Dagur - 09.12.1982, Page 8
Akureyri, fímmtudagur 9. desember 1982
RAFGEYMAR
í BfLINN. BÁTINN, VINNUVÉUNA
VEUIÐ RÉTT
MERKI
Deild fyrir áfengis-
sjúklinga bíður full-
búin í Kristnesi!
— en rekstrarheimild vantar
„Okkur vantar heimild til að
ráða starfslið. Ég er nokkuð
bjartsýnn á að við fáum heimild
til að hefja rekstur í vor,“ sagðr
Bjarni Arthursson, fram-
kvæmdastjóri Kristneshælis,
um deild fyrir áfengissjúklinga
sem bíður nær tilbúin í Krist-
nesi. Þar verða 10 rúm. „Þetta
er svokölluð móttökudeild fyrir
áfengissjúklinga og þjónar á
sama hátt og t.d. Silungapoll-
ur.“
Bjarni sagði að þetta væri fyrsta
deildin sinnar tegundar á Norður-
landi. „Það erenginn vafi á að það
er gífurleg þörf fyrir deild af þessu
tagi. Við erum undir miklum
þrýstingi að opna frá aðstandend-
um áfengissjúklinga sem og frá
óvirkum alkóhólistum." Á sínum
tíma var hægt að taka á móti ein-
um og einum alkólólista í Krist-
nesi, en vegna breyttra aðstæðna
er það ekki lengur hægt. Af þeim
sökum m.a. er meiri þörf á að
deildin sem Bjarni ræddi um kom-
ist í notkun sem fyrst.
Deildin er í nýlegu húsnæði og
hefur að sögn Bjarna ekki verið
notuð áður í „læknisfræðilegum
tilgangi“. Hún verður útaf fyrir
sig en mun fá alla þjónustu svo
sem mat og þ.h. úr aðalbygging-
unni. Ekki er hægt að koma fleiri
rúmum fyrir í húsinu.
„Ætlunin er að við útskrifum
þessa sjúklinga, en þá eiga þeir að
fara á aðrar stofnanir svo sem að
Sogni eða Vífilstöðum. Að lokum
eiga menn þess kost að fara að
Staðarfelli í Dölum. Bjarni sagði
að deild eins og sú sem ætlunin er
að taki til starfa í Kristnesi kallaði
á stofnun hér fyrir norðan, sem
gæti tekið við þeim sem útskrifuð-
ust frá Kristnesi. „Það má segja
að ef er full nýting á þessum rúm-
um hjá okkur þá þurfi a.m.k. 40
rúma framhaldsdeild,“ sagði
Bjarni.
Forval
hjá
Alþýðu
banda
lagi
Ákveðið hefur verið að viðhafa
forval í tveimur umferðum til
ákvörðunar lista Alþýðu-
bandalagsins í komandi kosn-
ingum.
í fyrri umferð, sem lýkur 15.
janúar, á að tilnefna fjóra menn
án röðunar. í seinni umferð taka
þátt átta efstu úr fyrri umferð en
uppstillinganefnd hefur heimild
til að bæta við tveimur nöfnum.
Númerað verður í fyrstu fjögur
sætin og lýkur þessari síðari um-
ferð 5. febrúar nk.
Forvalið er bundið við flokks-
félaga í Alþýðubandalaginu.
Formaður uppstillinganefndar er
Páll Hlöðversson á Akureyri.
Jólin eru komin í glúgga kaupmanna
Stöovast bátafloti
Húsvíkinga um helgina?
Utgerðarmenn á Húsavík sam-
þykktu á fundi sl. sunnudag að
leggja skipum sínum um næstu
helgi verði ekki búið að fínna
lausn á vanda útgerðarinnar
fyrir þann tíma. Nú er svo kom-
ið að olíusöludeild KÞ getur
ekki lengur afgreitt olíu til
bátanna og þeirra tveggja tog-
ara sem héðan eru gerðir út
nema gegn staðgreiðslu. Skuld-
ir útgerðarinnar við olíusöluna
nema á milli 5 og 6 milljónum
króna.
í viðtali við Dag sagði Bjarni
Aðalgeirsson, bæjarstjóri og út-
gerðarmaður, að með þessari
samþykkt útgerðarmanna væri
einungis verið að fara fram á það
við stjórnvöld að þau stæðu við
gefið fyrirheit um að iausaskuld-
um útgerðarinnar yrði breytt í
föst lán. Á Húsavík stæðu mál
þannig að útgerðin skuldaði við-
skiptabönkunum sáralítið fé.
Aðalskuldirnar eru hins vegar við
kaupfélagið og sér í lagi olfusölu-
deildina.
Bjarni sagði að mönnum fynd-
ist það eðlilegt að stjórnvöld
tækju olíuskuldirnar með þegar
verið væri að gefa fyrirheit um
skuldbreytingu þar sem greiðslu-
vandi Húsvíkinga væri í veruleg-
um mæli tengdur þessu eina fyrir-
tæki, sem augljóslega gæti ekki
lánað endalaust. Hann sagði að
það væru ekki allir útgerðaraðilar
sem skulduðu olíu. Hins vegar
væri staðan þannig í dag að margir
þeirra gætu ekki staðgreitt olíuna.
Aflabrögð hefðu verið með ein-
dæmum léleg um langt skeið og
bátarnir þurft að róa mun lengra
en oft áður. Það þýddi auðvitað
mun meiri olíukostnað sem svo
leiddi það af sér að útgerðarmenn
ættu erfitt með að sinna launa-
greiðslum og öðrum tilfallandi
greiðslum.
Bjarni sagði að lokum að hann
tryði því ekki að til þess þyrfti að
koma að útgerðarmenn neyddust
til þess að leggja skipum sínum.
„Það hlýtur að vera hægt að ieysa
þetta mál fyrir helgi," sagði
Bjarni.
Þ.B. Húsavík.
Tölvustofan í GA er hin vistlegasta. T.v. eru tveir nemendur að vinna á tölv-
urnar en þá kemur Baldvin Bjarnason, Bernharð Haraldsson, Magnús Aðal-
bjömsson og Ólafur Búi Gunnlaugsson. Mynd: á.þ.
Vilja halda
örtölvu-
námskeið
Ef næg þátttaka fæst verður
haldið tölvunámskeið fyrir al-
menning í Gagnfræðaskólan-
um. Tölvukennarar framhalds-
skóla bæjarins hafa lýst sig
reiðubúna til að standa fyrir
námskeiðum eftir áramótin eða
jafnvel milli jóla og nýjárs ef
nægur áhugi er fyrir hendi.
Það kemur fram í fréttatilkynn-
ingu frá GA að í fyrstu eru fyrir-
huguð tvenns konar námskeið,
þ.e. kynning á tölvum (grunn-
námskeið) og forritun (BASIC).
Ef áhugi er nægur og vel tekst
til er ekkert því til fyrirstöðu að
halda framhaldsnámskeið, svo
sem í meiri forritun, ritvinnslu,
áætlanagerð, ýmis konar bók-
haldi og jafnvel hafa barnanám-
skeið næsta sumar. Gagnfræða-
skólinn hefur ákveðið að hafa
sýningu á örtölvun og tölvubún-
aði helgina 11. til 12. desember
nk. 13.30 til 16.00 til að gefa al-
menningi tækifæri til að vega og
meta þessi nýju tæki. Þessi sýning
er mikils virði fyrir bæjarbúa,
enda gerast örtölvur æ algengari.
Þeim sem hafa áhuga á þessu máli
er bent á auglýsingu frá Gagn-
fræðaskólanum í blaðinu í dag.
# Tölvur
Það hefur víst ekki farið fram
hjá neinum að tölvur og tölvu-
tækni hafa rutt sér til rúms á
mörgum sviðum. Opinberar
stofnanir, bankar, sjúkrahús
og fyrirtæki af öllum stærðum
og gerðum hafa tekið þetta
galdratæki í þjónustu sína.
Bæjarstjórn Akureyrar veitti
Gagnfræðaskóia Akureyrar
ríflega upphæð sumarið 1981
til kaupa á tölvum og tölvu-
búnaði. Ein kennslustofa var
sérstaklega innréttuð fyrir
tölvurnar um áramótin 1981/
82. Verslunardeild GA og 9.
bekkur grunnskóla njóta þar
fræðslu í tölvufræðum.
# Viljakennaá
tölvurnar
Eins og kemur fram annars
staðar í blaðinu hafa tölvu-
kennarar framhaldsskóla
bæjarins lýst því yfir að þeir
séu tilbúnir að kenna bæjar-
búum á þessi tæki - ef næg
þátttaka fæst. Ailmargir ein-
stakiingar og stjórnendur
fyrirtækja hafa látið í Ijós
áhuga á slíku námskeiði og ef
að líkum lætur verða kennar-
arnir að halda mörg námskeið
áður en bæjarbúar hafa feng-
ið sig fullsadda. Örtölvur hafa
þegar haldið innreið sfna á
heimili landsmanna, en Akur-
eyringum gefst tækifæri á að
sjá sýnishorn af þessum grip-
um í GA um næstu helgi.
# Ekkiverður
þverfótað
fyrir
lögfræðingum
Oft geta „smá“ mál dregið dilk
á eftir sér. Dagur sagði frá því
ekki alls fyrir löngu að nú væri
deilt um brauð í Sunnuhlíð og
væri búið að setja á fót gerð-
ardóm í málinu. Gerðardóm-
urinn tók til starfa en fljótt
kom í Ijós að málið var um-
fangsmeira en menn höfðu
gert ráð fyrir í upphafi. Nú eru
alls fimm lögfræðingar komn-
ir í málið. Eftir því sem S&S
kemst næst er þetta helming-
ur starfandi lögfræðinga í
bænum....
# Bílastyrkur
óskast
í Kjaranefnd Akureyrarbæjar
voru á síðasta fundi lögð inn
erindi, þar sem óskað var eftir
að ákvarðaður væri bílastyrk-
ur fyrir: Amtsbókavörð, hér-
aðsskjalavörð og húsvörð hjá
Félagsmálastofnun (eftirlitsm.
með leiguíbúðum). Málinu var
vísað til undirnefndar til
könnunar en í henni sitja þeir
Erlingur Aðalsteinsson og
Björn Jósef Arnviðarson, og
munu þeir kalla fyrir sig of-
angreinda aðila. Kjaranefnd
ákvað þó að til bráðabirgða
skuli húsvörður hjá Félags-
málstofnun fá greitt fyrir 700
km. akstur á mánuði.