Dagur - 23.09.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 23.09.1983, Blaðsíða 4
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 120 A MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 15 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÓRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON 3LAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR JÓHANNSSON (SAUÐÁRKRÓKI) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. í tilefni af umferðar- viku á Akureyri Það líður varla sá dagur að ekki heyrist í fjölmiðlum fréttir af umferðarslysum eða öðrum óhöppum í umferðinni. Er þá gjarnan sagt eitthvað um það hverjar hafi verið helstu orsakir óhappsins. Stundum er ökumaður grunaður um ölvun við akstur, bifreiðin talin vanbúin t.d. hemlalaus eða ljóslaus, lausamöl er um kennt, eða þá eitthvað annað tilnefnt sem orsök óhappsins. Eflaust eiga allar þessar orsakir sér stoð- ir í rauveruleikanum, en hverjum er raun- verulega um að kenna. Ekki er það bílnum að kenna að ökumaðurinn sé undir áhrifum áfengis. Ekki er það bílnum að kenna að hemlar eða ljós eru í ólagi. Ekki er það bíln- um að kenna að lausamöl er á okkar þjóð- vegum. Þetta er allt okkur sjálfum að kenna. Or- sakirnar eru allar af mannlegum toga spunnar. Við vegfarendur akandi og gangandi verðum að taka okkur tak. Við getum aldrei komið í veg fyrir að slys og óhöpp verði. Til þess er okkar samfélag og okkar leikreglur of flóknar og mennirnir misjafnir. Við get- um hins vegar fækkað slysum og óhöppum til muna. Það gerum við með sameiginlegu átaki. Hlutverk umferðarviku er að vekja hinn almenna mann til umhugsunar um þessi mál. Það verður ekki bara umferðarvika í eina viku. Látum allar vikur og alla daga verða umferðarvikur og -daga. Tökum á með þeim aðilum sem við þessi mál vinna. Skellum ekki skollaeyrum við viðvörunar- orðum frá Umferðarráði eða öðrum aðilum sem leggja þessu lið. Það er hlutverk þess- ara aðila að vekja fólk til umhugsunar um þessi mál. Framkvæmdir eru hins vegar í höndum hins almenna borgara, og það er undir honum komið hvernig til tekst. Nú þessa daga fara á fjórða þúsund börn og unglingar í skóla hér á Akureyri. Þau fara á morgnana, í hádeginu og síðla dags. Síðan tekur við æskulýðs- og íþróttastarf fram eftir kvöldi. Bærinn okkar verður því fullur af lífi, frá því snemma á morgnana og fram eftir kvöldi. Það er einlæg ósk að bifreiðastjórar virði rétt hins gangandi vegfarenda, og að gangandi vegfarendur ættu að hafa það hugfast að þeir sjást mun betur í myrkri ef þeir nota endurskinsmerki. Góðir samborgarar. Slysalaus dagur er okkar hagur. Ólafur Ásgeirsson. UMFERÐARVIKAN Á AKUREYRI Lífshættuleg gangbraut á Tryggvabraut? „Of lífhrædd tíl að þora hér yfir í hádeginuu - segir Anna Fomadóttir sem vinnur hjá POB - Ég hef talið upp í 14 bfla sem ekið hafa fram hjá mér á mikilli ferð án þess að virða gangbrautarréttinn hér við gangbrautina á Tryggvabraut- inni. Þetta er vel að merkja á morgnana. Ég er það lífhrædd að ég myndi ekki þora að fara hér yfir í mesta umferðartím- anum í hádeginu. Þetta sagði Anna Fornadóttir sem starfar í bókbandi hjá POB er blaðamaður Dags bað hana að lýsa ástandinu á mestu umferðartímunum við umrædda gangbraut sem er beint framan við vinnustað hennar. Við höfðum spurnir af því að Anna hefði fylgst vel með málum þarna við gangbrautina og því báðum við hana að lýsa ástandinu með eigin orðum. - Það er allt of mikill hraði í umferðinni hérna og ekki óalgengt að menn aki fram úr öðrum bílum hér á gangbrautinni það er eins og ökumenn sjái alls ekki gangbrautarmerkin og ég hef oft velt því fyrir mér hvað veldur. Kannski eru þau of hátt uppi? Pess má geta að á þessum stað eru upplýst gangbrautarljós á tveim háum staurum sitt hvorum megin við Tryggvabrautina en eins og Dagur hefur áður nefnt þá er engin athygli vakin á gangbrautinni t.d. 50-100 gangbrautina á móts við fyrirtækið. Það er mun verra einkum á veturna að ganga sunnan við götuna, ekki síst vegna bílasölunnar sem er ofarlega í götunni. í vetur var bflum svo illa lagt þar að ég og aðrir gangandi vegfarendur urðum að taka á okkur krók út fyrir snjóruðningana og langt út á götu. Af tvennu illu finnst mér þá skárra að ganga hinum megin. - Hvað heldur þú að valdi þessum hraðakstri og tillitsleysi ökumanna? - Það er erfitt að segja. Ég keyri ekki sjálf en ég hef spurt ökumenn að þessu og þeir svara undantekningarlaust að þeir þori ekki að stoppa við gangbrautina af ótta við að annar bíll aki fram úr. Ég hef einnig spurt sjálfa mig að því hvort það sé bara ég sem er ekki orðin nægilega gömul til þess að ökumenn kenni í brjósti um mig og stoppi fyrir mér og að ég sé orðin of gömul til þess að það taki því fyrir ökumenn að stoppa fyrir mér og fá bros að launum, segir Anna hlæjandi. - Hvað heldur þú að sé til ráða hér? Anna Fomadóttir við gangbrautina á Tryggvabraut. Nú er lag og þorandi að fara hálfa leið. - Ég held að eina ráðið sé að fá handstýrð umferðarljós líkt og ljósin á Þingvallastrætinu. Ég þori ekki að hugsa þá hugsun til enda hvað getur gerst hér í vetur ef bót verður ekki ráðin á þessu ástandi. Hér fer mikið af skólabörnum yfir og við verðum að gera þessa gangbraut og aðrar öruggari og hættuminni, sagði Anna Fornadóttir. Því er við að bæta að við fengum Önnu til að breyta út af þeim vana sínum að leggja aldrei í að fara yfir þessa umræddu gangbraut á mesta umferðartímanum. Og það sem hún hafði sagt voru svo sannarlega engar ýkjur. Umferðin var í einu orði sagt bráðdrepandi ... metrum sitt hvorum megin við hana en þetta á því miður við um allt of margar gangbrautir hér í bænum. Bráðdrepandi gangbraut Við báðum Önnu að lýsa því hvaða leið hún gengi í vinnuna: - Ég bý í Höfðahlíðinni og fer því fyrst yfir gangbrautina á Hörgárbrautinni rétt norðan við Glerána. Á þessari gangbraut er venjulega mjög mikið um hraðan akstur, einkum hjá þeim sem koma að norðan en þetta hefur þó skánað mikið nú seinni partinn í sumar. Ég geng svo alltaf niður með Tryggvabrautinni að norðanverðu, aðallega vegna þess að þar er steypt gangstétt og síðan geng ég hér yfir Anna er komin yfír en hurð skall nærri hælum. Myndir: ESE. 4 - DAGUR - 23. september 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.