Dagur - 17.02.1983, Blaðsíða 5

Dagur - 17.02.1983, Blaðsíða 5
 andgötunni sæl hjá „!iðunum“ og ekki það líka. Hér á síðunni eru svo frítt við að einn og cinn í setj- myndir af nokkrum „Iiðanna“ arasalnum væri ósjálfrátt far- sem litu við hjá okkur, en því inn að raula þessi lög upp úr miður ekki öllum. Fjöldi hádeginu. þeirra var nefnilega svo mikill En við höfðum gaman af að ekkert annað hefði komist í þessum heimsóknum og von- blaðið ef myndir af öllum „lið- um að krakkarnir hafi haft unum“ væru birtar. Stórleikur í höllinni Friðjón Jónsson. Á föstudagskvöldið verður stórleikur í handbolta í íþróttahöllinni nýju en þá leika í annarri deild KA og Grótta. Bæði þessi lið eru í baráttunni um sæti í fyrstu deild á næsta ári og leikurinn því mjög þýðingarmikill fyrir bæði liðin. Ásamt þessum liðum verða það Breiðablik og Haukar sem leika til úrslita um tvö sæti í fyrstu deild næsta keppnistímabil en stigin sem þau hljóta í deildarkeppninni fara með þeim í úrslitariðil- inn. Þannig hefur KA, ef þeir vinna þennan leik, möguleika á að hafa þriggja stiga forskot á Hauka og fimm stig á Gróttu og Breiðablik. Stuðningur áhorfenda er því mikilvægur á föstudaginn, ekki bara til að fylla buddu gjaldkerans, heldur einnig og fyrst og fremst til að hvetja KA til sigurs í þessum leik. Mætum því öll á föstudags- kvöldið og tryggjum KA sigur Unglinga- mót í Hlíðarfjalli Um helgina var haldið í Hlíð- arfjalli KA-mót í svigi og Þórsmót í stórsvigi unglinga. Mót þessi voru á dagskrá fyrr í vetur en varð að fresta vegna óveðurs. Úrslit í mótinu urðu þessi: Svig Drengir 13—14 ára: 1. BjörnGíslasonKA 63.93 2. Hilmir Valsson Þór 65.08 3. Valdimar Valdimarsson KA 68.74 Drengir 15-16 ára: 1. Helgi Bergs KA 80.57 2. Rúnar Kristjánsson KA 88.00 3. GuðmundurSigurjónss. KA 102.07 Stúlkur 13-14 ára: 1. Kristín Jóhannesd. Þór 71.52 2. Hulda Svanbergsd. KA 76.76 3. Laufey Þorsteinsd. KA 80.88 Stórsvig Drengir 13-14 ára: 1. Brynjar Bragason KA 82.82 2. Björn Gíslason KA 82.90 3. Hilmir Valsson Þór 85.84 Skíðakonur frá Akureyri ósigrandi Um helgina átti að fara fram Þorramótið svokallaða en það er punktamót í svigi og stórsvigi og átti það að vera á ísafirði. Vegna veðurs var ekki hægt að keppa í stórsvigi en tvívegis var keppt í svigi í staðinn. Skíðakonurnar í leiknum en þá eigum við mikla von á fyrstu deildar liði héðan frá Akureyri. Innanhúsmót í knattspyrnu Knattspyrnuráð Akureyrar áformar að halda sína árlegu Firmakeppni í innanhússknatt- spyrnu helgina 11.-13. mars næstkomandi. Sífellt færist það í aukana að starfsmenn iðki knattspyrnu innan fyrirtækj- anna og nú síðast með tilkomu íþróttahallarinnar skapaðist mikið rými fyrir fyrirtæki að fá lausa æfingartíma í íþrótta- skemmunni. Er það von ráðsins að sá mikli fjöldi er æfingar stundar nýti þetta tækifæri til að mæta öðrum í keppni. KRA skorar á sem flest fyrir- tæki að vera með, gerum þetta í sameiningu fjölmenna, skemmtilega og árangursríka keppni. Sjá nánar auglýsingu í blaðinu í dag. Efnilegir fimleika- piltar Um helgina fór fram íslandsmót unglinga í fimleikum og var keppt í Laugardalshöll. Meðal þátttakenda voru nokkrir Akur- eyringar og a.m.k. tveir þeirra náðu umtalsverðum árangri. Það voru þeir Gunnar Hákonar- son og Stefán Stefánsson en þeir komust báðir á verðlaunapall og stóðu sig með mikilli prýði. Ak- ureyringar hafa ekki getað stát- að sig af góðum fimleikamönn- um undanfarin ár en nú virðist farin að verða á því breyting því upp er að koma hópur efnilegra fimleikamanna. Drengir 15-16 ára: 1. Guðmundur Sigurjónss. KA 94.84 2. Rúnar Kristjánsson KA 97.41 3. Þórhallur Örlygsson KA 98,09 Stúlkur 13-14 ára: 1. Arna ívarsdóttir Þór 91.23 2. Kristín Jóhannesd. Þór 92.50 3. Erla Björnsdóttir Þór 92.55 frá Akureyri röðuðu sér í fyrstu sætin í báðum keppnunum og virðast þær vera nær ósigrandi í skíðakeppnunum. Ekki er svo haldið mót í alpagreinum að þær séu ekki í fyrstu sætum. Alfreð og Gunnar aftur meðKA? Það er mikið um það talað með- al handboltaáhugamanna að þeir bræður Alfreð og Gunnar Gíslasynir muni leika með KA næsta keppnistímabil, þ.e.a.s. ef KA kemst upp í fyrstu deild. Vitað er að Gunnar verður með KA í fótboltanum í sumar en með tilkomu nýju íþróttahallar- innar er það freistandi fyrir góða leikmenn að rífa upp handbolta- íþróttina hér á Akureyri og eng- ir eru betur til þess fallnir en þeir bræður. Haft var eftir Alfreð í blaða viðtali fyrir skömmu að hann hyggist flytja til Akureyrar og leika með KA, þar eð ómögu- legt sé að leika gegn sínu gamla félagi ef það kemst í fyrstu deild. 17. febrúar 1983 - DAGUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.