Dagur - 25.03.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 25.03.1983, Blaðsíða 3
Texti: ESE — Mynd: KGA Af einhverjum undarlegum ástæðum hafa íslendingar aldrei kunnað að meta litlar plötur. Þetta er þeim mun sérkennilegra fyrir þær sakir að litlar plötur hafa farið sigurför um heiminn undan- farin ár og allir góðir safnarar vita að á litlum plötum finnast ýmsir góðir bitar sem aldrei eru settir á breiöskífur viðkomandi hljóm- sveitar. í stað litlu platnanna eru ís- lendingar farnir að gefa út safn- plötur og sú nýjasta heitir auðvit- að „Ein með öllu“ án þess þó að það sé í sjálfu sér satt. Vandinn við safnplötur er sá að velja lög á þær og gefa þeim nafn og a.m.k. það fyrmefnda hefur tekist vel að þessu sinni. Fjögur virkilega góð og sér- kennileg lög eru á „Einni með öllu“ en þar á ég við „Time“ með Culture Clúbbnum hans Boy Ge- orge, „Ourhouse“ meðMadness, „Hymn“ með Ultravox og „Just what I always wanted“ með Mari Wilson. Önnur eru þokkaleg og íslensku lögin tvö „Ilty ebni“ með Tappa tfkarrass og „Fornaldar- hugmyndir" Lolu Fá Seyðisfirði ciga fullt erindi á plötuna. Til að standast nafngiftina „Ein með öllu“ hefði þó þurfti meiri þunga aðmínu viti. „Dancer" með MSG er nefnilega ekkert bárujáms- rokk. Eric Clapton/ Money and dgarettes Þá er Clapton búinn að skipta um firma og fyrsta sólóplata hans á vegum „Warner Bros - bræðra“ er komin út. Þetta er fyrsta sóló- plata Ciapton um þriggja árskeið og það er greinilegt að kappinn hefur ekki breytt um stíl þrátt fyrir að oft fylgi nýir siðir nýjum herrum. Sem fyrr er það „iaid-back“ rokk með blús bróderfngum sem Eric „Slowhand" Ciapton fram- kallar á gítarinn og eins og Vikt- oríu forðurn er mér ekkert sér- staklega skemmt. Tíu lög sem ekkert eiga í ætt við tíu á toppnum en það verður þó aldrei af Clapton skafið að hann er maður þægilegrar tónlistar. Ekk- ert kemur á óvart og Clapton fær núll í einkun fyrir frumlegheit. Ekki einu sinni Ry Cooder sem leikur með Clapton megnar að gera þessa plötu spennandi. „Ég meina það“, eins og krakkarnir segja hvað á maður að segja. Ég hef séð Clapton á þrusugóðum hljómleikum, hlustað á flest allar plöturnar hans, haidið upp á manninn, metið hann sem gftar- leikara, frosið þegar hann hefur spilað „Lolu“ (ekki frá Seyðis- firði) og fundið til með Harrison þegar Clapton stal af honum kon- unni. En það versta er að þrírgít- arleikarar, Clapton, Albert Lee og Ry Cooder spiia á plötunni, en hver á hvaða sóló er mér oft hulin ráðgáta. Ef einhver veit það þá mætti hann láta mig vita. - ESE Þursaflokkur- inn á hljómleikum í Möðruvallakjallara - Hvað er þetta? Eru eintómir fallistar hér inni? Það hlýtur eiginlega að vera því við fáum alltaf jafn góðar viðtökur hér í MA. Þetta hlýtur að vera sama fólkið, eða eruð þið kannski í Kvennaskólan- um? Eitthvað á þessa leið hóf Egill Ólafsson sem nefndur hefur verið Yfir- þurs ræðu sína á hljóm- leikum Þursaflokksins í kjallara MA á dögunum. Dúndrandi stemmning var í salnum og kunnu við- staddir vel að meta Þursa- húmorinn margrómaða. í raun er óþarfi að eyða mörgum orðum um frammistöðu Þursa- flokksins þetta kvöld. Þeir Egill, Ásgeir, Tómas og Þórður léku gömul og góð Þursalög með nýjum í bland og undir lok hljóm- leikanna slóu þeir á enn léttari strengi, brugðu sér í Stuðmannagervi og léku af fítonskrafti lögin „Við viljum franskar, sósu og salat“ og „fslenskir karlmenn“. Jafnvel lag eftir Megas „heitinn“ flaut með. Enginn efast um færni Þursanna og þegar húmorinn og hljóð- blöndunin eru í lagi eru Þursararnir einfaldlega bestir. Það kæmi undirrit- uðum t.d. ekki á óvart þó að Ásgeir Óskarsson yrði kosinn besti trommuleik- arinn, Tómas Tómasson besti bassa- og hljóðgerv- ilsleikarinn, Þórður Árnason besti gítarleikar- inn og Egill Ólafsson besti söngvarinn á komandi Stjörnumessu DV og Stuðmenn (Þursar) auð- vitað besta hljómsveitin. Hljómleikakvöld Þursaflokksins í kjallara Möðruvalla var röð af skemmtilegum uppátækj- um, góðri sviðsframkomu og hnyttum „Kviðling- um“ Egils Ólafssonar og t.a.m. var óborganlegt hve vel hann hermdi eftii Bubba Morthens. Ég segi það enn og aftur. Þursaflokkurinn er séríslenskt fyrirbæri og enn bendir margt til þess að þeir séu bestir. Þá vakti athygli á hve aðdáunarverðan hátt hljómsveitin blandaði saman lögum og textum af síðustu plötu sinni og er „Sérfræðingar segja“ gott dæmi um það. Þar var lagið „Gibbon“ leikið undir en Egill var í „lík- ama, líkama, átján ára unglings". Hvað er líkt með Sinfóní- unni og Bubba Morthens? Vitið þið hvað er líkt með Bubba Morthens og Sinfóníuhljómsveit íslands? Jú, bæði Sin- fónían og Bubbi af- lýstu hljómleikum á Akureyri að ástæðu- lausu. Það var kominn allstór hópur unglinga í anddyri Dynheima er undirritað- an bar að garði og eftir- væntingin skein úr andlit- um þeirra. Stúlkur voru í meirihluta, enda varla von á öðru þegar aðal- númer kvöldsins heitir Bubbi Morthens. Hljóm- leikarnir áttu að fara að byrja samkvæmt klukk- unni en uppi á skrifstofu sátu Helgi Már og hjálp- arkokkar hans með sveitt- an skallann og hringdu út og suður og bölvuðu Bubba í sand og ösku. Hefðu þeir náð í hann þá hefðu þeir líklega beðið hann að fara norður og niður. En allt kom fyrir ekki. Enginn vissi um Bubba en loksins tókst þó að grafa það upp hjá ein- um aðstandenda hljóm- leikanna með Bubba, sem ekki voru haldnir í Möðruvallakjallara sl. mánudag vegna sam- gönguörðugleika, að fBubbi væri búinn að fresta Norðurhjaratúrn- um þar til eftir páska. - Það verða engir hljómleikar í kvöld elsk- urnar mínar, sögðu Dyn- heimamenn við ungling- ana og nú var það örvænt- ingin sem skein úr andlit- um þeirra. - Við náðum ekki í Bubba en hann kemur eftir páska, hljóð- aði boðskapurinn. (Þögn). - Hvernig vita þeir að hann kemur eftir páska ef þeir náðu ekki í hann, sagði ein merkt Bubba og svo fóru allir heim. En mikið var ég feginn að hljómleikunum var aflýst - það voru nefnilega ónýt batterí í flassinu mínu. Hér átti að vera mynd af Bubbp Morthens. En þar sem Bubbi mætti ekki á boðaða hljómleika þá verða lesendur bara að teikna myndina af honum í staðinn. n~ n n ^heUur WmmmmJ haUærislegt Alveg þokkalegt fmm Meö aUt á hreinu Virtólega gott • • • 0 0 0 Hrein ^mmmmmJ smUd 1983 - bÁlGUFÍ - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.