Dagur - 01.02.1985, Side 15
1. febrúar 1985 - DAGUR - 15
Vertíðin hafin
í Hlíðarfjalli
Fyrsti opnunardagur í Hlíðar-
fjalli var sl. laugardagur. Að
vísu er óvenju lítill snjór í
Fjallinu, þrátt fyrir það var
fjöldi fólks á skíðum, og stóla-
og Stromplyftan í gangi. Með-
an ekki snjóar meira er ekki
mögulegt að hafa opið nema
kl. 13-17 virka daga þar sem
eina flóðlýsta brautin við
stólalyftuna er snjólaus. Um
Friðarhreyfing
Pingeyinga
heldur
héraðsfundi
Friðarhreyfing Þingeyinga
gengst um næstu helgi fyrir al-
mennum héraðsfundum á
Þórshöfn, Raufarhöfn og
Kópaskeri um áhrif ratsjár-
stöðvar á Norðausturlandi.
Fundirnir eru undirbúnir í
samráði við friðarhópa og
áhugafólk um friðarmál á við-
komandi stöðum.
Héraðsfundirnir verða á
eftirtöldum stöðum:
ÞÓRSHÖFN: Félagsheimilinu
Þórsveri laugardaginn 2.
febrúar kl. 14. Fundarstjóri
Óli Gunnarsson bóndi, Gunn-
arsstöðum. RAUFARHÖFN:
Félagsheimilinu Hnitbjörgum,
sunnudaginn 3. febrúar kl. 15.
Ræðumaður Pétur Þorsteins-
son, skólastjóri. Fundarstjóri
Gunnar Hilmarsson, sveitar-
stjóri. KÓPASKER: f barna-
skólanum, sunnudagskvöld 3.
febrúar kl. 20.30. Ræðumaður
Sveinn Rúnar Hauksson
læknir. Fundarstjóri Kristján
Ármannsson oddviti.
Karlakórinn Geysir og Málm-
blásarakvintett Tónlistarskól-
ans á Akureyri’ halda tónleika
í Akureyrarkirkju nk. sunnu-
dag kl. 17 og 20.30.
Karlakórinn Geysir og
Málmblásarakvintettinn munu
koma fram hvor í sínu lagi og
eins mun kvintettinn leika
undir með kórnum. Á efnis-
Þá er Duran Duran-æðið á
leiðinni til Akureyrar og allir
litlu og stóru Duran Duran-
grísirnir í Eyjafirði og ná-
grenni ættu að vera saman-
helgar verður opiö kl.
_10—17.30. Ekki er heldur hægt
að byrja námskeið í skíðaskól-
anum vegna snjóleysis.
Talsverðar umræður hafa
verið um sölufyrirkomulag í
lyfturnar. Því er þannig háttað
að seld eru dagkort, hálfsdags-
kort og vetrarkort. Hálfsdags-
kortin gilda frá kl. 10-13.30
eða kl. 13.30-18. Gestir geta
því keypt hálfsdagskort bæði
fyrir og eftir hádegi.
Seld eru kort fyrir 15 ára og
yngri og 16 ára og eldri. Þeir
sem verða 16 ára á árinu borga
fullorðinsgjald. Daggjald fyrir
yngri hópinn er 100 kr., hálfur
dagur 65 kr. og vetrarkort
kostar 1.430. Fyrir eldri ald-
urshópinn er verðið á dagkort-
um 200 kr., hálfsdagskortin
kosta 150 kr. og vetrarkortin
2.860 kr.
Ástæður fyrir því að ekki
eru seldar stakar ferðir í allar
lyftur er sú að þá þyrfti að
fjölga starfsmönnum við lyft-
urnar um a.m.k. 3 þ.e. 1 mann
við hverja lyftu til miðaeftir-
Iits. Gert er ráð fyrir að 4 lyft-
ur verði í gangi og er ókeypis í
neðstu lyftuna „Hólabraut".
Um helgar verður lögð
göngubraut í Hrappsstaða-
skál.
Þeir krakkar eða unglingar
sem hafa áhuga á keppnis-
þjálfun á vegum SRA snúi sér
til Karls Frímannssonar sími
26361.
Börn 9 ára og yngri sem
áhuga hafa á skíðakeppni snúi
sér til Valþórs Þorgeirssonar
sími 22708.
í ár er 10 ára afmæli Andr-
ésar Andar-leikanna og verður
af því tilefni mikið um dýrðir í
vor þegar mótið fer fram
24.-27. apríl.
skránni eru íslensk og erlend
lög.
Stjórnandi kórsins er
Michael J. Clarke, en hann
mun jafnframt syngja einsöng
á tónleikunum. Það skal tekið
fram að hér er ekki um hina
árlegu styrktárfélagatónleika
að ræða.
komnir í Sjallanum á sunnu-
dag. Þá verður boðið upp á
Duran Duran-hátíðina sem
gert hefur það gott á skemmti-
staðnum Traffic fyrir sunnan.
Bandaríski píanóleikarinn
Ruth Slenczynska heldur tón-
leika á sal Tónlistarskólans á
Akureyri, Hafnarstræti 81a, 4.
hæð, þriðjudagskvöldið 5.
febrúar nk. kl. 20.30. Hún hef-
ur haldið um 3 000 tónleika
víðs vegar um heim, leikið inn
á hljómplötur jaínframt því
sem hún er prófessor í píanó-
leik við háskólann í Suður-Illi-
nois í Bandaríkjunum. Hún er
Fyrir þá sem ekki vita hvað
Duran Duran er, skal upplýst
að það er samnefnd bresk
hljómsveit sem notið hefur
mikilla vinsælda undanfarin
fyrst bandarískra kvenpíanista
til að halda upp á hálfrar aldar
tónleikaferil. Á tónleikunum
á þriðjudagskvöld leikur
Slenczynska tilbrigði við stef
Paganinis eftir Liszt, sónötu
op. 10 nr. 3 eftir Beethoven.
etýðu, vals og sónötuna í h-
moll eftir Chopin, 6 prelúdíur
eftir Rachmaninoff, sónötur
eftir Scarlatti og Virgil
Ruth Slenczynska er af
ár, ekki síst í lesendadálkum
íslenskra dagblaða. Ekki kem-
ur þó hljómsveitin í eigin pers-
ónu á þessa hátfð en þar verð-
ur hins vegar boðið upp á það
næstbesta, Ðuran Duran-
tískusýningu, -danssýningu,
-hársýningu, -videóhljómleika
og toppurinn verður sennilega
spurningakeppni um Duran
Duran en auðvitað eru vegleg
Duran Duran-verðlaun í boði.
Allir þátttakendur fá auk þess
bláar nærbuxur að hætti Simon
le Bon, söngvara Duran
Duran.
Þessi uppákoma verður í
tvennu lagi. Fyrst fyrir aðdá-
endur Duran Duran í yngri
aldursflokki, kl. 15-18, miða-
verð er 200 krónur en kl. 21
verður síðan hátíð fyrir 16 ára
og eldri og inn á hana kostar
280 kr.
pólskum uppruna, en fædd í
Ameríku. Hún var talin
undrabarn í æsku og var korn-
ung send til færustu píanó-
kennara Evrópu, svo sem
Rachmaninoff, Schnabel,
Petri, Cortot og fleiri. Fimm
ára gömul hélt hún sína fyrstu
opinberu tónleika í Evrópu og
þrem árum síðar í Nevv York.
Hún fékk stórkostlegar við-
tökur, var hampað sem mesta
undrabarni allt frá dögum
Mozarts og var látin leika fyrir
æðstu þjóðhöfðingja og fyrir-
menn. Þessi glæsiferill hélst til
unglingsáranna. En þegarekki
var lengur hægt að hampa
henni sem undrabarni, þá fór
áhugi fólks að dofna og gagn-
rýnendur snéru við henni baki.
Ruth Slenczynska flúði að
heiman og hætti tónleikahaldi
um tíu ára skeið. í bernsku-
minningum sínurn sem gefnar
voru út árið 1957, þá lýsti
Slenczynska átakanlega öllu
því harðræði sem hún hafði
verið beitt sem barn, rekin
áfram af auðgunarsjónarmiði
föður síns, neydd til æfinga
undir ógnun vandarins og að
flestu leyti svipt því atlæti og
uppeldi, sem börnum er talið
mikilvægt.
Leikmáti og túlkun Slenc-
zynska þykir á ýmsan hátt
óvenjulegur og umfram allt
persónulegur. Hún ræður yfir
geysilegri tækni og krafti, og
túlkun hennar einkennist af
miklum andstæðum. Hún hef-
ur lagt mikla alúð við að kynna
pólska tónlist, og þykir af-
bragðs Chopin-túlkandi.
Aðgöngumiðar verða seldir
við innganginn, og verðið er
kr. 200 almennt en kr. 100 fyr-
ir skólafólk og börn.
Varðberg
jundar um
ratsjár-
stöððvar
Laugardaginn 2. febrúar
gengst Varðberg, félag um
vestræna samvinnu, fyrir fundi
í Mánasal Sjallans kl. 13.30.
Þar mun Pétur Einarsson,
flugmálastjóri, halda fyrirlest-
ur um ratsjárstöðvarnar marg-
umtöluðu, sem fyrirhugað er
að setja upp á Norðaustur-
landi og Vestfjörðum. Pétur
mun ræða tilgang þessara
stöðva með tilliti til flugörygg-
is. Fundurinn er öllum opinn.
Pétur
Einarsson
rœðir um
Á laugardaginn verður hald-
inn fundur um flugöryggismál
í Lundarskóla og hefst hann
kl. 17.00. Það eru flugáhuga-
menn á Akureyri sem gangast
fyrir þessum fundi, en hlið-
stæðir fundir eru haldnir mán-
aðarlega í Reykjavík. Á fund-
inum á að kjósa í nefnd, serr.
síðan er ætlað að sjá um fram-
hald á fundarhöldum um ör-
yggismál flugsins.
Á fundinum á morgun verð-
ur myndasýning, en síðan mun
Pétur Einarsson, flugmála-
stjóri, flytja ávarp. Að því
loknu verða frjálsar umræður.
Fundurinn er öllum opinn.
Blakað
umhelgina
Það verður mikið blakað á
Akureyri urn helgina, bæði í
kvenna- og karlaflokki.
í kvöld kl. 20.30 hefst viður-
eign KA og Breiðabliks í
kvennaflokki en strax á eftir
þeim leik mætast karlalið
sömu félaga í annarrar deild-
ar keppninni. Þessar viður-
eignir verða í Glerárskóla.
Á laugardag mætast
kvennaliðin að nýju en þá í
íþróttahöllinni kl. 16.
Hörku-
leikir í
Höllinni
í kvöld
í kvöld, föstudagskvöld, verð-
ur kátt í höllinni, það er að
segja íþróttahöllinni, því þá
verða leiknir þar hvorki fleiri
né færri en þrír handboltaleik-
ir. Sá fyrsti er í 3. flokki karla
á milli Þórs og Ármanns og að
sjálfsögðu kallast hann for-
leikur. Síðan kemur aðalrétt-
urinn, en þar er um að ræða
leik Þórs og Ármanns í 2.
deild íslandsmótsins og sam-
kvæmt staðfestum heimildum
blaðsins hafa Þórsarar ákveðið
að vinna þennan leik. Desert-
inn er svo leikur Þórs og Frant
í 1. deild kvenna og þar er
sömu sögu að segja; Þórsstelp-
urnar ætla að vinna þennan
leik. Fyrsti leikurinn hefst
klukkan átta.
Söngtónleikar
í Akureyrarkirkju
Allirfá bláar nœrbuxur
- á Duran-Duran-hátíðinni í Sjallanum