Dagur - 12.10.1983, Blaðsíða 1

Dagur - 12.10.1983, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR , SIGTRYGGUR & PÉTUR 1 AKUREYRI 66. árgangur Akureyri, miðvikudagur 12. október 1983 114. tölublað „Uppblásið pólitískt mál“ segir Bogi Sigurbjörnsson forseti bæjarstjórnar Siglufjarðar „Þetta er uppblásið pólitískt mál, sem sést best á því, að meirihluti bæjarstjórnar vildi ekki fara þá leið, að leggja málið í gerðardóm eða leita eftir úrskurði dómstóla, eins og veitustjóri lagði til,“ sagði Bogi Sigurbjörnsson, forseti bæjarstjórnar Siglufjarðar, í samtali við Dag, aðspurður um „veitustjóramálið“ svonefnda, sem valdið hefur deilum í bæjarstjóm Siglufjarðar. Eins og Dagur hefur greint frá snýst málið um greiðslur til Sverris Sveinssonar, veitustjóra, sem hann fékk árið 1982. Meiri- hluti bæjarstjórnar samþykkti á aukafundi sl. fimmtudag, að Sverri bæri að endurgreiða þessa upphæð, sem er rúmlega 117 þús. kr. Bæjarfulltrúar Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Sjálfstæðis- flokksins stóðu að samþykktinni. Hins vegar var tillaga Boga Sig- urbjörnssonar um gerðardóm í málinu felld með atkvæðum A- flokkanna og tveggja sjálfstæðis- manna. Fyrir aukafundinum í bæjar- stjórn Siglufjarðar lá bréf frá Sverri Sveinssyni, þar sem hann segir: „Ég undirritaður hef kynnt mér tillögu forseta bæjarstjórnar, Boga Sigurbjörnssonar, sem lögð var fram í bæjarráði 4. þessa mánaðar og vil taka fram að ég get fyrir mitt leyti fallist á þá málsmeðferð sem tillagan gerir ráð fyrir. Geti bæjarstjórn ekki fallist á þessa tillögu legg ég til að leitað verði eftir úrskurði dóm- stóla um ágreiningsefnin, þannig að mál verði höfðað sem endur- kröfumál bæjarins á hendur mér.“ „Á þessu bréfi sést,“ sagði Bogi Sigurbjörnsson, „að veitu- stjóri hefur ekki reynt að koma í veg fyrir að þetta mál verði skoð- að ofan í kjölinn, heldur beinlínis óskar hann eftir því að það verði gert og leitað eftir úrskurði dómstóla. Einhverra hluta vegna vildi meirihluti bæjar- stjórnar ekki viðhafa svo sjálf- sagða málsmeðferð. Þess í stað mynduðu þessir herramenn dómstól níu pólitískt kjörinna fulltrúa, sem er vafasamt í lýð- ræðisríki. Raunar er öll máls- meðferð bæjarstjórnar á þessu máli henni til lítils sóma, svo ekki sé kveðið fastara að orði,“ sagði Bogi Sigurbjörnsson í lok sam- talsins. Kolbrún Jónsdóttir, einn af þingmönnum Norðurlandskjördæmis eystra, hlýðir á þingsetningarræðu forseta íslands Konum hefur nú fjölgað talsvert á þingi og eiga vafalaust eftir að láta að sér kveða í auknum mæli: Mynd:H.Sv Ekkert látá skemmd- arverk- unum - Rannsoknar- lögreglan með mörg mál í rannsókn „Það virðist lítið lát á þessari öldu skemmdarverka sem yfír hefur dunið að undanförnu,“ sagði Ófeigur Baldursson rannsóknarlögreglumaður á Akureyri í spjalli við Dag í gær. Fær Slippstöðin verk- efni í Marokko? — samningar tókust ekki í fyrstu lotu „Þessar viðræður í Marokkó báru því miður ekki árangur, en það er ekki öll von úti enn,“ sagði Gunnar Ragnars, fram- kvæmdastjóri Slippstöðvarinn- ar i samtali við Dag. Gunnar er nýkominn heim frá Marokkó, þar sem hann tók þátt í viðræðum við heimamenn ásamt finnskum aðilum. Til greina kom að þessir aðilar sam- einuðust um að byggja og reka skipasmíðastöð í Póllandi, en ekki náðist samkomulag við Mar- okkómenn um að gera hag- kvæmniathugun á slíkum rekstri. Strandaði þá aðallega á því hver ætti að greiða kostnaðinn. Að sögn Gunnars verður næsta skref í málinu, að leita til stjórnar Mar- okkó og óska eftir nýjum við- ræðuaðilum af hálfu heima- manna um þetta mál. „Okkar þáttur átti að vera sá, að hanna skipin sem þessi stöð átti að byggja. Var þá reiknað með að stöðin fengi að smíða stóran hluta af þeim 300 fiski- skipum sem Marokkóstjórn ætlar að láta byggja á næstu 5 árum. Hér er um að ræða 150-200 tonna skip. Auk þess var reiknað með að við byggðum nokkur skip fyrir þá, þar til stöðin kæmi í gagnið, sem verður sennilega ekki fyrr en 1987-88. Stöðin hefði þá lifandi sýnishorn fyrir sér þegar hún tæki til starfa. Pess- ar hugmyndir fengu mjög góðar undirtektir af öllum aðilum, ekki síst stjórnvöldum í Marokkó," sagði Gunnar Ragnars. Eins og skýrt var frá í Degi sl. mánudag hafði þá mikið verið brotið af rúðum í bænum um síð- ustu helgi. Ekkert lát hefur verið á slíku síðan, nýjar rúður sem settar voru í í stað þeirra sem þá voru brotnar hafa verið eyðilagð- ar, stungin hafa verið göt á hjól- barða bifreiða, slagorð máluð á hús og málningu jafnvel sprautað á þau. Pá hafa saltpokar í eigu SÍS ekki fengið að vera í friði. Þetta eru miklir pokar sem innihalda um 1,5 tonn af salti hver, og hafa þeir verið skornir, bæði á lóð Sambandsins og eins niður við höfn. Lögreglan er með þessi mál í rannsókn, sum hafa að vísu verið leyst, en Ófeigur Baldursson sagði að skemmdarverk af þessu tagi væru nánast árviss hér í bæn- um á þessum tíma.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.