Dagur - 18.05.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 18.05.1983, Blaðsíða 12
RAFGEYMAR í BfUNN. BÁTINN, VINNUVÉUNA VEUIÐ RÉTT MERKI „Las Vegas“ til Reykjavíkur „Ég hef verið að leita að húsnæði fyrir reksturinn en ekki fengið neitt,“ sagði Murat Serdaroglu sem rekið hefur leiktækjasalinn „Las Vegas“ í Eimskipahúsinu svokallaða að Skipagötu 21 á Akureyri. Rekstur þessa staðar hefur verið mjög umdeildur enda hefur opinbert leyfi aldrei fengist til þess að reka staðinn í þessu húsnæði. Reyndar á Akureyrar- bær í málaferlum vegna húsnæð- isins og í desember sl. féll dómur í bæjarþingi Akureyrar þar sem eigendum þess var gert að fjar- lægja húseignina. Var þeim dómi áfrýjað til Hæstaréttar. Pegar rætt var um leyfi „Las Vegas“ til handa í bæjarstjórn í upphafi var samþykkt að láta rekstur leiktækjasalarins afskipta- lausan til 1. mars. Þá sóttu eigendurnir um leyfi til að halda rekstrinum áfram en því erindi var synjað af bæjaryfirvöldum. Pótt nú sé komið fram í miðjan maí er staðurinn opinn ennþá og hafa margir lýst óánægju sinni með það. „Þar sem ég hef ekkert hús- næði fengið hér í bænum mun ég reka „Las Vegas“ í þessu hús- næði fram í júní og flytja síðan tækin til Reykjavíkur," sagði Murat Serdaroglu. - Hefur þú leyfi til þess að hafa „Las Vegas" opið í Skipa- götunni þangað til í júní? „Já, ég geri ekkert sem er ólöglegt.“ „Við höfum ekki veitt neitt leyfi varðandi það að staðurinn verði opinn fram í júní,“ sagði Helgi Bergs bæjarstjóri. „Ég geri þó ekki ráð fyrir að við munum hrófla við þessu þó staðurinn verði opinn eitthvað áfram. Ef lokun staðarins dregst hinsvegar eitthvað lengur en við höfum fregnir af verður sú ákvörðun okkar auðvitað endurskoðuð,“ sagði Helgi. Aðalfundur Félags dráttarbrauta og skipasmiða Meiri vandi og óvissa nú en oftast áður Setið yllr leiktækjunum í Las Vegas. Mynd: G.E.J. „Stríðs- öxin grafin“ „Á þessum fundi sameinuðust tvær stríðandi fylkingar,“ sagði Valdimar Guðmannsson, endurkjörinn formaður FUF á Blönduósi, en sl. föstudags- kvöld var aðalfundur FUF (fé- lags ungra framsóknarmanna) á staðnum og var á honum efnt til stjórnarkjörs. Greinilegt var að fundarmenn vildu grafa stríðsöxina, enda eru núver- andi stjórnarmenn úr báðum framboðunum - þ.e. úr B og BB. Fundarmenn sameinuðust um einn lista og var um leið fjölgað um tvo í stjórninni, þannig að nú eiga sjö sæti í henni. Fundurinn var óhemju fjölmennur og sagði Valdimar að honum teldíst til að rösklega 50 manns hefðu verið í salnum þegar flest var. „Þessi fjöldi sýnir glögglega þann mikla áhuga sem fólk hefur á málefnum Framsóknarflokks- ins,“ sagði Valdimar í samtali við Dag. Eins og fyrr sagði er Valdimar formaður félagins en aðrir í stjórn eru: Stefán Þ. Berndsen, Lárus B. Jónsson, Vilhjálmur Pálmason, Magnús Jónsson, Ás- laug Finnsdóttir og Ægir Sigur- geirsson. Gestir fundarins voru þeir Finnur Ingólfsson, formaður SUF og Áskell Þórisson, fram- kvæmdastjóri SUF. Aðalfundur Félags dráttar- brauta og skipasmiðja var haldinn í síðustu viku. A fund- inum kom fram að á undan- förnum árum hafi verið unnið að svokölluðu „Samstarfsverk- efni FDS um hönnun og rað- smíði fískiskipa“ en nánast ekkert hefði gengið eða rekið við framkvæmd þess þrátt fyrir marggefín fyrirheit ríkisstjórn- ar um annað. í fréttatilkynningu FDS af fundinum segir m.a. í framhaldi af þessu máli: „Ef svo fer fram sem horfir munu nýsmíðar fiski- skipa nánast leggjast niður hér á landi með ó.fvrirsjáanlegum af- leiðingum fyrir framtíð skipaiðn- aðarins í heild, sjávarútvegsins og raunar alls atvinnulífs í land- inu. Margt bendir til þess að stöðvarnar eigi við meiri vanda og óvissu að glíma nú en löngum áður og verði að fara ailt aftur til áranna upp úr 1950 til að finna hliðstæðu . . . í ályktun aðalfundarins segir m.a. að ekki sé í sjónmáli atvinnugrein sem geti tekið við hlutverki sjávarútvegsins við gjaldeyrissöfnun fyrir þjóðarbú- ið. Því sé höfuðnauðsyn að fiski- skipastóll íslendinga sé hverjum tíma sem hagkvæmastur. „Stöð- ugur taprekstur útgerðarfyrir- tækja undanfarin ár hefur stöðv- að eðlilega endurnýjun fiskiskipa- flotans og þar með hamlað því að æskilegri hagkvæmni útgerðar yrði náð“ segir í ályktuninni. Stjórn Félags dráttarbrauta og skipasmiðja var öll endurkjörin en hana skipa Jón Sveinsson for- maður, Þorgeir Jónsson, Guð- mundur Marsellíusson, Gunnar Ragnars og Þórarinn Sveinsson. „Þaö eru tvö hús í Hafnar- strætinu á milli Útvegsbankans og Amaró-hússins sem eiga að hverfa samkvæmt skipulag- inu,“ sagði Helgi Bergs bæjar- stjóri á Akureyri í samtali við Dag. Helgi sagði að Akureyrarbær ætti húsið Hafnarstræti 103 og hefði leigutökum í því húsi verið sagt upp leigunni. „Þeir hafa síð- an haft húsnæðið á lausri leigu ef svo má segja og verður gert að rýma húsið með skömmum fyrir- vara ef við krefjumst þess. Hitt húsið, Hafnarstræti 105, er ekki í eigu bæjarins og því þarf bærinn að kaupa það hús áður en það verður rifið eða komast yfir það með samningum. Það hafa farið fram viðræður við eigendur hússins fyrir nokkru síðan og ég sé ekki neina ástæðu til þess að halda að það náist ekki samning- ar á milli þessara aðila nema ef væri peningaleysi bæjarsjóðs." Helgi sagði að gengið yrði frá götunni í sumar samkvæmt fjár- hagsáætlun. Hinsvegar væri ekk- ert fé á fjárhagsáætlun til þess að kaupa Hafnarstræti 105. „Ég lít svo á að það gerist síðar og vinna við torgið sem þarna á að koma hefjist," sagði Helgi. Hafnarstræti 105. Mynd: GEJ. „Ekki til peningar fyrir Hafnarstræti 105“ # Frá Heródesi til Píiatusar Það er ekki þrautalaust að rata um myrkviði kerfisins, það fékk maður nokkur að reyna sem hugðist fá bíl sinn umskráðan - af Reykjavík- urnúmeri yfir á Akureyrar- númer. Einhver hafði sagt umrædd- um manngarmi að fyrst þyrfti að hringja í aðalbækistöðvar Tollgæslunnar og fá þar blessun þeirra yfir fyrirhug- aða umskráningu. Ekki vildi tollurinn kannast neitt við neitt og vísaði á Bífreiðaeft- irlitið á Akureyri. Þar var svo vísað á lögreglustjórann í Reykjavík en hans fulltrúar bentu snarlega á að það væri í verkahring Bifreiðaeftirlits- ins (Reykjavfk að gefa út um- skráningarheimildina. Nei, ekki aldeilis, sögðu þeir í Bifreiðaeftlrlitinu í Reykjavík og vísuðu á borgarfógetann í Reykjavfk. Sá myndi sjá um að senda veðbókarvottorð í skeytaformi til bæjarfógetans á Akureyri og þaðan átti svo Bifreiðaeftirlitið á Akureyri að fá staðfestinguna. Þegar sfðast fréttist hafðí enginn botn fundist f þetta mál en eftir átti að hringja f borgarfógetann f Reykjavík. Ef framhaldið verður eitthvað í svipuðum dúr og að framan greinir þá verður þetta Ifklega framhaldssaga hér í Smátt og stórt. Var einhver að tala um „Báknið burt“ og „Já ráð- herra“? # Ólíkt hafast þeir að Það hefur vfst ekki farið framhjá neinum að þessa dagana er verið að reyna að mynda rfkisstjórn hér á landi. Fyrst reyndi Geir að mynda stjórn, síðan reyndi Stein- grímur að mynda stjórn og nú er Svavar að reyna að mynda stjórn. - Á sama tíma og þetta á sér stað fékk hins- vegar Elíeser Jónsson flug- maður beiðni um að fljúga til Persaflóa og mynda þar olíuflekki. Vonandi gengur honum betur að mynda þá en stjórnmálamönnunum okkar að mynda ríkisstjórn. # Eru þeir tveir? Ekki var Dagur fyrr kominn á götuna sl. mánudag en hringt var til blaðsins vegna grein- arkorns f þessum dálki. Var þar sagt frá eina aðdáanda enska knattspyrnufélagsins Brighton hér á landl. - Sá er hringdi vildi mótmæla þess- ari klausu, því hann þekkti annan. Ekki sagði hann til nafns eða nefndi þennan Brighton-aðdáanda svo við vitum ekki fyrir vfst hvort hann þekkir Gest E. Jónas- son eða hvort Gestur er ein- ungis helmingur aðdáend- anna hérlendis. En ef þeir eru tveir, þá munu þeir víst vera jafnmargir og aðdáendur Ast- on Villa hér á landi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.