Dagur - 17.02.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 17.02.1983, Blaðsíða 3
Námskeið norrænna ungbænda að Hólum Dagana 8.-14. mars nk. munu samtök norrænna ungbænda halda námskeið á Hólum í Hjaltadal. Þátttakendur, alls 25, eru starfandi ungir bændur frá Norðurlöndunum 5. Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt námskeið er haldið á íslandi en áður hafa þau verið í Danmörku og Noregi. Markmiðið með þessu skipu- lega námskeiði er: a) að auka skilning og samskipti milli ungra bænda á Norðurlöndum. b) að skiptast á skoðunum, ræða og kynna hugmyndir um félagsleg, menningarleg og tæknileg málefni landbúnaðar og dreifbýlis. Á síðastliðnu ári voru samtök norrænna ungbænda formlega i stofnuð. Gert er ráð fyrir að halda ( námskeið árlega og þá til skiptis á Norðurlöndunum. Á námskeið- inu er valin 5 manna stjórn, 1 frá hverju landi, sem er þá jafnframt formaður í félagsskap síns heima- lands. Formaður boðslandsins er jafnframt formaður samtakanna. Viðfangsefni námskeiðsins sem haldið verður á Hólum í mars verða: a) Grunnþarfir landbúnað- arins. b) Staða landbúnaðarins. c) Gildi landbúnaðarins fyrir um- heiminn. d) Samvinna Norður- landanna. Þessum umræðuefnum er deilt í smærri einingar. Þátttakendum er skipt niður í hópa og ályktunum er skilað í skýrslu sem verður gef- in út að námskeiðinu loknu. Farið verður í skoðunarferðir og heimsótt bændabýli, kaupfélög og fiskeldisstöð. Fluttur verður fyrirlestur um landbúnaðarpólitík á íslandi. Námskeiðið endar á því að full- trúum fjölmiðla og öðru fólki verður boðið að taka þátt í um- ræðum um niðurstöður nám- skeiðsins. Leiðbeinandi og stjórnandi námskeiðsins er Guðmundur Jó- elsson. Betri kaup áður nú Ora blandað grænmeti 1/2 dós 4*25* 13.55 Ora gulrætur og gr. baunir V2 dós 13.45 Ora maískorn V2 dós........23.45 Ora rauðkál V2 dós ........-W.T5* 15.80 Fazer kex, súkkulaði ....... 12.95 Oxford corny kex............ 4^.03* 8.15 Coka Cola 1V2 Itr..........-SfeöT 29.90 Kindahakk pr. 1 kg..........-Ö4.20 72.00 Egg pr. 1 kg................-»00- 49.90 Kynning: Kynnum föstudag nýtt og endurbætt kjötfars frá KSÞ milli kl. 4 og 6. 4 HAGKAUP Norðurgötu 62 Sími 23999 Konudagstilboð sunnudaginn 20. febrúar Fyllturgrísahryggur meö brúnuðum kartöflum, grænmeti og rauðkáli. Trifflé Krónur 120. Minnum á barnaafsláttinn. HOTEL KEA AKUREYRI ' |:96-22 200 Súlnaberg. Til símnotenda á Akureyri 1000 númera stækkun hefur verið tekin í notkun við sjálfvirku símstöðina ásamt tónvalsbúnaði fyrir öll númer á Akureyri. Tónvalstæki eru til sölu á skrifstofu símans, Hafnarstræti 102, annari hæð. Stöðvarstjóri. Dreiíbýlismiðstöðin Innkaupaþjónusta býður fyrirtækjum og einstaklingum á lands- byggðinni þjónustu sína. Hringið í síma 91-39060 og látið okkur sjá um viðskiptin. Dreifbýlismiðstöðin Skeifunni 8, Reykjavík, sími 91-39060. Kamivalhátíð á konudaginn Feröakynning Útsýnar í Sjallanum 20. febrúar Dagskrá: Húsið opnað kl, 19.00. Veislumatur KHEBAB (Kjöt glóðað á teini). Heitt eplapie með þeyttum rjóma í eftirrétt. Gjafahappdrætti fyrir matargesti. Trio Michael Clarke leikur Ijúfa dinnertónlist undir borðum. Sumaraætlun Útsýnar - kynnt ný kvikmynd. Pétur Jónsson, gítarleikari, leikur spánska og suður-ameríska gítartónlist. Tískusýning frá Amaró. Karnivaldrottning Útsýnar kjörin. Útsýnarbingó. Hljómsveit Ingimars Eydal leikur fyrir dansi með léttri sveiflu til kl. 01.00. v; : Verð fyrir matargesti aðeins kr. 250. Miðasala og borðapantanir í Sjallanum föstudag 18. febr. kl. 17-19, laugardag 19. febr. kl. 14-16. Feróaskrífstofan OTSÝN Hafnarstræti 98, Akureyri, sími22911. 17. febrúar 1983 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.