Dagur - 30.11.1982, Blaðsíða 3

Dagur - 30.11.1982, Blaðsíða 3
 ssvnsgi>n.\\sgi'av« 30. nóvember 1982 - DAGUR - 3 Hörður Ingimarsson, bæjarfulltrúi á Sauðárkróki: Flugleiðir vísvitandi að hrista af sér farþega „Það verður að segjast eins og er að ég er mjög óánægður með hvernig Flugleiðir sinna flugi hingað,“ sagði Hörður Ingi- marsson á Sauðárkróki í sam- tali við Dag. Hörður á sæti í bæjarstjórn Sauðárkróks fyrir K-Iistann og hefur gagnrýnt Flugleiðir vegna þess hvernig félagið stendur að flugi þangað. „Þannig var að ég var formaður bæjarráðs um skeið og átti þá við- ræður við forustumenn í innan- landsflugi Flugleiða. Við ræddum beint við þá aðila og fengum nokkuð mörg tilefni til þess. Það er rétt að taka það fram að ég sit ekki í bæjarráði núna og móta ekki þetta álit í dag. Við lögðum mikla áherslu á það að ferðatíðnin væri með þeim hætti að aldrei yrði meira en 36 klukkustundir á milli þess sem flogið væri hingað. Nú er hinsveg- ar flogið hingað á föstudögum og ekki aftur fyrr en á mánudögum og eru þannig þrír sólarhringar á milli ferða. Þetta er auðvitað ekki í neinu samræmi við okkar þarfir. Á þeim tíma þegar við ræddum við Flugleiðir stóð fyrir dyrum að félagið fengi endurnýjað flugleyfi hjá Samgönguráðuneytinu, og þeir tóku okkur ljúfmannlega eins og þeirra er von og vfsa. Það var þó ljóst að um talsverðan mein- ingarmun var að ræða á milli okkar. Þeir benda á að sætanýting sé léleg, en ég vil meina að með því fyrirkomulagi sem nú er við- haft séu Flugleiðir að venja fólk af því að fljúga. Það er t.d. ljóst að það er ekki hægt að vera bæði með Twin Ott- er vélarnar og Fokker í þessu flugi. Fólkið vill fljúga með Fokk- er vélunum en þeim vélum er oft kippt fyrirvaralaust út og Twin Otter vélar settar inn í staðinn. Það er ljóst að fólk sem hefur van- ist því að fljúga með Fokker fæst ekki til þess að ferðast með Twin Otter, þær vélar bjóða ekki far- þegum upp á þá öryggiskennd sem fólk þarf að hafa. Ég get nefnt sem dæmi að ísing- arvandamál á Twin Otter vélun- um geta verið það alvarleg að það þurfi að færa til farangur í vél á flugi. Slíkt er afskaplega neikvætt en ég veit að það gerðist í flugi frá Siglufirði til Reykjavíkur. Þá er jafnþrýstibúnaður Twin Otter vélanna með þeim hætti að menn finna verulegan mun miðað við Fokkerinn. Þegar við lögðum áherslu á styttingu tímans á milli flugferð- anna þannig að hann yrði ekki meiri en 36 klukkustundir vildum við að um morgunflug yrði að ræða á mánudögum og þá flogið á laugardögum. Nú hefur hinsvegar verið horfið að því að fljúga hing- að um miðjan dag alla daga vik- unnar frá mánudegi til föstudags þegar dagsbirtu nýtur í mesta Röskur helmingur úr Þingeyjarsýslu Til að koma í veg fyrir misskilning skal þess getið að af rúmlega 1000 trjám sem Skógræktarfélag Ey- firðinga selur fyrir jólin kemur röskur helmingur austan úr Þing- eyjarsýslu, en afgangurinn er úr reitum Skógræktarfélags Eyfirð- inga. Að auki kemur eitthvað af stafafuru úr Skagafirði. skammdeginu. Það er að sjálf- sögðu ekki í neinu samræmi við flughæfni þessa flugvallar hérna þer sem skilyrði til lendingar hér eru frábær. Það er engin skynsemi í þessu og nýting á þeim búnaði sem hér er s.s. ljósum og aðflugi er mjög léleg. En það að ekki skuli flogið hingað frá því um miðjan dag á föstudegi og þar til um miðjan dag á mánudegi er versta málið og það þýðir einfaldlega að fólk hér á Sauðárkróki og í Skagafirði hefur enga möguleika á að nýta sér þá helgarpakka sem boðið er upp á. Þess vegna segi ég það að Flug- leiðir eru vísvitandi að hrista fólk af sér og þröngva því til að fara landleiðina. Mín skoðun er sú að þeim hafi tekist það nú síðustu tvö til þrjú árin að fækka farþegum allverulega með þessu móti.“ * * \ * Við byggjum á góðum vörum Jólaföt - Jólaföt - Jólaföt KðRONA karlmannapeysuföt jakki- prjónavesti - buxur Ný sending karlmannafata nýir litir Barnaskíðasett ódýr og góð Skyrtur í öllum regnbogans litum Allar stærðir, öll snið Herradeild Jólatré - Aðventuljós Jólaskreytingar Jólaleikföngin streyma inn Munið að tryggja ykkur filmur og flashperur fyrir jólin Tökum allar filmurtil framköllunar Leikfangadeild - Sportvörudeild Vasadiskó með útvarpi ASAHI og PHILIPS Ferðaútvörp með segulbandi Steríótæki í miklu úrvali Allar heitustu plöturnar Jólaplöturnar farnar að snúast Armbandsúr í hundraðtali Seiko - Timex - Nýjar sendingar Jólafatnaður Telpujólafatnaður frá Mjög fallegur fatnaður Blússur, pils, buxur, hnésíðar buxur Ný sending frá Ódýr fatnaður, góður fatnaður Blússur, pils, jakkar, buxnapils Prjónasett, pils og peysur frá cashi Ný sending frá GAZELLA Slár, stuttarog síðar Kápur með slá Ný snið Vekj ar aklukkur í miklu úrvali Nýkomnar hjólagrindur undir sjónvörp Óáteknar vídeóspólur fyrir VHS og BETA Pickering og enpire pikkubbar (nálar) Hljómdeild Teppi - Teppi - Teppi Ótrúlega gott úrval teppa í öllum verðflokkum Ath: Við bjóðum öll teppi án útborgunar Greiðslum skipt niður á ca. 4 mánuði Teppadeild Mokkafatnaður er rétta ráðið gegn vetrarhörkunni Eigulegur fatnaður sem dugar Herradeild - Vefnaðarvörudeild Sóló stálhúsgögn Eigum gott úrval af eldhúskollum og stólum Einnig eldhúsborð Filmumóttaka Tökum á móti öllum filmum til framköllunar Vöruhús KEA- Hrísalundi Ath: 10% afslátturtil félagsmanna gildir út þessa viku Enn er tækifæri til að gera góð kaup ádömur og herra Vefnaðarvörudeild gott verð HAFNARSTR. 91-95 - AKUREYRI - SÍMI (96)21400 iWm'.mmwwwmtwiuTvTraiw i 11 | | M

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.