir innan
ramma reglugerðar og laga. En
eins og ég sagði áðan er mönnum
síðan heimilt að túlka það eins og
þeirvilja.“
# Smáfiskadráp
Að undanförnu hefur farið
fram töluverð umræða um
smáffskadráp og hefur sitt
sýnst hverjum. Skipstjórar
mótmæla harðlega að þeir
veiði smáfisk en Kristján
Ragnarsson er á öðru máli.
Og hver er svo sannleikur-
inn? S&S ræddi við nokkra
sjómenn (sem vildu ekki láta
nafns síns getið - sögðu að
þeir ætluðu sér að halda
áfram á sjónum) og þeim kom
saman um að því miður hefði
Kristján Ragnarsson of mikið
til síns máls. Það væri stað-
reynd aðtogararnirfæru inn á
friðuðu svæðin og þau sem
hefði verið lokað vegna of
mikiis smáfisks í aflanum.
Sjómennirnir tóku það skýrt
fram að þetta ætti ekki við um
alla skípstjóra - en allt of
marga.
# Flugvélin
sést sjaldan
Flugvél Landhelgisgæslunn-
ar sést sjaldan á miðunum
enda er víst ekki til fé til kaupa
á olíu. Varðskipin sjást enn
sjaldnar, sögðu viðmælend-
ur S&S, því það er víst ódýr-
ara að hafa þau bundin við
bryggju. Heimildarmenn S&S
sögðu að þeir hefðu hvað eftir
annað tekið þátt í þvf að moka
smáfiski f sjóinn - og að þeir
skipstjórar sem hæst hafa um
sakleysi sitt hefðu sumir
hverjir verið manna dúgleg-
astir að skarka í friðuðum
hólfum.
# Verður
Alþýðuhúsið...
Það fór ánægjuleg tilfinníng
um S&S þegar það frétti um
viðbrögð verkalýðsfélaganna
þegar sú hugmynd skaut upp
kollinum að færa Félagi aldr-
aðra Alþýðuhúsið að gjöf.
Tæpast er hægt að hugsa sér
höfðinglegri gjöf. Innan vé-
banda Féalgs aldraðra er að
finna fjölmarga sem hafa um
árabil starfað meira eða
minna innan hinna ýmsu
verkalýðsfélaga og það má
því segja að þau séu að styðja
við bakið á gömlum félögum
úr baráttunni ef þau ákveða
öll að gefa húsið. Á því leikur
enginn vafi að Félag aldraðra
hefur meira en nóg með húsið
að gera. Þar geta félagar þess
dansað, spilað og gert næst-
um hvað svo sem hugurinn
girnist, en búið er að laga
mikið til í Alþýðuhúsinu svo
það hentar ágætlega fyrir
starfsemi eins og þá sem fram
fer á vegum Félags aldraðra.
# Hverjireiga
Alþýðuhúsið?
Eftirtaidir aðilar eiga húsið
(eignahlutföll í svigum):
Verkaiýðsfélagið Eining
(33,5%), fulltrúaráð verka-
lýðsfélaganna (26,95%), Iðja,
félag verksmiðjufólks
(14,46%), Bílstjórafélag Akur-
eyrar (8,66%), Félag málmiðn-
aðarmanna (4,28%), Félag
verslunar- og skrifstofufólks
á Akureyri (3,11%) og Vél-
stjórafélag Akureyrar (2,57%).