Dagur - 22.03.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 22.03.1983, Blaðsíða 6
** 'ab ná af mér skóflunni Nú reyndi skrattinn Fimmtudaginn 10. mars 1983 var veður hið fegursta, mikið frost en bjart til fjalla, greip mann þá fiðring- ur mikill að komast á snjósleða inn á hálendi, enda ekki margir dagar gefist til slíks í veiur sökum umhleypinga. Hringt var á veðurstof- una og lofaði hún góðu veðri næstu tvo daga svo það var ekki eftir neinu að bíða með að koma sér af stað. Ákveðið var að fara vestur á Öxnadalsheiði og þaðan inn Kaldbaksdal. Ferðin gekk vel þó mikil lausamjöll væri í dalbotn- inum. Ferðafélagarnir þeir Bjarki Tryggvason, Jón Bjarna- son og Villi Ágústar voru allir í besta skapi, enda hefur það allt að segja að létt sé yfir mann- skapnum í svona ferðum. Hald- ið var inn Nýjabæjarfjall, sóttist ferðin vel og eftir tvo tíma vor- - Þeir Kristján oj> Villi eru þauireyndir vélsleðagarpar sem mikið hafa ferðast um Itá- lendift saman. Bjarki og Jón, verslunarmenn í Cesar voru hinsvegar í sinni fyrstn alvoru- ferd. „I'eir fengu svo sannar- lega eldskírnina og voru heppnir aft sleppa lilandi". sagði Kristján. um við komnir í Landakot ca. 50 km. leið. Þar stoppuðum við og fengum okkur vel að drekka af heitu kaffi og brauði. Síðan hreinsuðum við snjó úr kofanum sem hafði pískrað inn um smá rifur, augljóst var að engir menn höfðu komið þar í vetur. Gist í Laugafelli Síðan ákváðum við að halda í Laugafell og gista þar. Komið var í Laugafell um kl. 7.30 e.h. og stuttu eftir komuna þangað fór að hvessa að sunnan og bætti alltaf í vindinn um nóttina. Um morguninn var leiðinda veður, skyggni lítið og hvasst. Höfðum við samband við Gufunes og báðum um veðurspá fyrir Norðurland. Þaðan fengum við Kristján við sleðann sinn. þær upplýsingar að veður væri betra norðan við okkur og að það væri best fyrir okkur að harsla okkur af stað sem fyrst því veður ætti eftir að versna á Norðurlandi þegar kæmi fram á daginn. Og af stað var haldið. Þegar við höfðum ekið skamma hríð eftir stikum er liggja í Eyja- fjörð var veður orðið svo slæmt að ekki var hægt að fylgja þeim lengur. Þá var að taka upp átta- vitann og taka kompásstefnu á botn Eyjafjarðar og reyna að fylgja henni með hjálp vindsins. Þetta gekk mjög vel og höfum við aldrei hitt eins nákvæmlega á ákveðinn blett og í þetta skipti og eftir tveggja tíma ferð frá Laugafelli vorum við komnir að möstrunum þar sem gamla veðurathugunarstöðin var, inn af Eyjafirði. En nú voru góð ráð dýr því við vissum að erfitt yrði að koma sleðunum niður eftir þessum dal, en ekki þýddi annað en að reyna, veðrið var orðið svo vont að ekkert vit var í því að reyna að komast í Þormóðsstaðadal, en hann er mjög góður að kom- ast eftir á snjósleðum. „Ég heyrði öskur í félögum mínum“ Er við höfðum farið ca. 4 km. niður dalinn komum við að hraunsnefi og hagar þannig til að ekki var hægt að komast lengra á sleðunum. Hlíðin er mjög brött og áin opin fyrir neðan. Því gengum við eftir snarbrattri hlíðinni til að skoða aðstæður, ég gekk á undan en félagar mínir hafa verið um það bil 10 metrum á eftir mér þegar allt í einu heyr- ast drunur og snjóflóð kemur á fleygiferð niður hlíðina. Ég færi það versta sem hægt er að fá. Kl. var um eitt e.h. þegar við lögðum af stað frá sleðunum. Við höfðum band milli okkar og fór Villi fyrstur með skófluna góðu, sem kom sér vel að hafa, því víða þurfti að höggva spor í gamla snjófönn á snarbröttum hlíðum. Jón gekk næstur, síðan Bjarki og ég rak lestina, enda elstur og þyngstur til gangs. Göngufæri var afleitt, hnédjúp- ur snjór og víða þurftum við að skríða þar sem dýpst var. Allir vorum við í snjósleðagöllum sem eru nú ekki þægilegir að ganga í, bæði heitir og þungir. Auk þess vorum við með mat- föng næg, ef til kæmi að við þyrftum að grafa okkur í fönn um nóttina. Voru menn að von- um orðnir mjög þreyttir og sveittir á göngunni, sumir gátu farið úr göllunum en aðrir voru ekki í nógu skjólgóðu undir til að hægt væri að notast við það eingöngu í svo slæmu veðri. Þreyttir en ánægðir Ferðin var erfið en áfram var gengið með smáhvíldum og menn fengu sér heita súpu til hressingar. Það voru þreyttir en ánægðir ferðalangar sem komu að Hólsgerði í Eyjafirði kl. 6 e.h. eftir fimm klukkustunda ferð í erfiðu færi og vil ég þakka því ágæta fólki sem þar býr allar þær góðu viðtökur sem við fengum. Gott var að leggja sig eftir kaffið meðan beðið var eftir bíl úr bænum að sækja okkur. Síðan er eftir að ná vélsleðum og öllu dóti til byggða og verður það gert strax og veður leyfir. Bjarki Tryggvason. Jón Bjarnason. Þeir Villi og K.G. hafa ferðast mikið saman og oft hefur verið gaman eins og sjá má. heyri öskur í félögum mínum, sný mér við og sé þá að snjór gusast yfir þá, en eftir stutta «« stund rísa þeir upp úr snjóflóð- inu og hrista sig. Villi heldur á *§. skóflunni sinni og segir: „Nú : reyndi Skrattinn að ná af mér skóflunni, en ég er ákveðinn í að halda henni, ef við þurfum að grafa okkur í fönn“. Eftir að við höfðum jafnað okkur eftir þessa skelfingu og sáum að þetta hefði getað farið miklu verr, þar sem áin var opin og hefðu þeir hæglega getað lent ofan í henni með hörmulegum afleiðingum. Þá var ákveðið að reyna að ganga þessa 16 km. til næsta bæjar þó ekki væri útlitið gott, blindbylur var og göngu- . . . ° Fjormennmgamir gistu í Laugafelli. 6 - DAGUR - 22. mars 1983 í sumar munum við í fyrsta sinn fljúga reglulegt áœtlunarflug írá Akureyri til útlanda, - og auðvitað til Kaupmannahafnar. Kaup- mannahöín heíur um aldaraðir verið fyrsti áíangastaður íslend- inga á leiðinni út í hinn stóra heim. Borgin sjálf og nágrenni hennar er heillandi fyrir unga sem aldna og ef siefnt er á íjarlœgari lönd er Kaupmannahöfn ákjósanlegur áfangastaður því þaðan liggja „flugleiðir" til allra átta. Áœtlun: Alla íimmtudaga írá 16. júní til 1. september Brottíör frá Akureyri er kl. 17.50. FLUGLEIDIR Gott fólkhjá traustu félagi Nánari upplýsingar fást hjá söluskrifstofum okkar, umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. 22. mars 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.