Dagur - 11.02.1985, Blaðsíða 9
11. febrúar 1985 - DAGUR - 9
- Litið inn í kvennatíma
hjá Golfklúbbi Akureyrar
Það var kvennatími hjá Golf-
ktúbbi Akureyrar að Jaðri er
okkur bar að garði sl. fimmtu-
dagskvöld. Konurnar sveifluðu
kylfunum fagmannlega undir
leiðsögn Arna Jónssonar
kennara klúbbsins, en hann
hefur tekið að sér að annast
kennslu að Jaðri framvegis.
„Ég byrjaði aðeins í golfinu sl.
sumar,“ sagði Elísabet Guð-
mundsdóttir sem gaf sér tíma til
að setjast niður hjá okkur
smástund. „Ég fór fyrst í kennslu
í tvo tíma og síðan út á völlinn og
þetta var afskaplega gaman.
Auðvitað kunni ég ekkert en ég
finn að þetta er aðeins að koma
og það ýtir undir áhugann.
Petta er mjög gaman, og mikil
heilsubót að labba um úti á vell-
inum á sumrin. Keppninni getur
maður hagað að vild, keppt við
sjálfan sig eða þann sem maður
er að spila með. Nú er ég að læra
meira áður en sumarið kemur svo
ég hafi enn meiri ánægju af
þessu.“
Elísabet sagðist telja að fram
að þessu hefði verið um karla-
samfélag að ræða á Jaðri en það
væri að breytast. „Konurnar eru
farnar að fara meira með körlun-
um upp á golfvöll og þær fá áhug-
ann strax og byrja að vera með.
Það er mikið um hjónafólk hér í
klúbbnum," sagði hún.
„Þetta er mjög góð íþrótt fyrir
konur,“ sagði Ölína Steindórs-
dóttir sem við spjölluðum við
næst. „Ég byrjaði sl. sumar á því
að fara í sérstaka kvennatíma
sem hér voru haldnir. Nú er ég að
læra meira og ætla að hella mér af
fullum krafti út í þetta í sumar.
Þetta er mjög gaman og golfið
er góð íþrótt fyrir konur. Útiver-
an er mikils virði og svo er maður
að fást við skemmtilega hluti í
leiðinni. Ég vona bara að við
fáum jafn gott sumar í ár eins og
í fyrra.“
Árni Jónsson kennari sagði að
klúbburinn Iegði á það áherslu að
fá byrjendur til að mæta í kennsl-
una að Jaðri. Við erum með
kvennatíma á fimmtudögum kl.
20-22 og það eru allar konur
velkomnar. Við leggjum til kúlur
og áhöld þannig að þeir sem hafa
áhuga á að kynnast þessu þurfa
ekki að hugsa um slíkt strax.
Á sunnudögum kl. 13-15 eru
unglingatímar og allir velkomnir.
Almennir tímar eru á miðviku-
dögum kl. 20-22 og einnig eru
laugardagar opnir fyrir alla. Aðra
daga er ætlunin að gefa fyrirtækj-
um og hópum kost á því að hafa
sértíma og er þegar mikil ásókn
í þá tíma.
Aðstaðan að Jaðri gerir ráð
fyrir að 6 geti verið við að slá
golfboltana í einu. Hinir geta á
meðan setið yfir kaffibolla og
horft á videó, en klúbburinn hef-
ur yfir að ráða bæði kennslu-
myndum í golfi og myndum af
bestu kylfingum heims í keppni.
Þá er ætlunin að halda fundi um
golfreglurnar, umgengnisvenjur
á golfvelli og fleira sem við kem-
ur íþróttinni.
Konurnar slógu ekki slöku við
og kepptust við að slá plastbolt-
ana í netið undir leiðsögn Árna.
„Árni, hvar er hægt að fá svona
kúlur,“ spurði ein þeirra.
„Þær fást í Reykjavík," sagði
nokkrar kúlur og sett upp net í
bílskúrnum," sagði þá konan og
önnur bætti við: „Eða bara verið
í stofunni og dregið gluggatjöldin
fyrir."
Þær voru svo sannarlega búnar
að taka „sjúkdóminn“ konurnar,
og nú er bara um að gera fyrir þá
sem iangar að kynnast golfi að
drífa sig í kennsluna að Jaðri.
Maður gæti þá keypt sér
Það er lítill byrjendabragur á sveifl-
unni hjá Herdísi Ingvadóttur.
j
lleitl a köiinuiini og eilllnað
af' karl|ieningi slieddisl inn lil
að rieða inalin. Mvndir: gk-.
„Þar stóðu stúlkurnar í röðum . . - Árni Jónsson fylgist með að allt sé rétt gert.
Kristín Jónsdóttir „lætur vaða“.