Dagur - 30.07.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 30.07.1984, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 30. júlí 1984 Hrafnhildur Jónsdóttir: Pað er ágætt stundum, en leiðinlegt stundum. Pað er skást að gera gangstéttir. Erna Sigmundsdóttir: Það er ágætt, betra en að vera atvinnulaus. Pað er einna skemmtilegast að raka. Edward Jóhannesson: Mér finnst það fremur leiðin- legt, þetta er leiðinleg vinna. Ásgrímur Reisenhus: Skítsæmilegt. Það er ekkert allt of gaman, það mætti vera hærra kaup. Guðrún Margrét Sigurðar- dóttir: pað er stundum ágætt, sér- staklega þegar Adolf (flokks- stjórinn) er í góðu skapi. „Fótboltinn er mitt trimm“ - segir Sveinn Björnsson formaður íþróttafélagsins Vasks „Ég lagði fyrir íþróttaráð bréf þar sem við förum fram á að fá svæðið í kringum Síðuskóla þegar farið verður að vinna að því, svipað og KA og Þór hafa fengið í kringum ann- ars vegar Lundarskóla og hins vegar GIerárskóla,u sagði Sveinn Björnsson formaður íþróttafélagsins Vasks í spjalli við Dag. „Ég held að það sé von- laust fyrir okkur að hefja markvisst starf og fá ung- linga og aðra inn í félagið, fyrr en við komumst inn í ákveðin hverfí og fáum fastan samastað.“ - Þið hyggist þá efla starfið? „Já, við gerum það. En ekki getur heitið að við séum farnir að skipuleggja neitt í smáatriðum, þetta hefur verið rætt lauslega og þá mest í kringum knattspyrn- una. Það hafa komið fram til- lögur, til dæmis um að stofna kvennadeild í knattspyrnunni og jafnvel að stofna handknattleiks- deild. En þetta er allt í deiglunni ennþá.“ - Er nóg af mannskap í félag- inu? „Við erum með nóg af mönnum í kringum fótboltann, en eins og gengur og gerist eru færri virkir í stjórn. Við sjáum ekki annað, ef við höldum þessu áfram, en að fá fleiri með. Það er klárt mál að það er vel pláss fyrir þrjú íþróttafélög hérna í bænum.“ Vaskur var stofnaður upp úr firmaliði Híbýlis. Það lið tók upp á því að vera með í fjórðu deild- inni, en það hafði í för með sér að þeir urðu að stofna formlegt íþróttafélag, ganga í ÍSÍ og ÍBA og KRA. „Og þá erum við komn- ir inn í öll þessi félög og eigum sæti í þeim nefndum sem því fylgir," sagði Sveinn. „Það liggur' beint við að halda þessu áfram. Að minnsta kosti á meðan menn hafa áhuga á því.“ Sveinn tók við formannsemb- ætti af Reyni Brynjólfssyni í febrúar síðastliðnum. Félagar eru um 130 talsins, og „við höfum mikið orðið varir við það að strákar sem eru viðloðandi 2. og meistaraflokk KA og Þórs, en hafa ekki áhuga á því að æfa eins stíft og 1. deildar félögin krefjast, þeir hafa komið til okkar. Sumir hverjir einungis til að æfa með, fremur en að keppa. Þeir eru þá aðallega að hugsa um að halda sér á hreyfingu. Þannig að það er ljóst að það er áhugi fyrir þessu,“ sagði Sveinn. Vaskur spilar nú sitt þriðja ár í 4. deild, og gengur vel. „Við stefnum núna að því að komast í úrslitakeppnina, sem er áfangi út af fyrir sig. Við erum í 2. sæti í okkar riðli og eigum góða mögu- leika á því að vinna hann. Auð- vitað er töluvert mál að fara í 3. deild, það kostar ferðalög og peninga. Við höfum fengið styrki frá ÍBA núna á þessu ári, 12.000 krónur, en svona til gamans get ég sagt þér að velta félagsins, samkvæmt skýrslu til ÍSÍ, var rétt um 200 þúsund krónur. En að mestu leyti erum við fjármagnað- ir af félags og æfingagjöldum." Sveinn hefur alltaf haft áhuga á knattspyrnu, segir hann, spilaði með KA 5. flokki á sínum tíma en það datt upp fyrir. „Svo byrj- aði ég aftur að vera með þegar ég var orðinn giftur maður og stút- ungskall,“ segir Sveinn. „Ég er 34 ára,“ bætir hann við. „Fótbolt- inn er mitt trimm. Ég hef mikinn áhuga á þessu og þykir virkilega gaman." Nú í sumar hafði Vaskur í fyrsta sinn þjálfara, Hafberg Svansson. „Annars höfum við bara stýrt þessu eftir nefinu,“ segir Sveinn. - En þið stefnið sem sagt stórt? „Ja, ég sé ekki annað. Við erum farnir að þiggja styrki frá ÍBA, og úr því að svo er komið verður eiginlega ekki snúið við. Það eru margir sem hafa áhuga á því að hreyfa sig þó að þeir lendi ekki í toppbaráttunni." Sveinn sagðist alltaf hafa haft þá trú að Vaskur ætti að vera í 4. deildinni í 5-6 ár, meðan barns- skónum væri slitið. „En við verð- um að taka afleiðingunum ef gengur betur en svo.“ - KGA Þeir koma eins og þjófar að nóttu Kona úr Innbænum hringdi. Það er Ijótur ósiður hjá veiði- mönnum að þegar rignt hefur að Á. Valur hringdi: Sagðist hann vera óánægður með orðið „karnival". Sagði hann að karnival og kjötkveðjuhátíð væri eitthvað allt annað en það karn- ival sem haldið var hér í bæ. Það væri kennt við föstu og íslending- degi eða kvöldi þá ráðast þeir inn í garða hér í Innbænum næstu nótt á eftir í leit að möðkum. ar væru ekki þekktir fyrir að fasta mikið. Lagði hann til að þetta yrði eftirleiðis kallað „síðsum- arblót“ eða „sumarhátíð á Ak- ureyri“. Það væri heppilegt að kenna þetta við bæinn, það myndi draga að ferðamenn. Þessir menn koma eins og þjóf- ar að nóttu fara um allt, yfir blóm og annað, traðka niður gróður Einnig að sniðugt hefði verið að efna til hugmyndasamkeppni um nafn og veita smáverðlaun fyrir besta nafnið. Hann sagðist vera mjög ánægður með það framtak að halda hér karnival, en sér fyndist nafnið ekki nóeu eott. sem fólk hefur lagt mikið á sig við að koma upp og skilja eftir sig rusl eins og t.d. eldspýtustokka og sígarettustubba. Svo loksins er þeir halda á brott skilja þeir eftir opin hlið. Þessir menn ættu að hugsa sinn gang, pukrandi heim í lóðum ókunnugs fólks um miðjar nætur farandi yfir eins og stormsveipar skemmandi og traðkandi allt út. Það er ansi hart að hafa lagt á sig vinnu til þess að geta haft huggu- legt í kring um sig og svo koma einhverjir ormatínarar og troða allt niður. 99 Síðsumarblót íc

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.