Dagur - 23.09.1983, Blaðsíða 7

Dagur - 23.09.1983, Blaðsíða 7
UMFERÐARVIKAN Á AKUREYRI Mynd: KGA. Létt spjall við Stjána Grant iim umferð í gegn um árin ■ - Ég byrjaði ad keyra ’53. Tók bflprófíð strax fyrsta daginn sem ég mátti, á afmælisdaginn minn og ég hef ekið síðan. Ég ólst að vissu leyti upp í bfl, ég og Hilmar Gíslason, bæjarverk- stjóri því pabbi hans var bflstjóri hjá Akureyr- arbæ og þær voru ófáar ferðirnar sem við áttum með honum í æsku. Þar lærðum við tökin og óþreyjan í bílprófíð var svo mikil að ég gat varla beðið. Var reyndar búinn að kaupa mér bfl 15 ára og greip í hann þegar ég þorði en ég seldi hann áður en ég fór í bflprófíð. Vildi ekki „risi- kera“ því að ég fengi prófíð. lalest á Holtavörðuheiðinni á handmokunarskeiðinu. „Ég verð að segja það eins og það er að mér brá heldur ónotalega þegar bílstjórinn teygði hendina aftur fyrir sig og dró þar fram whisky-pela, skrúfaði lokið af stútnum á 60 km per klukkustund, þurrkaði af honum með erminni, setti hann á munninn og teygaði drjúgum. „Nú það er þá svona,“ hugsaði ég, „það er ekki nema tvennt til í þessu. Annað hvort bið ég hann um að lofa mér að pissa áður en við komum að næstu brú - hleyp út í móa og labba svo norður, eða ég dett bara í það líka. Þá verður mér nokkuð sama á hverju rúllar." Þess vegna var það að ég greip pelann tveim höndum, þegar bílstjórinn bauð mér sjúss. Ég lokaði augunum, bölvaði í hljóði og bað Guð um að gefa mér nógu stóran kjaft til að geta klárað úr pelanum í einni lotu. Ég notaði aðferðina, sem mér gefst yfirleitt best, þegar mér er boðið að súpa á, að ég opna öll göng niður í maga upp á gátt, og læt renna. Þannig finnur maður ekkert bragð fyrr en allt er um seinan og dropinn kominn örugglega niður. En einhvers staðar hafa bragðkirtlarnir verið að þvælast fyrir, eða að nefið hefur tekið til sinna ráða til að aðvara mig. Ég roðnaði, blánaði og hvítnaði í framan, tútnaði allur út, augun skutust einar þrjár tommur út úr augnatóftunum, ég stóð á fætur í bílnum greip báðum höndum um eitthvað nærtækt og stóð síðan á blessaðri öndinni í þrjá kílómetra. Það var lýsi á pelanum! Ufsalýsi! Ég meina . . . það er sko ekkert grín að renna svoleiðis nokkru ofan í sig. Blásýra, brennisteinssýra eða brennsluspíritus . . . skítt með það . . . en ufsalýsi . . . ! Nei takk. Ekki Guðmundur Karlsson. En hvað var Stjáni - öðru nafni Kristján Grant - eiginlega að gera með lýsispela með sér í svona túr? Gat það verið að hann væri eitthvað bilaður, eða bragðlaukarnir algerlega visnaðir? „Mér þykir þetta gott,“ sagði Stjáni, „og fæ mér alltaf sopa fyrst á morgnana og svona annað slagið á daginn. Ég tala nú ekki um, ef maður lendir í kulda eða öðru slarki. Þá fæ ég mér alltaf góðan sopa áður en ég fer að taka til höndunum.“ Og þá hafið þið það. Þið skuluð taka ykkur þetta til eftirbreytni, því mér er sagt að lýsi sé gott fyrir kroppinn. Þetta segja vísir menn og ég hef séð það á prenti. Drekkið þið bara lýsi þangað til það rennur út úr öllum samskeytum og þið pestið upp allt umhverfið eins og hálf önnur lýsisverksmiðja. Sama er mér. En ég lýsi því yfir að lýsi skal ekki inn fyrir mínar varir á meðan ég ræð því sjálfur hvort og hverju ég hleypi þar inn. Hana nú og punktum og basta.“ Handmokuðum heiðarnar Þetta var sagan af Stjána Grant og lýsispelanum góða sögð af Guðmundi Karlssyni, en ég spyr Stjána nú hvort einhver ferð hafi verið öðrum minnisstæðari á þessum árum. - Minnisstæð? Þetta voru hundruð ferða maður lifandi. Eitt árið, ’58 þá var t.d. búið að vera langt stopp vegna snjóa um veturinn og því lögð þung áhersla á að koma bílunum suður. Á þessum árum mokaði ekki Vegagerðin á ákveðnum dögum eins og nú tíðkast, heldur svona af og til en sökum fannfergis þótti ekki borga sig að moka. Það var því brugðið á það ráð að þeir ætluðu að draga okkur yfir heiðarnar og við vorum fimm sem stilltum upp í Öxnadalnum. fremstur fór Leyland frá POB og vegagerðarmennirnir hnýttu í hann og ýtan lagði í’ann. Ekki höfðu þeir þó lengi farið þegar allt stoppaði og bílstjórinn flaug út og fram fyrir bílinn. Við sáum það svo næst að hann kom með eitthvað svart í fanginu og síðar kom í ljós að það var stuðarinn. En þetta var léttur karl og hann sló þessu öllu upp í grín, segir Stjáni og lætur í það skína að það sé ekki lítið alvörumál fyrir bílstjóra að láta stýfa af sér stuðarann. - Þetta gekk annars þokkalega. Verst var gamla Bakkaselsbrekkan en þar vorum við fleiri tíma upp. Snjórinn var svo mikill að það þýddi ekkert að ýta, heldur þjöppuðu ýturnar snjóinn og bílarnir óku síðan eftir troðningunum sem mynduðust. Þetta gátu orðið þokkalegir slóðar ef það frysti en venjulega þurftum við að handmoka okkur fram og aftur heiðarnar, segir Stjáni og mér verður hugsað til þess að þá hafi lýsispelinn góði líklega komið að góðum notum. - Þetta voru allt að tveggja metra þykkir skaflar sem við ókum á og ég man það að við vorum sex tíma á leiðinni yfir Holtavörðuheiðina og tvo daga vorum við í allt á leiðinni til Reykjavíkur. Þetta voru sérstakir karlar þessir flutningabílstjórar og mótlætið þjappaði okkur saman. Við þekktumst því orðið mjög vel eftir að við höfðum handmokað okkur suður nokkrum sinnum og við vorum eiginlega sérstakur þjóðflokkur, segir Stjáni og hér látum við lokið minningabrotum úr fortíðinni enda ekki gustuk að greina frá þeim öllum hér - betur við hæfi að þær komi einhvern tímann út á bók. Næst því að lenda í stórslysi En hvað segir atvinnubílstjórinn Stjáni Grant um umferðina nú í dag miðað við þá umferð sem hann skellti sér út í sem ungur bílstjóri? - Umferðin hefur auðvitað tekið gífurlegum breytingum og það á við um alla þætti umferðar og umferðarmála. Göturnar eru betri, merkingarnar eru betri og það eru komin umferðarljós. Þessi umferðarljós ásamt umferðarfræðslunni eiga líklega drýgstan þáttinn í þeim breytingum sem orðið hafa á umferðinni hér í bænum. - Hvernig finnst þér samborgarar þínir í umferðinni? - Ég held þeir hagi sér bara nokkuð vel hér innanbæjar en mér finnst alls ekki nægilega brýnt fyrir fólki að draga vel úr ferð þegar bílar mætast úti á vegum. Það getur orðið stórtjón bara af grjótkastinu þegar bílar mætast á mikilli ferð en þetta finnst mér sérstaklega unga fólkið ekki gæta að. Samt hefur þetta lagast mikið eins og svo margt annað. Það er samt ekki þetta sem mér finnst verst í umferðinni, síður en svo. Það er bölvað skepnufarganið úti á vegum, segir Stjáni og slær í borðið til að gefa orðum sína aukna áherslu. - Ég er búinn að koma að fólki stórslösuðu af völdum hrossa og kinda víða um land og það er ábyrgðarhluti fyrir eigendur þessara skepna að láta þær ganga lausar á vegum þegar girðingar eru alls staðar góðar. Það er líka þetta sem hefur komið mér næst því að lenda í stórslysi um dagana, að mæta hrossi úti á miðjum vegi í kolsvarta myrkri um hánótt, segir bílstjórinn Stjáni Grant og merkilegt nokk þá er hestamaðurinn Stjáni Grant honum hjartanlega sammála. - ESE. 23. september 1983 - DAGUR - 7

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.