Dagur - 30.07.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 30.07.1984, Blaðsíða 4
4-DAGUR-30. júlí 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SI'MI:. 24222 ÁSKRIFT KR. 150 Á MÁNUÐI - LAUSASÖLUVERÐ 22 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GfSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRfKUR ST. EIRIKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRIMANN FRIMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Hagkvæmni í landbúnaði íslenskur landbúnaður hefur orðið fyrir harðri gagn- rýni að undanförnu, ekki síst vegna ríkjandi skipu- lags í afurðasölu. Vissulega mætti ýmislegt betur fara í þessari atvinnugrein, ekki síst hvað hag- kvæmni varðar, en það er margur „búskussinn" jafnt til sjávar og sveita. En því verður ekki mót- mælt með rökum, að íslenskur landbúnaður er ein uppistaða íslenska lýðveldisins. Hann er okkur nauðsynlegur. Þrátt fyrir það veitir réttlát og mál- efnaleg gagnrýni landbúnaðinum þarflegt aðhald og það er ástæða til að hlusta á þá gagnrýni og lag- færa þar sem úrbóta er þörf.' Búrekstur hefur verið erfiður og ef til vill hefur kjararýrnunin orðið hvað mest hjá bændum. En „kreppa" getur orðið til góðs að nokkru, ef hún kennir mönnum meiri hyggindi og betri nýtni á landsins gæðum. Um þetta var nokkuð rætt á síð- asta búnaðarþingi og í ályktun þess segir m.a. um aðgerðir til úrbóta: 1. Koma þarf á sem fyrst viðskiptabókhaldi fyrir bændur, sem tengt yrði tölvuþjónustu, svo að þeir geti með stuttum fyrirvara metið stöðu ein- stakra búgreina og á þann hátt komið á nauð- synlegum breytingum þegar þurfa þykir. 2. Gera þarf átak til að bæta aðstöðu til fóðurverk- unar, fyrst og fremst með könnun á afköstum súgþurrkunartækja og gerð áætlunar um hag- kvæmar breytingar. Jafnframt verði gerð áætlun um endurbót á aðstöðu til votheysgerðar, þar sem hún er ófullkomin. 3. Gera þarf áætlun um endurnýjun og stækkun túna þar sem það er talið nauðsynlegt og þær umbætur verði tímasettar. Með auknum heyfeng skapast grundvöllur að heykögglagerð, en það mun gera mögulegt að draga verulega úr kjarn- fóðurgjöf. 4. Koma þarf á hagfræðileiðbeiningum í vaxandi mæli og leitast við að aðstoða bændur, svo sem kostur er á, við að minnka rekstrarkostnað bú- anna og lækka framleiðslukostnað búsafurða. 5. Hagnýta verður náttúruauðæfi, þar sem þau er að finna og hagkvæmt þykir, svo sem jarðhita til upphitunar, veiði á laxi og silungi í ám og vötnum, selveiði, hrognkelsarækt, æðarrækt og fleira mætti nefna. 6. Aðstoða þarf við að koma á sem fjölbreyttastri matjurtarækt á sveitabýlum, hvort sem er í skjólgóðum görðum, plasthúsum eða upphituð- um gróðurhúsum. 7. Vinna þarf áfram að því að rækta búfjár- og gras- stofna með eiginleika til að skila miklum og góð- um afurðum eftir einstakling eða á flatarein- ingu.“ Þessi samþykkt búnaðarþings þyrfti að komast í framkvæmd sem fyrst og fleira mætti nefna bænd- um og þjóðfélaginu í heild til hagsbóta. Þannig þyrfti strax að skoða grannt, hvort ekki er hag- kvæmt að stórauka fóðurgerð úr innlendu hráefni, t.d. úrgangi frá sjávarútvegi, landbúnaði og iðnaði. Þannig mætti spara gjaldeyri og skapa aukna at- vinnu á þéttbýlisstöðum. - GS „Hápunktur ferða- laga okkar á hjólum“ - segja tveir V.-Þjóðverjar sem hjóluðu fyrstir manna yfir Sprengisand „Hvers vegna? Við höfum hjólað víða um Evrópu hinar ólíkieg- ustu leiðir og vissum að hér vœri erfitt að fara um á hjólum. Þegar okkur barst svo sú vitn- eskja að Sprengisands- leið hefði aldrei verið farin á reiðhjólum svo vitað sé ákváðum við að skella okkur. “ Þetta sögðu tveir V.-Þjóðverj- ar sem litu inn á ritstjórnarskrif- stofu Dags í vikunni, þeir Man- fred Strauss og Alfred Bremm frá Dusseldorf. Þeir voru þá ný- komnir á hjólunum sínum frá Reykjavík, og fóru Sprengisand. „Það hefði ekki verið nærri því eins gaman að fara eftir aðal- þjóðveginum, hringveginn svo- kallaða," sögðu þeir. „Við vorum eina viku á leiðinni frá Reykjavík til Akureyrar en þurftum að stoppa í einn dag til þess að þurrka fötin okkar og þess háttar eftir miklar rigningar sem við lentum í.“ - Var þetta ekki erfitt ferða- lag? Nú hlægja þeir báðir. „Jú, þetta var mjög erfitt svo ekki sé meira sagt. Við fengum allar teg- undir af veðri, en verst var er við lentum í sandstormi. Þá urðum við að béra hjólin á bakinu yfir ár Þjóðverjarnir við hjólin sín, komnir til Akureyrar. sem urðu á leið okkar og allan farangur en þegar upp er staðið er óhætt að segja að þetta hafi verið þess virði að gera þetta.“ - Hvað fáið þið út úr þessu ferðalagi? „Það stórkostlegasta við þetta allt saman var hin mikla kyrrð. Við komum frá 500 þúsund manna borg og höfum ekki haft aðstæður til þess að koma á staði eins og við fundum á leið okkar. Kyrrðin og náttúrufegurðin auk allra ævintýranna gerðu þetta að hápunkti okkar ferðalaga á hjól- unum og höfum við þó víða farið,“ sögðu þeir Strauss og Bremm að lokum. gk-. Þær passa línurnar Sólveig Aðalsteinsdóttir og Þóra Sigurðardóttir sýna 47 myndir í Laxdalshúsi 21. 7. - 3. 8. 1984. Hvar er hægt að lesa sögurnar, sem myndirnar hennar Þóru eru úr? Þessi spurning sótti mjög á mig þegar ég skoðaði þrykk hennar af ýmsu tagi, einkum þurrnálarverk að þessu sinni. Sex þeirra eru í myndröðinni „Blóðbönd“ en þar er handlitað ofan í svart-hvítar myndir. Ber mikið á kríum og rauðum taumum í þessari ævintýralegu seríu. Handbragðið er öruggt og hún er fim í forminu, ekki síður en því að gæða myndina þeirri dýpt, sem er ekki fjarvídd aðeins, heldur dulspeki að auk. Krían með sinn rauða gogg og kvikurásir eld- fjallsins (er það ekki sá magnaði Snæfellsjökull?) draga áhorfandann á vit þess sem er hátignarlegt í nátt- úrunni. Þóra skreppur líka með okk- ur niður í fjöru, en einmitt þar og á grunnsævinu eru römmustu andstæð- ur jarðarinnar og upptök átaka í listum. Það er engin tilviljun, hve mjög ber a sjó, vötnum, flæðarmál- um, ám og fossum í myndlist, svo ekki sé minnst á japanska regnið. Þótt enginn sé að heimta, að mynd- listarfólkið geri heimildarmyndir um hringrás vatnsins á jörðinni, þá gegn- ir það furðu, hve íslenskt fólk hefur verið hógvært í því að beygja mynd gufu, vatns, þoku og snjókomu undir vilja sinn. Þess vegna er það gleðilegt að sjá myndlistarmann eins og Þóru núna tefla saman eldinum og blóðinu gagnvart vatnsfletinum og gefa stefnumót þeirra í skyn. „Steindauð- ir“ steinar ríma ágætlega við þetta ljósaskipta-andrúmsloft í myndum hennar. Afgangurinn af verkum Þóru á sýningunni eru 11 nafnlaus lítil lita- ljóð, þar sem dansað er af meira fjöri og þó verið með beitt form. Eins og í hinum flokknum eru litir og tónar í beisluðu samræmi, og þó svo afar langt frá því að vera klunnalegir. í dálítið vanhugsaðri athugasemd um verk Þóru á fyrstu sýningu Laxdals- húss (Dagur 18. júni sl.) kallaði ég þau „dæmigerð kvennalist“, vegna endurtekninganna aðallega. 1 Lax- dalshúsi núna sést betur hvað lista- maðurinn er að fara, hverjum áhrifa- Ólafur H. Torfason skrifar mætti má ná með markvissri og sam- stæðri skipulagningu verka sinna. Sólveig Aðalsteinsdóttir er ómót- aðri í list sinni, sem virðist enn vera þreifingar fremur en leit. Ekki sá ég betur en hún mætti vara sig á heml- unarmætti pappírsins, þegar vatns- liturinn er annars vegar. Réttur pappír er grundvallaratriði, og lista- maðurinn þarf líka að vera viss um, hvort hann er að teikna eða mála. Línurnar eru býsna áberandi hjá Sól- veigu (raunar einkenni á verkum Þóru líka), þannig að fyrirmyndirnar skerast ótæpilega sundur. Það er óþarfi að sperrast alltaf við að fylla út í myndflötinn, enda eru bestu sprett- ir hennar í myndum 8.-11:, þar sem hún er einn frjálsust og léttust. Sígaunaeðli Sólveigar endurspeglast vel í ferðateikningunum, sem koma frá Ítalíu, Hollandi, Bandaríkjunum, Snæfellsnesi, Þórsmörk og úr Þing- vallasveit, svo eitthvað sé nefnt. Alls staðar hefur hún kveðist á við um- hverfið með skissublokkina að vopni. Flestum hefur orðið gott af slíkri iðju, en næst viljum við sjá hluta af úrvinnslu líka.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.