Dagur - 12.10.1983, Blaðsíða 12

Dagur - 12.10.1983, Blaðsíða 12
Ungur maður varð í fyrradag fyrir bifreið sem ekið var norður Hiíðarforaut á Akureyri. Var maðurinn fótgangandi þar ásamt tveimur öðrum, og ber ökumaður bifreiðarinnar að hann hafi skyndilega gengið út á götuna í veg fyrir bif- reiðina. Maðurinn kastaðist upp á bifreiðina og brotnaði framrúða við það, en síðan kastaðist maðurinn í götuna. Hann var fluttur á sjúkrahús og var meðvitundarlaus er þangað var komið. í gærmorgun var maðurinn svo fluttur á sjúkrahús ■ Reykjavík, enda mun hann vera höfuðkúpubrotinn auk annarra meiðsla. Myndin sýnir lögreglumenn við bifreiðina eftir að slysið átti sér stað. Mynd: gk-. Rekstrarerfiðleikar hjá Hótel Húsavík: Verður Ferðamála- sjóður hluthafi? „Jólabókaflóð Cf. 30 titlar frá Skjaldborg „Sá möguleiki er í athugun að Ferðamálasjóður gerist hluthafí að hótelinu á svipaðan hátt og sjóðurinn er aðili að hótelinu í Stykkishólmi,“ sagði Auður Gunnarsdóttir hótelstjóri á Hótel Húsavík er við ræddum við hana. „Þetta er fyrst og fremst til- komið vegna skulda okkar við sjóðinn sem eru ansi miklar. Það hefur ýmislegt hjálpast að við að gera reksturinn erfiðan á þessu ári, við fengum aldrei neina ferðamenn hingað í skíðabrekk- urnar sl. vetur vegna þess að það snjóaði ekki fyrr en komið var fram undir sumar, og sumarið var ekki nógu gott hvað herbergja- nýtinguna varðaði." Auður tjáði Degi að áformað væri að bjóða upp á „Heilsuvik- ur“ á hótelinu eins og var sl. vetur. „Þeir sem komu voru geysilega ánægðir og það er besta auglýsingin. Það virðist reyndar alltaf vera erfitt að draga fólk út á land yfir vetrarmánuðina, en við ætlum af stað engu að síður og verðum með fyrstu „Heilsu- vikuna“ 16.-23. október og síðan tvær í næsta mánuði.“ Nú er verið að ganga frá út- gáfubókum Skjaldborgar til dreifíngar, en þær verða sam- tals rúmlega 30 á þessu hausti. Þar af eru bækur eftir 16 norð- lenska höfunda og mynd- skreytingar eftir þrjá Norð- lendinga. Meðal útgáfubóka Skjaldborg- ar að þessu sinni eru „Göngur og réttir“, 1. bindi ritsafns sem Norðri gaf út 1948-1953 eftir Braga Sigurjónsson. Bætt hefur verið við efni ritsafnsins í þessari nýju útgáfu. Annað viðamikið ritsafn kem- ur einnig út, en það eru 5 bindi safnsins „Að vestan" sem Árni Bjarnarson ritstýrir. Það er endurútgefið nema síðasta bindið sem er m.a. með viðtölum við Vestur-fslendinga. Erlingur Davíðsson er afkasta- mikill að venju. Út kemur 12. bindið af „Aldnir hafa orðið,“ 3. bindi af bókaflokknum „Með reistan makka“, „Furður og fyrir- bæri“ sem fjallar um dulræn efni og hefur meðal annars að geyma frásagnir þriggja miðla og einnig kemur út barnabók eftir Erling sem heitir „Hildur og ævintýrin hennar“ með myndskreytingum Kristins G. Jóhannssonar. Fimmta bindi ritsafns Einars Kristjánssonar frá Hermundar- felli kemur út og heitir „Andar- dráttur mannlífsins," einnig 2. bindi ritsafns Eiðs á Þúfnavöllum sem heitir „Búskaparsaga í Skriðuhreppi forna“. Þá kemur út viðtala- og frásagnabók Jóns frá Garðsvík sem heitir „Fólk sem ekki má gleymast". Meðal nýrra höfunda má nefna Gísla Sigurgeirsson og Valgarð Stefánsson. Bók Gísla heitir „Jói Konn og söngvinir hans“ og fjall- ar um Jóhann Konráðsson, söngv- > ara, ásamt viðtölum við nánustu söngvini hans og ívafi úr sögu söngsins á Akureyri um miðja öldina. í bókinni verður fjöldi mynda. Bók Valgarðs heitir „Eitt rótslitið blóm“ og er söguleg skáldsaga um Skúla Skúlason hinn oddhaga, en hann var Akur- eyringur og fyrstur til að hljóta styrk Alþingis til listnáms erlend- is. Aðalheiður Karlsdóttir skrifar bókina „Týnda brúðurinn“, Birg- itta H. Halldórsdóttir segir hisp- urslausa lífsreynslusögu ungrar stúlku sem heitir „Inga“, ísól Karlsdóttir gefur út bókina „Forlagaflækja“. Indriði Úlfsson gefur út tvær bækur, unglingabókina „Sumarið 69“ og barnabókina Óli og Geiri sem Þóra Sigurðardóttir hefur myndskreytt. Þá kemur út barna- bókin „Ævintýrin okkar“ 'eftir Heiðdísi Norðfjörð sem 11 ára sonur hennar Jóhann Valdimar Gunnarsson myndskreytir. Tveir Akureyringar, Gísli Rafnsson og Sigurður Gestsson, hafa þýtt og tekið saman bók sem heitir „Fjör og frískir vöðvar“ sem fjallar um líkamsrækt og er skreytt ljósmyndum af líkams- ræktarfólki frá Akureyri. Það má nefna æviminningar Hallgríms Jónssonar frá Dynj- anda „Saga stríðs og starfa“ og bók Guðjóns Sveinssonar „Loks- ins kom litli bróðir" með mynd- skreytingum Sigrúnar Eldjárn. Loks má þess geta að út kom á árinu „Undir Lyngfiðluhlíðum - Úrval á áttræðu“ sem gefin var út í tilefni áttræðisafmælis Guðmundar Frímanns, en örfá eintök eru eftir af henni hjá út- gáfunni. Auk áðurgreindra bóka koma út þýddar bækur, bæði svokallað- ar spennusögur og barnabækur, og þeirra á meðal er sagan „ET - geimvitringurinn“ sem er gerð eftir kvikmyndahandriti. „Málið er í athugun“ - segir Helgi Vigfússon um matarbakkaframleiöslu á Húsavík „Þetta mál er í athugun en aö öðru leyti vil ég ekki tjá mig um það á þessu stigi,“ sagði Helgi Vigfússon hjá Fjalar h.f. á Húsavík er viö ræddum við hann, en Helgi sótti í sumar um styrk frá Húsavíkurbæ vegna grunnathugunar á fram- leiðslu á matarbökkum. Erindi Helga var tekið fyrir á bæjarráðsfundi í ágúst. Um er að ræða einnota plastbakka til notk- unar í sjúkrahúskerfinu. Bæjar- ráð samþykkti styrkveitingu er nemur allt að 5% af kostnaði við þessa grunnathugun, en þó ekki hærri upphæð en 10 þúsund krónur. Síðan var hafist handa við þessa grunnathugun og er hún á því stigi að Helgi vildi ekki tjá sig neitt um hana eins og fram kom hér að framan. í dag verður austanátt og skýjað á Norðurlandi að sögn Braga Jónssonar veðurfræðings á Veður- stofunni í morgun. Ennfremur upplýsti Bragi okkur um að á morgun verði norð-austanátt og slydduél. # Minkagangur Minkar virðast eiga sjö dag- ana sæla á Akureyri og ná- grenni, ef marka má þær heimildir sem blaðinu hafa borist. í sumar og haust hafa margir lesendur látið í sér heyra, vegna þess að þeir hafa orðið varir við minka- gang, aðallega í hólmunum milli kvísla Eyjafjarðarár. Hafa þessir minkar þá ýmist verið íbúar Öngulsstaða- hrepps eða Akureyrar. Hitt er víst, að minkurinn sem hljóp fyrir bifreið tíðinda- manns S+S í gærmorgun á Drottningarbrautinni, hann var Akureyringur. Hins vegar var hann það feitur og sællegur, að líkindi eru til að uppruni hans hafi verið í Öngulsstaða- hreppi! En hvað um það. Hólmarnir eru eflaust gós- enland fyrir minkana og kominn tfmi til að viðkom- andi sveitarfélög skeri upp herör gegn þeim. # Góð fræðslu- mynd Á sunnudagskvöldið sýndi Sjónvarpið okkar ágæta fræðslumynd um jarðmynd- un. Þar kom margt fróðlegt fram, en einn stór galli var þó á þessari mynd. Sýndir voru ýmsir gullfallegir staðir hérlendis, fossar, dalir, fjöll og björg, en nafna þessara staða var f engu getið. Jú, Gullfoss var nefndur og Dyr- hólaey, náttúruundur sem flestir landsmenn þekkja, en sfðan ekki söguna meir. Von- andi verður bætt úr þessu ef fleiri slfkir þættir eru f bfgerð. # Geir hættir og taugarnar þandar Eins og líklega allir vita tíðk- ast gjarnan hrossakaup nokkur á Alþingi þegar skip- að er í nefndir og önnur em- bætti sém máli þykja skipta. Reynt er að ná samkomulagi um skipan nefndanna, for- menn þeirra og svo framveg- is, og oft ná stjórn og stjórn- arandstaða saman f þessum málum. Það sem gerði þessar samkomulagsumleftanir erf- iðar að þessu sinni voru þó ekki deilur milli stjórnar og stjórnarandstöðu, eins og ætla mætti, heldur magnaðar innbyrðisdeilur í þingflokki sjálfstæðismanna. Þar er væntanlegt formannskjör nú farið að taka mjög á taugar þeirra sem sækjast eftir fram- anum. Og nú þegar fullvíst er talið að Geir muni hætta - hvað gerist þá?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.