Dagur - 27.04.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 27.04.1984, Blaðsíða 3
27. apríl 1984 - DAGUR - 3 „Lífinu tekið létt“: Undir fölsku flaggi „Það er um að gera að taka lífinu létt,“ segir í vísunni og víst er það að sumir taka lífinu léttar en aðrir og „geysast fram í einum sprett“. Gott dæmi um það er stúlkan að sunnan sem gisti Ak- ureyri um páskahelgina og lifði hátt . . . um stund. Þessi ónefnda vinkona Akur- eyrar kom hingað í sínu fínasta skarti rétt fyrir páska og ekki var hún búin að vera lengi í bænum þegar hún hafði afrekað ótrúleg- ustu hluti. Hún bjó á hóteli og snæddi þar og annars staðar þeg- ar henni bauð svo við að horfa og ók um á bílaleigubílum, sem reyndar þurftu að uppfylla þau skilyrði að vera með hljómburð- artækjum. Öllum taldi stúlku- kindin trú um að hún væri út- sendari „Blaðs allra landsmanna“ Videómarkaðurinn: ,JLögmál frumskógarins“ - Geysihörð samkeppni, bullandi undirboð og ólöglegar myndir Frétt Dags um ólöglegu myndirn- ar á videóleigunum hefur vakið mikla athygli og jafnframt vakið marga til umhugsunar um þessi mál. Sá „sjóræningjabissness" sem tíðkast hefur í þessu fagi hef- ur svo sem verið á flestra vitorði en að svo rammt kvæði að þessu, óraði fæsta fyrir. Þeir sem gleggst þekkja til mála eru sammála um að hingað til hafi „lögmál frumskógarins“ gilt á videómarkaðinum. En rétthafar hafa smám saman verið að berjast við að snúa þessari þróun við, enda miklir hagsmunir í húfi og sennilega kemur að því að þessi starfsemi verði sett undir lög og reglu. Það vekur athygli að aðeins átta af þeim ólöglegu myndböndum sem fundust við skoðun rétthafa, voru í eigu þeirra videóleiga sem Akureyringar reka. Eftir standa á annað hundrað myndbönd í eigu þeirra videóleiga sem reyk- vískir aðilar keyptu nýlega. Segir sagan að viðkomandi hafi flutt spólurnar norður til Akureyrar um leið og þeir tóku við, enda þær fyrir löngu búnar að ganga sér til húðar á „ólöglega markaðinum" fyrir sunnan. Rétthafar þessara myndbanda hafa hingað til beitt sektum með ágætum árangri, þó í raun sé þetta sektarfyrirkomulag aðeins skammtímalausn þar til höfunda- réttarlögin verða afgreidd frá Al- þingi. Flestum finnst þessar sektir þó vægar, enda 3.000 krónur fyrir ólöglega mynd, 5.000 krónurfyrir ólöglega fjölfaldaða mynd og 10.000 krónur fyrir mynd sem ekki hefur verið sýnd í kvik- myndahúsi, ekki miklir peningar. Reyndar er þó nokkuð ósann- gjarnt að beita þessu síðasttalda hér á Akureyri í mörgum tilfell- um, a.m.k. á meðan Borgarbíó dregur það í mörg ár að sýna við- komandi myndir. Gott dæmi er t.d. Rocky III sem nýlega var sýnd hér en Reykvíkingar og aðrir áttu þess kost að sjá hana endur- sýnda sl. haust. Þó langlundargeð videótækjaeigenda sé e.t.v. mikið þá er þetta fulllangur dráttur. Annars er það athyglisvert við videómarkaðinn á Akureyri að samkeppnin er orðin geysihörð og að sögn manna sem til þekkja er það aðeins tímaspursmál þangað til videóleigurnar fara að týna töl- unni. Þegar eru komin af stað bullandi undirboð á myndbönd- um og tækjum sem leigð eru út og allt stefnir í að fáar og stórar leigur muni starfa í framtíðinni, því það þýðir ekkert að loka aug- unum fyrir því að videóið er kom- ið til að vera. - ESE og með þann „sannleika" upp á vasann stóðu henni allar dyr opnar. Meðal afreka „blaðakon- unnar" voru viðtöl við hina og þessa góðborgara, myndir af öllu mögulegu og ómögulegu og kampavínsveislur hér og þar. Þá er ótalinn einleikur á kirkjuorgel- ið, „breakdance" í Sjallanum og vélsleðaferð um allt Hlíðarfjall. Gott ef stúlkan var ekki farin að trúa því á endanum að hún væri sérlegur útsendari þeirra Styrmis og Matthíasar. Á þetta er minnst hér, ekki til þess að gera gys að stúlkunni sem sigidi undir fölsku flaggi né til þess að gera veg Morgunblaðsins minni, heldur til þess að þeir sem voru narraðir hætti að bíða eftir opnuviðtölun- um og heilsíðugreinum. - ESE. AFTUR HÚS Aðalvinningur ársins, dreginn útí 12. flokki: Fullgerd vernduð þjónustuíbúð að Boðahlein 15, Garðabæ. Langstærsti vinningurá einn miða hérlendis. r j| !!?1 11 toppvinningar til íbúðakaupa 100 bilavinningar á 100 þúsund hver að upphæð 500 þús. krónur krónur 8-10 búavmningar i hverjum mánudi. 480 utanlandsferðir á 35 þúsund 840 húsbúnaðarvinningar á 10 krónurhver þúsundkrónur er Sala á lausum midum og endumýjun ársmiða ogflokksmida erhafin. Mánaðarverð miða erkr. 100, en ársmiða kr. 1.200 Dregíð i l.flokkí 3.maí. K1*>- IHappdratltíVv , Sdae* Happdrættí 84-85

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.