Dagur - 08.06.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 08.06.1983, Blaðsíða 1
STUDENTA- SKEIÐAR OG STÚDENTA- HÚFUR GULLSMIÐIR I SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREVRJ 66. árgangur Akureyri, miðvikudagur 8. júní 1983 62. tölublað Heylausir - Hey flutt frá Landeyjum til Húsavíkur um Reykjavík 400 hestum af hcyi var í gær skipað út í eitt af strand- ferðaskipum Ríkisskips. Heyið er fengið úr Landeyj- um en áfangastaðurinn er Húsavík. Þaðan verður hey- ið flutt til þeirra bænda á Tjörnesi, í Aðaldal og Reykjahverfi sem orðnir eru heylausir. Vorið hefur verið bændum erfitt víða Norðanlands en þó hvergi eins og í Þingeyjarsýslum. Tún á Tjörnesi eru mörg hver nýkomin undan snjó og einnig var snjó- þungt í innanverðum Bárðardal og Kinninni. Bárðdælingar hafa hins vegar verið vel settir með hey og sömu sögu er að segja um Mývetninga og Reykdælinga, að sögn Stefáns Skaftasonar, ráðu- nauts í Straumnesi. Hins vegar er ástandið verra á Tjörnesi, í Aðal- dal, Reykjahverfi og Kinn. Bændur í þessum sveitum hafa fengið hey frá Eyfirðingum en þaðan var ekki kostur á meiru nema hvað bændur í Kinn eiga von á einhverri viðbót þaðan. Því var leitað til Suðurlands þar sem Landeyingar reyndust af- lögufærir. Stefán taldi líklegt að kílóið af heyinu kostaði um 5 kr. komnu til Húsavíkur. Þar af er flutningskostnaður um 3 kr. Akureyri: 20% ung- linga án at- vinnu? „Ef þessir krakkar hafa unnið 425 vinnustundir á sl. ári eða lleiri, og hafa verið orðnir 16 ára þegar sú vinna var innt af hendi, þá eiga þau rétt á bót- um í siimar ef þau fá ekki vinnu," sagði Haukur Torfa- son hjá Vinnumiðlunarskrif- stofunni á Akureyri er Dagur leitaði fregna hjá honum varð- andi þessar bætur, en könnun sem atvinnumálanefnd Akur- eyrar gerði sýnir svo ekki verð- ur um villst að einhver hópur unglinga í bænum mun ekki fá vinnu í sumar. Það kom fram í samtali okkar við Hauk eins og sagði hér að framan að vinnustundirnar 425 á sl. ári urðu að hafa verið unnar eftir að viðkomandi unglingur varð 16 ára. Unglingur sem varð 16 ára í apríl í fyrra og náði þess- um tímafjölda um sumarið fær bætur, en jafnaldri hans sem vann jafnmikið en varð ekki 16 ára fyrr en í október fær ekki bætur í sumar sé hann atvinnu- laus. í könnun atvinnumálanefndar- innar sem náði til 558 nemenda í Menntaskólanum og í 8. og 9. bekk Gagnfræðaskóla Akureyrar og gerð var í byrjun maí kom fram að 57% höfðu tryggða vinnu, 33% höfðu von um vinnu en 10% enga von um vinnu. Ástandið var mun betra hjá nem- endunum úr MA, þar höfðu 67% tryggða vinnu, 27% von um vinnu en 6% enga von um vinnu. „Þetta ástand er verra en verið hefur undanfarin ár, þótt ekki sé það jafnslæmt og við hefðum bú- ist við," sagði Úlfar Hauksson hjá Akureýrarbæ. „Ég tel það ekki fráleitt að þessar tölur hafi breyst síðan könnunin var gerð og hluti þeirra sem þá höfðu von um vinnu hafí fengið hana. Hins vegar óttast ég að tala nemenda úr þessum hópi sem enga vinnu hafa í sumar sé um 20%." Snyrtilegri bær, fallegri bær, betri bær, Bjarni og Svava afþakka lóðina umdeildu - Vilja komast hjá frekari dylgjum „Með því að vera leyst frá lóð- inni viljuiii við komast hjá frekari ásðkunúm og dylgjum um vinnuaðferðir, sem við eriuii saklaus af, auk þess sem þær eru andstæðar samvisku okkar og hugsjónum," sagði Bjarni Reykjalín í samtali við Dag, aðspurður um hvers- vegna hann og Svava Aradóttir hal'a sagt sig frá lóð við Helga- magrastræti sem bæjarstjórn úthlutaði þeini á sínum tíma. Deilur og blaðaskrif urðu um þessa lóðarúthlutun. Bygginga- nefnd náði ekki samstöðu um að úthluta lóðinni, en efndi þess í stað til „happdrættis" milli um- sækjenda. Ekki fengu Bjarni og Svava lóðina þá, en bæjarstjórn ógilti „happdrætti" byggingar- nefndar og úthlutaði lóðinni til Bjarna og Svövu. Sú ákvörðun bæjarstjórnar var gagnrýnd, þar sem m.a. var dylgjað um skyld- leika og vinatengsl Svövu og Bjarna við bæjarstjórnarmenn. „Af einhverjum ástæðum hef- ur tekist að blása þetta mál út og gera það að miklu hneykslismáli. Bæði okkur og þeim sem að þess- ari lóðarúthlutun stóðu hefur verið legið á hálsi fyrir að hér hafi annarleg sjónarmið ráðið ferð- inni. Sannleikurinn er sá, að þeg- ar við sóttum um títtnefnda lóð, vorum við ákveðin í að gera ekki neitt til að reyna að hafa áhrif á lóðarveitinguna okkur í hag og við það var staðið," segja Bjarni og Svava m.a. í bréfi til bæjar- stjórnar, þar sem þau óska eftir að vera leyst frá lóðinni. í lok bréfsins segir orðrétt: „Þau leiðindi sem hlotist hafa af þessari lóðarveitingu hafa gert okkur afhuga lóðinni. Við viljum þó taka það fram, að við teljum okkur ekki síður hafa átt rétt á henni en aðrir umsækjendur." „Allt gert til þess að eyðileggja hljómburðinn" „Við getum í sjálfu sér ósköp íítið sagt við þessari gagnrýni, því það hefur ekkert verið gert í Höllinni til þess að gera hljómburðinn betri," sagði Hermann Sigtryggsson for- maður bygginganefndar Iþróttahailarinnar á Akureyri er við spurðum hann álits á þeirri gagnrýni sem fram kom eftir flutning á óperunni Tosca í íþróttahöllinni á dögunum. Flytjendur voru mjög óánægð- ir og sagði Kristján Jóhanns- son söngvari t.d. að hann gæti ekki sungið í Höllinni að óbreyttu ástandi. „Það má segja að allt hafi verið gert til þess að gera Höllina að góðu iþróttahúsi og Iiður í því var ?ó hljóðeinangra og dempa niður hávaða og því má segja um lei? að allt hafi verið gert til þess að eyðileggja hljómburðinn. Það bafa engir peningar fengist til 'jess að gera neitt til þess að skapa góðan hljómburð, en ég vona að það verði gert í framtíð- inni. Það hefur verið rætt um að setja eitthvað í loftið og ein- hverja mótskerma til þess að bæta þetta. Það getur enginn reiknað með að við fáum dempað íþróttahús og góða tónleikahöll upp samtímis án þess að gera nokkrar ráðstafanir til þess að þjóna hvoru tveggja.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.