Dagur - 28.04.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 28.04.1983, Blaðsíða 3
Þátttakendumir á námskeiðinu ásamt forráðamönnum Véladeildar KEA og Sambandsins og hinum breska kennara. - F.v. Gylfi Guðmarsson, Kristján Skjóldal, frá Akureyri, Jóhannes Jóhannesson, þjónustustjóri Véladeildar Sambandsins, Hrafnkell Sigurðsson, Húsavík, Hólmgeir Jónsson, Akureyri, Jón Ingi Guðmundsson, Sauðárkróki og A. Tyblewsky. Mynd: ESE Vel heppnað námskeið hjá KEA og Sambandinu Nýlega var haldið á Akureyri námskeið í stillingum og við- gerðum á heybindingarvélum á vegum Véladeildar KEA og Sambandsins. Þátttakendur á námskeiðinu voru fimm bifvéla- virkjar og vélvirkjar frá kaup- félögunum á Akureyri, Húsa- vik og Sauðárkróki en kennari var A. Tyblewsky frá Intemati- onal verksmiðjunum I Bret- landi. Að sögn Gylfa Guðmarssonar, hjá Véladeild KEA, þótti nám- skeið þetta takast með ágætum. Sagði Gylfi talsvert vera komið af þessum nýju heybindingarvélum hingað norður og því bráðnauð- synlegt fyrir þjónustu- og viðgerð- araðila að kynna sér þær breyting- ar sem orðið hefðu á þessum tækjum. Auk þess sem hinn breski kennari kenndi mönnum á þessar nýju vélar var einnig farið yfir viðgerðarþjónustu eldri hey- bindingarvéla og ætti umræddum viðgerðarmönnum því ekkert að vera að vanbúnaði ef bilana yrði vart á komandi árum. Ný snyrtistofa opnar a Akureyri Ný snyrtistofa var opnuð á Akureyri fyrir skömmu. Er það Snyrtistofa Nönnu Strand- götu 23 en þar er einnig rekin sny rtivöruverslun. Á snyrtistofunni verður hægt að fá andlitsböð, „collagen- kúra“, húðhreinsun, handsnyrt- ingu, litun, plokkun, förðun og nýja vaxmeðferð, en auk þess býður snyrtistofan upp á nýja franska meðferð sem nefnd hefur verið “cathiodermie". Þetta er sögð sérhæfð meðferð sem á að sameina djúphreinsun og næringu og húðin á að verða heilbrigðari fyrir vikið. Samkvæmt upplýsingum Nönnu Guðrúnar Yngvadóttur, eiganda snyrtistofunnar þá er notuð galvanísk hátíðnivél ásamt því sem nefnt er jónískur hreinsir og næringarefnum en efni þessi eru sérstaklega gerð til notkunar með vægum rafstraumi. Straum- urinn sem vélin gefur frá sér er svo vægur að hann finnst varla á húðinni en hann þjónar þeim tilgangi að þrýsta efnunum ofan í húðina þar sem þau ganga í samband við húðfituna og „bræða hana upp“ eins og Nanna orðaði það. Þessi meðferð á einnig að hafa þau áhrif að djúpnæra húðina og loka húðopum án þess þó að hætta sé á ofþornun. Þess má geta að ætlunin er að hafa námskeið í almennri snyrt- ingu á snyrtistofunni á næstunni en snyrtistofan er opinn alla virka daga frá kl. 9-18 og á laugardög- um. Tépprlrnd Akureyringar - Norðlendingar Glæsilegt úrval af berber gólf- teppum úr ull, acryl og nylon. Getum boðið úrval af stigateppum á góðu verði og með góðum greiðslukjörum, gerum föst verðtilboð ef óskað er. Mikið úrval af baðherbergisteppum, mottum og renningum. Vorum að fá bílateppi og ódýr filtteppi með svampbotni í nokkrum litum. Verið velkomin í verslun okkar að Tryggvabraut 22. Tepprlrnd Sími 25055 • Tryggvabraut 22 • Akureyri Æfíngaskór í úrvali á alla aldurshópa. SporthúbicL HAFNARSTRÆTI 94 SÍMI 24350 28v áþríl,4983 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.