Dagur


Dagur - 09.12.1982, Qupperneq 1

Dagur - 09.12.1982, Qupperneq 1
GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI 65. árgangur Akureyri, fímmtudagur 9. desember 1982 137. tölublað Sjúkrabíll Dalvíkinga: Eyðilagðist í flutningi „Þetta er stóráfall. Bfllinn er mjög mikið skemmdur og sennilega ónýtur,“ sagði Rögn- valdur Skiði Friðbjömsson, gjaldkeri Rauða kross deildar- innar á Dalvík, en sjúkrabfll sem deildin var að fá til landsins stórskemmdist er brotsjór kom á skipið sem hann var í og stórt stykki, líklega gámur, þeyttist á hann auk þess sem festingar slitnuðu. „Það er búið að taka okkur 13 mánuði að fá þennan bíl. Hann kostaði 300 þúsund þegar við pöntuðum hann, en kostar á milli 6 og 7 hundruð þúsund krónur í dag. Við getum líklega ekki feng- ið annan bíl fyrr en eftir hálft ár og ég sé ekki að það verði hægt að fjármagna þá hækkun sem verður á nýjum bíl. Mér skilst að trygg- ingar borgi verð bílsins eins og það er í dag, en ekki nýjan bíl á því verði sem hann verður á þegar hann loks getur komið til landsins. Annars eru þessi mál ekki komin á hreint ennþá. Við höfum verið með tvo bíla, sumarbíl og jeppa til vetrarakst- urs. Við ákváðum að selja báða bílana og fá einn góðan sérútbú- inn bíl í staðinn og erum þegar búnir að selja jeppann. Eins og ég sagði áðan átti bíllinn að kosta 300 þúsund og bíllinn sem er óseldur var metinn á 150 þúsund. Þetta átti því ekki að vera neitt mál því Rauði kross íslands tekur þátt í helmingi stofnkostnaðar. Bíllinn sem við keyptum hækkaði síðan um meira en 100% en gamli bíllinn erennásamaverði. Vegna þessa áfalls má búast við að bilið verði ennþá stærra og eins víst að við ráðum ekkert við að fara út í þessa endurnýjun," sagði Rögn- valdur að lokum. Hafnarstræti: Takmörkuð umferð Umferðarnefnd hefur sam- þykkt að öll umferð ökutækja um göngugötu í Hafnarstræti verði bönnuð, nema takmörk- uð umferð vegna vörulosunar og flutnings á sjúklingum og hreyfíhömluðum að og frá heilsugæslustofnunum. Einnig var samþykkt að akstursstefna verði frá suðri til norðurs og til austurs sunnan Ráðhústorgs. Allar bifreiðastöð- ur verða bannaðar í göngugöt- unni, nema fyrir hreyfihamlaða. Hámarkshraði var ákveðinn 10 km. Akstur verður óbreyttur um- hverfis Ráðhústorg, en bílastöður við stöðumæla leyfðar í Brekku- götu vestan Ráðhústorgs. Stöðugt er unnið við uppfyllinguna yfir Torfunefsbryggjuna. Á dögunum var grafínn firnamikill skurður í uppfyllinguna, en þar átti síðan að leggja rör. I bakgrunni myndarinnar má sjá togarann Sólbak sem bíður þess að örlög hans verði endanlega ákveðin. Mynd: áþ. I I I I I I I I I Ekkert fékkst frá Þin og íbúðinni Samkvæmt upplýsingum frá Hreini Pálssyni, bæjarlögmanni, hefur verið tilkynnt um skiptalok í þrotabúum íbúðarinnar hf. og Pins hf. án þess að greiðsla fengist upp í kröfur til Akureyrarbæjar. Því verður að afskrifa skuldir þessara aðila við Akureyrarbæ - vegna íbúðarinnar kr. 36. 830 og vegna Þins kr. 39.506. Minjasafnið: Vilja stærri lóð Fyrir skömmu barst skipulags- nefnd bréf frá Páli Helgasyni, þar sem hann fyrir hönd stjórn- ar Minjasafnsins á Akureyri, fór þess á Ieit við skipulags- nefnd að athugað verði um stækkun lóðar Minjasafnsins í Innbænum. Umleitan þessi er til komin vegna þess að svonefnt „Rauða hús“ á að víkja úr miðbæ Akur- eyrar vegna skipulags, og stjórn Minjasafnsins hefur áhuga á að fá hús þetta til varðveislu og nota, en ekki er rými á lóðinni fyrir húsið. Ekkert fast skipulag mun enn til fyrir þann bæjarhluta sem hér um ræðir. Innflutningur á skipshlutum: „Þaö er ekki verið að taka vinnu frá neinum“ Fer Jón Sólnes í próf- kjör? „Það kemur í Ijós. Framboðs- frestur er nú til 19. desember“, sagði Jón G. Sólnes, bæjarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi þingmaður, þegar hann var spurður að því hvort hann hygðist taka þátt í próf- kjöri sjálfstæðismanna vegna Alþingiskosninga á Akureyri. Orðrómur gengur um það í bænum að Jón hyggist gefa kost á sér í prófkjörið, sem fram fer í janúar. Hann hvorki neitar þessu néjátaði. Eins og fram hefur komið hyggst Björn Dagbjartsson, for- stjóri, taka þátt í prófkjörinu. Látið hefur verið að því liggja að Jón Sólnes og hans stuðn- ingsmenn myndu styðja Björn, þar til sögusagnir komust á kreik um að Jón ætlaði sjálfur í slaginn. Á fundi í Félagi málmiðnaðar- manna á Akureyri fyrir nokkru var gerð samþykkt þar sem mótmælt er harðlega innflutn- ingi á skipshlutum sem tíðkast hefur, svo og öðrum iðnvarn- ingi sem hægt er að smíða innanlands og er samkeppnis- fær hvað varðar gæði. Þá var- aði fundurinn mjög alvarlega við slíku áframhaldi þar sem yfírvofandi væri atvinnuleysi í vissum iðngeinum. Samkvæmt upplýsingum Dags snýst þessi ályktun ekki síst um innflutning Slippstöðvarinnar á Akureyri á skipshlutum og var staðhæft að búið væri að panta skipshluta frá Danmörku í skip sem verið er að smíða fyrir Grænhöfða- eyjar. Dagur sneri sér til Gunnars Ragnars, forstjóra Slippstöðvar- innar, og innti hann eftir því hvað hæft væri í þessu. Gunnar stað- festi að búið væri að panta hluta í umrætt skip. Um væri að ræða vélarundirstöðu og botnhluta. „Það er ekki verið að taka vinnu frá neinum með þessu held- ur er verið að skapa vinnu fyrir aðra starfshópa en járniðnaðar- mennina. Stálsmíðin hefur alltaf verið flöskuháls hjá okkur og ef við hefðum ekki gert slíkt í gegn um árin hefðum við jafnvel þurft að segja upp t.d. trésmiðum og rafvirkjum og jafnvel vélvirkjum líka. Við stóðum frammi fyrir því að smíða bát fyrir Grænhöfðaeyjar sem skila þarf næsta sumar. Þegar við síðan fengum það verkefni að endurbyggja skuttogarann Hegranes frá Sauðárkróki, þar -sem er mikil stálvinna auk tré- smíða- og raflagnavinnu, urðum við annað hvort að sleppa því verkefni eða setja mannskap í stálsmíðina í Hegranesinu og fá hluta af stálsmíði í Grænhöfða- eyjaskipið annars staðar frá. Við leituðum til skipasmíðastöðvar- innar á Akranesi en þeir gátu ekki byrjað á verkefninu fyrr en um það leyti sem það hefði þurft að klárast, þ.e. í lok janúar," sagði Gunnar Ragnars. Hann sagðist vera búinn að útskýra þetta hundrað sinnum en menn virtust aldrei skilja.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.