Dagur - 11.02.1985, Blaðsíða 3

Dagur - 11.02.1985, Blaðsíða 3
11. febrúar 1985 - DAGUR - 3 Leyfum ekki upp- setningu ratsjár - segja 107 Þistilfirðingar, sem sent hafa forsætisráðherra mótmæli Forsætisráðherra íslands, Steingrími Hermannssyni, hef- ur verið afhent eftirfarandi bænaskrá, undirrituð af 107 íbúum við Þistilfjörð: „Samviska okkar, sem ritum nöfn okkar á þessa bænaskrá, neyðir okkur til að mótmæla framkomnum hugmyndum um byggingu ratsjárstöðvar á Langanesi vegna þess m.a. að við erum þeirrar skoðunar að þær auki á þá vígvæðingu þjóð- anna sem stefnir jarðarbyggð í geigvænlega hættu. Við álítum að voðinn felist ekki einungis í beitingu vígbún- aðarins, heldur ali tilvist hans jafnframt á tortryggni, ótta og hatri, og við óttumst að fjárfest- ingar í umræddum stöðvum hér á landi kalli á fjárfrekar mót- framkvæmdir annars staðar. Slíka sjálfvirkni síaukins víg- búnaðar ber að stöðva. Því verða góðviljaðir menn nú að einsetja sér að snúa farnaði ver- aldar af þessari braut. Við getum ekki varið fyrir samvisku okkar að frekara fjár- magni verði varið til vígbúnaðar meðan sultur og vannæringar- sjúkdómar hrjá hálft mannkyn- ið. Jafnframt óttumst við að bygging þessarar umræddu stöðvar geri heimabyggð okkar að skotmarki í hugsanlegum hernaðarátökum. En hvað viðvíkur öryggi ís- lenskra loft- og sæfarenda, sem að hefur verið vikið í þessu sambandi, þá teljum við að okkur beri að tryggja það sjálf. Við berum því fram þá bæn við ríkisstjórn íslands, að hún leyfi ekki uppsetningu um- ræddrar ratsjárstöðvar á Langa- nesi, eða annars staðar á land- inu.“ Akureyri: Rólegt hjá lögreglu Mjög rólegt var hjá lögregl- unni á Akureyri um helgina, og sem dæmi má nefna að eng- in rúða var brotin í Miðbænum en það hefur verið fastur liður að nokkrar rúður hafi verið hrotnar um helgar í vetur. Eitt umferðarslys varð í gær á mótum Höfðahlíðar og Skarðs- hlíðar. Bifreið og vélhjól lentu þar í árekstri og var ökumaður vélhjólsins fluttur á slysadeild sjúkrahússins, en meiðsli hans reyndust smávægileg að því að talið var. Kökuform og skreytingar Fyrirliggjandi: Handbókin Sprautusett Toppar á skírnartertur, kökuform og fleira. Grýta Sunnuhlíð 12 sími 26920. „Ég er gull og gersemi“ Sýning fimmtudag 14. febrúar kl. 20.30. Sýning iaugardag 16. febrúar kl. 20.30. Allra síðustu sýningar. Miðasala í Turninum í göngugötu alla virka daga kl. 14-18. Miðasala I leikhúsinu laugardaga frá kl. 14 og alla sýningardaga frá kl. 18.30 og fram að sýningu. Sími 24073. ■ ■■!■■■■■■■■■■■■■■■■ Rétt byijun reyidst best Láttu okkur athuga hverjar þarfir þínar eru á sviði hugbúnaðar og tölvukerfa. Við hjélpum þér að undirþúa jarðveginn þannig að þegar þú kaupir tölvu þá nýtist hún sem allra hest. Okkar þekking í þína þágu GÍSLI J. JOHNSEN n TÖLVUBÚNAÐUR SF - SKRIFSTOFUBÚNAÐUR SF SUNNUHLÍÐ, AKUREYRI, SÍMI 96-25004

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.