Dagur - 31.10.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 31.10.1984, Blaðsíða 9
31. október 1984 - DAGUR - 9 Stórmót í kraft- lyftinqum Grétarsmótið verður haldið um næstu helgi Kári Elíson er til alls líklegur á Grétarsmótinu um helgina. Hið árlega Grétarsmót kraft- Iyftingamanna á Akureyri verður haldið nk. laugardag í íþróttahöllinni. Má segja að þetta sé einn af hápunktum íþróttavertíðarinnar því Grét- arsmótið hefur unnið sér sess sem eitt aðalkraftlyftingamótið sem hajdið er hér á landi, næst á eftir íslandsmótinu. Að venju verður Grétarsmótið Sigurður óákveðinn „Ég hef ekki tekið neina ákvörð- un um það hvort ég muni leika með Þór á næsta keppnistímabili eða hvort ég spila með öðru liði,“ sagði Sigurður Lárusson knatt- spyrnumaður á Akranesi er við ræddum við hann. Sigurður hefur átt viðræður við forráðamenn Þór-KA Höllinni i Þórs, og þá hefur heyrst að hann muni þjálfa og leika með liði Völsungs á Húsavík í 2. deild- inni. „Ég kannast ekki við það að Völsungur sé inni í þessari mynd,“ sagði Sigurður. „Stað- reyndin er einfaldlega sú að ég er að fara í skurðaðgerð, það þarf að fjarlægja liðþófa úr hnénu og ég kem ekki til með að ákveða neitt í þessu máli fyrr en þessi að- gerð er að baki,“ sagði Sigurður Lárusson. Ákveðið hefur verið að fyrri viðureign KA og Þórs í 2. deild íslandsmótsins í handknattleik sem vera átti fyrsti leikur Is- landsmótsins að þessu sinni en var frestað vegna verkfalls, verði háður í íþróttahöllinni óg hefjist kl. 20.30 á föstudags- kvöld. Bæði þessi lið áttu ágætisleik gegn Fram um síðustu helgi. Þórsarar voru að vísu seinir í gang þá en sýndu síðan að þeir geta bitið hressilega frá sér þegar sá gállinn er á þeim. KA-menn unnu hins vegar öruggan sigur gegn Fram og virkuðu sannfær- andi. Það má búast við fjörugri viðureign í Höllinni á föstudags- kvöldið eins og jafnan er þegar þessir erkifjendur mætast. Víst er að ekkert verður gefið eftir og sennilega láta áhorfendur ekki sitt eftir liggja til þess að gera viðureignina spennandi. Ekki er betur vitað en að bæði liðin tefli fram öllum sínum bestu leikmönnum. Liðin hafa æft vel að undanförnu eftir að verkfall starfsmanna Akureyrar- bæjar leystist og íþróttahúsin voru á ný opin til æfinga. Eins og menn muna féll KA úr 1. deild sl. vor en Þórsarar sem þá höfðu verið í 3. deild unnu sig upp ■ nokkuð sannfærandi. Utvegsbankinn sigraði Knattspyrnudeild KA efnir til lokahófs og uppskeruhátíðar fyrir yngstu knattspyrnumenn félagsins n.k. sunnudag og hefst hófið í Lundarskóla kl. 14. í hófinu fer fram verðlaunaaf- hending fyrir þann pilt sem kos- inn hefur verið leikmaður hvers aldursflokks. Þá verður spilað bingó, vídeómyndir verða sýndar og að sjálfsögðu verða veitingar á boðstólum. Allir leikmenn yngri flokka knattspyrnudeildar KA eru vel- komnir og þá hafa forráðamenn KA ekki á móti því að sjá for- eldra piltanna á staðnum. vel mannað. Allir bestu Akureyr- ingarnir verða meðal þátttakenda og margir þeirra eru í sínu besta formi. Nægir þar að nefna Kára Elíson og Víking Traustason sem stefna á heimsmeistaramótið í Austin í Texas í næsta mánuði. Jóhannes Hjálmarsson verður með, sem og Flosi Jónsson og Freyr Aðalsteinsson og ungur og efnilegur kraftlyftingamaður, Haukur Ásgeirsson keppir á sínu fyrsta stórmóti. Óvíst er hvort Helgi Eðvarðsson verður meðal keppenda. Tveir KR-ingar verða örugg- lega meðal þátttakenda en enn er óvíst hvort „tröllin“, Hjalti „Úrsus“ Árnason og Torfi Ólafs- son verða í þeirra hópi. Þá er ör- uggt að þrír ungir og efnilegir kraftlyftingamenn frá Vest- mannaéyjum koma á mótið. Mótið hefst kl. 14 í íþróttahöll- inni. t- ESE Æfingar Þórs í knattspyrnu Æfingatafla knattspyrnudeild- ar Þórs í vetur er sem hér segir: M.fl. karla miðvikudaga kl. 22 í Glerárskóla og í íþróttahöll kl. 14 á sunnudögum. M.fl. kvenna á þriðjudögum kl. 22 í Glerár- skóia, yngri flokkur kvenna kl. 17.20 á sunnudögum í Glerár- skóla. 6. flokkur kl. 17 á mánu- dögum í Glerárskóla, 5. flokkur á miðvikudögum kl. 17 og sunnu- dögum kl. 16.25. 4. flokkur á þriðjudögum kl. 21 og sunnu- dögum kl. 15.30, 3. flokkur kl. 15 í Höllinni á sunnudögum, 2. flokkur í Glerárskóla kl. 22 á fimmtudögum. Starfsmenn Útvegsbankans og Landsbankans á Akureyri kepptu í golfl á Jaðarsvelii sl. laugardag, síðasta dag ársins sem fært var í golf norðan- Iands að öllum líkindum. Mik- ill golfáhugi er hjá þessum stofnunum og fjölgar þeim óðum þar sem fá „bakter- íuna“. Leiknar voru 9 holur og gilti árangur fjögurra bestu úr hverju liði. Úrslitin urðu þau að Útvegs- bankinn sigraði en ekki fyrr en eftir harða og tvísýna keppni. Indriði Jóhannsson Ú. lék best allra, var á 43 höggum. Inga Magnúsdóttir Ú. var á 50, Aðal- heiður Alfreðsdóttir Ú. á 56 og Haraldur Sigurðsson sem er ört vaxandi kylfingur lék á 60 höggum. Samtals léku því 4 bestu hjá Útvegsbankanum á 209 höggum. Landsbankamenn tefldu fram hörðum keppnismönnum eins og t.d. Gunnari Sólnes sem lék á 47 höggum, Lárusi Sverrissyni á 51 höggi, Jóni G. Sólnes á 56 og Þorláki Sigurðssyni sem var á 62. En allt kom fyrir ekki, Lands- bankinn var á 216 höggum. Af öðrum keppendum má nefna að Ásgrímur Hilmisson bankastjóri Útvegsbankans lék á 62 og Landsbankamennirnir Jó- hann G. Möller á 65, Arnheiður Ásgrímsdóttir á 68 og Birgir B. Svavarsson á 72. 1—X—2 Útvegsbankinn með sigurlaunin. Guðmundur Þorsteinsson. „Hress með mína menn 66 „Eg hef rétt aöeins trú á þvi að það verði Tottenham sem kem- ur til með að sigra í 1. deildinni í Englandi að þessu sinni," seg- ir Guðmundiir „Gulli“ Þor- steinsson aðdáandi Tottenham sem er spámaður okkar þessa vikuna. „Eg er hress ineð fraiumi- stiiðu minna manna það sem af er, en það sem hefur koinið mér mest á óvart til þessa er að Tottenham skuli ekki vera langefst, en það stendur auövit- að til bóta." - Hverjir koma til með að veita Tottenham keppni á toppnum? „Það cru þarna nokkur lið sem blanda sér í þetta ef niaöur talar í alvöru. Lið eins og F.verton sem viröist mjög sterkt þessa dagana, Manchester Lhiited og Arsenal. Þó er ég viss um að Liverpool á eftir að spjara sig þrátt fyrir afleita byrjun. Ég tippa á að Livcrpool verði í einu af þremur efstu sæt- unum þcgar upp veröur staðið. Annars er mikið eftir og vont að spá. Framhaldið veltur á ýinsu eins og því hvernig liðin fara út úr meiðslum leikmanna og hvcrnig vellirnir veröa. Ef þcir fá harðan vetur og snjó og drullu á vellina þá hentar það t.d. Liverpool injög vel.“ - Spáin vaföist ekki fyrir Guðmundi að þessu sinni og það mun víst vera nokkrir „iir- uggir“ eins og t.d. leikur Tott- enham-WBA. En spáin cr svona: A.Villa-West Hain Everton-Lcicester Ipswich-Watford Luton-Newcastle Sheff.Wed-Norwich Southampton-N.Forest Stoke-Liverpool Sunderland-QPR Tottenham-WBA Brighton-Man.City Charlton-Leeds N .County-Grimsby Sigurður náði 6 Sigurður Pálsson spámaður i fyrri viku náði 6 leikjum réttum. Liðið hans Arsenal tap- aði á útivelli fvrir West Hani en þann leik hafði Sigurður talið með þeim öruggari á seðlinum. Sigurður hafði rétta heimasigra Chelsea gegn Ipswich, Leicest- er gegn A.Villa, Norwich gegn QPR, Sunderland gegn Luton og Barnsley gegn Charlton og einnig jafntelli Watford og Newcastle.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.