Dagur - 20.01.1983, Síða 8

Dagur - 20.01.1983, Síða 8
LiMUM BORÐA RENNUM SKÁLAP Dalvík, 17. janúar. Fyrírtækið Söltunarfélag Dal- víkur og frystihús KEA á Dal- vík hafa tekið saman gæða- skiptingu á mótteknum þorski 1982 hjá þeim fjórum togurum sem gerðir eru út frá Dalvík. Björgúlfur, nýi togari Útgerð- arfélags Dalvíkur, er með hæsta hlutfall í 1. gæðaflokk eða92,3%. Pá kemur Baldur sem er eign Ufsastrandar hf. með 91,9%, Dalborg, togari Söltunarfélags Dalvíkur, er með 91,4% og rest- ina rekur svo Björgvin, eldri tog-> ari Útgerðarfélags Dalvíkur með 85,5% í fyrsta gæðaflokk. í 2. gæðaflokk eru allir togar- arnir nema Björgvin með mjög svipað hlutfall eða rúmlega 7% en Björgvin er með tæp 12%. í 3. gæðaflokk er einnig svipað hjá öllum nema Björgvin sem er með 2,8% í 3. gæðaflokk. Afli þessara skipa var misjafn. Björgúlfur aflaði um 3.500 tonn og var þorskur um 2.200 tonn eða tæp 63%. Björgvin aflaði um 3.200 tonn og var þorskur um 1.700 tonn eða 54%. Dalborg aflaði um 1.750 tonn og var þorsk- ur tæp 1.400 tonn eða 88%. Bald- ur aflaði rúmlega 1.500 tonn og var þorskur því til vinnslu á Dal- vík tæp lOjþúsund tonn. Pað er mat undirritaðs að meira þurfi að fjalla um gæðaniðurstöð- ur og verðmæti fengins afla en magn. Nú á tímum fullnýttra og jafnvel ofnýttra fiskistofna skiptir mestu að verðmæti afla og afurðir síðar meir færi þjóðarbúinu sem mestar tekjur. Við síðustu fisk- verðsákvörðun hækkaði fyrsti gæðaflokkur um 21% en verri fiskur aðeins um tæp 10%. Ætti þetta að stuðla að meiri gæðum. Að sögn Jóns Helgasonar, yfir- fiskmatsmanns á Norðurlandi eystra, virðist skilningur fyrir auknum gæðum vera að aukast, bæði hjá sjómönnum og þeim sem vinna við aflann. í jólastoppi tog- aranna á Dalvík var t.d. endur- bætt fiskþvottaaðstaða í togaran- um Björgvin þannig að nú ætti hlutfall í 1. gæðaflokk þar að aukast. Við skulum vona að það verði í heild um aukin gæði og þar með verðmæti að ræða í íslensk- um sjávarútvegi. . „ Togarínn Björgúlfur. Annað mesta framleiðslu- ár sjávarafurðadeildar Á síðastliðnu ári framleiddu Sambandsfrystihúsin 36 þús- und tonn af frystum sjávaraf- urðum og er það um 15% meira en árið 1981, en þá var fram- leiðslan 31.300 tonn. Þrátt fyrir mikinn samdrátt í þorskafla, sem óhjákvæmilega leiddi til minni frystingar þorskafurða, varð árið 1982 annað mesta framleiðsluár í sögu sjávaraf- urðadeildar. Samdráttur í frystum þorsk- afurðum nam um 11% frá árinu á undan, en þess ber að geta að samdráttur í þorskafla er talinn nema um 20%. Fryst voru 13.200 tonn af þorski, 4.140 tonn af ýsu, sem er 31% aukning, 780 tonn af steinbít sem er 77% aukning, 6.760 tonn af karfa og er aukning- in 32%, 3.270 tonn af ufsa sem er 40% aukning, 470 tonn af skar- kola og er aukningin 38% og 2.720 tonn af grálúðu og nemur aukningin þar 88%. Samtals varð aukningin í frystingu botnfisk- afurða 13% og nam samtals 31.660 tonnum. Mest aukning varð í frystingu síldarflaka, eða 227%, og voru fryst 980 tonn. Þá varð einnig aukning í frystingu humars og rækju og á heilfrystri síld. Um 50% samdráttur varð hins vegar í frystingu hrogna og 45% sam- dráttur í frystingu loðnu. Eins og áður sagði varð 1982 annað mesta framleiðsluárið í sögu sjávarafurðadeildar Sam- bandsins, en metárið var 1979 þegar framleidd voru 36.400 tonn. DALVÍK: Björgúlfur með besta matið Fiskiðjusamlag Húsavíkur: Öll skreiðin enn óseld Mjólkursamlag KP: 2.8% mjólkur- aukning Innvegin mjólk hjá Mjólkur- samlagi K.Þ. var 6.666.654 lítr- ar á árinu 1982, sem er um 2,8% aukning frá árinu 1981. Á ný- liðnu ári seldiu samlagið um 1,1 millj. lítra af nýmjólk, 33 tonn af léttmjólk, 37 tonn af rjóma, 107 tonn af sýrðri mjólk, 36 tonn af undanrennu, 27 tonn af jógúrt og 13 tonn af skyrmysu. Þá voru framleidd um 45 tonn af skyri og um 75 tonn af smjöri. Skyrframleiðslan minnkaði lítil- lega á kostnað jógurtsins, en árið 1982 er fyrsta heila árið sem mjólkursamlagið framleiðir jógurt. Ostaframleiðslan nam rúmlega 470 tonnum, eða um 3,5% meiri en árið 1981. Samlagið framleiðir sjö tegundir osta. Mest var fram- leitt af Gouda með 28% fitu, um 165 tonn. Mikið var framleitt af Búra, sem margir þekkja fyrir mikið hnossgæti. Búri er mjög feitur ostur (39%). Framleiðslan á honum nam réttum 75 tonnum sem er aukning frá árinu 1981 um 28%. Húsavík 18. janúar. Fiskiðjusamlag Húsavíkur tók á móti 11.577 tonnum af fiski á árinu 1982 sem er um 10% minni afli en á árinu þar áður. Að langmestu leyti er aflinn þorskur en inn í þessari tölu eru 420 tonn af sfld og 177 tonn af rækju. Á sl. ári framleiddi Fiskiðju- samlagið um 3.200 lestir af fryst- um flökum, 900 lestir af saltfiski og um 200 lestir af skreið. Freð- fisk- og saltfiskframleiðsla var svipuð og árið á undan en helm- ingi minna var framleitt af skreið. Einnig var lítilsháttar samdráttur í síldveiðum. Þetta kom fram í samtali við Tryggva Finnsson, framkvæmda- stjóra Fiskiðjusamlags Húsavík- ur. Tryggvi sagði að birgðir væru eðlilegar hjá fyrirtækinu, nema í skreiðinni, en öll framleiðsla síð- asta árs í skreið væri enn óseld svo og hluti framleiðslunnar frá 1981. Hann sagði að of miklir fjármunir væru bundnir í þessum birgðum sem hefðu gert það að verkum að lausafjárstaða fyrirtækisins hefði verið erfið allt síðasta ár. Vinna í Fiskiðjusamlaginu það sem af er árinu? „Fólk hefur verið að smátínast inn,“ eins ogTryggvi orðaði það og það var fyrst í byrj- un þessarar viku sem allir starfs- menn voru komnir til starfa. Kol- beinsey kom á mánudag með 80 tonn, Júlíus er búinn að landa tvisvar frá áramótum, um 80 tonnum. Gæftaleysi hefur hamlað veiðum minni báta frá áramótum. Á síðasta ári fékk Kolbeinsey tæplega 3.500 tonn og Júlíus Haf- stein 2.040 tonn. Þ.B. Sveitastjórnatal á Norðurlandi Fjórðungssamband Norðlend- inga hefur gefið út Sveitar- stjórnarmanntal á Norðurlandi 1982-1986. í sveitarstjórnarmanntalinu er getið um aðalmenn og varamenn í bæjarstjórnum og hreppsnefnd- um, sýslumenn, bæjarstjóra, bæjarritara, sveitarstjóra, oddvita og sýslunefndarmenn. Mikill fengur er í þessu uppslátt- arriti Fjórðungssambandsins. # Listitil framdráttar Nú standa prófkjör stjórn- málaflokkanna yfir og úrslitin birtast jafnóðum og þeim lýkur. Hjá íhaldinu í Vestur- landskjördæmi var búist við mikilli baráttu vegna stöðu Friðjóns Þórðarsonar í stjórn- málunum undanfarið og setu hans í ríkisstjórninni og var jafnvel haft á orði að hart yrði saumað að honum í efsta sætinu. En úrslitin urðu á annan veg. Friðjón vann yfir- burðasigur og ( næstu tveim- ur sætum urðu yfirlýstir stuðningsmenn Friðjóns. Það var ekki fyrr en í 4. sætinu að stuðningsmaður „Geirsarms- ins“ komstað. Og hvað skyldf svo Geir sjálfur hafa haft um úrslitin að segja: „Ég vonast til þess að listi flokksins í Vesturlandskjördæmi verðl sterkur og Sjálfstæðisflokkn- um til framdráttar11. - Skyldí hann hafa verið ánægður með að sá stuðningsmaður hans sem lengst náði komst í 4. sætið? Hver veit, enda unir hann sjálfur vel í sínu sæti í Reykjavík eins og alþjóð veit. # Menngeta andað léttar Það kom mörgum á óvart er það fréttist að Ólafur Ragnar Grfmsson alþingismaður allaballa hefði orðið í 6. sæti ( fyrri umferð forvals A.bl. ( Norðurlandskjördæmi eystra, því hann situr á þingi sem þingmaður Reykvíklnga sem kunnugt er. Óaði margan við að fá Ólaf (slaginn hér nyrðra, en nú hefur Ólafur upplýst að sá ótti sé ástæðulaus. Hann túlkar að vísu úrslitin sem mikinn sigur fyrir sig, en lýsir því jafnframt yfir að hann ætli ekki í framboð hér. Nú er eins víst að margir andi léttar, ekkf síst allaballar hér nyrðra, en aumingja Reykvíkingarnir mega sitja uppi með hann a.m.k. fram að kosningum. # Vilmundurá þingflokks- fundi Hann var bara býsna góður „dropinn“ (Tímanum þarsem skýrt var frá því að Vilmundur Gylfason hefði verið upptek- inn á þingflokksfundi hjá „Bandalagi jafnaðarmanna“ er blaðamaður Tímans vildl ná sambandi við hann á Al- þingi. Ýmsar vangaveltur hljóta að skjótast fram vegna þessa, eins og t.d. sú hvort „þingflokkurinn Vilmundur“ hafi átt ( hörðum deilum á fundinum, eða þá hvort at- kvæðagreiðslur á fundinum hafi verið leynilegar. Annars er það mjög líklegt að þing- flokksfundir „Bandalags jafn- aðarmanna" taki ekki mikið pláss í sölum Alþingis. Þess- ar vangaveltur verða svo ósjálfrátt til þess að hugurinn hvarfll að fundahöldum Al- þýðuflokksmanna á Dalvík, sem sagðir eru hittast reglu- lega ( almenningssímaklefa staðarins.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.