Dagur - 30.11.1982, Blaðsíða 4

Dagur - 30.11.1982, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGAFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI RITSTJÓRNARSlMAR: 24166 OG 24167 SlMI AUGLÝSINGADEILDAR OG AFGREIÐSLU: 24222 RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÓRNSSON BLAÐAMENN: ÁSKELL ÞÓRISSON, GYLFI KRISTJÁNSSON OG ÞORKELL BJÖRNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Rannsókn á smáfiskadrápi Undanfarið hafa borist hrikalegar fréttir af smáfiska- drápi hér við land. Upphaf málsins var það að Krist- ján Ragnarsson, formaður LÍÚ, gat um þetta í ræðu á aðalfundi sambandsins. Ekki stóð á viðbrögðunum, því fjöldi sjómanna vitnaði um það í útvarpsviðtölum að stórfellt smáfiskadráp ætti sér stað. Hins vegar mótmæltu togaraskipstjórar þessum ummælum Kristjáns Ragnarssonar. Spurningin er því sú, hvað rétt sé í þessum málum. Úr því verður einfaldlega að fást skorið og rétt yfir- völd að gangast fyrir rannsókn á því hvort þessar fréttir eru sannar. Sögusagnir hafa raunar gengið um það lengi að miklu af fiski væri hent fyrir borð, þar sem hann næði ekki lágmarksstærð. Nú er málið orð- ið alvarlegra en svo að réttlætanlegt sé að láta sitja við orðin tóm. ítarlegrar könnunar er þörf á því sem á undan er gengið og í framtíðinni verður að koma í veg fyrir smáfiskadráp af þessu tagi. Það er einkar athyghsvert hvað skoðanir óbreyttra sjómanna og starfandi skipstjórnarmanna á togur- unum stangast á í veigamiklum atriðum. Hvorugur aðihnn ætti að una því að úr málinu fáist ekki skorið, ef báðir hafa hreinan skjöld. Kristjáni Ragnarssyni ber að þakka það að hafa vakið athygh á þessu alvar- lega máli og útvarpinu fyrir skörulegan fréttaflutn- ing sem hlýtur að hafa vakið menn til umhugsunar. Lýðveldi eða borgríki í grein sem Ólafur Þ. Þórðarson, þingmaður Fram- sóknarflokksins, skrifaði nýlega í Tímann um stjórn- arskrármálið segir hann á þessa leið: „Nú fer það ekki milli mála að hér á landi er orðin mikil togstreita mihi Stór-Reykjavíkur og landsbyggðarinnar. Á Stór-, Reykjavíkursvæðinu kvarta menn undan hlutfalls- lega minni áhrifum hvers einstaklings á kosningu til Alþingis. Á landsbyggðinni kvarta menn undan ójafnri framþróun landsins er leitt hafi til ójafns framfærslukostnaðar og fólksflutninga til Stór- Reykjavíkur. Bæði þessi atriði er hægt að tryggja til meiri jafnaðar innan stjórnarskrárinnar ef vilji er fyrir hendi. Það er aftur á móti að kasta stríðshansk- anum, ef nú á aðeins að leysa kjördæmamálið en skilja önnur atriði stjórnarskrárinnar eftir, nema það verði gert innan kosingalaganna. “ Síðan segir Ólafur: „Þannig má segja að ef algjör jöfnun atkvæðaréttar í landinu kæmi til sköpuðust kaflaskil í sögu þjóðarinnar og lýðveldið ísland liði undirlokenborgríkiðReykjavíktækivið . . .Þaðværi þó aðalumhugsunarefnið ef landsbyggðin yrði nokk- urs konar nýlenda Reykjavíkur hvað valdaaðstöðu snertir . . . Framsóknarflokkurinn hefur ekki tahð rétt að jafna til fuhs kosningaréttinn í þessu landi vegna þeirrar tilfærslu valds sem það hefði í för með sér. Það má ekki gleymast í þessari umræðu að stjórnarskráin á að stuðla að þjóðarsáttum. Hún á ekki að tryggja hnefarétt hins sterka. “ '--------------------------------—I Skýrsla Náttúrugripasafnsins til staðarvalsnefndar: Auðugt og fjölbreytt náttúrufar - Verndargildi vesturstrandar Eyjaf jarðar verður að teljast langt yfir því sem almennt gerist I gær var kynnt á blaða- mannafundi skýrsia starfs- manna Náttúrugripasafnsins á Akureyri um náttúrufar og minjar við vestanverðan Eyjafjörð. Skýrslan var gerð fyrir staðarvalsnefnd um iðn- rekstur. Hér fer á eftir loka- kafli skýrslunnar þar sem helstu niðurstöður hennar eru dregnar saman. 1) Landslag er víða fjölbreytt á könnunarsvæðinu og náttúru- fegurð mikil, einkum viðströnd- ina og til fjalla. Þar er að finna fjölda af jardsögulegum minjum (um 50 skráðar minjar), sem margar eru dæmigerðar fyrir rof og uppbyggingu náttúruaflanna þ.e. jökla, vatnsogsjávar. Eink- um eru jökulminjarnar fjöl- breyttar, svo fágætt mun vera að hafa jafn mikið safn af þeim á, svo litlu svæði. Einnig eru þar framhlaup af ýmsu tagi og ýmsar aðrar myndanir. Jarðskjálftar koma af og ti! og valda stundum skaða á mannvirkjum utantil á svæðinu. 2) Veðurfar (í Eyjafirði) er hagstætt miðað við grannhér- uðin og landið í heild, sem rekja má til legu fjarðarins í hinum mikla fjallabálki Mið-Norður- lands. Er loftslagið því megin- landskenndara þ.e. þurrara og staðvindasamara en jafnframt með meiri hitabreytingum en víðast hvar á landinu. Vindáttir eru einhæfar, þ.e. yfirgnæfandi suðlæg eða norðlæg átt og of- viðri koma stundum og valda skaða, einkum á Akureyri og Árskógsströnd. Snjóþungteryst á svæðinu (Árskógsströnd), en snjólétt í Hörgárdal. Hafís kem- ur oft í fjörðinn í hafísárum, og liggur þar stundum langt fram á sumar. Snjóflóð eru fágæt á könnunarsvæðinu. 3) Lífríki svæðisins er auðugt af tegundum og magn þess all- mikið á köflum. Landið er að heita má allt þakið jarðvegi og gróðri, sem nær hér einnig hærra til fjalla en víðast hvar á Islandi. Mólendi er algengasta gróður- lendið og lyngmóar rfkjandi utantil á svæðinu. Er þar víða gott berjaland. Um þriðjungur af láglendi könnunarsvæðisins er nú orðið tún. Töluvert vot- lendi er þó enn á svæðinu og af ýmsum gerðum, s.s. flóar, flæði- engi, mýrar, fen og fitjar, enn- fremur nokkrar tjamir. Votlendið er helsta undir- staða fuglalífsins, sem telja má mjög fjölbreytt á svæðinu bæði af tegundum og magni. Um 65 tegundir eru skráðar á svæðinu, en þar af eru um 45 tegundir nokkuð öruggir varpfuglar. All- þétt og fjölbyggð vörp eru á nokkrum stöðum, einkum á ós- hólmasvæðum og í nokkrum flóamýrum. Smádýralíf er einn- ig fjölbreytt. Eru um 150 teg- undir skordýra þekktar af svæð- inu, en um 360 úr öllum Eyja- firði. Af hápiöntum er vitað um 286 tegundir á könnunarsvæð- inu en um 340 úr Eyjafirði. Nokkrar þeirra eru afar sjald- gæfar t.d. davíðslykilinn, sem ekki er vitað til að vaxi annars- staðar í Evrópu. Af lágplöntum eru þekktar um 500 tegundir á könnunarsvæðinu og hafa þær flestar fundist í nágrenni við Möðruvelli og Hof, og margar hvergi annarsstaðar á landinu. 4) Sjólíf í Eyjafirði er með því fjölskrúðugasta og auðugasta sem þekkist í fjörðum á Islandi, og Bjarni Sæmundsson taldi hann „einna merkastan af öllum fjörðum landsins“ hvað fisk- veiðar snertir, enda var hann lengst af gullkista byggðanna umhverfis. Árvissar síldargöng- ur voru í fjörðinn fyrr á öldum og kringum aldamótin síðustu var síldinni ausið þar upp í ótrú- legu magni. Þess munu fá dæmi að fiskur brygðist í utanverðum firðinum fyrr á tíð, og göngu- fiskur var veiddur alveg inn í fjarðarbotn. Enn er fjörðurinn fiskisæll þrátt fyrir áratuga rán- yrkju, og veíðar mikið stundað- ar á litlum bátum. Um 40 fiska- tegundir eru skráðar í firðinum, og um 500 tegundir smádýra. Botngróður er víða mikili á föst- um botni og grunnsævi í firðin- um, eins og skógar af stórvöxn- um þarategundum, og fjörur eru víðast vaxnar þangi og lífríkar á köflum. Alls eruþekktar um 130 tegundir botn- og fjöruþörunga í Eyjafirði, en smásæir þörungar eru þó líklega margfalt fleiri. 5) Búskapur og önnur land- nýting hefur jafnan staðið með miklum blóma í Eyjafirði, og á það eins við um könnunarsvæð- ið, bæði á sviði jarðræktar og búfjárræktar, þótt kalskemmdir geri vart við sig í túnum, einkum utantil á svæðinu. Talið er að mestallt land neðan við 100 m hæðarlínu sé ræktanlegt, og að tvöfalda megi túnstærðina frá því sem nú er. Kartöflurækt er nokkur og heppnast vel, einkum innantil á svæðinu. Mjólkurkýr hafa verið um 900 á könnunar- svæðinu undanfarinn áratug, um 600 geldneyti, 200 hestar og um 8000 fjár. Svæðið leggur nú til um 3% af aliri mjólkurfram- leiðslu landsmanna, en Eyja- fjörður allur um 20%. 6) Sögulegar minjar (mann- vistarminjar o.fl.) eru fjölmarg- ar á könnunarsvæðinu. Merk- astar eru minjar hins forna kaupstaðar að Gásum, en þær eiga vart sinn líka hér á landi. Þá er vitað um rústir nokkurra forn- býla á svæðinu, sem gætu verið frá fyrstu tímum byggðarinnar, og á nokkrum stöðum eru eld- fornir vörslugarðar. Á nokkrum bæjum standa enn leifar af göml- um torfbæjum og gömul timbur- hús, en alls voru skráðar um 90 gamlar byggingaminjar á könn- unarsvæðinu. Forn kuml og dysjar voru skráðar á 13 stöðurn og um 50 þjóðtrúarstaðir þ.e. bústaðir álfa, „fornir haugar" o.fl., en af þeimermargt íEyja- firði. 7) Könnunarsvæðið nýtur þeirrar sérstöðu að vera hefð- bundið rannsókna- og söfnunar- svæði og á það einkum við ná- grenni Möðruvalla, þar sem segja má að vagga íslenskra náttúrurannsókna hafi staðið í lok síðustu aldar, sérstaklega á grasafræðisviöinu, þegar þeir Stefán Stefánsson og Ólafur Davíðsson störfuðu þar, en Ólafur var mikilvikur jurtasafn- ari, og eru söfn frá honum í Kaupmannahöfn, Reykjavík og víðar. Á Víkurbakka á Ár- skógsströnd hefur starfað nátt- úrurannsóknastöð síðasta ára- tuginn, þar sem margháttaðar rannsóknir og söfnun hefur farið fram, bæði á landi og sjó. Gildi þessara svæða til rannsókna og fræðslu er nánast ómetanlegt. 8) Vegna fjölbreytni sinnar í landslagi og lífríki og legu sinnar milli tveggja fjölmennustu stað- anna í Eyjafirði, hefur könnun- arsvæðið mikið útivistargildi. 9) Það sem upp var talið í 1.- 8. grein hér að framan, á meira eða minna við um allt könnunar- svæðið, en auk þess hafa 10 minni svæði verið útvalin til sér- stakrar verndunar, á grundvelli þeirra upplýsinga sem aflað var í könnuninni. Taka þau yfir flest- ar verðmætustu náttúru- og söguminjarnar og eru í 1.-2. verndarflokki samkvæmt þeirri skiptingu sem notuð er á vernd- arkortinu, mynd 118. Þessi svæði eru: 1) Hámundarstaða- háls, 2) Helluhöfði, 3) Þorvalds- áreyrar o.fl., 4) Þorvaldsdals- mynni, 5) Víkurbakka/Götu- svæðið, 6) Arnarnes, 7) Bakka- ásarsunnantil, 8) Reiðholt/Selás o.fl., 9) Hörgárdalur neðan- verður, 10) Glæsibæjarsvæðið. Þessi svæði ber sérstaklega að vernda fyrir hvers konar raski, einkum þá hiuta þeirra sem tald- ir eru í hæsta verndarflokknum og sum þeirra ætti að friðlýsa a.m.k. að hluta, t.d. Hörgár- svæðið. 10) Lokaniðurstaða þessarar könnunar verður því óhjá- kvæmilega sú, að Eyjafjörður og könnunarsvæðið sérstaklega, hafi svo auðugt og fjölbreytt náttúrufar, að tæplega verði jafnað við önnur héruð af sam- svarandi stærð hérlendis. Hvað lífríkið snertir á þetta ekki síður við um sjóinn (Eyjafjörð). Hinir hefðbundnu atvinnuvegir sem byggjast á auðlindum náttúr- unnar, standa með miklum blóma í Eyjafirði og leggja til drjúgan hlut af matvælaöflun þjóðarinnar. Náttúrufræðilegt gildi könnunarsvæðisins er ómetanlegt, og þar er margt af verðmætum söguminjum (þjóðminjum). Verndargildi vesturstrandar Eyjafjarðar verður því að teljast langt yfir því sem almennt gerist á íslandi og virðist það einnig eiga við um Eyjafjörð sem heild, samkvæmt þeim heimildum sem tiltækar eru. Hér er því mikið í húfi ef illa tekst til um landnýtingu eða val nýrra atvinnugreina. Hafa verð- ur í huga, að ýmis náttúruskil- yrði sem mestu valda um auðgi og fjölbreytni lífríkisins í Eyja- firði (t.d. innilukt lega og stað- viðri) geta á hinn bóginn stuðlað að aukinni hættu á skaðlegri loftmengun. í Eyjafirði er því nauðsyn að viðhafa meiri gát í þessum efnum en víðast hvar annarsstaðar á landinu. 4 - DAGUR - 30. nóvember 1982

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.