Dagur - 16.07.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 16.07.1984, Blaðsíða 4
4 —DAGUR-16. júlí 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI:. 24222 ÁSKRIFT KR. 150 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 22 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRÍKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Sterkari fjölmiðlun Svavar Gestsson og Jón Baldvin Hannibalsson hafa nýverið gagnrýnt ríkisfjölmiðlana og þau vinnu- brögð sem fréttastofur þeirra stunda í pólítískri um- fjöllun. Svavar telur, að stjórnarandstöðuflokkarnir séu nánast útilokaðir frá ítarlegri pólitískri umræðu í ríkisfjölmiðlunum og Jón Baldvin kallaði ríkisfjöl- miðlana: „Andlega örbirgð hf". Það er ekki nýlunda, að talsmenn stjórnarand- stöðuflokka telji sig afskipta í pólitískri umfjöllun ríkisfjölmiðla á íslandi. Þessi gagnrýni á nokkurn rétt á sér, því það er allt of lítið gert af því í ríkis- fjölmiðlunum okkar, að fara í saumana á brennandi þjóðmálum hverju sinni. Það sama má raunar segja um blöðin, sem allt of sjaldan fjalla um mál á hlut- lægan hátt, jafnvel þó við eigum eflaust heimsmet í blaðaútgáfu - miðað við fólksfjölda. En hér er ekki við fréttamenn ríkisfjölmiðlanna eða blaðamenn að sakast, því flestir íslenskir fjölmiðlar búa við þröng- an fjárhag og fáa starfsmenn. Þannig hafa frétta- mennirnir ekki tök á að sérhæfa sig í ákveðnum málaflokkum. Þess í stað eru allir að grauta í öllu og oft með skammarlegum árangri. Þetta á ekki hvað síst við um fréttastofur ríkisfjölmiðlanna, sem þó gera oft merkilega góða hluti miðað við aðstæður - sérstaklega fréttastofa útvarpsins. En þó Svavar og Jón Baldvin skammi ríkisfjölmiðl- ana, þá eiga þeir sjálfir sinn þátt í hvernig þessum málum er komið — og samsekir þeim eru kollegar þeirra í stjórnmálabaráttunni. Það er gjarnan þeirra siður, að tala og karpa út og suður í fréttaviðtölum, þannig að enginn skilur, hvað þá að nokkur hafi gaman af. Um þetta segir Erna Indriðadóttir frétta- maður í grein í HP nýverið: „Það er umhugsunar- efni hvers vegna vitræn stjórnmálaumræða þrífst ekki hér. íslenskir stjórnmálamenn láta sér yfirleitt ekki nægja að skýra frá því að þeir séu ósammála andstæðingum sínum í umræðum í útvarpi eða sjónvarpi. Þeir þurfa helst að gera þeim upp annar- legar hvatir, túlka skoðanir þeirra í bak og fyrir og jafnvel hæðast að þeim. Þá sakar heldur ekki að eyða löngum tíma í að minna á hvað viðkomandi sagði eða gerði fyrir mörgum árum. Pólitísk umræða í landinu líkist einna helst skotgrafahernaði, þar sem menn freta hver á annan til skiptis. í stað þess að ræða um málefni er rætt um flokka og persónur. Það kemur fátt af viti út úr slíkri umræðu og fátt nýtt. Það er kannski ekki furða þótt fólk beri tak- markaða virðingu fyrir stjórnmálamönnum. Þessi orð Ernu Indriðadóttur eru í tíma töluð. Fljótvikasta leiðin til að venja stjórnmálamenn af þessum ósið er sterkari fjölmiðlun, gerð af fag- mönnum sem fá ráðrúm til að öðlast yfirsýn yfir þá málaflokka sem þeir fjalla um. Núverandi skipulag ríkisfjölmiðlanna, starfsaðstaða og starfsmanna- fjöldi, leyfir þetta ekki. Úr þessu þarf að bæta og það má mikið vera ef heiðarleg samkeppni á jafn- réttisgrunni er ekki sú vítamínsprauta sem ríkis- fjölmiðlarnir þurfa á að halda. -GS Gróðrarstöðin Laugarbrekka: „Vaxandi áhugi á skógrækt“ - segir Marta Svavarsdóttir í spjafli við Dag í Varmahlíð er starfrækt Marta Svavarsdóttir. gróðrarstöðin Laugarbrekka en hún stendur rétt ofan við aðal- byggðakjarnann. Einn góðviðrisdaginn er blaðamaður var óvænt staddur í Varmahlíð Ieit hann við í Laugarbrekku og fann þar verkstjórann, Mörtu Svavars- dóttur að máli. Hún var önnum kafin við að vökva í góða veðrinu, en varð góðfús- lega við þeirri beiðni að spjalla ofurlítið við mig. „Ég byrjaði að vinna hérna vorið 1953, en eftir 1978 á ég að heita einhvers konar verkstjóri. Við erum að bíða eftir skógar- verði. Þessi skógur sem þú sérð hérna er verk Sigurðar Jónasson- ar. Hann hóf hér skógrækt. Það var vorið 1944 sem plöntuuppeldi hófst í skógarreitnum í Varma- hlíð. Þá var birki sáð í 20 fer- metra beð og uppeldinu var hald- ið áfram og komu fyrstu birki- plönturnar úr reitnum vorið 1947, rúmlega 11 þúsund stykki. 1949 var heilmikið land brotið upp fyrir græðireiti og síðan hef- ur þetta smám saman hlaðið utan á sig. Og starfinu er ekki lokið enn.“ - Hvað vinnið þið mörg hérna? „Við vorum 11 í vor, en það er alltaf mest að gera á vorin. í sum- ar erum við 5. Það er margt sem við gerum hér. Við vinnum við snyrtingu og hreinsun, snyrtum toppa og sjáum um almenna að- hlynningu plantnanna. Það er alltaf nóg að gera í skógrækt. Það þýðir lítið að ætla heim kl. 5 á hverjum degi. Það er ekki hægt að hafa stimpilklukku þar sem gróður er annars vegar.“ - Þið seljið plöntur? „Já, en salan er mismunandi frá ári til árs. Ætli fjárhagur fólksins skipti ekki máli í þessu sambandi. Plöntur eru orðnar nokkuð dýrar. Árið 1960 af- greiddum við um 74 þúsund plöntur, en þá var líka mjög gott sumar. Ég hef ekki nákvæmar tölur fyrir síðustu ár, en þetta var metár. Áhugi á skógrækt hefur farið mjög vaxandi og það finnst mér jákvætt. í sambandi við söl- una, þá er hún mest hér í hérað- inu, en einnig hefur töluvert farið af plöntum í Húnavatnssýslur,til Siglufjarðar og allt suður í Borg- arfjörð." - Hér ertu með miklar breiður að lerki, er það vinsælt núna? „Við erum með 4 beð af lerki og eru 2.000 plöntur í hverju beði. Við ölum það upp í 1-2 ár í sáðbeðum, það fer svolítið eftir sprettu og tíðarfari. Síðan er það dreifsett sem kallað er og eftir 2 ár getum við selt plönturnar. Já, já, lerkið er mjög vinsælt núna, þetta er nægjusamt tré og þrífst vel hérna fyrir norðan. Þar sem úrkoman er meiri, eins og fyrir sunnan er uppvöxtur þess ekki eins góður. Svo er á döfinni að byggja bændaskógana upp á lerki og því erum við með svo mikið af því núna.“ „Við^eigum við smá vandamál að stríða í augnablikinu, það vantar hér vatnstank, svokallað- an miðlunartank og það er slæmt því í miklum þurrkum þarf mikið vatn.“ - Hvað er helst á döfinni hjá ykkur? „Við erum að fá smá landskika til viðbótar þar sem við ætlum að planta og fegra. Annars er aðal- áhugamálið að snyrta hér í kring, það er dálítið slarkaralegt utan við girðinguna. Síðan stendur til að girða allan Reykjarhólinn, en það er land sem skógræktarreit- urinn hefur til umráða. Við ætl- um að setja plöntur í allan hólinn norðan við byggðina. Þá eru ým- is landsvæði sem nýta má betur og æskilegt er að setja niður gróður hér og þar, t.d. eru nokkrir ljótir melar sem hægt er að prýðá.“ „Ferðafólk kemur í auknum mæli hingað til að skoða, og gengur þá gjarnan upp á Reykj- arhólinn, en þaðan er ákaflega gott útsýni yfir allt héraðið. Það sést yfir alla sveitina í báðar áttir og það er alveg yndislegt að vera þarna uppi í góðu veðri. Það er á óskalistanum hjá okkur að setja upp útsýnisskífu á hólnum, það myndi enn auka á ferðir fólks þarna upp.“ Það er full ástæða til að hvetja fólk til að ganga upp á Reykjar- hólinn er það á leið um Varma- hlíðina og skoða gróðurreitinn á Laugarbrekku í leiðinni. Þar eru skjólbelti góð og sagði Marta að þau vissu ekki af norðanáttinni. Þarna er ætíð logn og indælt að hvíla sig á stressi því sem ríkir á þjóðvegi 1 og ganga ofurlítið um skóginn. mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.