Dagur - 28.04.1983, Blaðsíða 5

Dagur - 28.04.1983, Blaðsíða 5
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 100 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 12 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRfKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) OG PORKELL BJÖRNSSON (HÚSAVlK) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: JÓHANNES MIKAELSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Stjórnarmyndunar- viðræðuraðhefjast Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen hefur nú ákveðið að segja af sér. Hún missti þingmeiri- hlutann í kosningunum, sem reyndar var orðinn vafasamur vegna upphlaups í liði stuðningsmanna hennar í Sjálfstæðisflokkn- um. Raunar var ekki við öðru að búast en að meirihlutinn tapaðist, þar sem ríkisstjórninni mistókst í glímunni við eitt höfuðviðfangsefni sitt, lausn efnahags- og verðlagsmála. Ekki náðist samstaða um þau mál, fyrst og fremst vegna áhugaleysis Alþýðubandalagsins, sem aldrei hefur verið fáanlegt til að taka á efnahagsmálum þjóðarinnar til einhverrar frambúðar. Alþýðubandalaginu tókst með dyggri aðstoð stjórnarandstæðinga að beina sjónum manna frá þessu meginatriði kosn- ingabaráttunnar með þeim afleiðingum að þeim tókst að koma höggi á Framsóknarflokk- inn. Nú eru hafnar þreifingar og fyrir dyrum standa formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Eðlilegt virðist að Geir Hallgrímsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, stærsta stjórnmála- flokksins og eins af sigurvegurum kosning- anna, fái umboð til stjórnarmyndunar. Margir óttast að standa muni í málþófi um stjórnar- myndun og hafa á orði að ekki verði um auðvelt verkefni að ræða að mynda meirihluta- stjórn. Sérstaklega muni það valda erfiðleik- um að nú eru flokkarnir orðnir sex í stað fjögurra áður. Fjölgun flokka með þeim hætti sem nú hefur orðið á ekki að þurfa að valda erfiðleikum við stjórnarmyndun. Að sumu leyti eru línurnar skýrari en oft áður því það er ekki margra kosta völ um meirihlutastjórn t.d. tveggja eða þriggja flokka, en ríkisstjórn fleiri flokka hlýtur af ýmsum ástæðum að verða veik og ósamstæð. Þá ætti auk heldur að vera hægt að leggja flest öll ágreiningsmál á hilluna um sinn og freista þess að ná tökum á efnahagsvandanum, sem einfaldar málið mjög. Flestir eru sammála um að nú þarf sterka stjórn sem fyrst og fremst takist á við efnahagsmálin. Þau mál verða ekki leyst í einu vetfangi og því er ljóst að ríkisstjórn sem mynduð verður og ætlar sér að gera eitthvert gagn í þessum efnum verður að ætla sér einhvern lágmarks starfstíma. Ekki kæmi á óvart þótt hugmyndir framsóknarmanna um skipulegar aðgerðir til tveggja ára kæmu vel til álita. Því miður eru þeir til í röðum alþýðubanda- lagsmanna og sjálfstæðismanna sem telja það eitthvert sáluhjálparatriði, til að hjálpa einstaka sálum inn á þing hið bráðasta, að kjósa sem fyrst aftur. Ef þessi öfl verða ofan á er hætt við að stjórnarmyndunarviðræður verði kák eitt og árangurslitlar, sem síðan á að réttlæta nýjar kosningar strax í sumar. Til þess þarf hins vegar ekki að koma ef menn í raun hafa einlægan vilja til að takast á við efnahagsvandann. Það var mikið um að vera á kosningaskrifstofum flokk- anna sl. laugardag. Eftir að fólk hafði krossað við flokk- inn sinn kom það hópum saman og þáði kosninga- kaffl og alls kyns meðlæti hjá þeim fjölmörgu konum og körlum sem voru á stöðugu þani allan daginn við að bera fram hinar Ijúfustu veitingar. Ekki voru þó allir búnir að ná kosningaaldri sem komu við á þessum kosningadagsveitinga- húsum. Allstór hópur „væntan- legra kjósenda“ gekk á milli kosningaskrifstofanna og þáði veitingar. Á einni skrifstofunni hitti ég fyrir tvo eldhressa stráka, Jónas Sigmarsson og Jón Aðalgeir Logason. „Við viljum sameina aila flokka og þeir eiga allir að hjálpast að því að stjórna landinu. Pað er nefnilega þannig að stefnuskrá flokkanna er sú sama, þeir leggja aðeins mis- munandi áherslu til málanna. Við höfum komið við á öllum kosningaskrifstofunum og lagt áherslu á þessa skoðun okkar við það fólk sem við höfum hitt. Við verðum að segja það eins og það er að því miður hefur fólk gert lítið með þessar hugmyndir okkar. Einu viðbrögðin sem við höfum fengið er góðlátlegt bros. Við leggjum áherslu á að sameina alla flokkana í einn Jónas Sigmarsson og Jón Aðalgeir Logason vilja sameina alla stjórnmálaflokkana undir einn hatt. Mynd: ÞB stóran sem á að heita Bandalag sameinaðra flokka.“ - Hver eru brýnustu málin í dag sem þarfnast úrlausnar? „Það eru húsnæðismálin og lækkun verðbólgunnar. Hús- næðislánin þarf að stórhækka og lánstíminn þarf að vera lengri. Við viljum fjármagna þetta með því að auka skattana. Þeir sem hafa hærri laun borgi meira en þeir sem lægri launin hafa.“ - Hvernig á að lækka verð- bólguna? „Með niðurtalningunni.“ - Og hvar á að byrja? „Efst uppi.“ - Hver er uppáhaldsþing- maðurinn ykkar? „Tvímælalaust Guðmundur Bjarnason,“ segir Jónas. - Viljið þið spá fyrir um úrslitin í þessu kjördæmi? „Framsóknarflokkurinn fær flest atkvæðin og þrjá menn, hinir flokkarnir fá hver um sig einn þingmann. - Viljið þið segja eitthvað að lokum? „Ekki annað en það að við erum ekki ánægðir með hve fólk hefur tekið fálega í hugmyndir okkar um að sameina flokkana. Annars má það koma fram að okkar hugmyndum var best tekið hjá Bandalagi jafnaðar- manna, það var eiginlega eini staðurinn sem við mættum ein- hverjum skilningi og eini staður- inn þar sem menn nenntu virkilega að tala við okkur.“ „Vilium einn flokk“ - GOLF - GOLF - GOLF - GOLF - GOLF - GOLF - GOLF - GOLF - GOLF - GOLF - GOLF Fjöldi stórmóta á Jaðarsvelli í sumar Hinn snjalli kylfingur Þorbergur Ólafsson er einn þeirra sem bíður sumarsins með óþreyju. Kappleikjanefnd Golfklúbbs Akureyrar hefur verið að störfum að undanförnu við að raða niður hinum ýmsu mót- um sumarsins. Er það mikið verk og vandasamt, enda má segja að mót séu um hverja helgi - oft mörg um hverja helgi - og oft í miðri viku. Samkvæmt niðurröðun kapp- leikjanefndarinnar verður fyrsta mótið þann 14. maí og er það „flaggakeppni", Síðan rekur hvert mótið annað en mótin á velli GA að Jaðri í sumar eru talsvert á fjórða tuginn, það síð- asta dagsett 2. október. Að venju eru helstu mótin hjá Golfklúbþi Akureyrar Akureyr- armótið sem verður háð 13.-16. júlí, Jaðarsmótið sem verður um verslunarmannahelgina og minningarmótið um Ingimund Árnason sem háð verður 20.-21. ágúst. En fleiri stórmót verða á Ja'ð- arsvelli. Nefna má Norðurlands- mótið sem háð verþur 27. og 28. ágúst og sveitakeppni Golfsam- bands íslands sem háð verður 10. og 11. september, en það er keppni golfklúbba víðsvegar af landinu. Þá hefst í sumar keppni Golf- klúbbs Akureyrar, Golfklúbbs Vestmannaeyja og Golfklúbbs Ness en þessi keppni verður ár- legur viðburður og fer fram á Jaðarsvelli í sumar. Hér hefur aðeins verið drepið Um síðustu helgi var haldið í íþróttahúsinu í Glerárskóla Akureyrarmót í badminton fullorðinna. Keppt var í einliðaleik, tví- liðaleik og í tvenndarkeppni. Margir keppendur tóku þátt í mótinu en mikil gróska er nú í þessari íþrótt hér í bæ. í einliðaleik urðu Akureyrar- meistarar í kvennaflokki Mar- grét Eyfells og í karlaflokki Haukur Jóhannsson.l b-flokki karla sigraði Árni Gíslason. í tvíliðaleik sigruðu í kvenna- flokki Jakobína Reynisdóttir og Guðrún Erlendsdóttir, en Krist- inn Jónsson og Kári Árnason í karlaflokki. í tvenndarkeppni á nokkur helstu mótin. Þá er ógetið um mörg 36 holu mót og má nefna í því sambandi hvíta- sunnumót, Coca-cola mót, Saab-Toyota mótið, Ragnars- mótið og Gullsmíðabikarinn. Af þessari upptalningu sem er langt frá því að vera tæmandi má sjá að kylfingar á Akureyri hafa í mörg horn að líta í sumar, en þessa dagana bíða þeir óþreyju- fullir þess að snjóa leysi svo þeir geti farið að tölta af stað á eftir kúlunum sínum. sigruðu Kristinn Jónsson og Jakobína Reynisdóttir. Eyjafjaröarmot í innanhússknattspymu Um síðustu helgi var haldið í íþróttahöllinni á Akureyri, Eyjafjarðarmót í innanhúss- knattspyrnu. Þar kepptu fjölmörg félög í tveimur riðlum. Til úrslita léku Árroðinn og Dalvíkingar og sigraði Árroðinn auðveldlega. Þetta var í þriðja sinn sem Ár- roðinn sigraði í þessu móti og fengu þeir því til eignar verð- launabikar þann sem sæmdar- heitinu hefur fylgt. í þriðja sæti varð Vorboðinn. Námskeið fyrir knattspyrnudómara Knattspyrnuráð Akureyrar áformar að gangast fyrir nám- skeiði fyrir væntanlega knatt- spyrnudómara um næstu helgi og hefst það í Lundarskóla laugardaginn 30. apríl kl. 10.30. Skorað er á sem flesta að láta ekki þetta kjörna tækifæri fram hjá sér fara og öðlast nú réttindi til dómgæslu. Nánari upplýsingar veitir Marinó M. Viborg í síma 22498 og tekur jafnframt við þátttökutil- kynningum. Ak.-mót í badminton Alþjóðlegt sjó- stangaveiðimót í Vestmannaeyjum Vestmannaeyingar hafa jafnan gengist fyrir alþjóðlegu sjó- stangaveiðimóti um hvítasunn- una undanfarin ár og verður 14. mótið háð um hvítasunnuna nú, 20.-22. maí. Mótið nefnist „SjóVe ’83“ og reikna Vestmannaeyingar með mikilli þátttöku í mótinu að venju, bæði innanlands og utan- lands frá. Akureyringar hafa jafnan sent harðsnúið lið í þessa keppni og telja verður líkur á að svo verði einnig nú. Mótið hefst sem fyrr sagði 20. maí með setningu og því að keppendur fá afhent gögn sín. Daginn eftir verður róið kl. 6 um morguninn og komið að landi kl. 14. Um kvöldið verða málin rædd í ró og næði og svo róið aftur á sama tíma daginn eftir. Um kvöldið verður svo verðlaunaaf- hending og fleira skemmtilegt. Þátttökutilkynningar þurfa að berast fyrir 1. maí í síma 98-2567 eftir kl. 19 á kvöldin. Byggingavörur Timburvinnsla 'fMwr aogir Þegar ykkur vantar byggingavörur, smáar eða stórar, ódýrar eða dýrar, er næstum öruggt, að þær fást hjá okkur. Þið finnið óvíða annað eins úrvai. Og það er valið afreynslu. Við tökum þátt í að leysa úr viðfangsefnum og vandamálum ykkar á þessu sviði með persónulegri aðstoð, hvort sem þið komið eða hringið. BYGGINGAVORUR Kaupfélag Eyfirðinga, Byggingavörudeild, Glerárgötu 36 og Óseyri 1 Akureyri - Sími 96-21400 4 - DAGUR - 28. apríl 1983 28. apríl 1983 - DAGUR - 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.