Dagur - 18.05.1983, Blaðsíða 6

Dagur - 18.05.1983, Blaðsíða 6
Leiklistarhátíð á Akureyri „Þarna gefur að líta þver- skurð þess starfs sem áhuga- leikfélög á Norðurlandi hafa fengist við í vetur,“ sagði Signý Pálsdóttir leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar um þá leiklistarhátíð sem LA stendur að í samvinnu við Menningarsamtök Norð- lendinga sem fram fer dag- ana 20. og 21. maí. Þrjár sýningar veröa fluttar á hátíðinni og eru þær opnar al- menningi. Leikfélag Öngulsstaðahrepps sýnir Hitabylgju eftir Ted Willis í' leikstjórn Theodórs Júlíussonar föstudaginn 20. maí kl. 21. Leikklúbburinn Saga á Akur- eyri sýnir Lísu í Undralandi eftir Klaus Hagerup í leikstjórn Viðars Eggertssonar laugardag- inn 21. maí kl. 15. Leikfélag Siglufjarðar sýnir Getraunagróða eftir Philip King í leikstjórn Jónasar Tryggvasonar laugardaginn 21. maí kl. 21. Ráðstefna leikfélaganna sem fer fram laugardagsmorguninn að Hótel Varðborg mun fjalla um samvinnu leikfélaganna á Norðurlandi. Magnús Guð- mundsson, leikstjóri á Neskaup- stað, segir þar frá stofnun og starfi Leikfélagasambands Aust- urlands, sem verið hefur öðrum leikfélögum fyrirmynd um samstarf. Einar Njálsson á Húsavík, for- maður Bandalags íslenskra leik- félaga, kynnir starfsemi banda- lagsins og þjónustu þess við leik- félögin. Kristján Hjartarson, formaður Leikfélags Dalvíkur, gerir grein fyrir tillögum að stofnun Leikfé- lagasambands Norðurlands og Signý Pálsdóttir, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, ræðir um hvaða aðstoð LA geti veitt ná- grannafélögum sínum og hvernig samstarfi geti verið háttað á milli LA og áhugaleikfélaganna norðan heiða. Að inngangserindum loknum verða umræður um bætta sam- vinnu leikfélaganna, sem vonast er til að ljúki með stofnun Leik- félagasambands Norðurlands. Ráðstefnustjóri verður Kristinn G. Jóhannsson, formaður Menn- ingarsamtaka Norðlendinga. Frumkvæðið að þessari uppá- komu kom frá Leikfélagi Akur- eyrar og Menningarsamtökum Norðlendinga, en auk þeirra hef- ur þriggja manna undirbúnings- nefnd frá áhugaleikfélögum við Eyjafjörð staðið að undirbún- ingnum. Að ráðstefnu og leiklistarhátíð lokinni verður skemmtikvöld fyrir þátttakendur í litla sal Sjall- ans þar sem leikfélögin koma með sjálfvalið skemmtiefni. Anna Ringsted og Birgir Þórðarson í hlutverkum sínuni í „Hitabyigju' Skógræktarfélag Eyfirðinga og bændur í bandalag um trjárækt Gróðursetja milljón plöntur á næstu tíu árum Aðalfundur Skógræktarfélags Eyfirðinga var haldinn á Akur- eyri 5. maí síðastliðinn. Fundar- stjóri var Ævarr Hjartarson. framkvæmdastjóri Búnaðarsam- bands Eyjafjarðar. í skýrslu framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Eyfirðinga, Hallgríms Indriðasonar, kom fram að tíðarfar var nokkuð hag- stætt skógrækt á síðastliðnu ári, ef undan er skilið vorhret í maí 1982, sem olli einkum skemmd- um á ösp. Framkvæmdir á úti- vistarsvæði Akureyringa, Kjarna- skógi voru miklar og í samræmi við sívaxandi sókn bæjarbúa í þá aðstöðu sem þar er verið að byggja upp. Þar voru gróðursett- ar 5000 plöntur og lagður þriggja km göngustígur. Auk þess sem trimmtæki voru sett upp eru hafnar viðræður við Rafveitu Ak- ureyrar um að lýsa upp þá 3 km sem bætt var við göngustíga svæðisins á síðasta ári. Útivistar- svæðið hefur nú verið stækkað til vesturs og norðurs um Hamra- og Naustaborgir og var lokið við að girða 2. áfanga girðingar um það svæði. Kostnaður við rekstur úti- vistarsvæðisins var kr. 662.763. Unnið er nú að breytingum á samningum skógræktarfélagsins og Akureyrarbæjar um útivistar- svæðið. í uppeldisstöð félagsins var lokið við smíði nýs 250 fer- metra gróðurhúss. Úr stöðinni voru afhentar 28.490 skógar- plöntur og 13.800 garðplöntur. Heildarplöntufjöldi í stöðinni haustið 1982 var 344.400 plöntur á ýmsu stigi. Kostnaður við rekst- ur stöðvarinnar var kr. 464.300. Tekjur félagsins á árinu námu rúmlega 2 milljónum króna, en gjöld fóru 76.000 fram úr tekjum. 0 Ekki að undra þótt héraðið sé hart leikið Tómas I. Olrich hélt erindi um bændaskógaáætlun sem skóg- ræktarfélagið hefur gert í sam- vinnu við Búnaðarsamband Eyjafjarðar. Fer hér á eftir kafli úr erindinu: „Eyjafjörður telst vera eitt besta landbúnaðarhérað á ís- landi. Veðurfar og lega skapa ákjósanleg skilyrði til landbúnað- ar. Mikil og góð framleiðsla land- búnaðarafurða ber héraðinu gott vitni og svo er einnig um þann kröftuga iðnað sem byggist á úr- vinnslu þessara afurða. Sú stað- reynd að land er hér gott til bú- skapar hefur orðið til þess að ell- efu hundruð ára búseta bænda- þjóðar j landinu hefur mætt mikið á þessu héraði. Þegar þar við bætist að veðurfar fór kóln- andi frá 14. öld fram á fyrstu ára- tugi þeirrar tuttugustu, er ekki að undra þótt héraðið sé nokkuð hart leikið. Eyjafjörður er nú tal- inn til þeirra landshluta þar sem gróðurlendi fer hnignandi." Tómas ræddi nokkuð um land- búnaðarstefnu undanfarinna ára- tuga og taldi að bændum hefði verið þröngvað til að halda við lífskjörum sínum eða freista þess að bæta þau með því einkum að auka bústofn. „Þessi stefna hefur leitt til rányrkju og ekki treyst af- komu bænda. Bændur hafa nú haft forgöngu um það að renna fleiri stoðum undir landbúnaðinn og markað stefnu sem ekki bygg- ist á aukningu bústofns. Ef þessi nýju viðhorf móta landbúnaðar- stefnu komandi áratuga, verður mögulegt að endurheimta og margfalda þá miklu landkosti sem héraðið hefur haft í upp- hafi.“ 0 Markmiðið að gera Eyjafjörð að skógræktar- héraði Fram kom í erindinu að stjórn Skógræktarfélags Eyfirðinga hef- ur sett sér það markmið að gera Eyjafjörð að skógræktarhéraði. Hefur stjórnin gert sér far um að tengja starfsemi sína bændastétt- inni og samtökum þeirra, enda gerir félagið ráð fyrir að skógrækt verði viðurkennd sem fullgild búgrein. Bændaskógaáætlun sú sem félagið hefur gert í samvinnu við Búnaðarsamband Eyjafjarð- ar er fyrsti áfangi í þessari stefnu- mörkun. Gerð var grein fyrir áætluninni og aðdraganda hennar. Efnt var til bændafarar til Fljótsdalshér- aðs sumarið 1981. Skógræktarfé- lagið og Búnaðarsambandið stóðu fyrir ferðinni í þeim til- gangi að kynna eyfirskum bænd- um árangur af héraðsskógræktar- áætlun þeirri sem hrundið var í framkvæmd þar eystra 1969. Þá um haustið var kannaður áhugi eyfirskra bænda á þátttöku í bændaskógaáætlun. Þá þegar buðu 38 bændur um 900 ha lands undir skógrækt. Sumarið 1982 var þetta land kannað. Um 30% landsins reyndist mjög vel fallið til skógræktar. Einnig var gerð rannsókn á skilyrðum til skóg- ræktar í héraðinu. Þessar athug- anir annaðist Þorbergur Hjalti Jónsson og naut hann til verksins eldri rannsókna sem fyrir lágu. 0 Umfram það sem telst arðbært í nágranna- löndunum í samræmi við þær upplýsingar sem fengust með þessum hætti, var samin áætlun um skógrækt á jörðum bænda og náði hún til næstu 10 ára. Var reiknað með að gróðursett yrði á þeim tíma ein milljón plantna á 600 ha lands. Kostnaður (miðaður við verðlag sumarið 1982) var áætl- aður 12.369.750. í samræmi við þess áætlun var sótt á síðastliðnu hausti um kr. 354.250. til fjárveit- ingarnefndar Alþingis. Nefndin hafnaði beiðninni. Félagið hefur nú ákveðið að hrinda áætluninni í framkvæmd með því að leggja þeim bændum til sem fullgirt land eiga, 40.000 plöntur að kostnað- arlausu. Er reiknað með að þeir bændur sem hefja skógrækt á sumri komanda með þessum hætti, gangi síðan inn í skógrækt- aráætlun með samningi við ríkið. Fram kom að innflutningur á furu og greni nam árið 1981 59.289 m’ að verðmæti kr. 101.710.000. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fyrir liggja er reiknað með að lerkiskógar í Eyjafirði geti framleitt um 4-5 rúmmetra af viði á ha á ári sem er umfram það sem telst aðrbært í nágrannalöndum okkar. Á fundinum var m.a. sam- þykkt eftirfarandi tillaga: „Aðalfundur Skógræktarfélags Eyfirðinga, haldinn á Akureyri 5. maí 1983, fagnar þeim áhuga á skógrækt sem nú er meðal bænda. Fundurinn skorar á Al- þingi og fjárveitinganefnd að tryggja eðlilegan framgang hér- aðsskógræktar í Eyjafirði með árlegum framlögum í samræmi við tillögur félagsins." í Skógræktarfélagi Eyfirðinga eru nú skráðir 300 félagar. í stjórn félagsins eiga sæti: Ingólf- ur Ármannsson, fræðslustjóri, Akureyri; Oddur Gunnarsson, bóndi á Dagverðareyri, Glæsi- bæjarhreppi; Tómas I. Olrich, menntaskólakennari, Akureyri; Leifur Guðmundsson, bóndi í Klauf, Öngulsstaðahreppi; Matt- hildur Bjarnadóttir, garðyrkju- maður, Akureyri; Brynjar Skarp- héðinsson, stórkaupmaður, Ak- ureyri og Gunnar Jónsson, bóndi og skólastjóri, Villingadal. Frá námskeiði Skógræktarinnar í Kjamaskógi í fyrrasumar. 6-DAGUR-18. maí 1983 Hann vandar sig þessi. Krakkarnar spjaila saman um lífið og tilveruna. Myndir: GEJ. „BARA, hér hittir maður krakkana“ „Bara, hér hittir maður krakk- ana og hér er gaman að vera“ voru helstu svörin er Dags- menn fengu er þeir litu inn í leiktækjasalinn „Las Vegas“ á Akureyri í vikunni og spurðu krakkana hvað væri svo skemmtilegt við stað sem þennan og hvers vegna þau sæktu hann svo grimmt. Allt.frá því að „Las Vegas“ tók til starfa hefur staðið nokkur styr um þá starfsemi sem þar fer fram. Foreldrar halda því fram að hér sé ekkert annað á ferðinni en „peningaplokk" sem ekki ætti að leyfa og þess séu jafnvel dæmi að krakkar hafi byrjað afbrota- feril sinn til að komast yfir pen- inga til þess að eyða þarna. - Krakkarnir sem spjölluðum við í „Las Vegas“ voru ekki sam- mála þessu. Þeir sögðust ekki eyða nema 30-40 krónum þarna á degi hverjum - flest - en bentu á að ef þau myndu hanga í sjopp- um í bænum iðjulaus myndu þau örugglega eyða meiri peningum. Þau voru á einu máli um það að nauðsynlegt væri að hafa stað sem þennan, og skildu ekki þá gagnrýni sem „Las Vegas“ hefði orðið fyrir. „Það er eins og eng- inn geri sér grein fyrir því að það er annar svona staður í bænum, Billiardstofan í „Gilinu“ og það er aldrei minnst á þann stað“ sögðu þau, og bættu við: „Það eru helst þeir sem hafa aldrei komið í „Las Vegas“ sem gagn- rýna staðinn." Eins og fram kemur í frétt á baksíðu Dags í dag mun ákveðið að flytja starfsemi „Las Vegas“ til Reykjavíkur i næsta mánuði. Hvað við tekur hjá krökkunum sem þar hafa eytt mestum tíma sínum er ekki vitað. En hvað sem Einbeitnin skín úr hverju andliti. öllum vangaveltum líður er það staðreynd að „leiktækjaöldin" er runnin upp hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Spurningin sem svar þarf að fást við er sú hvort bæjarfélagið gæti ekki komið eitthvað til móts við þessa þróun, t.d. með því að fela Æskulýðsráði rekstur á slíkum stað eða eitthvað í þá áttina. Smíði Snæfells var mikið affrek Hinn 15. maí fyrir fjörutíu árum gerðist einstæður atburður hér á Akureyri. Hleypt var af stokkun- um og sjósett stærsta skip sem byggt hafði verið hér á landi. Skipið hlaut nafnið Snæfell og var 165 brt. lestir. Eigandi Út- gerðarfélag KEA Akureyri. Smíði Snæfells var mikið afrek miðað við þær aðstæður, sem þá voru. Oft gekk erfiðlega að útvega það, sem til þurfti, efni og búnað til skipsins. En að lokum fékkst þó allt og nú skyldi sjósetja hið fagra fley. Gefið var frí á mörgum vinnu- stöðum og skólum svo fólk gæti fylgst með sjósetningunni. Eigendum bárust fjöldi ham- ingju- og árnaðaróska með skipið þar á meðal eftirfarandi skeyti frá þáverandi samgöngu- og atvinnu- málaráðherra, Vilhjálmi Þór: „Til hamingju með nýja Snæfell. Þessi merkisdagur þegar þið hleypið af stokkum stærsta skipi hér byggðu er mér gleðidagur. Gleðidagur vegna þess að þið hafið enn einu sinni sýnt mikið afrek öðr- um landsmönnum til fyrirmyndar. Ég er hrifinn af að KEÁ hefur lagt til áræðið og framkvæmdasemina og ég er stoltur af að það er snilli og dugnaður akureyrskra skipasmiða, sem hefur orkað þessu myndarlega afreki. Megi þetta vera fyrirboði þess að þið og Akureyri hafið for- ystu um skipabyggingar í æ stærri stíl og forgöngu um útgerð mikils og myndarlegs íslensks skipaflota, sem sigli um heimshöfin. Skilið kveðju til Gunnars skipasmíða- meistara og til allra smiðanna og annarra, sem viðstaddir eru. Ég er með ykkur þó ég vegna skyldu- starfa hér geti ekki komið. Gifta fylgi Snæfelli. Vilhjálmur Þór.“ Gunnar Jónsson, skipasmíða- meistari teiknaði skipið og hafði allan veg og vanda af smíði þess. Snæfell reyndist frábærlega gott og farsælt skip og var gert út þar til í nóvember 1973. B.J. j „Einstæður atburður fyrir 40 árum.“ 18. maí 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.