Dagur - 18.05.1983, Blaðsíða 9

Dagur - 18.05.1983, Blaðsíða 9
Bjöm Árnason þjálfarí Þórs. fifi 33 Við vinnum segir þjálfari Þórsara „Þú mátt hafa það eftir mér að við vinnum Skagamenn í fyrsta leik okkar í 1. deildinni að þessu sinni,“ sagði Bjöm Árnason þjálfari Þórs á Akur- eyri er við spurðum hann hvernig honum litist á Skaga- menn sem mótherja í fyrsta leiknum. Ekki vildi Bjöm þó spá um úrslitin nánar en sagði að Skagamenn yrðu lagðir. Þessi leikur, sem háður verð- ur á Þórsvelli kl. 20.00 á fimmtudagskvöld verður fyrsti leikurinn þar sem Björn stjórnar liði í 1. deild. Hann er þó enginn nýgræðingur í þjálfun- inni, hefur þjálfað yngri flokka mikið, þá var hann í tvö sumur með Víking í Ólafsvík og síðan tvö sumur með Götu-liðið í Færeyjum. Björn er margreyndur leik- maður sjálfur, lék sem bakvörð- ur hér á árum áður með KR og þótti harður viðureignar. íslandsmótið í knattspyrnu að hefjast: Þór mætir Skaga- mönnum í Þorpinu íslandsmótið í knattspymu 1983 hefst nú í vikunni með leikjum í 1. og 2. deild og reyndar hefst keppnin í 3. deild um næstu helgi. Keppni 4. deildar hefst svo um mánaða- mótin. Mótabók KSÍ er ekki komin út, en samkvæmt upplýsingum Páls Júlíussonar framkvæmda- stjóra KSÍ er fyrsti leikur Þórs í 1. deild annað kvöld á Þórsvelli kl. 20.00. KA leikur sinn fyrsta leik á útivelli í Sandgerði á föstudags- kvöld kl. 20.00 gegn Reyni. Fyrsti heimaleikur KA verður svo 31. maí er Fylkismenn koma í heimsókn. Völsungar og KS-menn eiga bæði heimaleiki fyrst í 2. deild- inni. Völsungur fær Víði úr Garði í heimsókn á föstudagskvöld og sama kvöld leika Siglfirðingar sinn fyrsta leik í 2. deild í 15 ár er þeir fá FH í heimsókn. í 3. deiidinni á Magni heimaleik gegn HSÞ-b á föstudagskvöld, en HSÞ-b á fyrst heimaleik 28. maí gegn Val frá Reyðarfirði. Tinda- stóll mætir Sindra úti á sunnudag en á fyrst heimaleik 4. júní. KA leikur í Sandgerði: „Ætlum að sigra Reyni“ — segir Guðjón Guðjónsson „Við ætlum okkur sigur í fyrsta leiknum gegn Reyni í Sandgerði á föstudagskvöldið, það kemur ekkert annað til greina,“ sagði Guðjón Guð- jónsson, hinn knái bakvörður í KA-liðinu er við ræddum við hann um leik Reynis og KA í 2. „Astandið alveg hryllilegt" „Þetta er alveg hryllilegt ástand, það er ekki hægt að segja annað,“ sagði Frímann Gunnlaugsson formaður vall- arnefndar Golfklúbbs Akur- eyrar er Dagur ræddi við hann um ástand golfvallarins að laðri. Kylfingar á Akureyri eru orðnir óþolinmóðir eftir að komast í golf, en nokkuð er í að þeir geti farið að skunda um völlinn sinn. Á sama tíma eru mót á suðvestur- horninu komin í fullan gang og t.d. er opið mót í Eyjum um næstu helgi. „Við þurfum a.m.k. hálfan mánuð í góðri tíð til þess að þetta verði gott hjá okkur,“ sagði Frímann. „Reyndar er lítið eða ekkert frost í jörðu þannig að við þurfum aðeins að fá hita og sunnanrok til þess að þetta lagist og getum ekkert gert nema vona það besta.“ En þótt ástandið sé slæmt á Akureyri er það hátíð miðað við Sauðárkróki og Siglufirði, því veílina á Húsavík, Ólafsfirði, miður. deildinni sem verður fyrsti leikur liðanna í deildinni. „Þó verður þessi leikur erfiður, eins og útileikirnir verða allir í sumar,“ sagði Guðjón. „Deildin hjá okkur verður erfið í sumar enda er hún sterkari en undan- farin ár að mínu mati. Við höfum æft vel og erum mjög ánægðir með Kissing þjálfara, hann er með góðar og skemmtilegar æf- ingar og það er hugur í mann- skapnum að standa sig vel í sumar.“ Þessi mynd var tekin fyrir nokkrum dögum, en á henni sést að skála Golf- klúbbs Akureyrar að Jaðri og er snjór yfir öllu. „Erum að leita ao vemnum - Ástand knattspyrnuvallanna á Siglufirði og Húsavík slænrt fyrir leiki helgarinnar „Þetta er mikið bras hjá okk- ur og ég hreiniega sé ekki í dag hvort það verður hægt að spila á vellinum hjá okkur á föstudagskvöldið“ sagði Run- ólfur Birgisson formaður Knattspyrnufélags Siglufjarð- ar er við ræddum við hann í fyrradag og spurðum um ástand knattspyrnuvallarins þar. Siglufirðingar eiga heimaleik gegn FH á föstudagskvöld en sá leikur átti upphaflega að vera á laugardag. „Þaö má segja að við séum að leita að vellinum. við höfum ekki séð í liann síðan kaflanum í febrúar en munum reyna að ýta af honum og skafa klakann af fyrir leikinn við FH“ sagði Runólfur. „Það veröur hægt að leika hér eftir ýmsar tilfteringar" sagði Hafliði Jósteinsson sem mun sjá um íþróttaskrif fyrir Dag á Húsavík í sumar, „Þaö er búið að ryðja völlinn tvívegis og það verður reynt að gera allt eins gott hér og hægt er fyrir föst- udaginn er Víðismcnn koma í heimsókn." - Hafliði sagði aö núklir snjóruðningar væru við völlinn og myndu áhorfendur væntan- lega fylgjast með ieiknum á föstudag ofan af þessum ruðning- um. Um grasvöllinn sagöi hann aö ekkert benti til þess að hægt yrði að ieika á honum fyrr en undir mánaðamót júní/júlí. Klíkuskapur Lyft- ingasambandsins - Árangur ræður ekki þegar landsliðið er valið „Þú mátt hafa það eftir mér að við Garðar ætlum ekki að láta bjóða okkur þetta, ég sýni samstöðu með bróður mínum og ef Lyftingasam- bandið Iagfærir þetta ekki þá tökum við ekki þátt í Norður- landamótinu,“ sagði lyftinga- maðurinn Gylfi Gíslason er Dagur ræddi við hann í gær. Eins og sagt var frá í Degi s.l. mánudag náðu þeir tvíbura- bræður Garðar og Gylfi Gísla- synir að tryggja sæti sín í íslenska landsliðinu sem tekur þátt í Norðurlandamótinu í Laugardalshöll í lok mánaðar- ins, Gylfi í 100 kg flokki og Garðar í 90 kg flokki. Garðar hefur að undanförnu lyft meiru en Guðmundur Sig- urðsson sem er nýbyrjaður keppni aftur eftir nokkurt hlé, og átti Garðar því að vera sjálfkjörinn í liðið á undan Guðmundi. En svo fór ekki, því forráða- menn Lyftingasambandsins virðast hafa eitthvað annað að leiðarljósi er þeir velja landslið sitt en árangur einstakra manna. Liggur beinast við að ætla að hreinn klíkuskapur ráði ferð- inni. Lyftingasambandið ákvað nefnilega að Guðmundur skyldi keppa í 90 kg flokki en Garðar í 100 kg flokki ásamt Gylfa bróður sínum. Þessu vill Garðar að vonum ekki una en vonar að Lyftinga- sambandið endurskoði þetta „val“ sitt. Ef það verður ekki gert munu tvíburabræðurnir ekki verða í landsliði íslands á NM í Laugardalshöll að sögn Gylfa. Skíðamót á Sigló Þótt sumarið sé komið er það varla nema á almanakinu hér á Norðurlandi, enda ætla Sigl- fírðingar að gangast fyrir skíðamóti við Hól á sunnudag- inn. Hér er svokallað Skarðsmót á ferðinni og verður keppt í göngu kvenna 15 ára og eldri og í þrem- ur flokkum karla, 15-34 ára, 35- 49 ára og 50 ára og eldri. í svigi verður keppt í karla- og kvennaflokkum 31-40 ára, 41-50 ára og 51 árs og eldri. Þátttöku- tilkynningar berist til Ásgríms Sigurbjömssonar s. 71228 og 71755 (heima). 18. maí 1983-DAGUR-9

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.