Dagur - 13.05.1983, Blaðsíða 11

Dagur - 13.05.1983, Blaðsíða 11
HVAÐ ER AÐ GERAST? Ingimar kveður Hótel KEA Skemmtilegheit á Hótel IŒA Á morgun verður boðið upp á dansleik með meiru á Hótel KEA. Ým- islegt skemmtilegt verður gert til hátíðabrigða og t.a.m. verða gestir kvöldsins margir af vin- sælustu skemmtikröftun- unum úr skemmtanalíf- inu hér fyrr á árum. Að sögn Ingimars Ey- dal þá verður þetta kvöld jafnframt kveðjukvöld hjá hljómsveit hans á (Hótel KEA en hljóm- sveitina skipa auk Ingi- mars þau Inga, Billi og Leibbi. Ingimar mun leika létta dinnermúsík fyrir matargesti en boðið verður upp á ýmsa girni- lega rétti á hagstæðu verði. Tískusýning verð- ur frá versluninni Sjö - sjö en tískusýningarfólk frá Módel Akureyri mun sýna nýjustu vor- og sumartískuna. Dansleik- ur hefst klukkan 10 og stendur hann til kl. 02 og eins og áður segir þá kveðja Ingimar, Inga, Billi og Leibbi á þessu kvöldi. Þess má geta að síðasta kvöldið sem haldið var í þessum dúr á Hótel KEA tókst mjög vel. á JVtyndlista- íanum Vorsýning Myndlista- skólans á Akureyri opnar nú um helgina. Verður sýningin opin bæði laug- ardag og sunnudag frá kl. 14-22 og að sögn skóla- stjórans, Helga Vilberg, þá skipta verkin á sýning- unni hundruðum. Það eru nemendur úr öllum deildum skól- ans sem sýna á þessari sýningu. Má geta þess að yngsti nemandinn er fjögurra ára gamall en sá elsti nálægt áttræðu. - Þetta er langstærsta sýning sem við höfum haldið, segir Helgi Vilberg, skólastjóri, en sýningin verður á þriðju og fjórðu hæð Glerárgötu 34, húsnæðis Myndlista- skólans. Nemendur Myndlista- skölans voru 230 í vetur í dagdeildum og á nám- skeiðum. Kennarar voru 13. Bimbó sýnir í Sjallannm Pálmi Guðmundsson sem þekktur er undir nafninu Bimbó og fyrir störf sín á sviði dægurtónlistar opnar á laugardag sína fyrstu ljósmyndasýningu. Á sýningunni sem verður í Litla salnum í Sjallanum verða um 70 ljósmyndir bæði litmynd- ir og svart-hvítar myndir og hefur Pálmi unnið þær flestar sjálfur. Elstu myndirnar á sýningunni eru frá árinu 1973 en flestar, þar með taldar allar svart-hvítu mynd- irnar eru teknar á þessu ári. Að sögn Pálma hefur hann fiktað við ljósmynd- un alit frá árinu 1967 og hann hefur einu ' sinni áður sýnt verk sín opin- berlega. Það var á sam- sýningu Myndhópsins í Hlíðarbæ í nóvember 1979 og átti Pálmi þá fjórar myndir á þeirri sýningu. Sýningin í Litla salnum í Sjallanum verður opnuð klukkan 14 og stendur hún til 22. Sýningin er aðeins opin þennan eina dag en allar myndirnar eru til sölu og er verð þeirra flestra á bilinu 1.500-3.000 krónur. Kökubasar blásara Tvennir tónleikar Gígjunnar Söngfélagið Gígjan held- ur tvenna söngtónleika um helgina. Peir fyrri verða á Laugum í Reykjadal á laugardag klukkan 21 en hinir síðari í Borgarbíói á Akureyri á sunnudag kl. 18. Söngstjóri er Jakob Tryggvason en undirleik- ari er Dýrleif Bjarnadótt- ir. í sönghléi koma fram þau Ágústa Ágústsdóttir, sópran og Gunnar Björnsson, undirleikari. Basar hjá Hjálpræðis- hemum Hjálpræðisherinn á Ak- ureyri gengst um helgina fyrir basar í sal Hjálpræð- ishersins að Hvannavöll- um 10. Margt góðra muna verður á basarnum og er fólki bent á að þar verði hægt að gera mjög góð kaup um leið og góð starfsemi sé styrkt. Bas- arinn verður opnaður klukkan 15 á laugardag og stendur aðeins þann eina dag. Föndur- sýning Hlíðar Hin árlega föndursýning Dvalarheimilisins Hlíðar verður sunnudaginn 15. maí klukkan 15. Margs konar handa- vinna verður til sýnis og auk þess bókband og blóm til sölu og sýnis. Kaffiveitingar verða í dvalarheimilinu á meðan á sýningunni stendur og eru allir boðnir velkomn- ir. Messur og sam- komur Messur í Akureyrar- prestakalli um helgina. Guðsþjónusta verður í Akureyrarkirkju nk. sunnudag 15. maí kl. 2 e.h. Sálmar: 221, 334, 23, 330, 44. Þ.H. FSA. Messað verður nk. sunnudag kl. 5 e.h. B.S. Fíladelfía Lundargötu 12. Sunnudagur kl. 17.00: Almenn sam- koma. Bjóðum Vörð Traustason og fjölskyldu velkomin aftur á meðal okkar. Sjónarhæð: Almenn sam- koma sunnudaginn 15. maí kl. 17.00. Allir hjart- anlega velkomnir. Á morgun heldur Blás- arasveit Tónlistarskólans á Akureyri kökubasar að Hafnarstræti 81 við hlið Tónlistarskólans. Basar- inn hefst kl. 15.30 og rennur ágóðinn til að fjármagna ferð blásara- sveitarinnar á landsmót skólahljómsveita sem haldið verður í Vest- mannaeyjum helgina 27.-29. maí nk. í Blásarasveit Tónlist- arskólans eru um 100 nemendur og er stefnt að því að vortónleikar sveit- arinnar verði 24. maí nk. Þess má geta að á basam- um mun kammersveit sem samanstendur af nemendum og kennumm Tónlistarskólans koma fram og leika nokkur létt lög. 13., maí 1983 - DAGUR -11

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.