Dagur - 23.09.1983, Blaðsíða 5

Dagur - 23.09.1983, Blaðsíða 5
UMFERÐARVIKAN Á AKUREYRI 23. Seþtémber 1983 - DAGÚþí - 5 - Mesta breytingin sem orð- ið hefur í umferðinni er sú að í dag eru gerðar mikið meiri kröfur til ökumanna. Það er meiri umferð, fleiri bflar í um- dæminu og meira um ferðafólk og kröfurnar hafa vaxið að sama skapi, sagði Þóroddur Jóhannsson,. ökukennari er Dagur spurði hann um þróun umferðarmála þau 20 ár sem hann hefur verið ökukennari og hvort miklar breytingar hafi orðið á ökukennslunni. - Það er kannski ekki svo mikill munur á ökukennslunni, hún hefur ekki breyst svo mikið á þessum 20 árum. Það eru alltaf sömu atriðin sem verður að leggja aðal áhersluna á en því er ekki að leyna að með vaxandi umferðarþunga þá þurfa ökumenn að sýna meiri aðgæslu og þeir þurfa raunverulega að vera betri ökumenn. - Hvað þarf fólk marga tíma til að læra að aka bíl? - Það er mjög einstaklingsbundið. Þegar ég lærði var skylda að taka 24 tíma en síðan var þessu breytt og nú er ökukennurunum það í sjálfsvald sett hvað nemendur taka marga tíma. Það er á valdi ökukennara að meta það hvenær nemandinn er hæfur til þess að aka bíl og gangast undir próf en eins og ég segi þá er það mjög misjafnt hvað fólk þarf marga tíma. Okkur ökukennurunum hefur verið legið á hálsi fyrir það að sumir nemendur þurfi aðeins að taka nokkra tíma en aðrir þurfi allt upp í 30 tíma og jafnvel þar yfir. í þessu sambandi er því aðeins til að svara að þeir nemendurnir sem fæsta tímana taka eru undantekningarlaust bestu nemendurnir. Það myndi aldrei hvarfla að mér að sleppa nemanda frá mér með innan við 10 tíma ef ég væri ekki sannfærður um að þar færi góður ökumaður. Annars hefur alltaf verið nokkur pressa á okkur ökukennarana frá nemendum og foreldrum um að viðkomandi taki sem fæsta tíma og það hefur ekki breyst þrátt fyrir að e.t.v hafi harðnað í ári í efnahagslegu tilliti hjá megin þorra almennings. - Á fólk auðvelt með að læra að aka bíl? - Nær undantekningarlaust en það tekur mislangan tíma. Oftast er það bóklegi hlutinn sem vefst meira fyrir fólki en sá verklegi. Sjálfum finnst mér að í þessu bóklega prófi sé verið að eltast við ýmislegt sem ekki kemur sjálfum akstrinum við. Um verklega prófið er það að segja að mér finnst það ekki nógu strangt. Það er t.d. bráðnauðsynlegt að nemendurnir séu látnir aka lengur en í Við höfum barist fyrir því að fá hér breiðar og góðar götur og það væri slæmt að hverfa aftur til fyrri tíma. En því miður þá sýnir reynslan okkur að svona upphækkanir eða þrengingar eru í vissum tilfellum nauðsyn. Það verða hræðileg umferðarslys og við vitum að þau hefðu ekki átt sér stað ef hraðinn hefði verið minni. Þetta á einkum við um gangbrautarslysin en þarna eins og annars staðar eiga gangandi vegfarendur oft sinn hluta af sökinni vegna kæruleysis og óaðgæslu í mörgum tilvikum. - Svona að lokum. Lumar þú á einhverjum skemmtilegum sögum úr starfinu sem óhætt er að láta flakka? - Einhverjar saklausar sögur kann ég og mér er það t.d. minnisstætt að fyrir nokkrum árum lærði ungur maður á bíl hjá mér og hann var staðráðinn í að taka prófið á afmælisdaginn sinn, sem var föstudagur. Það kom eitthvað upp á hjá mér og gat því ekki ekki mætt á föstudegi en þegar ég sagði stráki það varð hann alveg eyðilagður og sagðist verða að komast í prófið. Hann hefði nefnilega ráðið sig í vinnu þá um helgina við að aka sendlabíl og gat því ekki án ökuleyfisins verið. Aðra sögu kann ég af mretri frú sem lærði hjá mér. Húi var ágætur nemandi en ef ég fai n að við hana og áminnti hana þá fór hún alveg í baklás, ef svo má að orði komast. Eitt sinn sem oftar kom hún í tíma og í þetta sinn gleymdi hún að gefa stefnuljós áður en hún ók af stað út úr bílastæðinu. Ég sagði ekkert fyrst í stað en sagði svo: „Gleymdir þú ekki einhverju?“ Frúnni sem hafði ekið bílnum drjúgan spotta frá bílastæðinu varð heldur bilt við við og spurði felmtri slegin: „Hvað gleymdi ég nú að setja bílinn í gang?“ Þóroddur Jóhannsson. hálftíma í prófinu. Klukkutími væri nær lagi og þá þyrfti ætíð að i prófa í utanbæjarakstri líka. - Nú hefur verið bent á það með réttu að mjög hátt hlutfall þeirra sem lenda í umferðaróhöppum og slysum og oft þeir sem valda slysunum, eru þeir sem eru tiltölulega nýkomnir með próf. Hvað veldur þessu? Á að hækka aldurstakmörkin?, - Það er rétt að rannsóknir reynsluminnstu í hvaða starfi sem er sem gera flest mistökin og það yrði svo áfram þó að aldursmörkin yrðu hækkuð upp úr öllu valdi. Það eina sem ökukennarar og aðrir geta gert er að benda ungum ökumönnum á að fara sér hægt fyrst í stað á meðan þeir eru að afla sér reynslu og ná fullkomnum tökum á akstrinum. - Er mikill munur á að kenna það að leik sínum að brjóta umferðarlögin. Menn aka allt of hratt og virða ekki merkingar, - Hvað með umferðarljósin? - Ég verð ekki var við að þau séu ekki virt, a.m.k. af ökumönnum en gangandi vegfarendur þverbrjóta aftur á móti allar reglur varðandi umferðarljós og reyndar varðandi gangbrautir líka. Ég held að gangandi vegfarendur Gangbrautarslysin hafa vakið óhug manna og á mörgum stöðum hafa verið gerðar ýmsar ráðstafanir til að reyna að koma í veg fyrir þau. Þessi mynd er tekin í Vesturhólum í Breiðholtinu í Reykjavík og sýnir upphækkun á gangstétt. sýna að flest umferðarslysin eiga rætur sínar að rekja til reynsluminni ökumanna en ég er alveg á móti því að aldursmörkunum sé breytt. Ég tel að þegar fólk er orðið 17 ára þá sé það nægilega þroskað til að læra að aka bíl en varðandi umferðarslysin þá er það ekki sjálfur aldurinn sem skiptir mestu máli. Það eru oftast þeir í umferðinni nú og fyrir 20 árum? Hvað finnst þér um umferðina í bænum í dag? - Umferðin þyrfti að vera miklu betri enda er hún alls ekki nógu góð en þetta stafar yfirleitt ekki af vankunnáttu, heldur kæru- leysi, tillitsleysi, hugsunarleysi og hreinni frekju. Ég hef þess dæmi fyrir augunum á mér á hverjum degi að ökumenn virðast gera ættu að taka sig rækilega í gegn ekki síður en ökumennirnir, því sökin liggur ekki síður hjá þeim. - Nú hefur verið minnst á upphækkanir eða þröskulda sem góða lausn til að koma í veg fyrir of mikinn umferðarhraða og þar með umferðarslys. Hver er þín skoðun á þessu? - Ég tel upphækkanir neyðarúrræði og spor aftur á bak. I Il\/ílTDf1 A DCI VCITTI/I F /F W A1? UiVlrlUvLlAKðL 1I3IJÍVI r/rJVRAK Talsvert hefur dregið úr um- ferðarslysum fyrstu átta mán- uði þessa árs ef miöað er við sama tímabil í fyrra. Frá áramótum og fram til loka ágúst í ár höfðu orðið 11 dauöaslys í umferðinni eða tveim færra en í íyrra. Slysum með meiðslum hafði fækkað verulega á þessum tíma eða um 58. úr 355 (1082) í 297. Þessi fækkun stafar mest af fækkun umferðarsiysa í þéttbýli en í dreifbýii fækkaði siysum aðeins um tvö míðaö við fyrrgreind viðmiðunartímabil. Ef litið er á einstaka tlokka umferðarslysa kemur í ijós að mest fækkun hefur orðið í tlokknum, ekið á gangandi veg- farendur. Sltkum slysum haíði fækkað um 31. Árekstrum fækkaöi um 11 og útaíakstrar voru 21 færri fyrstu átta mánuði þessa árs. Af þeim siysum sem urðu frá áramótum til loka ágúst þá voru 214 þeirra minni háttar en í 204 slysum urðu mciri háttar meiðsii og varð að leggja 175 manns inn á sjúkrahús. Þetta er taisvert minni hópur en árið 1982 en þá varð t.a.m. að leggja 201 inn á sjúkrahús og nteiri háttar mciðsli uröu 250. Sem fyrr virðist körlum vcra hættara á að lenda í slysum. 267 karlar lentu á umra'ddu tímabili t siysi, 341 árið áður en konurn- ar voru 163 t ár en 181 sama tímabil í fyrra. Á Akureyri urðu alls 23 um- ferðarslys í sl. mánuði og þar aí varö einungis eignatjón í 20 til- fellum. Þrjú minni háttar slys urðu með minni háttar meiðsl- um á fóiki. í Eyjafjarðarsýslu urðu t mánuðinum sex umferðarslys og í einu þeirra var um meiriháttar meiðsl að ræða. í öðrum varð einungis eignatjón. Á Húsavík urðu fjögur um- ferðarslys en engin meiðsl urðu á mönnum. Söntu sögu er að segja frá Siglufirði, þar sern um- ferðaróhöppin urðu fimm talsins. Á Ólafsfirði uröu tvö umferðaróhöpp en engin meiösl á fólki. Sömu tölur er að finna í manaðaryfirliti umferðarslysa Umferðarráðs fyrir Dalvík, þannig að segja má að ágúst hafi veriö nokkuð góður um- ferðarmánuður á Norðurlandi. Það er ekkí vankunnátta sem veldur ótryggri umferð, heldur „Hrein frekja og tillitsleysi“ - segir Þóroddur Jóhannsson, ókukennari sem er þeirrar skoðunar að besta ráðið til að bæta umferðarmenninguna sé að halda uppi öflugu eftirliti

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.