Dagur - 16.11.1983, Blaðsíða 2

Dagur - 16.11.1983, Blaðsíða 2
B Eo Braga kaffi tæp 53% af heildar- neyslunni Kaffibrennsla Akureyrar seldi á síðasta ári 1056 tonn af brenndu og möluðu kaffi, aö verðmæti 57,4 milljónir króna. Hlutdeild fyrirtækisins í allri kaffisölu í landinu, innlendri og innfluttri framleiðslu var þá 52,7%. Sé hins vegar ein- göngu miðað við innlendu framleiðsluna þá var hlutdeild- in nálægt 67%. Svo er að sjá sem íslendingar séu að auka neyslu sína á þeim kaffitegundum sem framleiddar eru hér innanlands á kostnað hinna innfluttu. Á síðasta ári var hlutur innlendu framleiðslunnar 78,7% af kaffimarkaðinum hér á landi, en fyrstu sex mánuði þessa árs er sambærileg tala komin í 80,2%. Fram kemur í Sambands- fréttum eftir Þresti A. Sigurð- ssyni, verksmiðjustjóra Kaff- ibrennslu Akureyrar, að greini- iegt væri að fyrirtækið hefði hald- ið vel sínum hluta á markaðin- 7.00 Veðurfregnir • Fróttir • Bæn Á virkum degi ■ 7.25 Leikfimi 8.00 Fréttir • Dagskrá • 8.15 Veður- fregnir Morgunorð - Gísli Friðgeirsson tal- ar 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: 9.20 Leikfimi • 9.30 Tilkynningar Tónleikar ■ 9.45 Þingfréttir 10.00 Fréttir • 10.10 Veðurfregnir • For- ustugr. dagbl. 10.45 „Ég man þá tíð“ 11.15 Kann ekki við að tapa. Þórarinn Bjömsson ræðir við Bjöm Pálsson fyrrnm bónda og alþingis- mann á Ytri-Löngumýri í Austur- Húnavatnssýslu. Fyni hluti. 11.45 Tónleikar. 12.00 Dagskrá • Tónleikar - Tilkynning- ar 12.20 Fréttir • 12.45 Veðurfregnir • Til- kynningar ■ Tónleikar 14.00 Á bókamarkaðinum 14.30 Á frivaktinni 15.30 Tilkynningar • Tónleikar 16.00 Fréttir ■ Dagskrá ■ 16.15 Veður- fregnir 16.20 Siðdegistónleikar 17.10 Síðdegisvakan 18.00 Af stað með Tryggva Jakobssyni. 18.10 Tónleikar • Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir • Dagskrá kvöldsins 19.00 Kvöldfréttir • Tilkynningar Daglegt mál • Erlingur Sigurðarson flytur þáttinn. 19.50 Við stokkinn 20.00 Halló krakkar! 20.30 Rás lb - fræðilegur möguleiki? (Þetta er ekki það sem þið haldið). Umsjón: Ólafur H. Torfason. 21.30 Einsöngur í útvarpssal. 21.55 Ljóð eftir Ara Jósefsson. .05 Tónleikar. .15 Veðurfregnir • Fróttir • Dagskrá morgundagsins • Orð kvöldsins 22.35 í beinu sambandi milli landsh- luta. Helgi Pétursson og Kári Jónasson stjóma umræðuþætti í beinni út- sendingu frá tveimur stöðum á landinu. 23.45 Fréttir • Dagskrárlok. • • fH |it!á§& | %íf •. Wt* & | ; II > : < -- ; H.fi 0 ;■ . X i' y lii •< • f". Wi í . : l ■ ■ ; :> V; 1 - *| ‘ jrp Ifl WSS Sm K&nKfinSai llrti IH. ^ : | - V y . ■ Æ M a|P & a§f WM. *** $&»> Mr- '■sMé £&& píiJ : :-.,v 11 fU W v iEÍ & > ■ ■ - segir Einar Jónsson, sem hefur verið trymbill með mörgum þekktum hljómsveitum „Það var nú fyrir hreina tilvilj- un, að ég gekk til liðs við hljómsveit Tónlistarskólans, sem leikur á sýningum Leikfé- lags Akureyrar á My fair Lady,“ sagði Einar Jónsson, trommuleikari og verkstjóri hjá Olíuverslun íslands, í sam- tali við Dag, og við gefum hon- um orðið áfram. „Upphaflega var Steingrímur Óli búinn að taka þetta verkefni að sér, en síðan flutti hann suður og þá vantaði trommara í hljóm- sveitina. Roar Kvam kom til mín og spurði, hvort ég vildi taka verkefnið að mér og ég sló til. Ég hef ekki séð eftir þeirri ákvörð- un, því það hefur verið mjög ánægjulegt að vinna að þessu verkefni. Það hefur verið upp- lífgandi fyrir mig, kominn á þennan aldur, að vinna með ungu og lífsglöðu tónlistarfólki og músíkin í May fair Lady er mjög skemmtileg." - Hvenær byrjaðir þú að leika í hljómsveit? „Það var á Hótel Norðurlandi með hljómsveit Rúts Hannes- sonar og þriðji maðurinn í band- inu var Ingrid kona Jónasar Dag- bjartssonar, en hún lék á píanó. Það var mikið fjör á „Landinu" í þá daga og síðar var ég þar með í stærri hijómsveit. Með mér þar á báti var einvala lið. Jón Sigurðs- son lék á trompet, Magnús Pét- ursson á píanó, Sverrir Jóhannes- son á klarinett og saxófón og Helgi Ingimarsson á saxófón. Þetta var hörku band og við vor- um allir í „svinginu"; jass og dixelandmúsík. Við vorum til dæmis mikið með „Wody Herman“ útsetningar, sem kenndar voru við samnefndan klarinettleikara. Árið 1949 flutti ég til Reykja- víkur ásamt Jóni Sigurðssyni, „trompet“. Það er sem sé ekki Jón Sigurðsson, „bassi“. Við fór- um í KK-sextettinn og það var mjög skemmtilegur tími. Við lék- um aðallega á gamla Röðli við Laugarveg og einnig í Tjarnar- kaffi. Eitt verkefni hljómsveitar- innar var að leika undir fyrir „Sjómannadagskabarettinn,“ sem var spennandi verkefni, ekki síst fyrir trymbilinn, því tromm- urnar spila oft stórt hlutverk í slíkum sýningum. Þá fékk trommuleikarinn nokkuð frjálsar hendur og hugmyndaflug hans lausan tauminn. Ég var með KK í tvö ár, en síð- an fór ég á sjóinn; var kokkur á „fragtara“, vildi sjá mig aðeins um í heiminum. Eftir að ég kom í land fór ég að leika með Jose Riba, Árna ísleifs og Jóhanni Gunnari í Silfurtunglinu og þar vorum við í tvö ár. Við lékum aðallega suðræna músík, sem féll í góðan jarðveg, en eftir þetta lá leiðin í Rondó-tr-íóið með Matt- híasi Karlessyni og Arthur Moon. Við spiluðum talsvert í Klúbbnum, en mest vorum við í lausamennsku hér og þar; við vorum mikið á ferðinni. En þessi spilamennska var alltaf mitt aukastarf, nokkurs konar hobbí, þótt það væri stundum tíma- frekt.“ - En þú ert kominn til Akur- eyrar aftur. „Já, ég flutti „heim“ aftur 1970. Ég er fæddur og uppalinn Akureyringur, nánar tilekið á Eyrinni, og ég verð aldrei annað. En ég hef slegið af í spilamennsk- unni. Ég fór í Lúðrasveitina þeg- ar ég kom heim og nú er ég formaður hennar; var endurkos- inn á aðalfundi sveitarinnar á mánudaginn. Auk þess hef ég spilað af og til með Hauki, Kalla og Hannesi Arasyni og við leik- um gömlu dansana, oftast fyrir eldra fólkið. Nú svo er það My fair Lady. Það er ekkert lát á aðsókn, þannig að ég hef í nógu að snúast á næstunni,“ sagði Ein- ar Jónsson í lok samtalsins. Einar Jónsson viö Irommumar í hljómsveitargryfjunni í Samkomuhúsinu. Mynd: G.S. Bæjarstarfsmenn mega ekki brjóta að vetri það sem grætt er að sumri íbúi í Hlíðahverfi hringdi: Ég sá í Degi, að verið var að am- ast við aðgæsluleysi snjósleða- manna við trjágróður, sem víða leynist undir snjónum. Má vera að það sé rétt, en ég vona að það sé aðgæsluleysi, sem hægt er að laga, en ekki skemmdarfýsn. En það eru fleiri, sem sýna ekki mikla aðgæslu við umgang innan um trjágróður, svo vægt sé til orða tekið. Þar á ég við þá starfsmenn bæjarins, sem hika ekki við að ýta blautum og þung- um snjó inn í garða bæjarbúa, þar sem saklausir runnar og tré verða oft fyrir kveðjunni. Ef til vill má enn bera fyrir sig aðgæslu- leysi, og þó. Þetta hefur átt sér stað oftar en einu sinni á mótum Litluhlíðar og Skarðshlíðar, t.d. í fyrravetur. Ég veit til þess að kvörtunum var komið á framfæri við bæinn og þar var vel í það tekið, að kippa þessu í liðinn. En samt sem áður gerist þetta enn þegar verið var að hreinsa snjó í sl. viku. Bæjarbúar eru að græða umhverfi sitt til að skapa fallegri og byggilegri bæ. Þess vegna er það lágmarkskrafa til bæjar- starfsmanna; að þeir brjóti ekki niður að vetri, það sem grætt er að sumri. Signý Pálsdóttir leikhússtjóri hringdi: Ég vil þakka fyrir lesendabréf sem birtist í Degi fyrir skömmu. Þar var farið vinsamlegum orðum um sýningu okkar á My fair Lady, en einnig var getið um það að starfsfólk leikhússins tæki upp bestu bílastæðin við Samkomu- húsið þegar sýningar fara fram. Ég þakka bréfritara góð orð í okkar garð og vil segja að ábend- ingar hans varðandi bílastæðin hafa verið teknar til greina og starfsfólk hér mun ekki leggja bifreiðum sínum við húsið á sýn- ingartímum. 2 - DAGUR - 16. nóvember 1983

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.