Dagur - 08.02.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 08.02.1983, Blaðsíða 6
„Maðurinn er lista- maður“ (Van Gogh) Leikfélag Akureyrar/Bréfberinn frá Arles Höfundur: Ernst Braun Olsen Þýðing: Úlfur Hjörvar Leikstjóri: Haukur Gunnarsson Leikmynd: Svein Lund-Roland Leikhljóð: Þórarinn Ágústsson Aðalhlutverk: Bréfberinn: Þráinn Karlsson Van Gogh: Viðar Eggertsson Frú Roulin (kona bréfberans): Sunna Borg Lýsing: Viðar Garðarsson Leikhlóð: Þórarinn Ágústsson Sýning Leikfélags Akureyrar á leikritinu „Bréfberinn frá Arles“ eftir danska rithöfundinn Ernst Braun Olsen, er sennilega eitt allra erfiðasta verkefni sem leik- félagið hefur tekist á við allt frá upphafi. Þrátt fyrir einfaldleikann á yfirborðinu, er verkið marg- slungið og ekki á færi nema mikilla leikara að gera því við- hlýtandi skil. En það er ekki nóg að vera góður leikari. Viðkom- andi þurfa að vera barmafullir af mannlegum tilfinningum og mér segir svo hugur að leikararnir hjá Leikfélagi Akureyrar hafi þurft að gefa mikið af sjálfum sér til þess að gera þessa sýningu mögu- lega. „Bréfberinn frá Arles“ lýsir síðustu tveim æviárum hollenska stórmálarans, Vincent van Gogh og samskiptum hans við bæjarbúa í suður franska smábænum Arles. Van Gogh kemur til bæjarins til að mála og draumur hans er að setja á fót vinnustofu og sambýli listamanna í bænum. Hann hrífst mjög af litadýrðinni og birtunni í Arles, en þrátt fyrir góðan vilja er honum tekið með tortryggni af bæjarbúum og verður flótlega nokkurs konar utangarðsmaður (eða Sölvi Helgason þeirra slóða eins og einhver hefur orðað það svo snilldarlega). Það er aðeins bréfberinn Roulin og fjölskylda hans sem taka van Gogh opnum örmum,en leikritið lýsir síðan samskiptum þeirra og annara bæjarbúa. Um þá sögu verður ekki fjölyrt hér, enda er sjón sögu ríkari. Það er mín skoðum að með þessari sýningu hafi Leikfélag Akureyrar unnið sannkallaðan leiksigur og Akureyringar hafa fulla ástæðu til að vera stoltir af leikhúsi sínu. Þetta er jafnframt persónusigur nokkurra einstak- linga og mér er reyndar til efs að menn hafi í langan tíma leikið betur en t.a.m. Þráinn Karlsson, sem leikur bréfberann Roulin. Meðferð hans á þessu erfiða hlut- verki er ákaflega trúverðug og stórkostleg í senn. Viðar Eggerts- son, sem leikur van Gogh, stend- ur Þráni ekki langt að baki og sér- staklega tekst honum meistara- lega upp í þeim atriðum sem reyna á látbragð og svipbrigði. Má reyndar segja að Viðar sé á köflum óhugnarlega sannfærandi, en vonandi kemst hann heill á eyr- um og æði frá þessum sýningum. Þriðja aðalhlutverkið er leikið af Sunnu Borg, en hún leikur konu bréfberans. Þetta er krefjandi hlutverk sem Sunna gerir góð skil og ég er sannfærður um að sér- staklega senurnar þar sem hún og bóndi hennar ræða málin eiga Frá æfingu á „Bréfberanum“. Haukur Gunnarsson, leikstjóri, leggur á ráðin. Á sviðinu eru Viðar Eggertsson, Þráinn Karlsson og Kjartan Bergmundsson. eftir að kæta marga. Hlutverk Sunnu er að mörgu leyti eitt það allra erfiðasta í sýningunni og stafar það meðal annars af því að hún stendur nokkuð í skugga bréfberans og listamannsins á sviðinu og þarf því með svipbrigð- um að túlka miklar og ríkar til- finningar. í þessu efni er vandrat- aður hinn gullni meðalvegur, en þegar á allt er litið, gerir Sunna hlutverki sínu ágæt skil. Þó að aðrir leikendur verði ekki tíundaðir hér, þá er ekki þar með sagt að þeir eigi ekki hrós skilið fyrir frammistöðuna. Það eiga þeir fyllilega, því að „Bréfberinn frá Arles“ er ekki síst sigur sterkr- ar leikheildar og lýsing og leik- hljóð auka enn frekar á áhrifa- máttinn. Það þarf sem sagt ekki mikinn sérfræðing til að sjá að Leikfélag Akureyrar hefur „billerað“ mcð Mynd: ESE þessari sýningu, en mér segir svo hugur um að sérfræðiþekkingu þurfi til að skýra hlut leikstjórans Hauks Gunnarssonar. Þó er ég ekki í vafa um að þarna hefur Haukur bætt enn einni skraut- fjöðrinni í hatt sinn á glæsilegum ferli og höfuðborgarbúar eiga svo sannarlega gott í vændum ef Hauki tekst jafnvel upp hjá Leik- félagi Reykjavíkur, þar sem hann leikstýrir næst, og raunin hefur orðið á hjá Leikfélagi Akureyrar. Leikmynd Norðmannsins Svein Lund-Roland mælir með sér sjálf, enda er ég langt í frá sá eini sem hrifist hefur af henni. Það þarf dirfsku til að breyta út af því hefðbundna, en ekki þætti mér ólíklegt að leikmyndin sem Svein Lund-Roland hefur gert fyrir L.A., yrði notuð víðar í framtíð- inni. Eiríkur St. Eiríksson I þágu franiþróunur verður jafnvel steinsteypan að gefa undan, en forgengl- legri efni eins og tréð standa óhögguð. Bita fyrir bita hverfur húsið við Geislagötu í vélkjaftinn. 6 - DAGUR - 8. febrúar 1983 Samvinnuhreyfingin undirbýr aðgerðir vegna aðsteðjandi efnahagsvanda |ill i Samband ísl. samvinnufélaga og kaupfélögin innan vébanda þess hafa ákveðið að grípa til aðhaldsaðgerða í rekstri sínum vegna þeirra efnahagserfið- leika sem nú steðja að í þjóðar- búinu. Meðal annars verða hafnar víðtækar aðgerðir til sparnaðar og hagræðingar í samvinnurekstrinum, tekin verður upp útlánastefna sem beinist að því að minnka fjár- bindingu í útlánum, leitast verður við eftir megni að minnka fjárbindingu í vöru- birgðum og dregið verður eins og frekast er unnt úr fjárfest- ingum. Þetta voru niðurstöður sam- starfsfundar með kaupfélagsstjór- um og stjórnarformönnum kaup- félaganna sem haldinn var í Holtagörðum í Reykjavík sl. föstudag, 28. janúar. Þar kom fram að íslenska þjóðin stendur nú frammi fyrir alvarlegum efna- hagsvanda og atvinnulífi þjóðar- innar er nú stefnt í mikla hættu vegna hins stórfellda samdráttar þjóðartekna samfara vaxandi verðbólgu og hættulegri erlendri skuldasöfnun. Hættumerki á síðast ári Þessi mál eiga sér nokkurn að- draganda, en þegar líða tók á árið 1982 varð ljóst að efnahagsþróun- in var farin að raska verulega fjár- málakerfi þjóðarinnar. Flestir viðskiptabankar höfðu lent í miklum skuldum við Seðlabank- ann, gjaldeyrisstaðan fór hríð- versnandi og frjáls viðskipti við útlönd voru brúuð með auknum lántökum erlendis. Lausafjár- staða margra fyrirtækja fór þá versnandi og var orðin þannig að augljóslega gat verið stutt í greiðsluþrot ef þessi þróun héldi óheft áfram. Það var fyrir forgöngu Erlendar Einarssonar, forstjóra, sem þessi mál voru tekin til umræðu í fram- kvæmdastjórn Sambandsins þeg- i ar á síðasta hausti. Þá var orðið - ljóst að samvinnuhreyfingin yrði að taka sem fyrst á hinum alvar- legu vandamálum í fjármálum og rekstri og finna leiðir til úrbóta. Fyrsta skrefið var svo stigið á fundi í framkvæmdastjórninni hinn 5. október en þá var kosin þriggja manna nefnd sem falið var að gera úttekt á fjármálastöðunni og síðan að leita nýrra leiða til úr- bóta fyrir Sambandið, kaupfélög- in og samstarfsfyrirtækin. í nefnd- ina voru kosnir Geir Magnússon, framkvæmdastjóri, Axel Gísla- son, framkævmdstjóri og Eggert Á. Sverrisson, viðskipta- fræðingur. Nefndin skyldi leggja tillögur sínar fyrir fram- kvæmdastjórnina eins fljótt og kostur væri. Fjármálanefndin tók strax til starfa og með henni starf- aði Sigurður Gils Björgvinsson, hagfræðingur. Fjármálanefndin hefur unnið síðan að úttekt á núverandi fjár- hagsstöðu samvinnuhreyfingar- innar og jafnframt að tillögum til úrbóta. Talið var æskilegt að stjórn Sambandsins gæti fylgst með störfum nefndarinnar og því tilnefndi Sambandsstjórn á fundi sínum í nóvember þá Val Arn- , þórsson, stjórnarformann, og Gunnar Sveinsson, kaupfélags- stjóra, til að vera nefndinni til ráðuneytisins. Þessi mál voru tekin til umræðu og umfjöllunar á kaupfélags- stjórafundi í nóvember og kom þar fram að fjármálanefndin hafði ; þá þegar unnið mikið starf. í um- ræðum þar lögðu fundarmenn j mikla áherslu á að nauðsyn væri á að fram kæmu tillögur um að- haldsaðgerðir eins fljótt og kostur i væri. Þessar tillögur um aðhalds- aðgerðir í rekstri vann fjármála- nefndin síðan og þær voru lagðar fyrir séstakan samstarfsfund með kaupfélagsstjórum og stjórnar- formönnum kaupfélaganna sem haldinn var 28. janúar. Tillögur um aðhaldsaðgerðir í rekstri Tillögur fjármálanefndarinnar eru gerðar með það fyrir augum að finna svar við spurningunni um það hvernig samvinnuhreyfingin eigi að mæta afleiðingum af efna- hagserfiðleikum þjóðarbúsins. Það hefur komið skýrt fram undanfarið að fjármagnsmyndun í rekstri samvinnuhreyfingarinnar er ófullnægjandi. Þegar að herðir í efnahagslífi þjóðarinnar kemur þessi veikleiki skýrar fram en ella en forsenda þess að samvinnu- starf í landinu geti eflst er aukin fjármagnsmyndun rekstrar. Vörn samvinnuhreyfingarinnar gegn aðsteðjandi efnahagsvanda verð- ur sterkust ef hún vinnur saman sem ein heild til að ná settu marki. Eftirfarandi staðreyndir blasa þegar við í efnahagslífi þjóðarinn- ar: - Eyðslaþjóðarinnarásíðastaári umfram það sem hún aflaði nam yfir 10% af þjóðartekjum. - Á þessu ári verður ekki um bata að ræða heldur má búast við áframhaldandi samdrætti. - Botnfiskafli mun dragast saman á þesu ári og enn eru erf- iðleikar við skreiðarsölu. - Atvinnuleysi virðist vera vax- andi þótt enn sé of snemmt að spá um framvinduna. - Innlán hafa dregist hlutfallslega saman og möguleikar banka- kerfisins til að fjármagna fyrir- tækjarekstur hafa minnkað. - Verðbólgan í landinu er að magnast og fjármagnsþörf fyrirtækja mun aukast ef þau eiga að geta haldið í við verð- þróunina. - Fjármagnskostnaður er vax- andi þar sem stærri og stærri hluti rekstrarins er fjármagn- aður með verðtryggðum lánum en útlán hins vegar lánuð á lægri vöxtum. - Áburður mun hækka verulega umfram verðbólgu næsta vor sem getur haft mikil áhrif á greiðslustöðu bænda. Við skoðun undanfarið á fjár- málastöðu samvinnuhreyfingar- innar hefur komið í ljós að nauð- synlegt er að hefja strax víðtækar aðhaldsaðgerðir- í rekstrinum til að auka fjármagnsmyndunina. Ljóst er að lánsfjármagn verður hlutfallslega minna á þessu ári en hinu síðasta. Því verður að finna leiðir til að auka fjármagnsmynd- unina með sparnaði og hagræð- ingu í rekstrinum og með því að leita leiða til að auka tekjurnar. Jafnhliða því verður að minnka fjárbindingu á öllum eignareikn- ingum til að mæta minnkandi fyrirgreiðslu lánastofnana og lækka um leið fjármagnskostnað. 'Forsenda þess að takast megi að framkvæma samræmdar aðhalds- aðgerðir innan samvinnuhreyf- ingarinnar er að til komi sameig- inlegt átak allra samvinnumanna og jafnframt að öllum aðgerðum verði fylgt fast eftir. Þær aðgerðir sem fyrirhugaðar eru á næstunni innan samvinnu- hreyfingarinnar felast í meginat- riðum í eftirfarandi sex þáttum: 1. Hafnar verða víðtækar að- gerðir til sparnaðar og hagræð- ingar í öllum samvinnurekstr- inum. Þessar aðgerðir munu fyrst og fremst beinast að því að lækka fjármagnskostnað og að koma við sparnaði og hag- ræðingu hvarvetna þar sem kostur er. Þá verða kannaðar sérstaklega rekstrareiningar sem skila tapi og ef rekstrar- grundvöllur er lítill eða vafa- samur og áhrif þeirra á rekst- urinn óverulegur verði starf- semi þeirra hætt. 2. Lögð verður áhersla á tekju- aukandi aðgerðir og á aukin viðskipti innbyrðis innan hreyfingarinnar. 3. Að mörkuð verði útlánastefna sem beinist að því markmiði að minnka fjárbindingu í út- lánum og þar með fjármagns- kostnað. 4. Unnar verða leiðbeiningar til að leitast við eins og mögulegt er að auka veltuhraða vöru- birgða. Einnig verði fylgst reglulega með fjárbindingu í birgðum. 5. Ekki verður efnt til fjárfest- inga á árinu 1983 nema í al- gjörum undantekningartilvik- um og að undangengnu ströngu arðsemismati jafn- framt því að fjármögnun sé tryggð. Fjárfestingar sem þeg- ar eru hafnar framkvæmdir við verða teknar til gagngerðrar endurskoðunar og kannað hvort hagkvæmara sé að stöðva þær eða halda áfram framkvæmd. Ef framkvæmd- um verður haldið áfram þá munu þær miðast við hag- kvæmustu áfangaskiptingu. 6. Myndaður verður sérstakur vinnuhópur sem hefur það hlutverk að heimsækja kaup- félögin, aðstoða við þessar að- gerðir og fylgjast með fram- kvæmdinni. I vinnuhópnum eiga sæti þeir Sigurður Gils Björgvinsson, hagfræðingur, Jörgen Þór Halldórsson, for- stöðumaður Hagdeildar, og Magnús Ásgeirsson, við- skiptafræðingur hjá Fjármál- adeild. Samþykkt samstarfsfundaríns Á samstarfsfundinum urðu mikl- ar umræður um þessi mál og voru ræðumenn á einu máli um nauð- syn þess að grípa nú þegar til að- gerða í samræmi við þessar tillög- ur. Að umræðu lokinni samþykkti fundurinn eftirfarandi ályktun um málið: „íslenska þjóðin stendur nú frammi fyrir alvarlegum efna- hagsvanda. Vegna stórfellds samdráttar þjóðartekna, sam- fara vaxandi verðbólgu og hættulegri erlendri skulda- söfnun er atvinnulífi þjóðar- innar stefnt í mikla hættu. Því er nauðsynlegt að grípa til róttækra aðgerða ef hindra á stöðvun atvinnuveganna og tryggja atvinnuöryggi enda getur bankakerfið ekki lengur fjármagnað áframhaldandi verðbólgu og halla í atvinnu- rekstri. Samvinnuhreyfing- unni er ljóst að hún, fyrir sitt leyti, verður að framkvæma nauðsynlegar aðhaldsaðgerð- ir í samvinnufyrirtækjunum þannig að reksturinn geti haldið áfram óhindraður og hagsmunir félagsmanna verði sem best tryggðir svo og atvinnuöryggi starfsmanna. Jafnframt leggur fundurinn áherslu á að brýna nauðsyn beri til þess að stjórnvöld grípi tafarlaust til nauðsynlegra að- gerða sem dragi verulega úr þeirri óðaverðbólgu sem nú er að sliga atvinnuvegi þjóðar- innar. Fundurinn lýsir yfir ánægju sinni með þá athugun á að- steðjandi vandamálum sem unnið hefur verið að undan- fama mánuði á vegum Sam- bandsins. Hvetur fundurinn til fullrar samstöðu innan sam- vinnuhreyfingarinnar um framkvæmd þeirra tillagna sem fram hafa komið um nauðsynlegar aðhaldsaðgerð- ir í rekstri." Stálbcntur kjaftur yfir veiði hlakkar, eða eru þetta verur frá öðrum hnöttum? Hrun hússins og jafttvel glerið brotnar. Hrörnar þöll sú er stcndur þorpi á, hlýrat henni börkur né barr. Eða var ein- hver að tala um húsaskjól? Myndir: ESE 8. febrúar 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.