Dagur - 01.02.1985, Qupperneq 3
1. febrúar 1985 - DAGUR - 3
Sigurður Gestsson við vatnsdamminn
Að skera
hrúía
Lambhrútur Sigurðar Gestssonar er
sennilega orðinn með frægari lamb-
hrútum norðan fjalla. Þessi hrútur
hlaut ömurlegan dauðdaga, því hann
lenti í óvörðum drulludammi, sem
Hitaveita Akureyrar skildi eftir sig
að loknum borunartilraunum í gil-
dragi norðvestan við Fálkafell á
Glerárdal. Þarna lauk hrúturinn
stuttu lífshlaupi sínu.
Sigurði sárnaði þetta eðlilega og
fór fram á það við Hitaveituna, að
þessir vatnsdammar yrðu a.m.k. girtir
af, en eðlilegast væri að fylla þá með
jarðvegi aftur, þannig að þeir yrðu
ekki fleiri skepnum að fjörtjóni.
Þessu var tekið líklega hjá Hitaveit-
unni til að byrja með, en síðan huns-
uðu stjórnendur hennar óskir Sigurð-
ar. Þá fauk í ljúfmennið og eftir þessi
viðbrögð ráðamanna Hitaveitunnar
ákvað Sigurður að krefjast bóta fyrir
hrútinn, og ef þær fengjust ekki með
góðu, þá ætlaði hann að sækja þær
með lögum.
Ekkert
geftö
ejtir
sem hrútur hans drukknaði í.
2.400 krónur fyrir hrútinn og
slík ógnarupphæð gat hreinlega
unnar gegn sókn Sigurðar. Málið fór
síðan fyrir hæstvirta stjórn veitunn-
ar, en þar náðist ekki samstaða um
málið. Meirihluti stjórnar samþykkti
að vísa kröfu Sigurðar frá. Nú, síðan
fór samþykkt stjórnarinnar fyrir
bæjarstjórn. Þar var þingað um hrút-
inn hans Sigurðar, en málinu síðan
vísað til bæjarráðs. Þar fékkst loks
sú niðurstaða, að fela bæjarlögmanni
að ná samkomulagi við Sigurð um
bætur fyrir hrútinn. Vonandi verður
Hitaveitunni einnig gert að fylla í
vatnsdammana að vori. Svona geta
lítil mál orðið að snjóboltum í kerf-
inu.
Þetta mál kom á sínum tíma fram
í fundargögnum bæjarstjórnar og
hefur því ekki farið framhjá fjölmiðl-
um; það hefur verið tíundað í útvarpi
og blöðum. Slíkt verður til þess að
veikja traust veitunnar meðal bæjar-
búa og má hún þó varla við slíku,
fyrirtæki sem í upphafi var „óska-
ibarn" bæjarbúa. Hjá öllu þessu þófi
hefðu stjórnendur Hitaveitunnar get-
að komist, ef þeir hefðu borið gæfu
til að bregðast ljúfmannlega við upp-
haflegum óskum Sigurðar, um að
fylla í vatnsdammana. En vonandi
heyrir þetta dæmi til undantekninga,
þannig að um komandi ár verði ekki
annað en „hlýja" í samskiptum Hita-
veitunnar og bæjarbúa.
En stjórnendur Hitaveitu Akureyrar
voru nú ekki á því að gefa eftir. Ljóst
var að Sigurður þyrfti að fá einar
P.OLISH C/fCULATðR
MEMORt
*
/MAItAQU IH IfFTOftNíltr
Þetta tækniundur á tölvuöld er framleitt í Póilandi, ætlað Pólverjum, en hent;
einnig fyrir Hafnfirðinga og Húsvíkinga. Hér er um að ræða vasatölvu, og
eins og sjá má er hún með minni. Það skal tekið fram, að samkvæmt staðfest-
um heimildum er einnig hægt að fá þessa stórkostlegu tölvu fyrir hægri hönd-
ina.
spara
Nú standa yfir miklar sparnaðarráð-
stafanir í kerfinu. Öllum er gert að
spara, m.a. löggæslunni, og öllum
sveitum hennar er gert að fylla út
mikla doðranta, sem eiga síðan að
leiða í ljós hvar hægt er að spara
mest. Er þetta eðlilega torfærasta
leiðin til sparnaðar, því það veldur
miklu aukaálagi og aukavinnu, að
fylla út allar þessar bækur sem þessir
háu herrar í Reykjavík senda vítt og
breitt um landið. Einn þátturinn í
þessum færslum er að færa inn í
bækur mælastöðu bifreiðar áður en
lagt er af stað - síðan þarf að til-
greina hvert er farið - og loks þarf að
færa inn mælastöðuna þegar ferðinni
er lokið. Þetta styttir sem sé ekki
biðina eftir lögreglunni og getur
komið sér vel fyrir lögbrjóta, sem
þarf að elta og góma í flýti. Hann
gæti hæglega sloppið á meðan lög-
regluþjónarnir eru að færa bækurn-
ar! Um þetta allt saman kvað yfirlög-
regluþjónninn á Akureyri; Erlingur
Pálmason:
Hagræðingin hefst nú senn
hysja skal upp brækur.
Fastráda þarf fjóra menn
að færa þessar bækur.
Bjórkrár
og ajtur
bjórkrár
Ýmislegt er á döfinni í viðskiptalíf-
inu hér á Akureyri, þótt atvinnulífið
mætti vera líflegra. Bjórkrár spretta
upp eins og gorkúlur á haug, þótt
enn sé ekki leyft að selja „al-
vöru“bjór. Nokkuð er síðan H-100
og Sjallinn opnuðu sínar krár og nú
eru Sjallamenn byrjaðir að innrétta
nýja krá í kjallaranum, sem verður
ólíkt huggulegri en sú sem nú er við
lýði. Einnig hefur Ásgeir Flóvents-
son áhuga á að innrétta bjórkrá í
kjallaranum á Hafnarstræti 88, þar
sem Bjarni Sveinsson hefur að
undanförnu verið með skóbúð sína.
Og í þriðja lagi hefur heyrst að ein-
hverjir sunnanmenn hyggist innrétta
krá í Kaupvangsstræti, þar sem Ás-
prent var til húsa.
Einnig ný
herrafata-
verslun
En það eru fleiri nýjungar á döfinni.
Innan skamms mun Erling Aðal-
steinsson, klæðskeri og málari með
meiru, ætla að opna herrafataverslun
í Bautahúsinu, þar sem Dyngjan var
áður til húsa. Erling rak eitt sinn
Herratískuna í Reykjavík og kom
síðan norður og tók við herradeild
KEA. Þar gerði hann góða hluti,
enda er Erling pottþéttur fagmaður,
sem kann að klæða menn svo lag sé
á. Það er því nokkuð víst, að góður
grundvöllur ætti að vera fyrir herra-
fataverslun undir hans stjórn. Að
minnsta kosti er óhætt að bóka, að
margir af hans gömlu kúnnum koma
til með að leggja leið sína í nýju búð-
ina.
Þessu til viðbótar get ég nefnt þá
óstaðfestu slúðursögu úr viðskipta-
heiminum, að Bergur Lárusson vilji
selja skóbúð sína, M.H.Lyngdal.
Jafnvel er talið að frá þeim kaupum
hafi verið gengið og kaupandinn sé
Viðar Þorsteinsson.
VIUU SPARA
100 til 200 þúsund krónur?
Vegna hagstæðra innkaupa okkar, þá er MAZDA 626 GLX miklu
ódýrari en sambærilegir bílar í sama gæðaflokki.
Eftirfarandi búnaöur fylgir MAZDA 626 GLX:
Framdrif • 2000cc vél 102 hö DIN • Sjálfskipting • Vökvastýri • Veltistýri • Aflhemlar •
Rafknúnar rúður á öllum huröum • Rafknúnar hurðarlæsingar • Snúningshraöamælir •
Ferðamælir • Aðvörunartölva • Viðvörun vegna hurða, Ijósa og ræsislykils • Tölvuklukka
• Stillanleg mælaborðslýsing • Bólstrað stýrishjól • Lýsing í vindlakveikjara og öskubakka
• Lýsing í hurðarskrá og ræsi • Læst hanskahólf með Ijósi • Inniljós með leslömpum •
Hanskahólf við ökumannssæti • Spegill í sólskyggni hægra megin • Handgrip ofan við
hurðir • Barnaöryggislæsingar á afturhurðum • Ökumannssæti stillanlegt á 10 vegu •
Niðurfellanlegt aftursætisbak 40/60% • Niðurfellanlegur armpúði í aftursæti • Öflug 4
hraða miðstöð • Hitablástur aftur í • Vandað slitsterkt plussáklæði á sætum • Geymslu-
vasar á framsætisbökum • Baksýnisspegill með næturstillingu • Útispeglar stillanlegir
innan frá beggja vegna • Lokuð geymsluhólf i framhurðum • Öryggisgler í framrúðu • Lit-
að gler í rúðum • Rafmagnshituð afturrúða • Ljós í farangursgeymslu • Pakkabönd í far-
angursgeymslu • Halogen aðalljós • Rúðuþurrkur með 5 sek. rofa • Rúðusprauta og
þurrka á afturrúðu (Hatchback) • Sportrendur á hliðum • Farangursgeymsla opnuð innan
frá • Bensínlok opnað innan frá • Þokuljós að aftan • Hjólbarðar 185/70 HR 14 • Heilir
hjólkoppar • Aurhlífar við fram- og afturhjól • WAXOYL ryðvörn og 6 ára ryðvarnarábyrgð.
Opiö laugardaga frá kl. 10—4
MEST FYRIR PENINGANA
ID3SD3
BÍLASALAN HF. Strandgötu 53, simi 96-21666 og Skála v/Kaldbaksgötu Akureyri, slmi 96-26301.