Dagur - 25.01.1985, Side 16

Dagur - 25.01.1985, Side 16
SMffl® Akureyri, föstudagur 25. janúar 1985 Þorrinn er byrjaður. Afgreiðum þorramat í trogum alla daga. BAUTINN. Eldhústækin eru engin smásmíði ef marka má stærð kassanna sem komið var með til hótelsins. Hér sjást tveir af átta kössum. Mynd: ESE Nýtt eldhús á Hótel KEA: „Stórkostleg breyting" - Þetta bætir úr brýnni þörf og bjargar okkur af götunni, sagði Jón Hjartarson, skóiameistari Fjölbrautaskólans á Sauðár- króki í samtali við Dag í tilefni af því að skólinn hefur nú feng- ið inni á þriðju hæð Skagfirð- ingabúðar, hins nýja og glæsi- lega húss Kaupfélags Skagfirð- inga. Fyrirhugað er að rýmka þær reglur sem gilt hafa varðandi lækkun eða niðurfellingu á fasteignaskatti elli- og örorku- | Sendir á Vaðlaheiði? Málefni RÚVAK verða í brennidepli Útvarpsráðs sem haldinn verður á Akureyri í dag. Á fundinum verður með- al annars rætt um skýrslu tæknideildar Pósts og síma um móttökuskilyrði fyrir stað- bundið útvarp. Samkvæmt heimildum Dags mun það ekki hafa gcfið góða raun að staðsetja útvarpssend- inn á þaki RÚVAK-hússins í Síðuhverfi. Petta hefur þó ekki fengist staðfest en sam- kvæmt sömu heimildum er eina leiðin að staðsetja send- inn á Vaðlaheiði. Á þessum merkisfundi Út- varpsráðs í dag munu sitja auk útvarpsráðsmanna útvarps- stjóri, fjármálastjóri RÚV og deildarstjóri RÚVAK. - ESE Er rætt var við Jón var kennsla nýhafin í húsnæðinu sem er um 400 fermetrar að stærð. Par er rými fyrir fimm kennslustofur sem notaðar verða í þágu bók- námsdeildar skólans. - Þetta er auðvitað engin við- bót og húsnæðisvandinn er eftir sem áður geypilegur. Við höfum hopað út úr grunnskólanum í Iífeyrisþega á Akureyri. í fyrra náöi niöurfelling og lækkun gjaldanna til 266 íbúða og þar af leiðandi talsvert fleiri ein- staklinga, að sögn Úlfhildar Rögnvaldsdóttur, bæjarfull- trúa. Þá nam afsláttur og niðurfelling til þessara aðila um 600 þúsund krónum. í fyrra var miðað við eigna- mörk upp á eina og hálfa milljón hjá einstaklingum og tvær millj- ónir hjá hjónum. Nánast engir féllu út vegna þessara marka. Tekjumörkin voru þau að ef ein- staklingur hafði ellilífeyri með tekjutryggingu og innan við 20 þúsund króna tekjur til viðbótar fékk hann 100% niðurfellingu, það er ef þessar tekjur fóru sam- tals ekki yfir 97 þúsund krónur. Frá því bili og að 127 þús. kr. tekjum var veitt 50% niðurfell- ing. Hjón máttu hafa samtals 174 þús. til að ná 100% niðurfellingu og 234 þús. til að ná helmings niðurfellingu. Eins og að ofan sagði verða þessar reglur nú endurskoðaðar og fyrirhugað er að rýmka þær, eins og fram hefur komið í viðtali við Sigurð Jóhannesson, bæjar- fulltrúa. - HS aföngum. Vorum þar með ellefu og hálfa stofu þegar skólinn tók til starfa 1979 en í vor verðum við alveg komnir þaðan út, sagði Jón og gat þess að eina ráðið vegna þessara húsnæðisvandræða væri að byggja bóknámsálmuna sem búið væri að hanna og veitt hefðu verið verðlaun fyrir í almennri samkeppni 1982. - Við erum auðvitað að vona að það fari að koma að þessu en við hörmum líka að í landinu gildi lög sem mismuna landshlut- um svo mjög sem raun ber vitni Menntaskólarnir á Egilsstöðum og ísafirði sem veita sambærilega þjónustu og skólinn hér og svo menntaskólar almennt í landinu, eru byggðir af ríkinu en hér er þetta lagt á herðar lítils sveitar- félags. Sauðárkróksbær greiðir 40% af byggingarkostnaði en rík- ið aðeins 60% í þessu tilfelli, sagði Jón Hjartarson, skóla- meistari. - ESE Margir um Bjarna Herjólfsson: „Það er rétt, stjórn Útgerðarfélags- ins hefur ákveðið að gera tilboð í Bjarna Herjólfsson og það verður væntanlega sent inn eftir helgina,“ sagði Gísli Konráðsson, fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Akur- eyringa, í samtali við Dag. Samkvæmt upplýsingum Gísla er ætlunin að togarinn komi til viðbótar núverandi skipaflota félagsins, til að fylla í það skarð sem Sólbakur skildi eftir sig. Vitað er um ein 8 útgerðar- fyrirtæki, sem sýnt hafa áhuga á að eignast Bjarna Herjólfsson, sem sleginn var Landsbankanum á upp- boði fyrir skömmu. Ætlað er, að bankinn vilji hafa um 95 m. kr. fyrir skipið. Útgerðarfélag KEA hefur einnig hugleitt að gera tilboð en ákvörðun um það hefur enn ekki ver- ið tekin. - GS Búist er við því að ■ lok janúar verði hægt að taka hið nýja og glæsilega eldhús Hótels KEA í notkun. Síðustu tækin f eld- húsið komu í vikunni. Að sögn Ólafar Matthíasdótt- ur, hótelstjóra hjá Hótel KEA er unnið við það þessa dagana að koma upp kjötvinnslu hótelsins en þegar því er lokið verður ráð- ist í uppsetningu eldhústækj- anna. - Þetta verður stórkostleg breyting fyrir okkur, svo vægt sé til orða tekið, sagði Ólöf en sam- kvæmt upplýsingum hennar mið- ar framkvæmdum við breytingar hótelsins samkvæmt áætlun. Stefnt er að því að verkinu verði lokið á 100 ára afmæli KEA þann 19. júní 1986. - ESE Afsláttur á fasteignaskatti: 600 þúsund á síöasta ári I6S8PSMSI® í „Veðurstofan góðan dag.“ - Góðan dag, þetta er á Degi. Megum við á Norður- landi ekki eiga von á góðu helgarveðri? „Veðrið hjá ykkur verður ósköp svipað og verið hefur. Það verður hæg norðlæg átt, bjart inn til landsins en gæti orðið éljagangur út við ströndina. Áfram verður kalt. Er þetta ekki það sem þið viljið?“ Nýkomin margeftirspurðu jazzballetfötin. Margar gerðir og litir. Takið eftir!

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.