Dagur - 01.02.1985, Side 12
12 - DAGUR - 1. febrúar 1985
Að mínum dómi eru ekki mörg
hlutverk í okkar lífi sem krefjast
meiri athygli, samfara mikilli
ábyrgð og eru í alla staði vanda-
samari en uppeldisstarfið, enda
mikið í húfi, því framtíðin veltur á
þessum ungu einstaklingum. En
gera allir foreldrar sér grein fyrir
þessu erfiði, þegar þeir leggja út í
þetta krefjandi starf? Oft virðist
sem alveg gleymist að ætla börnun-
um tíma í daglegu amstri. Báðir
foreldrar vinna tíðum meira og
minna utan heimilis, börnin verða
hálfgert vandamál, alltaf þarf að
koma þeim einhvers staðar fyrir á
meðan.
Eftir vinnutíma bíða einnig ótal
verkefni, nauðsynleg og ónauðsyn-
leg, svo og heimilisverkin sem ekki
er hægt að komast hjá að vinna og
oft endist ekki dagurinn til alls, sem
átti að gera. Ég er hrædd um að þá
verði börnin helst fyrir barðinu á
tímaleysinu og hver kannast ekki
við þetta eilífa mínútukapphlaup
þegar alltaf er rekið á eftir börnun-
um, fyrst að heiman og síðan aftur
heim, jafnvel oft á dag.
Oft er það svo, að einmitt á með-
an börnin eru lítil og þurfa mesta
umönnun, eru foreldrar að reyna
að eignast húsnæði sem ekki er
bara tímafrekt, heldur orsakar líka
mikið álag og streitu. Seinna meir
er um hægist og fólk getur farið að
anda rólegar eru börnin orðin of
gömul til að vera móttækileg fyrir
góðum og hollum heilræðum. Þau
hafa þá þegar orðið fyrir margs
konar áhrifum víða að úr umhverf-
Bömin í nútímamm
Hvað með framtíðma?
inu s.s. félagsskap kunningja og
vina, dagvista, skóla, fjölmiðla auk
eigin heimilis.
Manni virðist sem tilviljanir einar
geti ráðið um, hvaða utanaðkom-
andi þættir skilja mest eftir sig í vit-
und barnsins. Éf upp koma vanda-
mál í skólum er ósköp auðvelt að
skella skuldinni á ómögulegan
kennara eða óæskilega vini, en ef til
vill má leita orsakanna í eigin
barmi.
Feður, hvað hugsa þeir? Stað-
reyndin er sú að þeir vinna oftast
10-12 klst. utan heimilis á dag og
jafnvel lengur. Eru þeir ekki að
missa af stóra tækifærinu í lífi sínu,
með því að ná raunverulega ekki að
kynnast börnum sínum á vissu
aldursskeiði og eiga hlutdeild í upp-
eldinu?
Verst er þó þetta myndbanda-
æði, þegar hægt er að eyða helgun-
um meira og minna í sjónvarps-
gláp, þeim tíma sem börnin eiga
siðferðilegan rétt á hjá foreldrum
sínum eftir annasama viku. Börnin
sjálf gera ekki svo miklar kröfur á
sínum fyrstu árum, því þau vita
ekki af hverju þau missa. Auðvitað
er oft á tíðum ekki hægt að koma
hlutunum við eins og maður helst
vildi, en þetta algenga vinnuálag á
foreldrum verður að skoðast sem
neyðarúrræði og í mörgum tilfell-
um er það ekki nauðsynlegt.
Kannski mætti endurskoða
kröfurnar, eða raunverulegt gildi
hlutanna. Foreldrar eiga tæpast
annað dýrmætara en börnin þegar
öllu er á botninn hvolft.
Margsinnis hef ég orðið vör við
að gert er lítið úr starfi húsmæðra-
feðra. Heyrist þá sem svo að slíkt
starf sé ósköp þægilegt og rólegt, að
heimavinnandi fólk beri ekki þung-
ar byrðar, vegna þess að það er
ekki að standa undir rekstri heimil-
isins eða „skaffa". Allir vita að
þetta eru aðallega konur, en hvað
er þetta fólk að gera? Jú, það sinnir
þessu fyrrgreinda, vandmeðfarna
uppeldi og séu börnin fleiri en eitt
er það ærinn starfi.
Én þó er hægt að vanmeta það og
taka ótal önnur verkefni fram yfir.
Grun hef ég um að til séu heima-
vinnandi mæður, sem gleyma
stundum börnunum og gefa þeim
ekki meiri tíma en þær hefðu gert
ef þær ynnu úti 8 klst. á dag. Það
sem máli skiptir er hvernig fólk nýt-
ir tímann með börnunum, það þarf
ekkert að bitna á þeim þótt foreldr-
ar vinni skikkanlegan tíma utan
heimilisins.
Þau börn sem alast upp í sveit
eru að mínum dómi ákaflega
heppin, því þar eru báðir foreldrar
oftast nær til staðar og börnin geta
tiltölulega fljótt fengið að starfa
með að einhverju leyti eða fylgt
eftir. Fyrir börnunum er leikurinn
ekki annað en starf og þau þurfa
góðan starfsgrundvöll. Einnig
finnst mér lífsmáti þar að mörgu
leyti hollari börnunum, minni hraði
og ýmsir ósiðir sem spinnast út af
lífsgæðakapphlaupinu í þéttbýlinu
ná ekki eins út í sveitirnar.
Börn þurfa mikinn tíma og það
er hlutverk foreldranna að leið-
beina og vera þeirra stoð og stytta í
lífinu, aðrir geta tæpast uppfyllt þá
stöðu. En hafið það hugfast að sér-
hvert bam er aðeins einu sinni barn
og þegar á allt er litið er það tímabil
ákaflega stutt.
...02 er þrýturþessa skel
þa er litií veiði...
Með reistan makka
Sögur af hestum
Erlingur Davíðsson skráði
Útg. Skjaldborg
Þetta er fjórða bindið í þessum flokki
og segja nú 14 manns frá gæðingum
sínum. Pálmi Jónsson, fyrrv. landbún-
aðarráðherra, skrifar formála, en
hann er mikill hestavinur svo sem
byrjar Húnvetningi.
Það er raunar merkilega oft í frá-
sögnum þessum að fram kemur rétt-
mæti málsháttarins góða og gamla: Oft
verður góður hestur úr göldum fola.
Furðu margur kostagripurinn, kominn
í gagn, var gallagripur í æsku, baldinn
og hrekkvís. En kannski á einum degi,
einni ferð, breyttist allt; sá sem hrekkti
varð ljúfur, letinginn hófst úr sleni
sínu og reisti makkann, tók lifandi
fjörorku er aldrei dvínaði. Hastur foli
fann dansspor töltsins og steig síðan
þann þýða vals eiganda sínum til
yndis. (Má ég lýsa andúð minni á
beygingu sagnarinnar að hrekkja: Ég
vandist sterkri beygingu; hrekkja,
hrekkti, hrekkt, Erlingur og fleiri nota
veika; hrekkjaði. Ég kann því miður.)
En þetta er smámunasemi viðvíkjandi
jafnmjúklátum stíl og hér finnst á bók.
Einn er höfuðkostur þessara frá-
sagna: Pað kemur mjög víða fram að
hranaleg framkoma og fljóthuga við-
brögð manna gagnvart ungu hrossi
getur spillt því ævilangt. Það er með
góðhestinn eins og listamanninn, hann
er viðkvæmur. Og kannski er fleira
skylt með þeim. Maður og hestur eru
báðir af guðaættum!
Þetta er læsileg bók og ekki hægt í
fljótu bragði að nefna eina frásögn
annarri betri. Og ekki má svo gleyma
myndunum: Hér má margan glæstan
gæðing sjá. Eigendur fá líka mynd af
sér en jóar þeirra vekja meiri athygli.
Ég vona að bækur eins og þessar
frásagnir af makkareistum fákum
verði til að vekja umhyggju manna
fyrir hinum göfugu vinum Vorum;
hrossunum. Og ekki aðeins gæð-
ingunum! Bókin er nær 250 bls. Falleg
gjöf hestavini.
SKILYRÐI
Þau krefjast réttra viðbragða
ökumanna. Þeir sem að jafnaði
aka á vegum með bundnu slit-
lagi þurfa tima til þess að
venjast malarvegum og eiga
því að aka á hæfilegum hraða.
Skilin þar sem malarvegur
tekur við af bundnu slitlagi
hafa reynst mörgum hættuleg.
UUMFERÐAR
RÁÐ
Halldór Gunnlaugsson lögreglu-
þjónn á Dalvík kvað er hann sá vit-
ann á Gjögurtá leiftra í fyrsta sinn:
Nú í leiftrum Ijós má sjá
er lýsir og bætir sjómanns haginn,
er hún gamla Gjögurtá
geislum hellir yfir sæinn.
Halldór mun einnig hafa kveðið
þessa vísu er hann sat við færi í
tregum fiski og hafði skelfisk að
beitu:
Upp hann lítur ekki vel,
ekkert bítur seiði.
Og er þrýtur þessa skel
þá er lítil veiði.
Sigtryggur Símonarson kvað svo á
fögru haustkvöldi:
Dulúðin sveipar dal og fjörð
er dagurinn mætir nótt - á jörð.
Stjarnleiftrin brosa blítt til mín
og blessaður máninn fullur skín.
Pétur Jónsson kvað:
Mætti ég fegurð meiri sjá
myndi ég reyna að vaka
meðan loga ljósin á
lífsins vonastjaka.
Fjar og máttur fjarar brátt,
feigð í gáttum kvikar.
Lyftum hátt við lokaþátt
lífsins sáttabikar.
Helgarblað Dags, 30. nóvember sl.
var að miklu leyti helgað Jóni G.
Sólnes, bæði í myndum og máli.
Jón þarf ekki frekar að kynna. Þá
urðu þessar meinlausu vísur til:
Stöðugt uppvekjast undur ný
í okkar leitandi heimi.
Oft sækir maður menntun í
margvíslegt blaða streymi.
Nú er það orðið upplýst mál
að engan vill Sólnes mala.
Hann er svo góð og göfug sál
sem gaman er við að tala.
Ég get ekki séð það geri neitt
þótt Gísla sé hlýtt til kallsins
og máski fær það ei miklu breytt
þótt Múhameð leiti fjallsins.
Jón Bjarnason.