Dagur - 12.10.1983, Blaðsíða 4

Dagur - 12.10.1983, Blaðsíða 4
Hermann Oskarsson skrifar um endurvinnslu á pappír o.fl.: ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARM.: HERMANN SVEINBJÖRNSSON FRÉTTASTJÓRI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON, GYLFI KRISTJÁNSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Ávani og slagorð blinda fólk Alþingi er nú komið saman og mun það vafa- laust setja mikinn svip á þjóðmálaumræðuna næstu dagana og vikurnar. Margt hefur gerst sem alþingismenn munu vilja tjá sig um, einkum stjórnarandstöðuþingmennirnir ef að líkum lætur. í þingsetningarræðu sagði for- seti íslands, Vigdís Finnbogadóttir meðal annars á þessa leið: „Okkur hefur verið gert ljóst, háttvirtir al- þingismenn, að við lifum þessar stundir á erf- iðari tímum en lengi hafa þekkst í landi okkar. Víst er að við íslendingar hver og einn viljum allt af mörkum leggja til að þjóðarbú okkar standi með þeirri reisn, sem við höfum viljað gefa því á undangengnum árum.“ Nokkru síðar í ræðu sinni sagði forseti íslands: „Hlutverk Alþingis er alla daga að leiða þjóð okkar til farsældar. Stundum þarf leið- beinandinn að tyfta, en það er aðalsmerki hvers uppalanda að beita aga af nokkurri mildi svo að sá sem nýtur forsjár finni hlýju og velvild sem veitt er til velfarnaðar. Aldrei má draga myndina upp svo dökkum litum að sköpunarkraftur og þróttur verði drepinn í dróma. Ávani blindar fólk, slagorð blinda fólk, ekki síst séu þau einatt af neikvæðum toga. Fjárhagur, hvort sem hann er of rýr eða of rúmur, getur einnig slegið fólk blindu, í fyrra tilfellinu oft til uppgjafar. Við íslendingar erum sterk og starfsöm þjóð, auðug að kröftum og skapandi á öllum sviðum. Sé aftur á móti ekki annað brýnt fyrir okkur en að við séum komin á vonarvöl og ráðum ekki við okkar mál, er hætta á að við villumst inn í vítahring óttans — óttans við framtíðina. Þá lokast öll sund. Því munum við horfast í augu við erfiðleikana og sigrast á þeim. Hvenær sem harðnar á dalnum verður að veita hugarauðgi landsmanna verðugan byr, rækta hverja rót þjóðarjurtar okkar á þann veg að henni finnist að sér hlúð. Megi það jafnan reynast gæfa þjóðkjörinna fulltrúa á Alþingi íslendinga. Þá þarf ekki að ugga um ísland. “ Vonandi er að á því þingi sem nú er byrjað verði myndin ekki dregin upp svo dökkum lit- um að sköpunarkraftur og þróttur verði drep- inn í dróma, að slagorðin verði ekki einvörð- ungu af neikvæðum toga í þeim tilgangi sögð að blinda fólk. Skapar verðmæti — sparar gjaldeyri Undanfarið hefur nokkuð verið rætt og ritað um trjákvoðuverk- smiðju á Húsavík. Virðist sem þar fari saman stóriðjudraumur okkar íslendinga og athafnasemi. Þessir tveir hlutir eru þó af tvenn- um toga. Starfsgleði og draumar fara sjaldnast vel saman. Betra er að hyggja að eigin húsi, en dreyma sig burt á heimsmarkað- inn. Þar lútum við lögmálum, sem lítt eru á okkar valdi. Hrá- efnið til vinnslunnar og mark- aðurinn fyrir framleiðsluvörurnar verða ætíð óöruggar stærðir við rekstur trjákvoðuverksmiðju á íslandi. Einkum verksmiðju af þeirri stærð er um getur í fjöl- miðlum. Það er til lítils að hafa gnægð raforku ef aðrir þættir framleiðslunnar eru að öllu leyti undir breytilegum heimsmörkuð- um komnir. Skynsamlegra er uppbygging trjávöruiðnaðar, sem byggir frá upphafi á íslenskum grunni. Þennan trjávöruiðnað mætti síðan efla með tilliti til er- lendra markaðshorfa hverju sinni. Við íslendingar kaupun nær allar okkar trjávörur erlendis frá. Þessar vörur eru einkum „full- unnar“ pappírsvörur. Ógrynni af gjaldeyri fer þannig til kaupa á einni mestu nauðsynjavöru okkar tíma. Sagan er þó ekki sögð nema til hálfs, því við borgum um það bil tvöfalt hærra verð í gjaldeyri fyrir þessar vörur en nauðsynlegt væri. Stafar þetta af því að við nýtum pappírinn ein- göngu sem fullunna vöru. Pappír er nefnilega þeim eiginleikum gæddur að vera bæði fullunninn vara og hráefni til frekari nýting- ar. Þetta hafa ýmsar nágranna- þjóðir okkar uppgötvað, einkum í kjölfar hráefnaskorts frá náttúr- unnar hendi. Svo er einmitt farið hér á landi. Sá pappír, sem brenndur er og mætti nýta, gæti að nokkru vegið upp skort á nátt- úrulegu hráefni til pappírsiðnað- ar. Trjávörur koma ætíð til með að verða fluttar til landsins í ein- hverjum mæli þrátt fyrir endur- nýtingu og aukna notkun inn- lends hráefnis. Sem dæmi um innlent hráefni annað en úrgangs- pappa, þ.e. dagblöð og pappírs- umþúðir, má nefna margs konar tréumbúðir, mótatimbur, reka- við og hráefni frá íslenskri skógrækt. Þá má benda á, í þessu sambandi, fyrirhugaðar fram- kvæmdir íslenskra bænda til ræktunar nytjaskóga. Á sama hátt mun innlendur markaður verða fyrir hendi á vissum framleiðsluvörum trjá- vöruiðnaðar. Nægir þar að nefna pappírsvörur til annars iðnaðar og heimilisnota. Með innlendum markaðskönnunum má áætla framboð og eftirspurn á hráefni og fullunninni vöru slíks trjá- vöruiðnaðar. Hvað varðar stað- setningu iðnaðar af þessu tagi, þá skipta samgöngur miklu máli. Húsavík er vafalaust vel í sveit sett hvað varðar þennan þátt framleiðslunnar, þó svo þéttbýl- issvæðin séu aðaluppspretta hrá- efnisins. Um hráefnaöflun verður að hafa samstarf milli bæjar- og sveitarfélaga. Henni verður best farið í umsjá þeirra, enda gætu þau haft af því nokkrar tekjur. Ríki, bæjar- og sveitarfélög halda þegar uppi samgöngum innan og milli landshluta, sem eflaust mætti nýta betur til flutnings á hráefni og fullunninni vöru. Má þar nefna strandferðaskipin. Einnig starfsemi ýmissa samtaka og einkaaðila svo sem kaupfélag- anna og vöruflutningafyrirtækja. Fjármögnun trjávöruiðnaðar af þessu tagi ákvarðast að sjálf- sögðu af öllum undirbúningi hans, samvinnu um hráefnisöflun og markaðsfærslu framleiðslunn- ar. Eins og áður er getið sparast gjaldeyrir af endurvinnslu á pappír. Einnig skapast verðmæti úr hráefni sem annars væri ónýtt. Þjóðhagslegan ávinning af um- ræddri starfsemi er vafalaust erf- itt að meta, en hún mun skapa atvinnu, skattatekjur og fjöl- breytni í íslenskum iðnaði. Þá til- hneigingu að meta alla starfsemi út frá rekstrarsjónarmiði ein- stakra fyrirtækja ber að forðast. Þjóðhagslegur ávinningur starf- semi sem þessarar er oft margfalt meiri og nær út yfir mörk hins hefðbundna fyrirtækis. Þeirri ósk vil ég að Iokum beina til þeirra Húsvíkinga að þeir standi fastir við fyrirhugaðar áætlanir um uppbyggingu ein- hvers konar trjávöruiðnaðar, en miði starfsemina frá upphafi meira við íslenskan markað og aðstæður. Þannig má eflaust byggja upp örugga framtíðar- atvinnugrein íslandi til hagsbót- ar. Akureyri í september. Hermann Óskarsson. Góðar gjafir Þessar ungu stúlkur, Kristjana Nanna Jónsdóttir og Halla Berg- lind Arnardóttir, efndu til hlutaveltu á dögunum og varð ágóðinn af henni 650 krónur. Peningana hafa þær gefið til kvenfélagsins Hlífar, vegna þess að ömmur þeirra beggja eru í félaginu og fé- lagið styrkir Barnadeild sjúkrahússins. Blaðið hefur verið beðið fyrir þakkir til stúlknanna frá Laufeyju Sigurðardóttur f.h. kven- félagsins. Og það eru fleiri sem hafa haldið hlutaveltur. Auður Ósk Gylfa- dóttir, Bjarney Helena Ólfjörð Guðmundsdóttir og Elín Ósk Hreiðarsdóttir héldu eina slíka og höfðu 505 krónur upp úr krafs- inu. Peningana gáfu þær til Dvalarheimilisins Hlíðar. Jón Krist- insson, forstöðumaður heimilisins, bað blaðið fyrir þakkir til stúlknanna. 4 - DAGUR - 12. október 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.