Dagur - 28.03.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 28.03.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 28. mars 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI S(MI: 24222 ÁSKRIFT KR. 130 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 18 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GfSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRÍKUR ST. EIRÍKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Að sameinast um jafnréttiskröfuna Nýlega afhentu forsvarsmenn samtaka um jafn- an kosningarétt forsætisráðherra og forseta Sameinaðs þings undirskriftir um 15 þúsund manns, einhvers konar niðurstöður á því sem þessir aðilar kalla skoðanakönnun. Þessar niður- stöður eiga að sögn aðstandenda að leiða það í ljós að mikill meirihluti þjóðarinnar sé hlynntur algjörum jöfnuði á kosningarétti. Framkvæmd og niðurstöður þessarar svokölluðu skoðana- könnunar eru vægast sagt mjög vafasamar, þó ekki sé sterkar að orði kveðið. Meginskyssan er sú að þessi könnun var að- eins framkvæmd meðal íbúa höfuðborgar- svæðisins. Hún gefur því enga vísbendingu um vilja landsmanna, nema þessir menn sem að þessu stóðu telji helming þjóðarinnar sem býr úti á landi ekki til landsmanna. Auk þess má með fullum rétti efast um að könnUnin hafi verið framkvæmd á hlutlausan og vísindalegan hátt, enda unnin af mönnum sem voru að leita að fyrirfram ákveðinni niðurstöðu. Þá má auk þess nær örugglega gera því skóná að hafi þetta sama fólk verið spurt að því hvort það vildi að landsmenn byggju við jafnan rétt á öðrum sviðum, þá hefðu svörin einnig verið jákvæð. En slíkra spurninga hentaði ekki að spyrja. Það hentaði ekki þessum „jafnréttissinnum" að vekja athygli á því mikla misrétti sem fólk í strjálbýlinu býr við í fjölmörgum greinum. Það eru nefnilega fleiri óánægðir með for- mannasamkomulagið svonefnda varðandi kosn- ingarétt og kjördæmaskipan. Það eru þeir sem vilja jöfnuð milli landshluta á öllum sviðum áður en, eða a.m.k. jafnframt því sem breytingar eru gerðar á kosningarétti og kjördæmaskipan. Þetta fólk óttast að misréttið gagnvart lands- byggðinni mun stóraukast með þeim breyting- um sem fyrirhugaðar eru, hvað þá ef skrefið verði stigið til fulls í jöfnun kosningaréttar. Jöfnun kosningaréttar er sjálfsagt mál, en ekki fyrr en forsendunum fyrir því að hafa mis- jafnt vægi atkvæða hefur yerið rutt úr vegi. Mis- jafnt vægi atkvæða hefur verið talið nauðsynlegt til að tryggja valdajafnvægi í landinu, sökum þess hagræðis sem höfuðborgarbúar og ná- grannar þeirra hafa af því að öll meiriháttar op- inber þjónusta og stjórnsýsla er staðsett í Reykjavík. Það er ljóst að stór hluti þjóðarinnar er óánægður með formannasamkomulagið og telur það allsendis ófullnægjandi, þó á mismunandi forsendum sé. Þessir tveir hópar ættu að sam- einast um að finna farsæla lausn sem allir geta sætt sig við, þar sem útlit er fyrir að Alþingi sé að bregðast í málinu. Við búum í einu landi og ættum að geta sameinast um þá kröfu að jafn- rétti skuli ríkja milli þegnanna á öllum sviðum. Úr skýrslu Fjórðungssambands Norð- lendinga um atvinnumál: Ástand f iskveiða í skýrslu þeirri sem Fjórðungs- samband Norðlendinga hefur gert um atvinnumál í Norð- lendingafjórðungi er að finna samantekt á fiskveiðimálum þéttbýlisstaða á Norðurlandi Fiskveiðar Norðlendinga Óhætt er aö segja að í dag er mikið óvissuástand ríkjandi í fiskveiðimálum í landinu. Veru- legs aflasamdráttar er tekið að gætá og ekki er enn fullljóst hvernig fyrirkomulag veiðikvót- ans reynist Norðlehdingum á þessu ári. Á Hvammstanga er um þessar mundir aðallega verið að vinna að rækju og skel en lágdeyða hef- ur verið ríkjandi í vinnslu botn- fiskafla. Gott hljóð er í mönnum á Blönduósi. Að aflokinni rækju.'ertíð í vor hófust hrefnu- veiðar sem gáfu af sér 40 tonnum meiri afla en á árinu í fyrra eða 100 tonn alls. Veiðar á hörpu- diski hófust svo í haust og hafa gengið vel og nú er verið að kanna möguleika á að hefja krabbaveiðar. Á Skagaströnd er heldur minni vinna við botnfiskinn um þessar mundir en verið hefur en vaxandi skelfiskafli hefur bætt ástandið nokkuð upp. Frystitogari er gerð- ur út frá Skagaströnd. Á Sauðárkróki kom minni botnfiskafli á land nú en árið á undan og voru dauðir tímar tíð- ari á þessu hausti en því næsta á undan hjá Fiskiðjunni og Skildi. Á Sauðárkróki hefur verið sótt um leyfi til rækjuvinnslu en heimamönnum þótti allhart að horfa upp á tvo keflvíska báta leggja upp rækju í bænum sl. sumar og láta keyra hana alla á Suðurnes til vinnslu. Á Hofsósi hafa átt sér stað ákveðin þáttaskil í sjávarútvegs- málum því þangað hefur verið keyptur 54 tonna bátur til skel- fiskveiða. Að auki fær Hrað- frystihúsið á Hofsósi til sfn % afla Útgerðarfélags Skagfirðinga. Á Siglufirði er nú næg atvinna. Það byggist fyrst og fremst á rekstri Siglósíldar og rekstri Þormóðs ramma en á meðan ör- yggið er ekki meira en raun ber vitni í vinnslu sjávarafurða, sér- staklega í niðursuðunni, getur brugðið til beggja vona með skömmum fyrirvara. Aflaminnkun hefur átt sér stað hjá Ólafsfirðingum og jafnframt mun aflasamsetning hpfa þróast heldur á verri veg. Skreiðar- vinnsla hefur minnkað eins og víðast annars staðar og aukin áhersla lögð á frystinguna. At- vinnumálanefnd Ólafsfjarðar- kaupstaðar hefur varað við upp- töku aflakvóta sem taki mið af afla síðustu þriggja ára þar eð sjávarkuldi fyrir Norðurlandi undanfarin ár hafi rýrt afla í fjórðungnum umfram afla- minnkun í öðrum landshlutum. Fremur neikvætt hljóð er í út- gerðarmönnum á Dalvík enda afli minnkað verulega. Tveir togarar Dalvíkinga eru á trolli og hafa undanfarið mest fiskað karfá, einn er á rækju en fjórði togarinn hefur legið við landfest- ar frá því fyrir jól. Á Dalvík eru uppi hugmyndir um niðursuðu á sjólaxi. Á Akureyri hefur tekist að halda uppi nokkurn veginn fullri vinnu hjá Útgerðarfélaginu. Afli hefur þó minnkað verulega og jafnframt aflasamsetningin þró- ast á verri veg. Nokkrar birgðir eru af skreið, freðfiski og karfa en eftir nýjan viðbótarsamning við Rússa er sennilegt að veru- lega grynnki á karfabirgðunum. Á Grenivík aflaðist meiri botn- fiskur á tímabilinu maí-okt. árið 1983 en á tilsvarandi tímabili árið 1982. Rekstrarlega reyndist árið 1983 heldur hagstæðara en árið 1982 þó nokkur birgðasöfnun geri erfitt fyrir. Á árinu 1982 var ráðist í að vinna slógmeltu til kálfafóðurs en í ljós hefur komið að það verð sem fyrir framleiðsl- una fæst dugar ekki fyrir kostnaði við vinnsluna. Á Húsavik hefur ástandið ver- ið nokkuð ótryggt. Aflaleysis gætti í haust og bátar hafa farið frá staðnum og stundað veiðar. annars staðar tímabundið. Held- ur meira hefur veiðst af rækju en fyrr. Nýlega festi Fiskiðjusamlag Húsavíkur kaup á tækjabúnaði niðursuðuverksmiðjunnar ís- lenskir sjávarréttir en rekstur niðursuðu á vegum fyrirtækisins tryggir betri nýtingu vinnuafls og hráefna. Á Raufarhöfn var landað nokkru magni af loðnu fyrir ára- mótin en loðnuveiðin hefur mikla þýðingu fyrir staðinn og breytir verulega tekjum sveitarfélagsins á ársgrundvelli. Þó er það loðnu- magn sem nú fékkst, u.þ.b. 25 þús. tonn, innan við helmingur þess sem á land kom árið 1981 en engri loðnu var landað á Raufar- höfn 1982. Rauðinúpur hefur fiskað lítið undanfarið og Stak- fellið var í tryggingarviðgerð all- an ianúarmánuð. Á Þórshöfn er ástandið nokk- uð svipað því sem verið hefur en af nýjungum þar má nefna vinnslu fiskborgara, hliðstæða þeirri er reynd hefur verið á Húsavík og Dalvík en þessi nýt- ing fiskafskurða er atvinnu- og verðmætaaukandi. Á það hefur verið bent að veiðikvóti sem eingöngu tekur mið af afla síðustu þriggja ára kann að reynast Norðlendingum óheppilegur. Má í því sambandi ítreka að launatekjur pr. ársverk við fiskveiðar fyrir Norðurlandi reyndust 4.2% undir landsmeðal- tali á árinu 1982. Þá mun, eins og fyrr er getið, ýmislegt benda til þess að sjávarkuldi fyrir Norður- landi hafi rýrt veiðina á síðustu árum umfram það sem gerst hef- ur annars staðar. Spár hafa kom- ið fram hjá sérfræðingum um hækkandi hitastig sjávar á þessu ári og vekur það að sjálfsögðu vonir um batnandi ástand.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.