Dagur - 23.09.1983, Blaðsíða 3

Dagur - 23.09.1983, Blaðsíða 3
UMFERÐARVIKAN A AKUREYRI AUIr héldu að það hefði orðið dauðaslys: „Bflbeltin Rætt við Konráð Ásgrímsson sem lentí ásamt eiginkonu sinni í miklu umferðar- •• slysi í Oxnadal Fyrir réttum þrem árum var gert viðvart um stórslys sem orðið hafði í Öxnadal. Samkvæmt upplýsingum þeirra sem kvöddu lögregluna á vettvang var nær öruggt að um banaslys var að ræða, enda hefði verið ekið framan á fólksbíl á miklum hraða, bfllinn oltið og yfírbyggingin síðan lagst saman. Viðbúnaður lögreglu og sjúkraliðs var því í hámarki og á Fjórðungssjúkrahúsinu var allt gert klárt til þess að taka á móti mikið slösuðu fólki. Læknir fór með lögreglunni á vettvang og allir voru viðbúnir hinu versta . . . Konráð Ásgrímsson með „minningu“ um umferðarslysið sem hann lenti í. Mynd af Citroen-bifreið hans sem tekin var nokkru eftir slysið. Mynd: ESE. Hinn mikli viðbúnaður lögreglu og sjúkraliðs reyndist sem betur fer óþarfur, því þrátt fyrir að allt benti til þess að stórslys hefði orðið, þá sluppu ökumaður og farþegi í fólksbílnum með skrekkinn og tiltölulega lítil meiðsl. Kraftaverk segja sumir en aðrir hafa þakkað bílbeltunum að ekki varð dauðaslys þennan síðsumardag í Öxnadalnum. A.m.k. er Konráð Ásgrímsson sem lenti í þessu slysi ásamt eiginkonu sinni, Guðrúnu Þorsteinsdóttur, sannfærður um að þau eigi bílbeltunum líf sitt að launa. Valt og lenti á toppnum - Þetta var á laugardagsmorgni, segir Konráð þegar hann rifjar þetta slys úpp þar sem við sitjum á heimili hans í Oddeyrargötunni. - Það var bjart og fallegt veður og við vorum á leið í Skagafjörðinn þangað sem við eigum bæði ættir okkar að rekja. Við vorum ekki komin svo ýkja langt vestur í Öxnadalinn þegar slysið varð. Það var Vestmannaeyjabíll á undan okkur, í góðri fjarlægð og við uggðum ekki að okkur. Það var smáhæð framundan og í þann mund sem V-bíllinn ók upp á hæðina kom annar bíll á blússandi ferð á móti, segir Konráð og getur þess jafnframt að ökumaður þess bíls hafi síðar látið þau orð falla að hann hefði misst stjórn á bílnum þarna á hæðinni. Misst afturhjólin út af, út í iausamölina og þá gefið í til þess að ná réttri stefnu aftur. - En það skipti engum togum að hann kemur þarna brunandi á okkur, annað framdekkið lendir á hliðinni hjá okkur bílstjóramegin, alveg upp undir rúðu. Hann skefur þarna hliðina hjá okkur og við þennan árekstur hentumst við út af veginum og bíllinn sem var eins árs gamall Citroen valt a.m.k. eina veltu og stöðvaðist á toppnum. Svo mikið var höggið að allar rúður í bílnum brotnuðu en það vildi okkur til lífs að við vorum með beltin. Við keyrðumst að vísu saman í sætunum þegar toppurinn seig saman en beltin héldu okkur alveg í sætunum og svo fastur var ég að ég hefði aldrei getað losað mig hjálparlaust. Að sögn Konráðs þá hjálpaði fólkið úr V-bílnum þeim út úr brakinu og hefðu þau hjónin verið ósködduð að öðru leyti en því að Guðrún fékk mikið högg á hnakkann. - En það sá ég eftir að ég var kominn út úr bílnum að ekki veitir af því að nota bílbeltin í aftursætunum líka ef farþegar eru margir, því áður en við lögðum af stað höfðum við sett stakkana okkar í aftursætin en við áreksturinn höfðu þeir sogast út um gluggana og höfnuðu að lokum undir bílnum. Ekki vildi ég hugsa til þess hvað hefði getað gerst ef við hefðum verið með lítil börn í aftursætunum og þau ekki verið spennt í bílbelti, sagði Konráð Ásgrímsson en hann eins og margir aðrir hafði það fyrir reglu að setja alltaf á sig bílbeltin áður en hann fór í lengri ferðir út úr bænum. - Nú fer ég ekki svo milli húsa að ég setji ekki á mig beltið, því ég veit að ég get treyst á það sem einu sinni hefur bjargað lífi mínu. Akureyri og umferðarvikan: Stærstí útifundur sem haldinn hefur verið Stærsti útifundur sem haldinn hefur verið í sögu Akureyrar, verður haldinn á íþróttavellin- um nk. þriðjudag. Það eru að- standendur Umferðarviku á Akureyri sem standa fyrir fund- inum en til hans er boðið öllum skólabörnum á Akureyri og for- eldrum þeirra. Umferðarvikan hefst á mánu- dag með heimsóknum á vinnu- staði þar sem dagskrá vikunnar verður kynnt en útifundurinn er svo á þriðjudag. Þar munu m.a. Óli H. Þórðarson, formaður Umferðarráðs flytja ávarp og einn nemandi frá hverjum skóla bæjarins halda ræðu. Séra Pálmi Matthíasson mun flytja bænarorð en auk þess verður boðið upp á ýmis skemmtiat- riði. Síðan rekur í raun hver dag- skrárliðurinn annan og meðal þess sem boðið verður upp á er sýnikennsla í meðferð síasaðra og fyrstu viðbrögð á slysstað sem Flugbjörgunarsveit Akur- eyrar stendur fyrir, félagar úr Bílaklúbbi Akureyrar munu standa fyrir sýningu í göngugöt- unni og kynna undirbúning bif- reiða fyrir vetrarakstur. Þá munu félagar úr Hjálpar- sveit skáta verða við skólana og aðstoða hjóleigendur og lög- reglan verður með reiðhjóla- skoðun. Á laugardag bjóða ökukenn- arar ökumönnum í ókeypis ökutíma en þennan sama dag verður haldinn borgarafundur í Borgarbíói um umferðarmál á vegum JC Súlur. Umferðarvikunni lýkur svo sunnudaginn 2. október með vélhjólaleikni á vegum Bindind- isfélags ökumanna við Glerárskólann. KYNNING verður á nýjustu fram- leiðsluvörum mjólkursamlaganna og boðnar bragðprufur. MARKAÐUR Fjölbreytt úrval af mjólkurvörum á kynningarverði. ÞAÐ VERÐURKÁTTÍHÖLLINNI Eitthvað um að vera allan tímann. ÓKEYPIS AÐGANGUR opíö föstudag kl. 17-21, laugardag og sunnu- dag kl. 13 - 21. VEITINGAR ástaðnum og myndbönd Veriö velkomin. í gangi. Mjólkimlagsnefiid 23. septemb'er 1983 - DAGUR - 3

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.