Dagur - 01.02.1985, Síða 16

Dagur - 01.02.1985, Síða 16
M©ii, Þorrínn er byrjaður. Afgreiðum þorramat í trogum alla daga. Akureyri, föstudagur 1. febrúar 1985 BAUTINN. Uppboðshamarinn reiddur til höggs! Kolbeinsey ÞH 10. Uppboðsbeiðnir vegna hinna svokölluðu skuldaskipa sem ekki áttu veð fyrir skuldbreyt- ingu, voru sendar út frá Fisk- veiðasjóði íslands sl. föstudag. Meðal skipanna á listanum er Kolbeinsey ÞH 10 þinglýst eign Höfða hf. á Húsavík. - Uppboðsbeiðnin kom hing- að á þriðjudag en það er upp- boðshaldara að ákveða hvenær skipið verður boðið upp. Sýslu- maður tekur ákvörðun um það þegar hann kemur frá Reykjavík, sagði Sigurður Briem, aðalfull- trúi hjá sýslumannsembættinu á Húsavík í samtali við Dag. Eigendur Sigurbjargar ÓF 1 sluppu fyrir horn og af skulda- skipalistanum þegar ákveðið var framleitt á Blönduósi „Þetta kálfafóður hefur verið reynt á Möðruvöllum og á nokkrum bæjum í Húna- vatnssýslum og það hefur reynst mjög vel,“ sagði Páll Svavarsson, samlagsstjóri hjá Mjólkursamlagi Hún- vetninga á Blönduósi, í sam- tali við Dag. Mjólkursamlag Húnvetninga hefur hafið framleiðstu á kálfa- fóðri, sem er ætlað kálfum á fyrstu vikum æviskeiðsins. Kálfafóðrið samanstendur af valsþurrkuðu undanrennudufti, tólg og nauðsynlegum bætiefn- um. Það er svipað og svonefnt T-mjöl frá Mjólkurbúi Flóa- manna á Selfossi, nema hvað önnur vinnsluaðferð gerir fóðr- ið frá Blönduósi grófgerðara. Einnig inniheldur Blönduós- fóðrið meiri fitu, sem gerir það orkumeira. Osta- og smjörsalan sf. annast sölu og dreifingu á kálfafóðrinu frá Blönduósi. - GS að veita þeim 117 millj. kr. lán til að greiða upp eldri skuldir og vaxtakostnað. Forsendurnar eru þær að skipinu verði breytt í frystitogara en það verk mun senniiega kosta um eða yfir 30 millj. kr. Aðeins ríkisstjórnin á nú eftir að leggja blessun sína yfir þessa lánveitingu en í samtali við Dag sagðist Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra búast við að það yrði gert einhvern næstu daga. í sjónvarpsþætti á þriðjudags- kvöld lýsti ráðherra því yfir að hann væri fylgjandi því að stjórn- völd héldu að sér höndum varð- andi leyfisveitingar til breytinga á togurum í frystitogara. Dagur spurði Halldór hvort það ætti ekki einnig við um Sigurbjörgu. - Ég er þeirrar skoðunar að það sé mjög varasamt að fara út í að fjármagna slíkar breytingar með lánsfé, en ég get alveg skilið að menn skuli grípa til þessara ráða til að bjarga skipum sínum, sagði ráðherra. Er Halldór var spurður hvort hann teldi ekki vá fyrir dyrum ef aðrir eigendur skuldaskipa gripu til sömu ráða, sagðist hann ekki telja að aðrir færu þessa leið. Það væri tak- markað pláss fyrir afurðir frysti- togara á þeim mörkuðum sem nú væri selt á. Halldór Ásgríms- son ítrekaði einnig þá skoðun sína að það væri óæskilegt að menn færu út í frystitogaraútgerð án þess að hugsa um afleiðing- arnar í landi. Dagur spurði að endingu Valtý Sigurbjarnarson, bæjar- stjóra í Ólafsfirði, hvort ekki væri bagalegt að missa Sigur- björgu úr hráefnisöfluninni fyrir frystihúsið með tillitil til atvinnu- ástandsins í Ólafsfirði. - ESE Raðsmíðabátamir „enn í salti“ Vinna við raðsmíðabátana hefur iegið niðri að mestu að undanfömu vegna mikilla anna í Slippstöðinni. Mynd: ESE „Eg er hvergi smeykur“ - segir Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar - Ég hef trú á að þetta mál skýrist á næstunni. Það er áhugi á þessum skipum, þau eru fjölhæf og verðið ætti ekki að fæla neinn frá. Þetta sagði Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar er hann var spurður hvernig gengi að selja raðsmíðabátana svo- kölluðu. Sem kunnugt er var búið að ráðstafa báðum bátunum en þar sem kaupendurnir fengu ekki fyrirgreiðslu hjá Fiskveiða- sjóði féllu kaupin niður. I samtali sem blaðamaður Dags átti við Halldór Ásgríms- son, sjávarútvegsráðherra, kom fram að honum væri ekki kunn- ugt um að nein hreyfing væri á þessu máli. Enginn hefði a.m.k. gert sér grein fyrir rekstrargrund- velli slíkra báta eða sýnt fram á að þeir gætu borið sig. Pá væri ljóst að engum nýjum skipum yrði bætt við flotann. - Ég er ekkert smeykur vegna þessara raðsmíðabáta og hef aldrei verið. Flotinn úreldist og sóknargeta gömlu skipanna minnkar. Miðað við þann áhuga sem komið hefur fram á þessum uppboðstogurum, er ljóst að það er greinilega mikil þörf fvrir ný skip, sagði Gunnar Ragnars. - ESE. Er kominn nægur snjór í Hlíðarfjall, spurði Eyjólfur Þorbjörnsson, veðurfræðingur, þegar haft var sam- band við Veðurstofuna í morgun. Ekki þorðum við að fullyrða það, enda ætlar Eyjólfur að bæta um betur. Hann spáir áframhaldandi norðanátt og éljagangi í dag og á morgun með R-15 stiga frosti. Á sunnudaginn minnkar frostið hugs- anlega eitthvað, en þá má jafnframt búast við aukinni snjókomu. „Ég sé ekki fyrir endann á þessu veður- fari,“ sagði Eyjólfur. Nýkomið glæsilegt úrval af efnum t.d. í samkvæmisklæðnað og dömusmókinga. Einnig efni í kápur, jakka og dragtir. Svart leðurlíki. Stretchefni: Svart, fánablátt, hárautt og mintgrænt. Póstsendum.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.