Dagur - 01.02.1985, Qupperneq 11
1. febrúar 1985 - DAGUR - 11
Það er vafamál
hvort ég eða bömin
hafa lœrt meira
- segir Sigríður Pétursdóttir, sem er við æfíngakennslu á Húsavík
- Komdu sæl og blessud
Sigríður, hvað ert þú að gera
á Húsavík?
- Komdu sæl sjálf. Ég er
nú búin að vera hér í æfinga-
kennslu frá því skólinn hófst
eftir jólafrí.“
- Hvernig líkar þér
kennslan?
- Bara alveg ljómandi vel.
Ég er búin að kynnast fullt af
skemmtilegum krökkum og
kennurum. Skólinn er mjög
jákvæður. Það er nýbyrjuð
tilraun hér með sveigjanlegt
skólastarf. í því felst að
ábyrgðin er dálítið lögð á
herðar barnanna, þau gera
sér sjálf áætlun um vinnuna
og vinna svo eftir henni. Það
er stuðst við svipað kerfi og
er í Lundarskólanum á Ak-
ureyri og krakkarnir virðast
vera mjög ánægð í þessu.
Þau vinna vel og ég held að
kennararnir séu almennt
ánægðir með að kenna í
þessu kerfi.
Krakkarnir hafa tekið mér
mjög vel og það er spurning
hvort ég eða þau hafa lært
meira. Ég hef lært hvað með-
limir hljómsveitanna Duran
Duran og Wham heita, hver
spilar á hvaða hljóðfæri og
brot af ævisögum þeirra. Þau
hafa verið dugleg að fræða
mig um þetta áhugasvið sitt.
Um helgina fara þau flest inn
á Akureyri á sérstaka Duran
Duran hátíð sem þar á að
halda og mér skilst að há-
punkturinn í hátíðinni verði
sá að allir fá bláar nærbuxur
eins og Simon le Bon, söngv-
ari Duran Duran gengur í.
Sjálf er ég nú ekki hrifin af
bláum nærbuxum, svo ég
held að ég sleppi þessari
hátíð.
Krakkarnir hérna eru
ákaflega hress og dugleg.
Félagsstarfið er með miklum
blóma, það er félagsvist, þau
eru að fara að setja upp
leikrit fyrir skólaskemmtun-
ina og eru að fara að vinna
skólablað. Við erum líka
búin að fara eina skautaferð.
- Fórst þú á skauta?
- Hm, nei, við skulum
bara segja að ég eigi enga
skauta.
- Nú er þetta gamli skól-
inn þinn, hefur hann breyst
mikið?
- Já, mér finnst skólakerf-
ið hafa breyst til batnaðar.
Ég er núna hjá kennara sem
kenndi mér og það er mjög
gaman. Það eru mjög margir
kennarar hér ennþá sem
kenndu mér á sínum tíma.
Mér finnst mjög gaman að
sjá hvað þeir hafa fylgst vel
með breytingum í skóla-
starfi.
- Þeir hafa ekki staðnað í
þumalputtayddurum ?
- Ha, ha, nei, það eru
engir þumalputtayddarar.
- Ertu að kenna meira en
handmenntir?
- Já, ég er nú aðallega að
kenna annað. Ég er með al-
menna kennslu í 2. og 6.
bekk og svo kenni ég hand-
menntir með. Þau eru öll að
verða búin að gera eyrna-
lokka eins og ég var að selja
Akureyringum í göngugöt-
unni sl. sumar og það eru
jafnt strákar sem stelpur sem
gera sér eyrnalokka. Við
höfum líka verið að vefa svo-
lítið og þrykkja og svo leyfði
ég þeim sem vildu að prjóna
vesti úr bómullarræmum.
- En þú ert að gera fleira
en kenna þarna þessa köldu,
dimmu janúardaga, er ekki
svo?
- Jú, ég er að vinna loka-
ritgerðina mína í Kennara-
háskólanum og það gengur
mjög vel. Ég kenni til kl. 4 á
daginn og fer þá á bókasafn-
ið hérna og vinn þar að rit-
gerðinni til kl. 7.
- Og um hvað ertu að
skrifa ?
- Ég er að gera úttekt á ís-
lenskum smásögum sem kon-
ur hafa skrifað vegna þess að
ég komst að því að það var
ekki mikið um það í náms-
efni fyrir grunnskóla. Ég er
að leita að smásögum sem
hentað gætu við kennslu í
bókmenntum við grunn-
skóla. Ég leita í öllum tíma-
ritum, dagblöðum og
bókum. Ég er þegar búin að
lesa og þemagreina 200 smá-
sögur eftir 60 skáldkonur og
það á mikið eftir að bætast
við. Þetta er mikil vinna, en
alveg bráðskemmtileg.
- Þú tókst mikinn þátt í
karnivölum þeim sem haldin
voru hér í bæ sl. sumar, ætlar
þú að taka þátt í sumarhátíð-
inni sem væntanlega verður
haldin hér í sumar?
- Já, ég hef hugsað mér að
dvelja þarna norðan heiða í
sumar og halda áfram að
sauma á Akureyringa svo
fremi þeir vilji láta mig
sauma á sig. Ég hef litla trú
á öðru en að ég fái nóg að
gera, þegar ég hætti í haust
var ég með margar pantanir
sem ég hafði ekki getað sinnt
og því kvíði ég ekki verk-
efnaskorti. Varðandi sumar-
hátíðina, ef hún verður
haldin, tel ég líklegt að ég
verði með námskeið, svo
fólk geti nú verið fínt á há-
tíðinni. Ef það fæst næg þátt-
taka myndi ég sennilega
halda 3 námskeið og þau
myndu hefjast um miðjan
júní. Ég ætla ekki að kenna
fólki að festa í rennilása eða
gera vasa. Þetta er frekar
hugsað þannig að fólk vinni
úr sínum eigin hugmyndum
en hafi einhvern til að hjálpa
sér við það.
- Jæja, þá held ég að ég
þakki þér bara fyrir spjallið
og ég vona að þú fáir ein-
hverja á námskeiðin þín.
- Sömuleiðis, takk. HJS
Þorramatur
Eins og undanfarin ár er þorramatur okkar
í sérflokki hvað verkun og gæði snertir.
Hver skammtur inniheldur:
Hangikjöt, nýtt kjöt, saltkjöt,
súra sviöasultu, súran hval, súr eistu,
súrt pressað kjöt (lundabagga), hákarl,
uppstúf, kartöflur, rófustöppu,
harðfisk, flatbrauð, laufabrauð, smjör.
Verð kr. 395,- Afsláttur fyrir hópa.
Afgreitt alla daga á Súlnabergi.
Opið kl. 08.00-20.00.
Dansleikur
laugardagskvöldið 2. febrúar.
Hljómsveitin Porto leikur fyrir dansi.
Ath. Húsið opnað kl. 23.00
vegna einkasamkvæmis.
HOTEL KEA
AKUREYRI
V erkfræðistofan
Rafael sf.
Höfum opnað teiknistofu
að Oseyri 2 Akureyri.
Önnumst raflagnateikningar í allar gerðir húsa.
Hönnum álags- og stýrikerfi.
Önnumst gerð útboðsgagna og kostnaðaráætlana.
Rafael sf.
Sími 26122.
Geymsluhúsnæði
Óska eftir geymsluhúsnæði á Akureyri.
100-300 fm, helst nálægt höfninni.
Flóabáturinn Drangur hf.
Sími 24088.
Uiicmspftnr o thunift l
nudiikcuui d Hrossasaltkjöt uiuyiu kr. 75 kg
Hrossabjúgu brytjuð ... kr. 130 kg
Hrossagúllash ... kr. 160 kg
Hrossabuff ... kr. 180 kg
Reykt folaldakjöt ... kr. 120 kg
Hrossakjöt í heilum og hálfum skrokkum
af nýslátruðu
Nautahakk 1. fl ... kr. 200 kg
Nautagúllash ... kr. 320 kg
Nautahamborgarar ... kr. 240 kg
Kálfahakk ... kr. 140 kg
Svínahakk ... kr. 140 kg
Kjötfars ... kr. 115 kg
Geríð verðsamanburð.
Sláturhús Benny Jensen
Lóni, sími 21541.