Dagur


Dagur - 25.01.1985, Qupperneq 6

Dagur - 25.01.1985, Qupperneq 6
6 - DAGUR - 25. janúar 1985 Ragnar Gunnarsson afhenti Oddi Thorarensen viðurkenningu klúbbsins fyr- ir að hafa flutt norður aftur. Akureyrar Árshátíð Bifreiðaklúbbs Akureyrar var haldin í Mánasal Sjallans um síð- ustu helgi, og var vel vandað til veislu eins og jafnan er bifreiðaíþrótta- menn koma saman til að gera sér dagamun. tíma Akureyrings í sandspyrnu á sl. ári. Þetta var fjölmennasta árshát- íð Bifreiðaklúbbs Akureyrar til þessa. gk-. Eftir að menn höfðu etið og drukkið var tekið til við ýmis skemmtiatriði, flest heimatilbú- in. Flutt voru gamanmál, vísna- söngur var á boðstólum og söng- keppni, happdrætti og fleira. Þá var það ekki til að skemma fyrir að Omar Ragnarsson sem var gestur Bifreiðaklúbbsins steig fram á gólfið og bauðst til að flytja smá „atriði“ og var það að sjálfsögðu vel þegið. Ómar var þarna að „hita upp“ fyrir skemmtun í Sólarsai Sjallans síð- ar um kvöldið. Verðlaun voru afhent fyrir Ö.S. sandspyrnukeppni sem fram fór hjá klúbbnum sl. sumar en öll verðlaun í þá keppni voru gefin af Ö.S. umboðinu. Þá voru veitt fleiri verðlaun, m.a. fyrir bestan F.v. Örvar Sigurðsson frá Ö.S. umboðinu, Konráð Jóhannsson umboðsmaður Ö.S. á Akureyri, Gísli J. Guðmundsson, Þórður Helgason og Kjartan Bragason. Verðlaunaafhending fyrír Ö.S. sandspyrnukeppnina. F.v. Konráð Jóhannsson umboðsmaður Ö.S. á Akureyri, Bragi Finnbogason, Erik Karlsen, Haukur Sveinsson, Búi Eiríksson sem tók við verðlaunum Axels Helgasonar, og Örvar Sieurðsson. Ómar Ragnarsson var að sjálfsögðu mættur og ekki er ólíklegt að bílabrandarar hafi veríð á dagskrá. Fjölmenni var og ekki er að sjá á svip fólksins að mjög leiðinlegt hafi verið. Kjartan Bragason afhendir happdrættisvinninga. Myndir: KGA

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.