Dagur - 01.02.1985, Qupperneq 4
4 - DAGUR - 1. febrúar 1985
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 180 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 25 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÓRNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON
BLAÐAMENN:
EIRÍKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Vaxtarbroddur
í ferðaþjónustu
Það þarf að efla og styrkja
íslenskt atvinnulíf. Um það
er ekki deilt. Menn greinir
hins vegar á um leiðir. Einn
sá vaxtarbroddur sem Dag-
ur hefur bent á, er í ferða-
þjónustu. Þar eru ónýttir
möguleikar, ekki hvað síst
fyrir Norðlendinga.
Heimir Hannesson skrif-
aði í vikunni athyglisverðar
greinar um ferðamál í NT.
Hann þekkir þessi mál
grannt og skrifar því af
þekkingu. Heimir dregur
fram í greinum sínum eftir-
farandi atriði:
• Ferðaþjónusta hefur ver-
ið vaxandi atvinnugrein,
sem hefur skilað auknum
gjaldeyristekjum til þjóð-
arinnar.
• Ferðaþjónusta er í raun
vaxandi útflutnings-
grein, sem hefur góða
möguleika til að verða
einn af vaxtarbroddun-
um í íslensku atvinnulífi,
sé að henni hlúð og vaxt-
arskilyrði sköpuð.
• 5% íslendinga störfuðu
við ferðaþjónustu á síð-
asta ári, beint eða
óbeint, og ferðaþjónusta
skapaði 8% af heildar-
verðmæti vöruútflutn-
ings í gjaldeyristekjur.
• Ferðaþjónusta er for-
senda núverandi sam-
göngukerfis, hvort sem
litið er til millilandaflugs
eða fjölmargra þátta í
samgöngukerfinu innan-
lands.
• Vegna þeirrar fjárfest-
ingar sem þegar hefur
verið lagt í varðandi
ferðaþjónustu, m.a. í
auknu hótelrými, er hægt
að auka verulega umsvif
í þessari atvinnugrein,
án verulegra fjárfest-
inga.
• Undantekningalítið kem-
ur fjárfesting í ferðamál-
um ölíum landsmönnum
til góða, þó með mismun-
andi hætti sé. Til dæmis
bætir fjárfesting í hótel-
um og samkomustöðum
víðs vegar um landið alla
aðstöðu til félagslífs á
viðkomandi stöðum og
auðgar og bætir mannlíf-
ið.
Framangreind atriði leiða
að því sterk rök, að ónýttir
möguleikar felist í ferða-
þjónustu, ekki bara við út-
lendinga, heldur einnig við
landann, sem í vaxandi
mæli hefur nýtt sér batn-
andi ferðaþjónustu innan-
lands.
Til skamms tíma var litið
á ferðaþjónustu sem eins
konar tómstundagaman
hugsjónamanna. En sem
betur fer hefur þessum
sömu mönnum tekist að
opna augu landsmanna fyr-
ir þeim möguleikum, sem
ferðaþjónusta býður upp á
atvinnulega séð. Þessari
þróun þarf að fylgja eftir. Á
næstu árum þarf að vinna
skipulega að þróun ferða-
þjónustunnar á íslandi.
Vonandi tekst Norðlend-
ingum að sameinast í slíku
átaki, í stað þess að láta
hreppapólitíkina ráða.
- GS
Játvarður Jökull Júlíusson:
,J>að er
vandi að
leika fifl“
Áréttað um Ástar-Brand
Var Guðbrandur Jónsson geðbilaður, eða var hann cinungis að leika fifl?
I Degi 21. des. 1984 er margt
sagt frá Guðbrandi Jónssyni,
Ástar-Brandi, viðað að eftir
mörgum heimildum, yfirleitt
fróðlegt og greinargott. Þar var
þó ein mjög tilfinnanleg villa,
sem verður að leiðrétta til að fá
sanna mynd af afrekum Guð-
brandar. Hann fæddist 1883,
ekki 1896 eins og í blaðinu er
sagt, 27. desember er rétt.
Hann var því á 47. árinu þegar
hann hljóp Þingvallahlaupið á
Alþingishátíðinni 1930 og
sprengdi gersamlega ramma
þáverandi íþróttastjórnar, svo
hinir opinberu og viðurkenndu
íþróttamenn (hlaupararnir)
urðu að athlægi og viðundri.
Hann var á 60. árinu í þrek-
rauninni miklu þegar hann kól.
Það var í vetrarferð milli Kinn-
arstaða og Hólmavíkur 1943, ef
rétt er munað. Hann hreppti byl
á leiðinni, reglulega stórhríð.
Har.n hafði hrapað á leiðinni og
misst skó og fatnað og staf sem
fannst seinna og sýndi hvar
hann hrapaði. En sleðann með
því sem á honum hafði verið
trúað fyrir, varðveitti hann.
Vermaður og smali
Guðmundur G. Hagalín minn-
ist á Brand snemma í ævisögu
sinni. Brandur var þá við róðra
við Arnarfjörð, en Guðmundur
enn í Lokinhömrum. Ég innti
Guðmund Hagalín nánar eftir
þessu 1983, er við vorum sam-
tíða á Reykjalundi. Má ég segja
að þeir voru ekki saman í skip-
rúmi, heldur sá og heyrði Guð-
mundur skringilegheit hans og
skræki þegar hann var að
hrópa: Blíða! Blíða!
, Einhvern tíma á búskaparár-
um Hákonar Magnússonar á
Reykhólum frá aldamótum og
til 1920, var Brandur þar smali
á sumrin. Þá var setið hjá kvíaán-
um uppi á Heyárdal. Rekstur-
inn er langur, bratt upp á
Reykjanesfjallið, ekki um aðra
leið að ræða en Grundargötu.
Kvíaærnar voru margar á stór-
býlinu Reykhólum. Smalanum
var því trúað fyrir miklu. Þetta
átti vel við Brand og fór gott
orð af honum við starfann.
Er mér í barnsminni hve inni-
lega Jóhanna Hákonardóttir
frá Reykhólum fagnaði honum
og minntist gamalla daga. Þá
var hún húsfreyja hér á Miðja-
nesi, en hann nýkominn á stjá
1928 eftir þögnina löngu. Og
Jóhanna var ekki ein um að
fagna honum.
Þjóðsagnapersónan
Mörg ummæli Kristbjargar
Torfadóttur um Brand bera
henni gott vitni. Líka að hann
átti athvarf hjá henni. Hún var
svilkona Jóns oddvita í Mýrar-
tungu, húsbónda Brandar á
þagnarárunum. Aldrei held ég
að Jón hafi gert hreppnum
reikning vegna Brandar. Ohætt
mun að árétta það, að ekki tók
Brandur hluti þannig að hann
hnuplaði. Hitt var hans
aðferð, að fela eitthvað fyrir
þeim sem gerðu honum í móti.
Ekki dæmalaust að hann eyði-
legði, þættist hann eiga mikils í
að hefna.
Þannig ganga víðar en á Ak-
ureyri sögur um snögglegan
endi tugthúsa, hvað sem satt er.
Líklegt er að hægt væri að
spyrja uppi eitt og annað á ísa-
firði, ekki síður, væri jafn vel
eftir leitað.
Væri Brandi gert á móti,
reyndi hann að jafna þá
reikninga svo eftir væri tekið.
Hvað frægust er sú saga þegar
honum var meinað far með
strandferðaskipi. Það launaði
hann þannig, að hann gerði sér
lítið fyrir, spretti úr spori og tók
á móti skipinu á hverri höfn sem
það kom á og heilsaði með við-
eigandi (lítils)-virðingu.
Vinur vina sinna
Brandur „átti“ vissa bæi en
sniðgekk aðra alveg. Hans um-
dæmi voru tveir austustu
hreppar Barðastrandarsýslu og
þeir norðan heiða sem næst
liggja Reykhólasveit. Akranes
var „vinabær" hans, en í
Reykjavík hafði honum verið
mest misboðið. Þar var „Hel-
víti“ en á Akranesi var „Himna-
ríki“.
Líklega hefur mér ekki hlýn-
að meira um hjartarætur út af
Brandi frænda en þegar hús-
móðir frá Hreðavatni fræddi
mig um hann 1972. Milli þeirra
óskyldra og alókunnugra knýtt-
ust bönd trúnaðar og vináttu.
Hann fór vart svo um Borgar-
fjörð að ekki sleppti hann rút-
unni og stoppaði á Hreðavatni.
Þá hringdi hann og lét vita af
sér. Hún hellti kaffi á flösku og
sendi börnin með út á veg á
móti honum. Þar og þá breidd-
ist út það bros sem gat „dimmu
í dagsljós breytt“.
Vandinn mikli
Ekki treystist ég til að bera til
baka orð Kristbjargar, að
Brandur hafi verið geðbilaður.
Svo sérstæðir voru hættir hans.
Þó er það haft eftir honum:
„Það er enginn vandi að vera
fífl, en það er vandi að leika
fífl.“ Glímdi hann við þann erf-
iða vanda lengst af sinni löngu
ævi?