Dagur - 13.05.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 13.05.1983, Blaðsíða 7
„Þessi minning hef.ur brennt sig svo fast í hug minn að hún hefur fylgt mér alla tíð og alltaf síðan finnst mér flugnasuð feg- urst söngva.“ „Og nú þegar ég er orðinn gamall maður finnst mér einhvern veginn að ég sjálf- ur se meir og meir eins og hluti af þeirri náttúru sem umlykur mig og ég kann því afskaplega vel.“ Hjörtur E. Þórarinsson ræðir við Gunnlaug Gíslason bónda á Sökku í Svarfaðardal og þar átti ég heima í 20 ár á fjölmennu heimili og í nágrenn- inu var mjög margt af ungu fólki á mínu reki. Það voru ágæt ár eins og reyndar öll mín ár hafa verið. í Hólaskóla fór ég haustið 1919. Þá var skólastjóri þar Sig- urður Sigurðsson frá Drafla- stöðum. En þá um áramótin tók hann við embætti búnaðarmála- stjóra, en setti fyrir sig til vors Sigurð Baldvinsson sem síðar varð bóndi á Kornsá. Næsta ár tók svo við skólastjórastöðunni Páll Zóphóníasson frá Viðvík, Svarfdælingur í föðurætt. Svarfdælir voru fjölmennir á Hólum á þessum árum, t.d. voru með mér í skóla þessir: Jón bróðir minn (síðar bóndi á Hofi), Jóhann Jónsson frá Jarðbrú, Halldór Hallgrímsson á Melum, Jóhannes Þorsteins- son frá Urðum, Björn Júlíusson f Syðra-Garðshorni og Björn Jónsson á Hóli (síðar bóndi í Ölduhrygg). Ég hafði ómetan- legt gagn af veru minni á Hólum, bæði lærði ég mikið um búskap og eignaðist auk þess marga góða vini sem mér hefur haldist á alla ævi mér til gagns og gleði. Ýmsir þeirra eru nú dánir, eins og nærri má geta, en aðrir lifa enn góðu gengi. Auk Svarfdælinganna get ég nefnt menn eins og Guðmund Jóns- son fyrrv. skólastjóra á Hvann- eyri, Gunnar Árnason fyrrv. gjaldkera Búnaðarfélags ís- lands og Stefán Kristjánsson frá Glæsibæ, sem allir eru við bestu heilsu. Ég útskrifaðist úr Hólaskóla vorið 1921 og hélt ásamt öðrum heim um Heljardalsheiði sem þá var alfaraleið. Ég kynntist Heljardalsheiði vel á þessum árum og síðar. Ég held ég hafi farið hana einum 17 sinnum, oft sem fylgdarmaður með ókunn- ugum.“ Svo fluttirðu burt úr Hofl? „Ég var um kyrrt á Hofi næstu árin við búskapinn hjá föður mínum. Þá varð ég svo frægur að fá eina 4 verknáms- pilta frá mínum gamla skóla til dvalar í nokkrar vikur. Áttu þeir að læra af mér réttu aðferð- irnar við búskapinn. Svo þið sjáið að þessir verknemar frá Hólum sem hér eru við æfingar- nám í sveitinni núna eru ekki þeir fyrstu. Þann 29. apríl 1924 var tvö- falt systkinabrúðkaup í Valla- kirkju. Þá gaf sr. Stefán Krist- insson okkur'Rósu Þorgilsdótt- ur á Sökku saman í heilagt hjónaband og samtímis Ara, bróður Rósu, og Halldóru, syst- ur mína. Við þessi tvennu hjón hófum svo búskap á Sökku um vorið. Því miður varð stutt í búskap Ara, því árið eftir and- aðist Halldóra frá nýfæddum sýni sem hlaut nafnið Halldór." Hvernig líkaði þér búskapur- inn? „Mér líkaði alla tíð vel að vera bóndi. Sérstaklega var ég áhugasamur um öll ræktunar- störf, að láta tvö strá vaxa þar sem eitt óx áður. Ég tók nú í arf áhugann á þúfnasléttun. Það var haft eftir tengdaföður mín- um og fyrirrennara á Sökku, Þorgils Þorgilssyni: „Blessuð gerið þið ekki þúfu af leiðinu mínu, þáð er nóg til af þýfinu samt.“ En það var erfitt að rækta tún á Sökku, túnstæðið er bratt og hólótt, grýtt og fullt af upp- sprettuveitum sem varð að ræsa fram í lokræsum. Auðveldara var að fást við Lambhagann, 5 ha. hrís- og lyngmóaholt upp úr mýrunum. Þar fengum við góð- an túnauka. En Rósa var ekki jafnhrifin af að tapa berjamón- um. Hún sagði að réttast væri að höfða mál á hendur mér fyrir tiltækið!“ Þú varst mikið í félagsmál- um? „Já, já, ég var meira og minna í öllum þessum venju- lega félagsskap hérna í sveitinni í ein 30 ár. Þá hreinsaði ég það allt af mér á stuttum tíma. Mér fannst vera nóg af ungum mönnum og efnilegum hér til að axla byrðarnar. Ég var í hreppsnefndinni þrjú kjörtímabil og oddviti hennar 8 árin fyrst eftir hreppa- skiptinguna 1946. Ég þurfti að hafa mjög mikil samskipti við þá „í neðri hreppnum" þ.e. á Dalvík eftir skiptin. Og ég verð að segja það að mér líkaði ágæt- lega við alla þá menn sem þar áttu hlut að máli. Fyrsti oddviti þeirra á Dalvík var Tryggvi Jónsson og sfðan Jón Stefáns- son, en fyrsti sveitarstjórinn var Valdemar Óskarsson allt góðir menn og sanngjarnir í viðskipt- um. í stjórn búnaðarfélagsins var ég og formaður hennar þrisvar sinnum, síðast 1955-1957. Þá var ég lengi í stjórn sjúkrasam- lagsins. Við stofnuðum það hér löngu áður en það var gert að skyldu. En einna mesta ánægju held ég að ég hafi haft af störfum mínum á Framræslu- og áveitu- félagi Svarfdæla sem við stofn- uðum hérna í lok stríðsins. f framhaldi af þeirri félagsstofn- un fengum við aðra af tveim fyrstu skurðgröfum Vélasjóðs til að hefja skurðgröft hérna í dalnum. Hin byrjaði sinn gröft á fyrirhuguðu nýbýlasvæði undir Ingólfsfjalli í Flóa. Mérer það ógleymanlegt þegar ég horfði á þessi nýju vinnubrögð, þar sem einn maður með þetta tæki í höndunum vann á við marga tugi manna með gömlu handverkfærunum. Þá fannst mér ég sjá í hillingum þá bylt- ingu í ræktunarmálum sem síð- an er orðin að veruleika. Að lokum má geta þess að um skeið var ég í stjórn Búnað- arsambands Eyjafjarðar m.a. með Ólafi Jónssyni í Gróðrar- stöðinni og Jakobi Karlssyni á Akureyri.“ Hvað er þér efst í huga þegar þú lítur yfir farinn veg? „Ætli það sé nú ekki helst þær miklu framfarir sem orðnar eru í búskap og búnaði manna hér í sveit síðan ég var að alast upp. Það er afskaplega skemmtilegt að hafa lifað þetta ævintýri. Eg held að mín kyn- slóð hafi verið mjög heppin að vera uppi á þessum stórbrotnu tímum. Ég er nú sjálfur löngu hættur búskap eins og þú veist. Þorgils sonur minn og Olga kona hans fóru að búa með okkur 1957. Síðan tóku þau við öllu búinu og nú er Gunnsteinn sonur þeirra og Dagbjört kona hans tekin við af þeim að hálfu. Svona gengur lífið og það er nú allt blessað og gott. Sjálfum er mér ellin ekki þungbær. Ég hef alla tíð verið mikið náttúrubarn. Ég hef unn- ið lífsstarf mitt í náinni sam- vinnu við náttúruna og ég hef haft unun af að fylgjast með ferli hennar vetur, sumar, vor og haust. Og nú þegar ég er orðinn gamall maður finnst mér einhvern veginn að ég sjálfur sé meir og meir eins og hluti af þeirri náttúru sem umlykur mig og ég kann því afskaplega vel. Ég er nú ekki mikið gefinn fyrir heimspekilegar vangavelt- ur eða siðferðispredikanir. En ég hef stundum verið að segja við hana Rósu upp á síðkastið að eiginlega finnist mér að inn- takið í því sem ég hef lært af líf- inu geti falist í þessu eina orði, kærleikur. Kærleikur til lífsins, kærleikur til móður náttúru, kærleikur til samferðamann- anna. Þetta vildi ég gjarnan hafa fyrir boðorð.“ Samtalið varð ekki öllu lengra þótt efnið væri raunar nóg í heila bók. Gunnlaugur kvartar undan því að sér finnist elli kerling vera farin að „læsa klónum óþarflega fast“ í sig. Hún geri skrokkinn stirðan og minnið brigðult. Reyndar vitum við það að heima á Sökku fer Gunnlaugur enn í fjósið og það er mál manna að ekki rusli hann þar mikið til, heldur kannski hið gagnstæða. Og reyndar sat hann við skriftir þegar neðan- skráður kom í heimsóknina. Hann játaði með nokkurri tregðu að hann væri að punkta niður sér til gamans minningar frá því ævintýri sumarið 1921 þegar þeir Halldór á Melum fóru ríðandi í skemmtiferð til Reykjavíkur. Gaman væri að fá þá frásögn til birtingar í blaði. Á meðan á samtali okkar Gunnlaugs stóð sat Rósa á stólnum sínum og prjónaði sokkbol án þess að leggja orð í belg. Ekki ætti hún nú síður skilið að komast í blaðaviðtal heldur en bóndi hennar. En hún hefur ekki átt „merkisafmæli“ nýverið og kemst því ekki að að þessu sinni. En mikið lifandi skelfing er sú kona búin að vinna mikil og góð verk um sína ævidaga. Fyrir undirritaðan eru mórauðu vettlingarnir sem hann hefur þegið svo marga að gjöf frá henni, tákn þeirrar hlýju og góðvildar sem ætíð andar frá þeirri góðu konu. Og ósköp er það nú gott og uppörvandi fyrir okkur sem yngri erum, en sjáum efri árin nálgast með sívaxandi hraða, að fyrirhitta fólk komið á þennan aldur sem er svona glatt í sinni og sátt við tilveruna og svona ánægt saman eins og þau eru Sökkuhjón. Hér í sveit er Gunnlaugur á Sökku þekktur fyrir sagnafróð- leik og frásagnarhæfileika sína. Auk þess er hann vísnafróður í besta lagi og sjálfur liðtækur vísnasmiður. Það fer því ekki illa á því að enda þetta spjall með vísukorni sem hann lofaði mér að heyra. Hún lýsir vel vorhug bóndans á Sökku og athafnaþrá meðan starfskraftarnir voru óbilaðir. Mín hefur löngum læknast sút er leysir af jörðu krapa. í hendingskasti hleyp ég út að hjálpa guði að skapa.. ! Nú þessa dagana er snjórinn í Svarfaðardal óðfluga að breyt- ast í krapa sem vonandi bráðnar senn og rennur burt af túnum og högum. Það er von mín að þau Sökkuhjón Gunnlaugur og Rósa ásamt okkur öllum hinum fái að upplifa gott og gjöfult sumar, þrátt fyrir síðbúið.vor og að guð og menn hjálpist að við að skapa búsæld og bættan hag í svarfdælskri byggð. HEÞ. 13. maí 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.